Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. febrúar 1975 Samnorræna sundkeppnin háö í níunda sinn keppnin mun standa í 4 mánuði Á laugardaginn kemur, 1. mars, hefst Samnorræna sund- keppnin i 9. sinn. Hún var fyst háö 1951 og þá sigruðu islendingar en siöan ekki aftur fyrr en síðast, þegar hún var háð 1972, og þá með einstökum giæsibrag. Að þessu sinni verður sama sniö á keppninni og siðast, hver maður má synda einu sinni á dag. Keppnin mun standa i fjóra mán- uði frá 1. mars til 30. april og frá 1. júní til 31. júlí. í mai verður gert hlé á keppninni. íslendingar sigruðu i keppninni 1972, hlutu 12.171.000 stig, finnar furðu i 2. sæti meö 3.017.000 stig, sviar hlutu 2.077.000 stig, danir 1.590.000 stig og norömenn ráku lestina með 1.272.000 stig. Nú verður farið eftir eftirfarandi margvelditölum, þ.e. fjöldi sunda á i hverju landi að margfaldast með þessari tölu til að finna út stig hvers lands: Sviþjóð 1.00, Finnland 1.64 Island 1,94, Noreg- ur 3,97 og Danmörk 9,20. Að venju verða gefin út sérstök merki hér á landi I tilefni keppn- innar og geta menn keypt brons- merki eftir eitt sund, silfurmerki eftir 20 sund og „trimmmerki — eftir 50 sund. Þá verða menn að kaupa sérstakt þátttökukort með áföstum stofni sem ber að skila útfylltum i fyrsta sinn sem synt er. A stofninum verður tala sem gildir sem happdrættismiði og verður dregið tvisvar um fjórar utanlandsferöir. Þetta þátttöku- kort þarf aðeins einu sinni að kaupa þótt menn hyggist synda daglega. Nánar verður skýrt frá keppninni siðar. —S.dór. Theodór Guðmundsson: Knattspyr nuþjá Ifa ra spjall Mig langar að ræða nokkuð um þjálfaramál okkar islenskra knattspyrnumanna. Nú er svo komið að aðeins 1 islendingur er talinn nógu hæfur til að þjálfa 1. deildar- liö. Aö visu eru tveir islenskir með annað 1. deildarlið og tel ég það lofsverða nýjung sem ég vona að sé spor i rétta átt. Ég held aö i framtiöinni verði tveir menn sem þjálfa og stjórna okkar bestu liðum. Fyrir nokkrum árum voru eingöngu islenskir þjálfarar með öll okkar lið. Hvað hefur gerst?? Það sem gerst hefur er það að nú telst ekkert lið hafa möguleika nema ráða er- lendan þjálfara. Þetta væri gott og blessað ef á þessum ráöningum væru ekki nokkrir stórir gallar. Alvarlegast tel ég vera að félögin munu borga um tvær og hálfa miljón i laun og kostnaö við hvern þjálfara. Þetta er allt of mikið og verður að teljast óverjandi á sama tlma og Islensk þjálf- aramál eru látin sitja á hak- anum. Félögin hafa þvi enga peninga til að sinna unglinga- starfinu. Má i þvi sambandi nefna að menn eru ráðnir til að þjálfa yngri flokkana aðeins vegna þess að litið eða ekkert þarf að borga þeim fyrir. Ekkert er spurt um menntun, hæfileika eða reynslu. Fyrir fjórum árum var stofnað hér i Stór-Reykjavlk eins og það var orðað félag sem hlaut nafnið Knatt- spymuþjálfarafélag Islands. Aðal markmið félagsi'ns er að auka áhuga á knattspyrnu- þjálfun og stuðla að þvi að allir þeir er við þjálíun fást hafi hlotið undirstöðu- menntun. Ég hef fylgst meö störfum félagsins frá stofnun þess og tel að það hafi farið vel af staö. Allir okkar helstu þjálfarar voru i stjórn eða stofnfélagar og verkefnin voru óþrjótandi. Siðan hefur það komið i ljós að félagið hefur átt i miklum erfiðleikum. Þó hafa veriö haldin 4 til 5 þjálfaranámskeið og gefin út fréttabréf. Aðal vandamálið er það að knattspyrnufélögin hafa sýnt félaginu algert áhugaleysi ef ekki beina óvild. Eins og sést á þvi að þau hvorki styðja það né virða. Af þessari afstöðu leiðir svo að menn geta þjálfað hjá félög- unum án þess að vera i þjálf- arafélaginu og fara þessvegna á mis við þá fræðslu sem þar fer fram. Hér með skora ég á forustumenn knattspyrnu- félaganna aö taka þjálfara- Theodór Guðmundsson málin föstum tökum. Væru ekki knattspyrnuráðin heppi- leg til að koma á framfæri til- lögum um úrbætur? Að lokum vil ég svo þakka Knattspyrnu- sambandinu fyrir þann stuðning og velvilja sem það hefur sýnt Knattspyrnu- þjálfarafélaginu en miklu meira þarf til að koma þessum málum i lag. Viöar Simonarson fékk blómvönd frá HSt áður en slöari leikur Islend- inga og júgósiava hófst i tilefni þess aö hann átti þritugs afmæli þennan dag. (Ljósm. GSP) Ekkert óvænt í körfunni Baráttan um íslandsmeistara- titilinn á milli ÍR, KR og Ármanns Ekkert óvænt gerðist I körfu- knattleiksmótinu um siðustu helgi, öll úrslit samkvæmt upp- skriftinni. UMFN sigraði HSK 86:81 eftir að hafa haft yfir i leikhléi 39:38, KR sigraði Snæfell 93:79 og hafði KR yfir I leikhléi 42:34 og Ir sigraði Snæfell 90:72 en Snæfell hafði yfir i leikhléi eins og stundum áður 41:40. Sá leikur sem jafnastur var og Ágúst ágóðu Agúst Asgeirsson hinn kunni langhlaupari stundar sem kunn- ugt er nám i Englandi i vetur og hefur hann tekið þátt i nokkrum hlaupum i háskólakeppni þar I landi með góðum árangri. Fyrir skömmu fór fram hið ár- lega —Hyde park— viðavangs- hlaup ensku háskólanna og varð skóli sá sem Agúst stundar nám i skemmtilegastur á að horfa var leikur Armanns og 1S á sunnudag. Hann var æsispennandi og lauk með sigri Ármanns 81:80. í leik- hléi hafði Armann yfir 42:41. Nú eru linur teknar að skýrast nokkúð i 1. deildarkeppninni i körfu og ljóst að það verða aðeins IR, KR og Armann sem berjast um titilinn, önnur lið blanda sér ekki i þá baráttu héðan af. hljóp mtíma Durham-skólinn I 4. sæti. Ágúst hljóp fyrsta sprettinn fyrir sveit sina og hljóp 3 milurnar á 14:20,0 min, sem er frábær tlmi og 19 sekúndum betri timi en Agúst náði i hlaupinu árið áður. Annar kunnur islenskur hlaup- ari stundar einnig nám i Durham, Sigfús Jónsson. Honum gekk eiki eins vei, hljóp á 14:38.0 min. Úrslit úr þriðja hlaupi ÍR Hljómskáiahlaup IR fór fram i 3ja sinn sl. sunnudag 23/2 i ágætis veðri, en mikill snjór á brautinni haföi mikil áhrif á tima hlauparanna. Þrátt fyrir aö sjá mátti þetta fyrir hlaupið mættu 50 áhuga- samir ungir piltar og stúlkur til hlaupsins og luku þvi öilu með sóma. Arangur flestra varð nú, vegna snjóalaga, nokkru lak- ari en i fyrri hlaupunum tveim, og þvi vakti hlaup Hin- riks Stefánssonar mikla at- hygli, en hann hljóp á 7. besta timanum, sem náðst hefur i hlaupunum i vetur, þrátt fyrir að brautin var svo erfið til hlaupa. Bestan áragnur telpna hlaut Inga Lena Bjarnadóttir. Keppendur i þessum 3 fyrstu hlaupum eru nú orðnir 120, 38 stúlkur og 82 piltar. Verður nú gert nokkurt hlé á hljómskála- hlaupunum, en i millitiðinni verður Breiðholtshlaupið hlaupið 3svar sinnum. Urslit 3. hlaupsins uröu sem hér segir: Stúlkur f. ’60. 1. Inga Lena Bjarnad. 3,17 f. ’6i 1. Ingibjörg Ingimundard. 3,46 2. Heba Helgadóttir 4,41 f. ’62 1. Sólveig Pálsd. 3,41 2. Heiða Sverrisd. 4,36 f. ’64 1. Bryndis Óskarsd. 4,44 f. ’65 1. Nanna Sigurdórsd. 3,42 2. MargrétBjörgvinsdóttir4,19 3. Erna Gisladóttir 4,21 f. ’66 1. Anna K.Einarsd. 4,12 2. Jóhanna K. Guömundsd.4,12 3. Arnheiður Bergsveinsd. 4,23 f. ’67 1. Sigrún Þorsteinsdóttir 5,21 Piltar f. ’58 1. Gunnar Orrason 3,07 f. ’59 1. Óskar Guömundsson 2,50 f. ’60 1. Hinrik Stefánsson 2,44 2. Jörundur Jónsson 3,03 3. Kjartan Hjálmarssn 3,20 F. ’61 1. Magnús Haraldsson 2,56 2. Kári Bryngeirsson 2,56 3. Yngvi óöinn Guömundss. 3,27 f. ’62 1. Atli Þor Þorvaldsson 3,09 2. Guðmundur Þorsteinss. 3,38 3. Birgir Þ. Jóakimsson 3,40 f. ’63 1. GuömundurSigurjónss. 3,15 2. GunnlaugurM. Simonars. 3,19 3. Jóhannes Helgason 3,32 f. ’64 1. Guðjón Ragnarsson 3,18 2. Friðsteinn S. Stefánsson 3,55 3. Geir Þorsteinsson 4,01 f. ’65 1. Sigurjón H. Björnss. 3,42 2. Höskuldur Þór Höskuldss. 4,37 f. ’66 1. Helgi Laxdai 4,09 2. Aöalsteinn R. Björnsson 4,20 3. Ragnar Baldursson 4,23 f. ’67 1. HrafnkellGuðnason 4,36 KSÍ veitlr tækniaðstoð Stjórn og tækninefnd KSl hefur ákveöiö ab veita félögunum og þjálfurum þeirra leiöbeiningar og aöra aöstoö viö æfingakerfi. Hef- ur sambandið fengiö Karl Guð- mundsson iþróttakennara til aö taka þetta aö sér og veröur hann til viötals á skrifstofu KSl á miö- vikudögum milli kl. 14 og 16, skrifstofusiminn er 84444.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.