Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 18. marz 1975. þjóDVILJINN — SIÐA 5 Sigurðar málara: Teikning eftir Sigurö málara. Sýning vegna 100 ára ártíðar Merkir forngripir í Bogasal Nú stendur yfir i Þjóö- minjasafninu sýning á mörgum þeim munum sem Sigurður Guðmundsson málari fékk til gamla Fornmin jasaf nsins á fyrsta áratugi tilveru þess. „Þessi sýning er i og með hald- in til að minnast hundrað ára ártiðar Sigurðar málara”, sagði Þór Magnússon, þjóðminjavörð- ur, er Þjóðviljinn ræddi við hann. „Við sýnum gott úrval þeirra muna sem komu til safnsins á ár- Félags- skapur Fjall- konunnar Kvenfélag Breiðholts III hélt i janúar aðalfund sinn i Fella- helli. Harpa Jósefsdóttir Amin, Vesturbergi 78, var endurkjörin formaður félagsins. Aðrar i stjórn eru: Bryndis Friðþjófsdóttir, rit- ari, Brynja Simonsen, gjaldkeri, Guðlaug Wium, Laufey Magnús- dóttir og Birna Ingadóttir. Lengi hafði verið I bigerð að breyta nafni félagsins til aðgreiningar öðru kvenfélagi I nágrenninu. Samþykkt var á fundinum að kvenfélagið i Fella- og Hólahverfi skyldi framvegis nefnast „Fjall- konurnar”. Um þessar mundir er að hefjast flosnámskeið á vegum félagsins. Á næstunni mun konunum einnig gefast kostur á að sækja nám- skeið i leirmótun á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavikur. Hinn 20. mars hyggjast „Fjallkonurnar” fjörga upp á félagslifið I hverfinu með þvi að halda bingó i Fella- helli. unum 1863 til 1874, og einnig nokkrar teikningar og myndir eftir Sigurð”. Fornminjasafnið var fyrst varðveitt á Dómkirkjuloftinu i Reykjavik, þar sem Stiftsbóka- safnið var, það safn sem siðar varð Landsbókasafn. Jón Árnason bókavörður og þjóðsagnasafnari var umsjónar maður Stiftsbókasafnsins og var honum i upphafi falið að annast lika um Fornminjasafnið. Reynd- in varð hinsvegar sú, að Sigurður málari annaðist um fornminja- safnið, en hann var heimagangur hjá Jóni Árnasyni, var lika helsti hvatamaður að Fornminjasafni og bar manna best skyn á þá muni sem til safnsins komu. „Á þessari tið hefur verið ger- ólikt að fá muni til safnsins heldur en nú er”, sagði þjóðminjavörð- ur, „þá var hér alveg óunnin forngripanáma, þótt reyndar hafi margt gamalla gripa borist úr landi. Samt var mikið enn til hér, og hefði Sigurðar ekki notið við er ljóst að safnið hefði ekki komist á fót fyrr en siðar og við ættum nú ekki þá dýrgripi sem hann fékk til safnsins. Það er ljóst, að Sigurður málari hefur borið afar gott skyn á forn- muni. Þeir munir sem hann hefur fengið eru margir sérlega vand- aðir, ýmsir hlutir frá miðöldum. Þeir munir sem safntð fær núna, eru nýrri”. Þór Magnússon sagði, að yfir- leitt fengi safnið gamla gripi gefna, og svo mun hafa verið á tima Sigurðar málara, „en hann hefur þó keypt einn og einn hlut, muni sem hann hefur ekki viljað láta lenda i glatkistunni. Þær skrár yfir muni safnsins, sem Sigurður vann, bera þess ljósan vott, að hann hefur borið gott skyn á fornminjar. Umsagnir um ýmsa hluti eru visindalegar, enda var Sigurður málari sérlega vel að sér i menningarsögu”. Sýningin i Bogasalnum verður opin næsta hálfa mánuðinn, til annars sunnudags. af erlendum vettvangi Bandaríkin Iðnaðurinn drepur tugþúsundir á ári Iðnfyrirtœki ráðast gegn lögum um mengunarvarnir °g öryggisráðstafanir með tilvisun til kreppunnar Aætlaö er aö tjón af völdum loftmengunar f Bandarfkjunum nemi 22.7 miljöröum dollara áriö 1977. — Iðnfyrirtæki Banda- ríkjanna leika gráan leik þar sem tugþúsundir mannslífa eru sett að veði. Þau nota verðbólg- una og samdráttinn sem röksemd fyrir þvi að vikja sér undan lagafyrirmælum um um- hverfis- og öryggismál. Og þau bera fram upp- lognar tölur sem eiga að kasta ryki yfir kostnað þjóðfélagsins af dauða tugþúsunda og örkuml hundruða þúsunda. Þessi orð lét demókratinn Benjamin Rosenthal falla er hann fylgdi úr hlaði skýrslu til fulltrúadeildar Bandarikja- þings i fyrri viku. Skýrslan er greinargerð með lagafrumvarpi sem lagt verður fyrir þingið i þessari viku. Samkvæmt þvi ber iðnfyrirtækjum skylda til að birta rækilegan rökstuðning þegar þau skella skuldinni af verðhækkunum á lög um- hverfis- og neytendavernd. Skýrslan ásakar bandarisk iðnfyrirtæki um að reka herferð til að fá afnumin lög sem snerta loftmengun og öryggismál. — Þessar árásir gegn alrikislög- unum eru ekkert annað en vill- andi og lævis tilraun til að skella á löggjöfina skuldinni af efna- hagslegri kreppu og stjórnunar- afglöpum sem hrjáir mörg stærstu iðnfyrirtæki landsins, segir i skýrslunni. Þjóðfélagið borgar brúsann Alvarlegasti ásteytingar- steinn skýrslunnar er tilraunir iðnfyrirtækjanna til að dylja fyrir almenningi þann kostnað sem þjóðfélagið þarf að greiða fyrir umhverfisspjöll og slys i umferðinni og á vinnustöðum. Á hverju ári deyja um 14 þúsund manns af völdum vinnuslysa i Bandarikjunum. 2.4 miljónir til viðbótar slasast alvarlega. I skýrslunni segir að kostnaður þjóðfélagsins af þessum slysum sé 11.5 miljarðar dollara og er þá aðeins metið vinnutap og minni framleiðni. Þá segir i skýrslunni að neysluvörur ýmiss konar að bil- um þó frátöldum kosti árlega 30 þúsund manns lifið, geri 110 þúsund manns að öryrkjum og valdi 20 miljónum til viðbótar ýmiss konar kvillum. Ekki er ástandið skárra hvað varðar loftmengun. Árið 1968 varð tjón af völdum iðnaðarúr- gangs 16.2 miljarðar dollara. Árið 1977 er áætlað að það nemi 22.7 miljörðum. Úr þvi má þó draga um sem nemur 13 mil- jörðum dollara ef komið verður upp mengunarvörnum sem kosta munu 4 miljarða. Bílaframleiðendur ósvifnastir Bilaiðnaðurinn fær einna harðasta útreið i skýrslunni. Vitnað er i rannsókn sem bandariska umferðarráðið lét gera ekki alls fyrir löngu. Hún leiddi i ljós að koma megi i veg fyrir sjö þúsund dauðsföll og 340 þúsund alvarleg slys á ári hverju ef allir bilar væru út- búnir á þann hátt að ekki væri hægt að gangsetja þá nema að bilstjórinn og farþegi i framsæti hefðu spennt á sig öryggisbelti. Fyrir nokkrum árum voru sett lög um að allir nýir bilar skyldu búnir á þennan hátt en þau voru numin úr gildi sl. haust að kröfu bilaiðnaðarins. Þegar það gerð- ist lækkaði General Motors verðið á bilum sinum einungis 13 dollara. Þegar lögin voru samþykkt höfðu bilaframleið- endur hins vegar sagt að kostnaðarauki þeirra vegna þessa útbúnaðar væri 90 dollar- ar. I skýrslunni segir að bila- iðnaðurinn leiki sama skolla- leikinn við framleiðslu á styrkt- um höggdeyfum. Opelverk- smiðjurnar i Þýskalandi hafa framleitt höggdeyfa sem eru mun sterkari og léttari en sam- bærilegir bandariskir og jafn- framt mun ódýrari. —- Flestar tölur sem bandariski bila- iðnaðurinn birtir um kostnað við öryggisráðstafanir og mengunarvarnir eru ýktar, er haft eftir fulltrúa Volvo-verk- smiðjanna sænsku. Sjö þúsund bandarikjamenn deyja árlega I umferðinni aö nauðsynjalausu. Skýrslan er uppfull af dæmum um hliðstæðar talnafalsanir annarra iðnfyrirtækja og greint er frá þvi að stálhringurinn US Steel hafi tekið þann kostinn að loka verksmiðju sinni i Gary i Indiana frekar en að koma upp lögskipuðum mengunarvörn- um. Baráttan harðnar 1 skýrslunni er þvi spáð að barátta iðnfy rirtækja gegn mengunarvörnum muni harðna á næstunni og teygja sig yfir æ fleiri svið.Sem dæmi er nefnt að nýlega hafi bandariska loft- ferðaeftirlitið heimilað sex lendingar bresk-frönsku þöt- unnar Concorde daglega á Kennedyflugvelli i New York. Þegar framleiðsla hljóðfrárra farþegaþota hófst i heiminum urðu náttúruverndarmenn ofan á i Bandarikjunum, yfirflug slikra véla var bannað og tekið fyrir rikisstyrk til framleiðslu þeirra. Nú óttast andstæðingar þessararilugvélar að yfir vofi innrás hljóðfrárra farþegaþota. Næst verði Tupoléfvélinni sovésku leyft að lenda og svo verði öll umræðan um þessar vélar endurtekin — væntanlega með annari niðurstöðu. Nefna má fleiri dæmi um hlið- stæða þróun. Þegar mikil olia fannst i Alaska var hafinn undirbúningur að lagningu mik- illar oliuleiðslu frá Alaska gegn- um Kanada til Bandarikjanna. Náttúruverndarmenn lögðust eindregið gegn þessu og barátt- an var tvisýn um tima. En þeg- ar „oliukreppan” skall á voru náttúruverndarmenn barðir til hlýðni og tvöfalt kapp lagt á að leggja leiðsluna. Þessi dæmi sýna okkur að auðvaldið svifst einskis i að við- halda aöstöðu sinni til að sækj- ast eftir hámarksgróða. Á öllum vigstöðvum erlagt til atlögu við kjör almennings i krafti ,,af- komu atvinnuveganna”. Með fulltingi rikisvaldsins eru launin lækkuð með annarri hendinni meðan hin fæst við að ryðja úr vegi öllum tálmunum við þvi að eitra umhverfi manna með framleiðslu á lifshættulegum nevsluvarningi. (ÞH — bvggt á DN)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.