Þjóðviljinn - 27.02.1975, Page 12

Þjóðviljinn - 27.02.1975, Page 12
DJÚÐVIUINN Fimmtudagur 27. febrúar 1975 59 Það verður að stoppa þessa Nú hafa samningaviö- ræður atvinnurekenda og forystu verkalýðssamtak- anna siglt í strand og allt ó- vist um framhaldið. Ríkis- stjórnin hefur boðað efna- hagsráðstafanir sem ma. innihalda 2 þúsund króna //láglaunabætur" og á mánudaginn kemur for- ysta verkalýðssamtakanna saman til að ræða næstu skref í kjarabaráttunni. í ljósi þessa þótti Þjóðviljanum rétt að kikja ofan i hafnarverka- menn og inna þá eftir þeirra við- horfum til kjaramálanna. Birtast svör nokkurra slikra hér að neð- an. Mikill samdráttur i vinnu bílstjóra — Fyrstan hittu blaöamenn fyrir bilstjórann Skarphéðinn Guðmundsson sem beið eftir að komast að viö uppskipun úr Fjall- fossi. Við spurðum hvaö væri brýnast i kjarabaráttunni. — Það þarf að losna við þessa menn sem stjorna. Þeir hafa sett á óskaplegar álögur og gera ekki annað en að fára i vasana okkar. Skarphéðinn Guðmundsson. Sigurður Sveinsson menn” Rætt við nokkra hafnarverka- menn um horfur i kjaramálum Þórður Eyjólfsson — Er rétt aö fara i verkfall? — Ég veit ekki hvaö hefst upp úr verkfalli en eitthvað verður að gera til að stööva þessa menn. — Hefur vinnan dregist eitt- hvað saman hjá þér? — Já, það er mikill samdráttur i vinnu, maður hefur varla snert við akstri siðan i desember. Það gefast svona 1-2 túrar i viku. Ég skrapp i aðra vinnu i tvær vikur um daginn og það hafa margir horfið til annarra starfa, t.d. á sjóinn. Og svo heyrir maöur að ekki sé ástandiö betra i bygg- ingariðnaðinum... Verðum að brýna raustina — Inni i eittskála Eimskips hittum við Sigurð Sveinsson að máli. yið spurðum hvaö bæri að gera. — Það er eina ráðiö að við brýnum raustina. Við getum ekki látið formenn iðnrekenda og for- menn útvegsmanna og aðra at- vinnurekendur eina um að væla. — Verkfall? — Það hefst kannski eitthvað upp úr löngu og eitruðu verkfalli en maður veit svosem hvað á eftir kemur. Verkamenn vilja verkfall — Það er svart útlitið og má ekki verða svartara, sagði Páll Kristjánsson sem viö hittum við Tollvörugeymsluna. — Það þýöir ekki annað en að stoppa þessa menn af og þaö verður ekki gert nema með verkfalli. — Hvaö finnst þér um lág- launabætur stjórnarinnar? — Þær eru nú bara móðgun við verkalýðinn. — Hvernig er hljóðið i mönnum hér við höfnina? — Ég held að verkamenn vilji verkfall. Það er e.t.v. enginn gróði að verkfalli en það þýðir ekki annað. Það verður að stoppa þessa menn. Láglaunabæturnar mættu vera lægri — 1 skemmu Rikisskip hittum við Böðvar Indriðason og Þórð Eyjólfsson. Við spurðum fyrst hvort láglaunabæturnar væru fullnægjandi kjarabót að þeirra mati. — Við trúum nú ekki á þær fyrr en við sjáum þær. En um þær sem settar voru á i haust mætti kannski segja að það hafi ekkert gert til þótt þær væru lægri! — Hefur vinnan dregist saman hjá ykkur? — Það hefur aöeins boriö á þvi undanfarinn hálfan mán. En þar sem Rikisskip er svo nauðsynleg þjónustustofnun verðum við siöur varir við samdrátt i vinnu en þeir hjá Eimskip og Togaraafgreiðsl- unni. Hér kemur lika færöin til sögunnar þvi þegar færðin á veg- unum versnar eykst vinnan hjá okkur. Og hér létu blaöamenn staðar numið. —ÞH/GG Páll Kristjánsson Frestuðu ályktun Bæjarstjórn Hafnar- f jarðar frestaði afgreiðslu ályktunar þeirrar sem bæjarráð hafði samið og samþykkt um hitaveitu- mál, og birt var hér i Þjóð- viljanum á dögunum. Árni Grétar Finnsson fulltrúi Ihaldsins i bæjarstjórn sagði á bæjarstjórnarfundinum, að hann heföi vissu fyrir þvi frá borgar- stjóranum i Reykjavik og for- sætisráðherra, að málið væri að komast I heila höfn, og þvi væri samþykktin óþörf. Þrir bæjarfulltrúar voru and- vigir frestun á afgreiðslu álykt- unarinnar, þar á meðal bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, Ægir Sigurgeirsson. —“þ 24% hækkun hitaveitugjalda samþykkt í borgarráði Á ábyrgð ríkisstjórnar, segir Sigur- jón Pétursson borgarráðsmaður Borgarráð samþykkti í fyrradag að heirmla Hita- veitu Reykjavíkur 24% hækkun á gjaldskrá. Þjóð- viljinn hefur það eftir á- reiðanlegum heimildum, að forsætisráðherra hafi gefið loforð um það að ríkisstjórnin muni af- greiða þessa hækkunar- beiðni nú í vikunni. Samþykktin var gerð með fjór- um af fimm atkvæðum borgar- ráðsmanna. Fulltrúi Fram- sóknarflokksins i borgarráði mun hafa viljað 21% hækkun gjald- skrárinnar. Þjóðviljinn hafði tal af Sigur- jóni Péturssyni borgarráðsmanni Alþýðubandalagsins og spurði hann hvers vegna hann hefði ver- ið samþykkur slikri hækkun á gjaldskránni. Sagöi Sigurjón, að ljóst væri nú, að bein áhrif af gengisfellingunni á dögunum til hækkunar á skuld- um Hitaveitunnar væru 335 mil- jónir króna. Gengisfelling rikis- stjórnarinnar i september hefði hækkað skuldir Hitaveitunnar um 200 miljónir króna. Þá hefði þessi siðari gengisfelling hækkað efnis- pantanir, sem Hitaveitan ætti er- lendis um 48 miljónir og áhrif gengisfellingarinnar á ógreiddar eriendar innheimtur og ávísanir eru þær, að þær hækka um 5 mil- jónir. Samtals hefur þvi rikis- stjórnin hækkaö skuldir Hitaveit- unnar með gengisfellingum um hvorki meira né minna en 600 miljónir. Afborganir Hitaveit- unnar hækka um 102 miljónir á þessu ári vegna gengisfellingar- innar, og ofan á allt þetta bætist 10% hækkun rekstrarkostnaöar veitunnar á þessu ári vegna sömu gengisfellingarinnar. Sigurj[ón lét bóka eftir sér við af- greiðslu málsins I borgarráði og sagði hann, að I þeirri bókun fæl- ist m.a. sú skoðun sín, að miðað við framantaldar upplýsingar, væri ljóst að nýjar framkvæmdir verða ekki settar af stað að ó- breyttri fjárhagsstöðu Hitaveit- unnar og jafnvel gætu fram- kvæmdir stöðvast algjörlega. — Meðan hundruð fjölskyldna búa við það að þurfa aö kynda hús sin með oliu, sem er talin allt að fjórum sinnum dýrari en kynding Bókamarkaður hafinn Alþýðubandalagiö: Miðbæjar- og Melaskólahverfi — I.-deild. I kvöld, fimmtudag kl. 8.30 halda flokksfélagar I Miðbæjar- og Melaskólahverfi fund i Lindar- bæ til að ákveða starfsemi sína samkvæmt nýrri reglugerð frá stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik um skipulag flokks- starfsins i borginni. Dagskrá: 1. Kosning stjórnar i 1. deild ABR. 2. Inntáka nýrra fé- laga. Bóksalar bjóða um 5000 bókatitla að Hallveigarstig 1 Bókamarkaður Bóksala- það er fimmtándi bóka- félagsins hófst í morgun að markaðurinn sem nú Hallveigarstíg 1. stendur, og eru nú hátt á f immtán þúsund bókatitlar í boði. Magnús Benedikt 3. Samningamálin. Benedikt Daviðsson hefur stutta framsögu og svar- ar tyrirspurnum. 4. Magnús Kjartansson hefur stutta framsögu um stjórnmálaviðhorfið og svarar fyrirspurnum. „Þetta er næststærsti salurinn sem við höfum haft fyrir markað- inn og við höfum likast til aldrei áður boðið fram annað eins magn af bókum”, sagði Lárus Eggerts- son, forsprakki bóksalanna, sem að markaðinum standa. 1 boði eru bækur frá 50—60 for- lögum, en Helgafell og ísafold munu eiga flesta titlana aö Hall- veigarstöðum. Flestar bækurnar eru orönar nokkuð gamlar, engin yngri en tveggja ára og sú elsta er frá 1896, en það er „Lútersminning” eftir Helga Hálfdánarson. Gamla krónan heldur ekki sínu gildi I það óendanlega, jafnvel bækurnar á bókamarkaðinum hafa aðeins hækkað i verði og „Lútersminning” hefði varla selst á 22 krónur, en það er verð hennar nú. Yfirleitt mun verð á nokkurra ára gömlum skáldsög- um vera á bilinu frá 300 krónum upp I 600 — en dýrari bækur er auðvelt að finna. Bóksalar bjóða ritsöfn sem kosta 10.000 krónur eöa meira með 10% staðgreiðsluafslætti. Ef miðað er við 5000 bókatitla og kringum 30 eintök af hverri bók er eintakafjöldinn á markað- inum 150.000, en sennilega eru eintökin þó enn fleiri. Bókamarkaðurinn verður opinn frá kl. 9 fyrir hádegi til klukkan 18, nema á þriðjudögum og föstu- dögum, en þá er opið til klukkan 22. Á laugardögum verður opið til kl. 18. Ekki er ákveðið hve lengi markaðurinn stendur, „en þó er ákveðið að hafa opiö a.m.k. út næstu viku”, sagði Lárus Eggertsson, talsmaður bóksal- anna. —GG með hitaveitu finnst mér, sagði Sigurjón, — að hækkun, þó hún komi illa við notendur hitaveitu, sem gæti oröið til þess aö hundruð fjölskyldna fengju ódýrari hita- gjafa, sé réttlætanleg. En ég itreka þaðog undirstrika, sagði Sigurjón að lokum, — að þessi hækkun er bein afleiðing af gengislækkununum og þvi beint á ábyrgð rikisstjórnar tveggja fyrrverandi borgarstjóra, Gunn- ars Thoroddsens iðnaðarráðherra og Geirs Hallgrimssonar for- sætisráðherra, en ekki á ábyrgö borgarstjórnarinnar. -úþ BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Kleppsveg Laugaveg Múlahverfi Álftamýri Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsl- una. ÞJÓÐVILJINN Kópavogur Blaðberar óskast í Traðir Sími 42073

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.