Þjóðviljinn - 05.01.1975, Síða 16

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Síða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. janúar 1975. Syndin er lævís og lipur Ung stúlka hafði kært mann fyrir að gera henni tilboð, sem henni fannst i hæsta máta ósið- legt. Hvort hún vildi.... þið vitið? Dómarinn bað hana endurtaka þessi hræðilegu orð i réttarsaln- um, en þar sem hún veigraði sér við að hafa þau eftir munn- lega, var sæst á að hún mætti láta nægja að skrifa þau á blað. Þessi seðill var siðan grand- skoðaður af dómaranum og siðan látinn i hendur kviðdóm- endum, sem létu hann ganga sin á milli. Hann kom að lokum til ung- rar konu, sem sat við hliðina á manni, sem hafði dottað undir réttarhaldinu. Hún rak olnbogann i siðuna á honum og rétti honum seðilinn. Maðurinn settist upp i snatri, leit á seðilinn andartak, kinkaði svo kolli til konunnar og stakk seðlinum i vasann. —0— Húsfreyjan hafði sterkan grun um að maðurinn hennar hefði eitthvað grunsamlegt samneyti við vinnukonuna. Hann átti það til að hverfa öðru hverju i heilan klukkutima og var þá — hvar annars staðar — i herbergi þjónustunnar. Kvöld eitt gaf húsfreyjan stúlkunni fri og lagðist i rúmið hennar, eftir að hafa slökkt ljósið. Mikið rétt. Eftir stutta stund var fitlað við dyrnar og karl- maður kom inn. Upp i rúmið og leikurinn hófst. A eftir kveikti frúin ljósið snögglega, um leið og hún sagði: — Þarna brá þér heldur betur, flagarinn þinn! — Já, svo sannarlega, —- sagði bilstjórinn. —0— Skattstofan fékk framtals- skýrslu frá forstjóra nokkrum, Af einhverri ástæðu var þar reikn- aður frádráttur vegna sonar, og þar sem slikur náungi hafði ekki komið fyrr á fyrri skýrslum for- stjórans, gerði skattstofan at- hugasemd við þetta. Þvi var ákveðið aö skrifa honum bréf um málið, og ritari skattanefndar skrifari: „Hafa mistök þessi ugglaust verið einkaritara yðar að kenna”. En þvi svaraði maðurinn: „Nei, við vorum alveg sam- mála um þetta”. —O— Barþjónninn tók simann og heyrði konu segja: — Viljið þér segja manninum minum, að þér hafið veriö að segja mér, að hann sé nýfarinn heim. — Auðvitað kaupi ég stærri mynd úr því sem komiö er, kæra grann- kona. Vísindabók veldur æðistormi í París Jón Halldórsson Skál- holtsbiskup 1322-1339 nam I æsku sinni i Paris og Bologna, áður en hann varð kanúki i Björgvin. Jón biákup var mikill sagnamaður og flutti til Islands margt af sliku efni, ævintýrum, helgisögum og veraldlegum sögum sunnan úr löndum. Svo segir i þætti hans um nám hans i Paris: „Þann tima, sem hann var i Paris nýlega kominn, gekk hann inn I skóla þann, er æðstur var til. Var hann þann tima ungur og litið skiljandi hjá þvi sem siðar. Byrjaðist þá þegar það, sem lengi hélst siðan um hans daga, að guð gaf honum mikla mannheill alla götu, einkanlega af þeim, er æðstir voru og vitrastir. Þvi leggur höfuö- meistari og allur safnaður skól- ans mikla bliðu og góðar virðingar á sveininn, sem i þvi lýsist er eftir fer. — Svo gekk til einn dag, að yfirmeistarinn sér i sina bók, er mjög var stór i vexti, og sem hann beiðir að létta sér út af skólanum, leggur hann opna bókina niður i há- sætið, áður hann gengur út. Og án dvöl forvitnar hann pilturinn er vér nefndum, hversu greitt hann mun lesið fá eitthvert capitulum af bókinni hans VÍSINDABÆKUR meistara. Þvi rennur hann upp gráturnar er lágu fyrir hásætið, og les þegar það sem honum bar fyrir augun. Og sem hann hefir lesið eitt capitulum, brestur á húsinu brakandi þytur með æði- stormi, sem allt mundi úr lagi færast, og jafnbrátt lúkast upp hurðir. En er Jón heyrir það og skynjar, að meistari mun inn ganga, flýtir hann sér eftir megni aftur til sætis sins. — Sem meistari kemur inn far- andi, segir hann, og sver um við nafn hins hæsta guðs, að ef stormur þessi gengur til aftans, mun hann þurrka öll þau stöðu- vötn sem i eru Franz, — „eða hvað er,” segir hann, „hefir engi gletzt við bók mina, siðan ég gekk?” — Nú var sveinninn Jón svo vel kenndur, að eigi einn vildi segja eftir honum, „og þvi sá ég nú,” sagði hann Jón biskup, „að setið var meðan sætt var. Féll ég þá fram sálug- ur, játandi, hvað ég hafði gert, en meistari svaraði mér svo: „Likna mun ég þér, Jón,” sagði hann, „en þó skaltu hafa augu fyrir þér, hvað þú kannt lesa, meðan þú skilur eigi betur.” — Siðan skundar meistari upp til bókarinnar og veltir henni á aðra hálfu. „Sem þar les hann eitt capitulum,” sagði herra Jón biskup, „þótti mér vonlegt, að það væri nærri þvi langt, sem ég hafði áður lesið, og án dvöl, sem capitulum var úti, fellur storm- urinn svo snöggt að með öllu varð vindlaust. Má af sliku marka,” sagði biskupinn, „hverjar listir lifa I bókunum, þótt heimurinn gerist gamall.” íslenskar galdrabækur íslenskar þjóðsögur gera sér tiðrætt um, hverjar listir lifa i bókunum, og er þá átt við bækur sem sögurnar kalla stundum i kurteislegum tón visindabækur, en eru jafnan fullar af rammasta galdri. Jón Guð- mundsson lærði getur um svo- kallaða „höfuðbók” ólafs tóna, sem var nafnkunnur galdra- maöur á 14. öld. Siðar koma upp sagnir af glæsilegum galdrabókum, Rauð- skinnu, Grænskinnu, Gull- skinnu og Silfru. Rauð- skinna er rakin til Gottskálkis biskups grimma Niku- lássonar, og drepur séra Skúli Gislason á hana: „Gottskálk biskup grimmi var hinn mesti ga'dramaður á sinni tið; tók hann upp aftur svartagaldur er ekki hafði tiðkast siðan i heiðni og skrásetti galdrabók þá er kallaðist Rauðskinna. Var hún skrifuð með guilnu letri og að öllu hin skrautlegasta; rituð var hún með rúnastöfum eins og all- ur galdur. Þessarar bókar unnir biskup ekki neinum eftir einn dag og lét þess vegna grafa hana með sér, og engum kenndi hann kunnáttu sina.” Þessa Rauðsinnnu hugðist Galdra-Loftur klófesta, svo sem frægt er. A 19. öld komu upp sagnir, sem geta um Gráskinn- ur tvær, aöra á Hólum, hina i Skálholti. Gráskinna á Hólum. Um upptök hinnar fyrri skrifar séra Skúli: „Þorkell hét sonur séra Guðbjartar (flóka i Laufási); hann skrifaði fyrstur rúnabókina Gráskinnu er öll fjölkynngi var höfð úr á seinni öidum; bók þessi lá lengi við skólann á Hólum og lærðu sumir piltar nokkuð i henni, helst hinn fyrsta part er var ritaður með málrúnum. Var þar ekki kenndur galdur né særingar, heldur meinlaust kukl eins og glimugaldur, lófalist og annað þess konar, og gátu allir orðnir sáluhólpnir þó þeir lærðu þann partinn. Seinni og lengri partur- inn var þar á móti ritaður með villurúnum er fáir gátu komist niður i, enda var þeim meinað það af meisturunum. Þar var allur hinn rammari galdur, og urðu þeir allir óþokkasælir og ólánsmenn sem voru rýndir i honum.” Það fylgir raunar sögunni af Galdra-Lofti að hann hafi verið búinn að nema Gráskinnu þessa úti hörgul, áður en hann freistaði að vekja upp Gottskálk grimma og ná Rauðskinnu á sitt vald. Gráskinna í Skálholti Frá uppruna Gráskinnu þeirrar er lá við skólann i Skál- holti greina tvær sögur. Brynjúlfur frá Minnanúpi segir sögu af þrem skólapiltum i Skálholti, og var einn þeirra Eirikur siðar prestur i Vogsós- um. Þeir vissu, að karl nokkur hafði látið grafa með sér galdrabók og vildu gjarnan komast yfir hana. Einginn vissi hvar gröf hans var i garðinum og urðu þeir þvi að fylla kirkjuna þrivegis af upp- vakningum áður en karl kom með bók sina. Ekki náðu þeir úr henni nema nokkrum blöð- um. „En blöðin gærðu þeir félagar sér i nyt og sömdu eftir þeim fjölkynngisbók þá er Grá- skinna' er nefnd og lengi lá á skólahússborði i Skálholti”. Hina söguna af Gráskinnu skráir Jón Borgfirðingur eftir eyfirskri sögn. Hún fræðir menn raunar um það hver karlinn var, er þremenningarnir vöktu upp. Hann var einginn annar en Jón sterki, sem glimdi við blámann austur á Eyrarbakka og gekk af honum dauðum, en varð i staðinn að útvega Eyrarbakkakaupmanni „mestu visindabók sem fáanleg er i öll- um heimi”. Jón gekk til fjalla* komst þar i tæri viö dularfull hjón og dvaldi hjá þeim vetrarlangt, svaf hjá dóttur þeirra og afrekaði ýmislegt á búi karls sem ekki var á allra færi. Um vorið færði karl Jóni bókina, hafði þá verið að taka hana saman um veturinn ásamt kerlingu sinni. Eyrarbakka- kaupmanni brá svo við er hann leit i bókina, að hann hljóp i sjó- inn og drap sig, en Jón hélt bók- inni. Hann lét um siðir grafa hana með sér, og fór siðan um hana likt og fyrr greinir, að skólasveinar vöktu Jón upp og náðu hluta af bókinni. „Það er af bókinni að segja að það var Gráskinna galdrabók.” (Jóns þáttur biskups Halldórs- sonar, Galdur og galdramál á Islandi eftir ólaf Daviðsson, Þjóðsögur Jóns Arnasonar).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.