Þjóðviljinn - 05.03.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 05.03.1975, Qupperneq 12
E WÐVIUINN Næsti kapítuli í rækjustríðinu: Miftvikudagur 5. mars 1975 Sátta- semjari meðfund í dag Sáttasemjari hefur boðað fund með samn- inganefndum í kjara- deilunni klukkan 4 síð- degis í dag. Lorenz enn ekki sloppinn VESTUR-BERLÍN 4/3 — Hein- rich Albertz, sem varð samferða valdleysingjunum fimm, sem rændu Peter Lorenz, til Suður- Jemen að kröfu þeirra, kom aftur til Vestur-Berlinar i dag, en Al- bertz var áður borgarstjóri þar i borg. Albertz las þegar eftir kom- una i hljóðvarp og sjónvarp ávarp frá valdleysingjunum, þar sem þeir lýsa þvi yfir að þeir muni halda áfram viðleitni sinni til að fá látna lausa þá félaga úr Baader-Meinhof-samtökunum, sem enn eru i fangelsi i Vestur- Þýskalandi. 1 ávarpinu frá valdleysingjun- um fimm segir ennfremur, að stjórn Suður-Jemen hafi heitið þeim hæli i landinu sem pólitisk- um flóttamönnum, gegn þvi að Peter Lorenz verði látinn laus. Hefur þá að sögn verið gengið að öllum skilyrðum þeirra fimm- menninga, en ekki var þó vitað til þess að þeir hefðu sleppt Lorenz Halda skagstrendingar áfram rækjuveiðum þegar fullveitt er samkvæmt veiðiheimild? Að sögn Kristins Jóhannssonar, hafnarvarðar á Skagaströnd, er helst á rækjuveiðimönnum þar að heyra, að þeir muni halda áfram rækjuveiðum I Húnaflöa eftir að það magn, sem sjávarútvegs- ráðuneytið heimilaði að veitt yrði er á land komið, vegna þess sam- komulags, sem sjávarútvegsráð- herra gerði við rækjuveiði- og vinnslumenn á Biönduisi á dögun- um. A laugardaginn var staðfest réttarsátt i landhelgisbrotamáli skipstjórans á Nökkva frá Blönduósi. Asmundur Grétars Jónssonar, að tilhlutan sjávarút- vegsráðherra. Játaði skipstjórinn sekt sina, og 10 veiðibrot innan landhelginnar. Var hann dæmdur 1200 þúsund króna sekt, en ekkert minnst á veiðarfæri né heldur upptöku afla, sem þó er til siðs I landhelgisbrotadómum og siðan fengið leyfi til að stunda rækju- veiðar á Húnaflóanum. Hefur hvert brot þvi lagt sig á 10 þúsund krónur, og mun það vera einhver lægsti landhelgisbrotadómur, sem lengi hefur verið kveðinn upp, og er vænlegt fyrir væntan- lega landhelgisbrjóta að leggja sér þá niðurstöðu á minnið. Sjávarútvegsráðherra, Matthias Bjarnason, hefur lýst þvl yfir, að dómsáttin hafi verið gerð i óþökk þeirra sem á Húna- flóaverstöðvum hafa stundað rækjuveiðar og vinnslu. Verðlaun handa lögbrjóti. Sveitarstjórinn á Hólmavik, Jón Kristinsson, sagði að þeir hefðu ekki enn fengið tæmandi upplýsingar um málið norður þangað, en þætti þó furðuleg sú ráðstöfun ráðherrans, að gangast fyrir dómsátt I málinu. — Ég get ekki betur séð, en verið sé að réttlæta rækjuvinnslu á Blönduósi, og á næstu rækjuver- tlö hlýtur að verða að skapa henni rekstrargrundvöll með þvl að veita fleiri rækjuveiðileyfi I flóan- um, sagði Jón. Hjá bátunum héð- an eru nú ekki eftir nema einn eða tveir róðrar þar til þeir hafa aflað það sem þeir hafa leyfi til og þá verður aö binda bátana. Svo gæti farið, að meðan okkar bátar eru bundnir verði Blönduóssbáturinn enn aö veiða upp I þau 30 tonn, sem ráðherra hefur gefið leyfi til að hann megi veiða, og þar með er verið að verðlauna bátinn, út- gerðina og skipstjórann fyrir landhelgisbrot. Róa skagstrendingar áfram? Við höfðum tal af Kristni Jóhannssyni, hafnarverði á Skagaströnd. Sagði hann að það væri ekkert samkomulag við skagstrendinga um svona mála- lok, heldur væri einungis samið við annan aðilann með þessu, bara lögfræðingana. — Þetta þýðir minnkandi afla- hlut fyrir okkur hér, sagði Krist- inn. Það bætist þarna ein verk- smiðja við, og þvi sem áður var skipt I fjóra staði verður nú skipt I fimm staði. Það varð samkomulag um það I vetur milli staðanna hérna, og ráöuneytið staðfesti það sam- komulag síðan, að veiðanlegu magni af rækju var skipt til helminga hér við flóann, þannig að Hólmavik og Drangsnes fengu 50% þess sem veiða mátti og Skagaströnd og Hvammstangi 50%. Þetta samkomuíag var bundið þvi skilyrði að ekki kæmu fleiri verksmiðjur til með að vinna rækjuna. Nú hefur þetta samkomulag vérið brotið. Mér hefur heyrst það á sjó- mönnunum hér, að þeir ætli að halda áfram við veiðiskapinn og láta öll leyfi lönd og leið. Hversu lengi þeir munu stunda veiðarnar eftir að veitt hefur verið upp fyrir það magn, sem veiða mátti sam- kvæmt samkomulaginu, sem ég gat um áðan, veit ég ekki. En sllk viöbrögð væru bara I samræmi við það sem gerst hefur i þessu máli hingað til, því menn virðast vera verðlaunaðir fyrir að brjóta lög, og þvl skyldum við þá ekki reyna við verðlaunin lika? — úþ Þjóðnýting alls jarð- nœðis í Eþíópíu Alþýðubandalagið Viötalstími Þorbjörn Broddason, borgarfulltrúi, verður til viðtals á skrifstofu Alþýðubandalagsins, að Grettisgötu 3, frá kl. 17-18 á morgum Siminn er 28655. Suöurlandskjördæmi — árshátið Arshátið Alþýðubandalagsins I Suðurlandskjördæmi verður haldin I félagsheimili ölfusinga Hveragerði laugardaginn 8. mars kl. 21. Skemmtiatriði og dans. Húsið opnaðkl. 20.30. — Stjórnin. Alþýðubandalag Akranesi og nágrenni Góugleði Alþýðubandalagsins verður haldin i Rein kl. 20.00 laugardaginn 8. mars. Heitur og kaldur matur. Skemmtiatriði, dans. Aðgöngumiðar á kr. 1.200.-seldir kl. 20-22á fimmtudag. — Félagsmála- nefnd. Umræðufundur um Þjóðviljann Fyrsti almenni umræðufundur Alþýðubanda- lagsins I röð sex funda verður haldinn annað kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Fundurinn verður að Grettisgötu 3. Að þessu sinni verður umræðu- efnið: Þjóðviljinn. Mun Svavar Gestsson, rit- stjóri, hafa framsögu og svara fyrirspurnum. Svavar Almennur fundur um umhverfismál Alþýðubandalagið I Borgarnesi heldur almenn- an fund um umhverfismál I Snorrabúð kl. 8.30 á miðvikudagskvöld. Haukur Hafstað fram- kvæmdastjóri Landverndar flytur framsögu- ræðu. Jón Viðar Jónmundsson, Hvanneyri, verð- ur umræðustjóri. Haukur Félagsfundur Borgarnesi Alþýðubandalagiö I Borgarnesi heldur félagsfund I Snorrabúð kl. 2 eh. á laugardag. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. — Hreppsmál. — Þegn- skyldu- og útgáfunefnd skilar áliti. — Ráðstöfun Hamarslands. — önn- ur mál. lénsskipulag lagt niður ADDIS ABABA 4/3 — Bráðabirgðastjórnarráð herforingjanna í Eþíópiu lýsti í dag yf ir þjóðnýtingu alls jarðnæðis í sveitum landsins og er þar með lok- ið mörghundruð ára léns- skipulagi í landbúnaðinum þar. Er litið á þessa ráð- stöfun herforingjanna sem róttækustu aðgerð þeirra til þessa i þá átt að breyta Eþíópíu i sósíalískt ríki. 1 yfirlýsingu frá stjórnar- ráðinu, sem lesin var i útvarpið, sagði meðal annars: „Allt nýti- legt land i sveitum landsins skal vera sameiginleg eign eþiópsku þjóðarinnar. Engin jörð skal hér- eftir verða i einkaeign, hvorki i eigu einstaklinga, kaupsýslu- fyrirtækja eða annarra fyrir- tækja. „Vakti yfirlýsingin mikla athygli og tróðst fólk inn á veitingahús, þar sem útvarpstæki voru opin. Þúsundir skólanema fóru um götur höfuðborgarinnar, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu slagorð eins og: „Valdið til alþýðunnar!” Samkvæmt lénsskipulaginu gamla urðu leiguliðar að afhenda landsdrottnum allt að þremur fjórðu hlutum uppskeru sinnar i jarðarafgjald. Samkvæmt opin- berum skýrslum býr rúmur helmingur sveitafólks i Eþiópiu á jörðum i eignarhaldi lands- drottna, sem flestir búa viðsfjarri landsetum sinum. 1 yfirlýsingu herforingjaanna sagði að allir, sem sjálfir vildu erja jörðina, gætu fengið jarðnæði úthlutað, þar á meðal hinir fyrri lands- drottnar sjálfir. Samkvæmt hinni nýju jarð- næðisreglugerð, sem sögð er sú róttækasta á sósialiskan mæli- kvarða sem til þessa hefur þekkst i Afriku, getur engin fjölskylda fengið stærri jörð en sem nemur tiu hektörum. Þá er óheimilt að kaupa vinnukraft, og ekki mega menn heldur selja eða leigja jarð- ir þær, sem þeir fá úthlutað. Reglugerðin gildir frá deginum i dag að telja. Slitnað upp úr kjara- viðræðum hjá dönum KAUPMANNAHÖFN 4/3 — Við- ræður danska alþýðusambands- ins og atvinnurekenda um nýja kjarasamninga fóru út um þúfur i dag. Sáttasemjari danska rikis- ins beitti þá öðru sinni heimild sinni til aö fresta verkföllum, en þau áttu að hefjast I gær. Sáttasemjari hafði áður frestað þeim um hálfan mánuð, og I dag aftur um viku, þannig að verkföll og verkbönn geta fyrst hafist I Danmörku 22. mars, þótt sam- komulag takist ekki I áframhald- andi viðræðum. Taílandsstjórn vill: Herinn burt! BANGKOK — Hin ný- myndaða stjórn Taílands hefur lýst því yfir að stefna hennar sé sú að bandaríski herinn í landinu hverf i þaðan á næsta hálf u öðru ári. Bandaríkin hafa nú nokkra tugi þúsund her- manna í herstöðvum í landinu og mikilvægar flugstöðvar, sem þau hafá óspart notað 1il árása á Víetnam og Laos. Frétt þessi bendir til þess að taílenska stjórnin hafi litla trú á að leppstjórnin Bandaríkjanna í Saigon og Phnompenh eigi langt líf fyrir höndum og vilji því losa um tengsli sín við Bandaríkin með tilliti til framtíðarsambúðarinnar við nágrannaríkin. BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Kleppsveg Skipasund Múlahverfi Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsl- una. ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.