Þjóðviljinn - 05.01.1975, Qupperneq 19
Sunnudagur 5. jarníar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
I' Góblanhverfinu í París var
einu sinni gömul norn, ofboðs-
lega gömul og Ijót. En hana
langaði til að vera fallegasta
stúlkan í heiminum!
Einn góðan veðurdag er hún
að lesa í Nornamogga og rekst
þar á þessa tilkynningu:
KÆRA FRÚ!
Ef þér eruð gömul og Ijót
getið þér orðið ung og fögur!
Og það með því:
Að borða litla stelpu með
tómatsósu!
Og þar neðanundir stóð með
smáletri:
En gætið vel að!
Nafn þessarar litlu stelpu
verður endilega að byrja
á stafnum N!
Og einmitt í þessu sama
hverfi var lítil stelpa sem hét
Nadja. Þetta var eldri stelpan
— Mér þykir fyrir því, sagði
Nadja og roðnaði, en pabbi
bannaði mér það. Hann segir að
þér eigið að koma sjálf.
— Ágætt, sagði sú gamla, ég
kem.
Og undireins þann sama dag
kom hún í nýlenduvörubúðina:
— Góðan daginn, herra Saíd.
— Góðan dag, frú mín. Hvað
var það fyrir yður?
— Ég ætla að fá Nödju.
— Ha?
— Æ, forlátið! Hvað ég vildi
sagt hafa: f lösku af tómatsósu.
— Jú, akkúrat! Stóra eða
litla?
— Stóra, það er út á Nödju...
— Hvað þá?
— Nei, nei! Hvað ég vildi sagt
hafa: það er út á spaghettí...
— Jú, einmitt! Ég á spaghettí
hérna líka....
sem hefur tekið hana, ég verð
að fara og frelsa hana.
Hann tók nú gítarinn sinn og
hélt í Múfftargötu. Þegar sölu-
kellingarnar 267 (sem allar voru
ein og sama nornin) sáu hann þá
tóku þær til að öskra.
— Hvert ertu eiginlega að
fara, Basír?
Basír lokaði augunum og
svaraði:
— Ég er fátækur, blindur
söngvari og ég ætlaði að syngja
smásöng til að fá nokkra aura.
— Hvaða söng þá? spurðu
sölukelliiigarnar.
— Mig langar að raula söng
sem heitir Hvar ertu Nadja?
— Nei, ekki þann söng!
Syngdu eitthvað annað!
— En ég kann ekkert annað!
— Jæja, syngdu hann þá ofur
lágt!
NORNIN í Mufftárgötu
EFTIR PIERRE GRIPARI FYRRI HLUTI
hans Papa Saíd (sem þið máske
þekkið) en hann á nýlenduvöru-
búðina í Brokkagötu.
— Éq þyrfti að éta Nadiu,
sagði Nornin við sjálfa sig.
Éinn daginn þegar Nadja var
að fara út í bakarí kom gömul
kelling og stoppaði hana:
— Góðan dag, Nadja litla!
— Góðan daginn!
— Viltu gera dálítið fyrir
mig?
— Hvað?
— Að fara fyrir mig og sækja
flösku af tómatsósu hjá honum
pabba þínum. Þá þarf ég ekki
að fara sjálf, ég verð svo
þreytt!
Nadja var hjartagóð og gerði
þetta undireins. En hún var ekki
fyrr horfin en nornin — því
þettavarhún —fóraðhlæjaog
núa saman höndunum:
— Æ, vonskan í mér! sagði
hún. Nadja litla ætlar sjálf
að sækja handa mér sósuna til
að éta með henni.
Þegar Nadja kom heim með
brauðið fór hún beint og tók
tómatsósuflöskuna úr hillunni.
Hún var á leiðinni út þegar
pabbi hennar stansaði hana:
— Og hvert ætlarðu með
þetta?
— Það er gömul kelling sem
bað mig að færa sér þessa
tómatf lösku.
— Vertu kjur, sagði Papa
Said. Ef þessi kelling þarf eitt-
hvað þá getur hún komið eftir
því sjálf.
Nadja var afskaplega hlýðin
og gegndi þessu. En daginn eftir
stoppaði kellingin hana aftur
þar sem hún var að sendast.
— Jæja, Nadja mín? Hvar er
tómatsósan?
— Ö, en það er óþarfi, ég hef
Nödju...
— Hvað þá?
— Afsakið, hvað ég vildi sagt
hafa: spaghettíið, ég hef það
heima...
— Fyrst svo er... flaskan
gjörið svo vel.
Sú gamla tók flöskuna,
borgaði hana. En hún fór samt
ekki út heldur stóð og hampaði
f löskunni:
— Humm! Kannske er hún
dálítið þung.. Gætuð þér ekki..
— Hvað?
— Sent Nödju með hana til
mín?
En Papa Saíd var ósveigjan-
legur.
— Nei, frú mín, við sendum
aldrei heim. Og Nadja hefur
líka annað að gera. Ef þér loftið
þessari flösku ekki þá verðið
þér bara, því miður, að skilja
hana eftir!
— Þá það, sagði nornin, ég
tek hana. Verið þér sælir, herra
Saíd!
— Sælar, frú!
Og nornin fór með tómat-
sósuna. Þegar hún var komin
heim sagði hún við sjálfa sig:
— Mér dettur nokkuð í hug: í
fyrramáliðfer ég í Múfftargötu
og bý mig eins og sölukellingu.
Þegar Nadja fer í sendiferð
fyrir foreldra sína þá næ ég í
hana.
Daginn eftir var hún í
Múfftargötu og þóttist vera að
selja kjöt þegar Nadja fór þar
hjá.
— Góðan daginn, stúlka mín.
Vantar þig kjöt?
— Nei, frú, ég átti að kaupa
hænu.
— Skrambinn! hugsaði
nornin.
Daginn þar á eftir bjó hún sig
út eins og hænsnasölukellingu.
— Góðan daginn, væna.
Ætlarðu að kaupa af mér hænu?
— Önei, frú. ( dag á ég að
kaupa kjöt.
— Fjárans! hugsaði nornin.
Þriðja daginn bjó hún sig enn
og seldi nú bæði kjöt og hænsni.
— Góðan daginn, Nadja,
góðan daginn stúlka litla! Hvað
viltu fá? Sko í dag er ég með
allrahanda: nautakjöt, kinda-
kjöt, hænsni, héra..
— Einmitt, en nú vantar mig
f isk!
— Fari það og veri!
Þegar nornin var komin heim
fór hún að hugsa og hugsa og á
endanum datt henni nokkuð
hug:
— Ágætt, fyrst þetta er
svona, þá verð ég í fyrramálið
ein og sjálf, ALLAR sölu-
kellingarnar í Múfftargötu!
Og það f ór svo að daginn ef tir
þá voru allar sölukerlingarnar í
Múfftargötu (nákvæmlega voru
þær 267) engin önnur en einmitt
hún.
Nadja kom eins og vant var og
grunlaus nálgaðist hún græn-
metissöluna til þess að versla,
hún átti að kaupa grænar baunir
og ætlaði einmitt að fara að
borga þegar sölukellingin greip
um úlnliðinn á henni og bang!
lokaði hana ofan í peninga-
kassanum.
En til allrar hamingju átti
Nadja yngri bróður sem hét
Basír. Þegar systir hans kom
ekki aftur þá sagði Basír við
sjálfan sig:
— Ábyggilega er það nornin
— Það skal ég gera! Ég syng
bara afskaplega lágt!
Og Basir fór að syngja
hástöf um:
Hvar ertu Nadja?
Hvar ertu, Nadja?
Þú svarar ef heyrirðu til mín!
Nadja, hvar ertu?
Nadja, hvar ertu?
Ég sé ekki hvar þú ert!
— Ekki svona hátt! öskruðu
sölukellingarnar 267. Þú ærir
okkur.
Hvar ertu, Nadja?
Hvar ertu, Nadja?
Og þá var svarað ofurlágt.
Basír, ó Basír, ó, leystu mig nú!
svo nornin drepi mig ekki!
Þegar Basír heyrði þetta
opnaði hann augun og sölukerl-
ingarnar 267 stukku allar á hann
æpandi:
— Hann þykist bara vera
blindur! Hann þykist bara vera
blindur!
En Basír, sem var enginn
aukvisi, brá gítar sínum og
steinrotaði næstu sölukellingu
með einu höggi. Hún steyptist á
hausinn og hinar 266 duttu um
leið og hún, steinrotaðar lika.
Nú fór Basir búð úr búð
syngjandi:
Hvar ertu, Nadja?
Hvar ertu, Nadja?
Og aftur svaraði ofurveik
rödd:
Basír, ó, ó Basír, ó, leystu mig
nú,
svo nornin drepi mig ekki!