Þjóðviljinn - 05.01.1975, Síða 17
Sunnudagur 5. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Pakistan
6000 farast i
j arðskj álftum
Rawalpindi 2/1 reuter — óttast er
að 6 þúsund manns hafi farist og
16 þúsund slasast i gifurlegum
jaröskjálftum sem urðu I Indus-
dalnum i norðurhluta Pakistans.
Um 60 þúsund manns eru talin
hafa misst heimili sín.
Mjög erfitt er um allt hjálpar-
starf þar sem bæði ófærð og veöur
hamla. Er ekki einu sinni vitað
hversu víða jarðskjálftarnir náöu
né hve miklum spjöllum þeir ollu.
Eina leiöin til aö komast á svæðið
er með þyrlum en þær hafa ekki
komist á loft i tvo daga vegna
veðurs.
Stjórn Pakistan hefur stofnaö
sjóö vegna hjálparstarfsins og
hafa þegar veriö gefin loforð um
stórgjafir. Feisal konungur i
Saudi-Arabiu gaf 10 miljónir doll-
ara i gær og i dag gaf íransstjórn
og hjálparsamtök þar i landi eina
miljón dollara, fimm tonn af lyfj-
um og 25 af fötum og tjöldum. Þá
hefur Vestur-Þýskaland heitið
heilum flugvélarfarmi af lyfjum
og öðrum hjálpargögnum.
ísraelar myrða fimm
Nabatiyeh, Libanon 2/1 reuter —
tsraelskar hersveitir réðust inn i
þorp I Suöur-Libanon I nótt,
sprengdu hús eitt i loft upp og
myrtu fimm manns, þar af tvö
börn, að þvi er varnarmálaráöu-
neyti Libanóns skýröi frá I dag.
I öðru tilviki sátu israelskir
hermenn fyrir líbanonskum her-
jeppa rétt við landamæri Libanon
og Israel og drápu ökumann hans.
Aö sögn ráðuneytisins skiptust
israelskar og libanonskar
hersveitir á skotum i gær nærri
borginni Týrus. Voru israelskar
hersveitir sem ráðist höföu inn I
landiö hraktar á flótta af stór-
skotaliöi úr her Libanon..
Hart barist i Indókína
Saigon 2/1 ntb — Harðir bardagar
geisuðu I Indókina fyrstu daga
ársins. í Suöur-VIetnam sóttu
hersveitir Þjóöfrelsisfylkingar-
innar að héraðshöfuðborginni
Phuoc Long studdar skriðdrek-
um.
Þetta er i fyrsta sinn siðan
vopnahléssamningurinn var
undirritaður i Paris fyrir tæpum
tveimurárum, aö þjóðfrelsisöflin
gera áhlaup á héraðshöfuðborg,
sem er á yfirráöasvæði Saigon-
stjórnarinnar. Nái þau borginni á
sitt vald hafa þau allt héraðið á
sinu valdi.
t Kambodju varö her Lon Nol
að hörfa úr einu vigja sinna að-
eins 3 kilómetra norðan við mið-
borg Phnom Penh. Jafnframt var
barist af mikilli hörku, norð- og
suövestan við borgina. Þjóð-
frelsisöflin hafa nú yfirtökin á
öllum austurbakka Mekong-ár-
innar andspænis höfuöborginni.
Bresku olíufélagi bjargað
London 1/1 ntb — Breska stjórnin
hefur heitið næststærsta oliufélagi
landsins, Burmah Oils, hartnær
100 miljaröa króna stuöningi
vegna greiðsluerfiðleika þess.
Félagiö á dótturfyrirtæki og útibú
i 146 löndum og starfsmenn þess
eru 37 þúsund.
Þegar fyrirtækiö lýsti þvi yfir
fyrir skömmu aö það gæti ekki
staðiö við skuldbindingar sinar
komu Englandsbanki og orku-,
málaráðuneytið strax til
hjálpar. Rikiö mun taka við
stjórn á framkvæmdum Burmah
Oils I Noröursjónum og yfirtekur
einnig fimmtung hlutafjáreignar
fyrirtækisins I BP, stærsta oliu-
fyrirtæki Bretlands.
Kvöldskólinn
Kennsla hefst sem hér segir:
4. bekkur og 3. bekkur miðvikud. 8. janúar
kl. 7 e.h. ATH. EKKI 6. JANÍJAR
Verslunar- og skrifstofustarfadeild mæti
9. jan. kl. 8 e.h.
Leshringar á framhaldsskólastigi hefjast
9. jan. samkv. fyrri töflu.
Almennir námsflokkar hef jast mánud. 13.
janúar.
Innritun í almenna námsflokka:
1 Laugalækjarskóla fer fram 7. og 8. jan.
kl. 19 til 21.30.
í Breiðholtsskóla fer fram 9. jan. kl. 19.30
til 21.
í Árbæjarskóla fer fram 10. jan. kl. 19.30
til 21.
KENNSLUGJALD GREIÐIST VIÐ
INNRITUN. SKRA YFIR KENNSLU-
GREINAR BIRTIST í DAGBLÖÐUM
NÆSTU DAGA.
EIKFÉIAG,
YKJAVÍKUR
DAUÐADANS
i kvöld kl. 20,30.
3. sýning.
MORÐIÐ 1
DÓMKIRKJUNNI
eftir T.S. Eliot i þýðingu Karls
Guðmundssonar leikara.
Flutt i Neskirkju i kvöld kl. 21.00
Siðasta sinn.
ISLENDINGASPJÖLL
þriðjudag kl. 20,30.
DAUÐADANS
miðvikudag kl. 20,30.
4. sýning. Rauð kort gilda.
MEÐGÖNGUTÍMI
fimmtudag kl. 20,30.
Siðasta sýning.
DAUÐADANS
föstudag kl. 20,30.
5. sýning. Blá kort gilda.
FLÓ A SKINNI
laugardag kl. 20,30.
233. sýning.
Aðgöngumiðasalan i Iðnó er
opin frá kl. 14. Simi 1-66-20.
Simi 41985
Gæðakallinn Lupo
Bráðskemmtileg ný, israelsk-
bandarisk litmynd.Mynd fyrir
alla fjölskylduna, Leikstjóri:
Menahem Goian. Leikendur:
Yuda Barkan, Gabi Amrani,
Ester Gróenberg, Avirama
Golan.
ÍSLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 6,18 og 10.
Barnasýning kl. 4
Kúrekar i Afriku
HAFNARBÍÓ
Simi 16444
Jacqúes Tati' i Trafic
Sprenghlægileg og fjörug ný
frönsk litmynd, skopleg en
hnifskörp ádeila á umferðar-
menningu nútimans. „1
„Trafic” tekst Tati enn á ný á
við samskipti manna og véia,
og stingur vægðarlaust á kýl-
unum. Árangurinn veröur að
áhorfendur veltast um af
hlátri, ekki aöeins snöggum
innantómum hlátri, heldur
hlátri sem bærist innan með
þeim i langan tima vegna
voldugrar ádeilu i myndinni”
— J.B., Visi 16. des.
ISLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
lærir
málið
r
i
MÍMI
Sími
10004
€*ÞJÓÐLEIKHÚSK>
KARDEMOMMUBÆRINN
i dag kl. 15. Uppselt.
KAUPMAÐUR
1 FENEYJUM
6. sýning i kvöld kl. 20.
Uppselt.
Hvit aðgangskort gilda.
fimmtudag kl. 20.
Leikhúskjallarinn:
HERBERGI 213
i kvöld kl. 20.30
miðvikudag kl. 20.30.
Miöaala 13,15-20.
Simi 1-1200.
PJITJL
NEWAMLN
ROBJEPT
REDFORD
ROBERT
SHAW
A GEORGE ROY HILL FILM
•fí*® STj*0
...all ittakes is
a little Confidence.
Bandarisk úrvalsmynd er
hlaut 7 Oskar’s-verðlaun i
april s.l. og er nú sýnd um
allan heim við geysi vinsældir
og hefur slegið öll aðsóknar-
met. Leikstjóri er George Roy
Hill:
Sýndkl. 5, 7,30og 10.
Bönnuð innan 12 ára.
Barnasýning kl. 3.
Robinson Krúsó
,SImi 18936
Hættustörf lögreglunnar
ISLENZKUR TEXTI.
SCOTT
STACY
KEACH
AROBERT CHARTOFF-
IRWI’'! WINKLER PRODUCTION
THE NEW
CENTUXUONS
Æsispennandi, raunsæ og vel
leikin ný amerisk kvikmynd i
litum og Cinema Scope um lif
og hættur lögreglumanna i
stórborginni Los Angeles.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Bönnuð innan 14 ára.
Töfrateppið
Spennandi ævintýrakvikmynd
i litum.
Sýnd kl. 2.
TÓNABlÓ
Fiðlarinn á
þakinu
Ný stórmynd gerð eftir hinum
heimsfræga samnefnda sjón-
leik, sem fjölmargir kannast
við úr Þjóðleikhúsinu.
1 aðalhlutverkinu er Topol,
israelski leikarinn, sem mest
stuðlaði að heimsfrægð sjón-
leiksins með leik sinum. önn-
ur hlutverk eru falin völdum
leikurum, sem mest hrós hlutu
fyrir leikflutning sinn á sviði i
New York og viðar: Norma
Crane, Leonard Frey, Molly
Picon, Paul Mann. Fiðluleik
annast hinn heimsfrægi lista-
maður ISAAC STERN.
Leikstjórn: Norman Jewison
(Jesus Christ Superstar).
ISLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5, og 9.
Barnasýning kl. 3.
Tarsan og
gullræningjarnir
NÝJA BÍÓ
I Simi 11544
Söguleg brúðkaupsferð
Palomar Pictures Intemational
Neil Simon's
The
Heartbreak
Kid
ISLENSKUR TEXTI
Bráðskemmtileg og létt ný
bandarisk gamanmynd um
ungt par á brúökaupsferð.
Charles Grodin, Cybill
Shepherd.
Sýnd kl 5, 7 og 9.
Barnamynd kl. 3
Merki ZORROS
HÁSKÓLABÍÓ
Simi 22140
Gatsby hinn mikli
Hin viðfræga mynd, sem
allstaðar hefur hlotið
metaðsókn.
tsienskur texti.
Sýnd kl. 6 og 9.
Barnasýning kl. 3
A hættuslóðum
Hörkuspennandi litmynd.