Þjóðviljinn - 05.01.1975, Qupperneq 13
Sunnudagur 5. janúar 1975. ÞJÓDVILJINN — StÐA 13
Andkirkjuleg mynd frá 17. öld: munkur straffar syndugt skriftabarn
sitt, þeim báöum til bersýnilegrar ánægju.
Nýtt deilurit Deschners:
Krossferðin gegn holdsins kæti
Karlheinz Deschner heitir
þýskur höfundur, sem hefur mjög
einbeitt sér aö þvi aö rannsaka
ýmsar skuggahliöar á ferli ein-
hverrar áhrifamestu stofnunar
Vesturlanda, kaþóisku kirkjunn-
ar. Nú hefur hann bætt einni bók
við sem hann nefnir „Kynlífssaga
kirkjunnar.” Efniö er aö sjálf-
sögöu ekki nýtt, en fáir munu
hafa dregiö saman jafnmikiö efni
á einn staö og Deschncr um gilmu
kirkjunnar viö þánn gantla
Adam, sem alltaf fer á kreik, hve
nijög sem hann er með lurk lam-
inn.
Eins og vænta mátti byrjar
Deschner að rekja „2000 ára her-
ferð kirkjunnar gegn holdsins
lystisemdum” með Páli postula,
sem var mjög fjandsamlegur öllu
kynlifi eins og menn vita, og gat
rétt með semingi viðurkennt það
innan strangs ramma hjóna-
bandsins sem illa nauðsyn, sem
kæmi i veg fyrir að menn gerðu
eða hugsuðu eitthvað verra. En
Páll vár aðeins forleikur að
kristilegum miðöldum, þegar af-
neitun holdsins leiddi oft til furðu-
legra atvika og grimmilegra.
Deschner kann margar sögur
að rekja af kynferðislegri sjálfs-
pyntingu — fólk pindi sjálft sig og
niðurlægði sem mest (allt til
sjálfsgeldingar) og taldi sig þvi
sælla þvi meir sem að var hafst.
Franska nunnan
Marguerite-Marie Alacoque
(1647—1690) „skar fangamark
Krists út á brjósti sér og brenndi
það með kerti þegar henni fannst
það gróa of fljótt”. Henni og
mörgum öðrum systrum hennar i
Kristi var Kristur „dularfullur
staðgengill kynlifs”, sem þær
þrýstu að brjósti sér um nætur i
mynd styttu af tré. Þúsundum
saman komust þær með meira
eöa minna róttækum ráðum i
firnalega geðshræringu og fannst
þetta allt svo ljúft að „unaðslegri
sælu þekkti ég ekki i minu lifi”
eins og heilög Teresa frá Avila
segir, en hún var uppi á sextándu
öld.
Deschner sleppir ekki heldur
tækifæri til að sýna, að hjá mörg-
um var holdið vel reiðubúið og
andinn harla veikur. Að sjálf-
sögðu gleymir hann ekki miklum
syndum preláta og verður þar
frægastur Alexander sjötti
Borgia, páfi, sem uppi var á
fimmtándu öld. Samtimalýsing
segir, að eftir kvöldveröarboð
hafi hann skemmt sjálfum sér,
dóttur, syni og gestum, með þvi
að kalla á fimmtiu gleðikonur,
sem dönsuðu naktar fyrir gestina,
skriðu siðan um á fjórum fótum
með sem ferlegustum látum, og
fóru þjónar siðan upp á þær.
Deschner sparar ekki að leggja
áherslu á það tvöfalda siðgæði
sem leyfði höfðingjum slika
skemmtan en læddi þvi inn I
einkalif fólks að lita á kynlif sem
synd og þar með stórspillti þús-
undum og miljónum skikkanlegra
kaþólskra hjónabanda um aldir.
Höfundurinn segir einnig, að
þetta tvöfalda og afskræmda sið-
gæði hafi ekki aðeins spillt lifi
einstaklinga heldur leyst úr læð-
ingi árásarhvatir heilla hópa eins
og fram kom i galdraofsóknum og
krossferðum. Hinn reiði höfundur
telur það heldur enga tilviljun, að
enn á okkar timum hafa viögeng-
ist miklar pyntingar i kristnum
löndum og að kirkja sú, sem gerði
holdsins lystisemdir að villu stóð i
mörgu vafasömu makki við fas-
ískar einræðisstjórnir.
Deschner sést ekki fyrir, frekar
en margir aðrir baráttumenn,
segir i umsögn þeirri sem hér er
byggt á: hann lætur sem hann viti
ekki af nýjum straumum innan
kirkjunnar i þessum málum, við-
leitni til að skapa jákvæða og um-
burðarlyndari afstöðu til likama
mannsins. Hann telur að samfé-
lagið geti ekki fært siðgæði sitt i
heilbrigðara horf nema með þvi
að hafna trúarbrögðunum.
Biskupinn i bólinu, eiginmaðurinn undir rúmi -
öldum, liklega frá mótmælendum komin.
áróðursmynd frá mið
SITT
ÚR
HVERRI
ÁTTINNI
n.
Knattspyrna er
hættulegasta
iþróttin
Samkvæmt vesturþýskum
heimildum er knattspyrna
hættulegust allra íþrótta. Af um
tveim miljónum virkra þátttak-
enda i knattspyrnu (i öllum ald-
ursflokkum) verða 54 þúsund
fyrir slysi á hverju ári (2000
uppskurðir eru árlega gerðir á
hnjám knattspyrnumanna I
landinu) eða 2,7% þátttakenda.
Knattspyrnuslys eru um 60%
allra iþróttaslysa.
Næsthættulegasta iþróttin eru
hjólreiðar, en 2,57% hjólreiða-
manna verða fyrir slysi á
hverju ári. Þá koma vinsælar
boltagreinar eins og körfubolti
(2,36%) og handbolti (2,26%).
Aðrar greinar ná þvi ekki að
fleiri en einn af hverjum fimm-
tiu iþróttamönnum verði fyrir
slysi á ári.
í júdó er prósentutalan 1,68,
en i frjálsum iþróttum aðeins
0,51%. Lægst er borðtennis með
0,12% og mætti mörgum reynd-
ar þykja undravert að hægt sé
að slasa sig á þeirri Iþrótt.
GAGNKVÆMT
Það upphefjast ævinlega
ógurleg öskur og væl i apabúr-
unum þegar dýragarðarnir
loka. Og vitið þið hversvegna?
— Jú, öpunum leiöist svo þeg-
ar þeir fá ekki lengur að horfa á
fólk, sem stendur við búrin.
Útdauður hvalur
á fornu hafsvæði
ARAUSK (APN) Kenning sú, að
Svartahaf, Kaspiahaf og Azon-
haf, hafi verið eitt og sama hafið
fyrir miljón árum, hefur fengið
byr undir báöa vængi. 1 fjöllun-
um i Norður-Kákasus hefur
nefnilega fundist beinagrind af
útdauðum hval. A svæði þessu
hafa oftsinnis fundist margvis-
legir steingervingar, t.d. fiskar,
lindýr og sjávarplöntur. Hrygg-
ur, kjálkar og rifbein hvalsins
hafa varðveist furðu vel.
Séð í ,drugstore’
á Broadway:
JVlinningartafla um Thomas
Aloysius Dougan.
Hann dó 1929, en lengi lifi
minning hans i Bandarikjunum.
Það var nefnilega hann sem
umskirði frankfurtara og kall-
aðihann „hot dog”.‘‘Hvaö skyldi
hann annars heita, sem fann
upp „pylsumöllu” á tslandi?
VÍSNA-
ÞÁTTUR
S.dór.ss . ,s
Ur ýmsumáttum
Ég vil nota tækifærið i þessum
fyrsta visnaþætti ársins að óska
öllum lesendum þáttarins
gleðilegs árs og þakka fyrir það
sem var að liða og þó alveg sér-
staklega þeim sem hafa stuðlað
að fjölbreytni hans með þvi að
senda okkur visur, nýjar. sem
gamlar. Og þessi þáttur verður
eingöngu helgaður aðsendum
visum sem okkur bárust seint á
siðasta ári.
Þá vil ég og koma strax að
leiðréttingu á höfundi einnar
visu sem við birtum á dögunum,
en það var visan — Sæt er ástin,
satt er það — þessi visa er eftir
Jóhannes úr Kötlum. En snúum
okkur þá að visunum.
I tilefni af
Jólahugleiðingu
Flosa ólafssonar i Þjóðviljan-
um laugardaginn 21. des. s.l.
Traust er sjónin, trúum þvi,
tollverðina lofum,
sem að þefa og þukla i
þekktum meyja klofum.
Sagði hassið hulið i
hennar þarmi, sérðu.
En Flosi lýgur þessu,þvi
þaö var að framan verðu.
Adolf J. Petersen.
Þá hefur okkur borist bréf,
vegna vísnanna um Raufarhöfn
iþættinum 22. des. s.l. og i bréf-
inu segir að visurnar hafi verið
þrjár en ekki tvær og sú þriðja
sé svona:
fog vinn fyrir matnum á
mannlegan hátt
og mun hann þvi borga
að fullu,
En ég get ekki skilið þann
guðlega mátt
að gera allt fagurt að
drullu.
Auðvaldsblækur yrkja nlð
um Einar kallinn.
Sjálfsagt laun þeir sækja frið
i CÍA-dallinn.
Kjölturakkar kallast mega
kjötflotsgránar,
uppaldir i auðvaldsstofum
en ekki neinum moldarkofum.
Rógburðar þeir rlða gandi
(Roy á Tiggcr).
Auðhringanna ættarlaukar
eru þessir drullubaukar.”
Magnús J. Jóhannsson sendir
okkur einkar skemmtilegt bréf,
fullt með ágætum visum. Bréfið
er nokkuð langt, þannig að ég
ætla að skipta þvi i tvo þætti, en
hér kemur fyrri helmingurinn:
Góði „visnaþáttur”! Ég sendi
þér hérmeð nokkrar stökur,
eldri og yngri, ortar af margs-
konar tilefni, en sumar þó ná-
leea án tilefnis. Eins og gefur að
skilja eru svona stökur mis-
jafnar að gæðum og er margt,
sem þvi veldur. Aðalatriðið er
þó, að minu mati, að halda við
hinni gömlu og þjóðlegu menn-
ingarerfð islendinga að yrkja
rimað og stuðlað mál, en það
hefur verið eitt af mest áber-
andi séreinkennum i islenskri
ljóðagerð um langan aldur. Auk
þessa býður rimað og stuðlað
mál upp á ótrúlega mörg listræn
form i ljóðagerð, sem, þegar vel
tekst til, er eins og fagur skraut-
saumur á dýrmætu klæði. Þátt-
ur stökunnar til skemmtunar er
svo annað atriði, sem ekki verö-
ur rakið hér. Ég hygg, að þegar
fordómalaust mat verður fram-
kvæmt á sögu isl. menningar og
lista, verði það viðurkennt að
ferskeytlan sé ein af dýrmætustu
perlunum i þvi safni, auövitað
misjöfn að gæðum eins og önnur
verk okkar mannanna, ekki sist
listaverk.
Þegar Ólafur Jóhannesson
átti i mestu þrautastriði við
myndun rkisstjórnar sl. sumar
höfðu ýmsir flokksbræður hans,
þ.á.m. einn vinstri sinnaður
verkamaður á Höfn i Hornafirði
þungar áhyggjur útaf fæðingar-
hriðum nýrrar rikisstjórnar.
Einn morguninn, þegar áður-
nefndur verkamaður kom að
kaffiborði á vinnustað sinum
voru þessar visur þar hjá lagð-
ar:
Af sér gengið er nú flest
ófarirnar kunnar.
„Aumt er aö sjá I einni lest”
Ólaf, Geir og Gunnar.
Láttu samt vel liggja á þér
lundina berðu þýða,
þvi ólafur hreiöri útúr fer
ungi scm að skriði.
Liður að þvi sem lfklegt er
hann labbi fyrstu sporin.
Og vist ntá telja að verði hér
„viðreisn” endurborin.
Torfi Þorsteinsson.
Út af nýlegum ummælum
Ólafs Jóhannessonar, fyrrv.
forsætisráðherra, þess efnis að
menn yrðu nú að lifa sparlegar
en fyrr, orti Benedikt Gislason
frá Hofteigi:
Haustvísa:
Vetrarhljóma heyra má
hausts i rónti falda.
Suntarblómin fögru fá
feigðardóminn kalda.
Beðist vægðar:
Verum sáttir, ljúfu íjóöin
leiki dátt um hyggjurann.
Verri þáttinn, illa óðinn
aftur láttu i handraðann.
Sannleikur:
Ef þeir dingla dollaraseðli
dregst að ihaldshyskiö leitt.
Þetta cr þess innsta eðli,
engin rök fá sliku breytt.
Eftirfarandi visa var ort um
mann, sem undirritaður þekkti
meira en af afspurn:
Góðmennskunnar gullnu
strönd
gekkstu likt og fleiri.
Réttir ávallt hjálparhönd
hinum kraftameiri.
I skiðaferð:
Gnötra hliöar grárra fjalla,
grenjar viða sollinn mar,
þegar á skiðunt þessar falla
með þetta griðar holdafar.
Frétta menn úr ýmsri átt
örlög vona sinna.
Ólafur kvað nú eta smátt,
aörir fá þó minna.
Jóhannes Straumland sendir
eftirfarandi bréf: ,,t Stéttar-
baráttunni — 10. tbl. 3. árg. 1974
er kvæði um Einar Olgeirsson.
Eftir að hafa lesið þetta kvæði
og igrundað það, duttu eftirfar-
andi visur i huga minn;
Útaf kvenpresti:
1 þeint stöðugt meir og meir
magnast trúargrillan,
karlpresta og Auöi Eir
angrar santa villan.
Eins og sjá má:
Votergeit þeim viða hratt
vægðarlaust I hallann.
Margur Ihaldsdurgur datt
dofinn, beint á skallann.