Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. marz 1975. Alþýöubandalagiö Alþýöubandalagið I Vestur-Barðastrandarsýslu Alþýðubandalagiö I Vestur-Barðastrandasýslu heldur árshátiö i Dunhaga, Tálknafirði, föstudaginn 21. mars nk. Avörp flytja alþingis- mennirnir Magniis Kjartansson og Helgi Seljan. Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar frá Selfossi leikur fyrir dansi. Skemmtiatriði auglýst siðar. Magnús Helgi Alþýðubandalagið i Hafnarfirði Fundur i Góðtemplarahúsinu i kvöld, þriðju- daginn 18. mars, klukkan 20:30. Einar Olgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, kemur á fundinn og ræðir við fundarmenn og svarar fyrirspurnum. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. — Stjórnin Aðalfundur kjördæmisráðs Reykjaness, Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Reykja- neskjördæmi verður haldinn þriðjudaginn 1. april i Góð- templarahúsinu i Hafnarfirði og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fulltrúar i kjördæmisráðinu eru hvattir til að koma. — Stjórnin. FUNDUR i stjórn útgáfufélags Þjóðviljans i kvöld kl. 20.30 á Grettis götu 3. Reikningar félagsins og Þjóðviljans fyrir árið 1974 lagðir fram og rætt um rekstur blaðsins. Umdeilt eiturskip Osló 17/3 nt. — Deilur hafa spunn- ist út af finnsku skipi sem lagði úr höfn i Finnlandi fyrir helgi þar scm i ljós kom fyrir einskæra til- viljun að framur þess er banvænn eiturúrgangur sem sökkva á i Suður-Atlantshaf. Skipið átti að fara um Eyrar- sund i morgun en það beið átekta meðan verið var að ræða málin i Finnlandi. Úrgangurinn er frá oliuvinnslu og er sambland af kadmium og arseniki. Er hann á tunnum og áætlunin hljóðar upp á að sökkva eigi honum i Suður- Atlantshaf, i amk. 1.000 kilómetra fjarlægð frá næstu strönd og á 5.500 metra dýpi. Finnland er aðili að Oslóarsam- komulaginu um bann við að sökkva efnaúrgangi i Norðaustur- Atlantshaf og hefur einnig undir- ritað alþjóðalög sem beinast gegn slikum verknaði i öllum heims- höfum. En finnska þingið hefur ekki samþykkt þessi lög og þvi telur stjórnin sig ekki hafa heim- ild til að stöðva skipið. [tíI sölul I ódýrir, vandaðir | I svefnbekkir ' og svefnsófar I að öldugötu 33.1 Upplýsingar í síma 19407 _| Járnblendi Framhald af bls. 1 þegar miðað er-við alla þá orku, sem okkur er skylt að afhenda. í bréfi Landsvirkjunar frá 24.2 1974 er hins vegar tekið fram, að einingarverð framleiðslukostnað- ar miðað við stóriðjunotkun sé kr. 1,40 á kilówattstund, eða 40 aur- um meira á hverja kilówattstund en ætlunin er að selja verksmiðj- unni orkuna á samkvæmt þessu frumvarpi. Þetta þýðir aö borga á með orkunni 160 miljónir kr. á ári. Þetta dæmi er við það miðað að lagt er til grundvallar fram- leiðslukostnaðarverð orkunnar frá Sigölduvirkjun, þegar hún er fullbúin, en Ragnar lagði áherslu á, að einmitt vegna málmblendiverksmiðjunnar yrð- um við að ráðast mun fyrr i aðrar og óhagstæðari virkjanir fyrir okkur sjálfa til almennrar notk- unar, og þess vegna væri skaðinn við orkusöluna til málmblendi- verksmiðjunnar I raun meiri en þetta dæmi sýndi. Þá taldi Ragnar, að vaxta- kostnaður, sem er áætlaður 10%, væri of lágt reiknaður, og orku- verðið þyrfti einnig að vera enn hærra af þeim ástæðum, ef um arðsemi af orkusölu þessari ætti að vera að ræða. Ragnar fjallaði i ræðu sinni um fjölmörg fleiri atriði og skýrum við frá þeim siðar. Hafréttur Framhald af bls. 1 inn yrði nýr allsherjarfundur á ráðstefnunni fyrr en eftir hálfan mánuð. A tiu vikna fundi Haf- réttarráðstefnunnar i Caracas tókst ekki að ná endanlegu sam- komulagi i neinum af þeim mikil vægu málaflokkum, sem fyrir ráðstefnunni liggja. Enn er þvi eftir mikið starf i hinum ýmsu nefndum ráðstefnunnar við að samræma sjónarmið og fækka valkostum. Engin ný grundvallar sjónarmið voru lögð fram á alls- herjarfundinum og þykir bað benda til þess að höfuðáherslan verði lögð á að þetta starf, sem ekkí tókst að ljúka i Caracas. Alþýðubandalagið I Reykjavik ÁRSHÁTÍÐ Arshátið Alþýðubandalagsins I Reykjavik verður að Hótel Borg 26. mars n.k. Hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi. Nánari skemmtiatriði verða auglýst siðar. Tryggið ykkur miöa sem fyrst á skrifstofu Alþýðubandalagsins aö Grettisgötu 3 milli 1-5 e.h. alla virka daga. SKEMMTINEFNDIN. SÍmi 1C444 Fjölskylduiif #ÞJÓaLEÍKHÚSIÐ - ^ —•— HVAÐ VARSTU AÐ GERA í NÓTT i kvöld kl. 20. föstudag kl. 20. Fáar sýningar eftir. COPPELIA miðvikudag kl. 20. KAUPMAÐUR í FENEYJUM fimmtudag kl. 20. KARDEMOMMUBÆRINN laugardag kl. 15. Leikhúskjallarjnn: LÚKAS miðvikudag kl. 20,30. HERBERGI 213 fimmtudag kl. 20,30. Miðasala 13,15-20. Mjög athyglisverð og vel gerð ný ensk litmynd um vandamál ungrar stúlku og fjölskyldu hennar, vandamál sem ekki er óalgengt innan fjölskyldu nú á timum. Sandy Ratcliff, Bill Dean. Leikstjóri: Kenneth Loach. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11,15. Áfram stúlkur CARRYON GIRLS lA-J THl vm OMAMICATION PftEtfMTÍ Bráðsnjöll gamanmynd i lit- um frá Rank. Myndin er tileinkuð kvennaárinu 1975. ISLENSKUR TEXTI. Aðalhlutverk: Sidney James, Joan Sims. Sími 41985 Þú lifir aðeins tvisvar 007 Karin Dor. ISLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 8. List og losti Hin magnaða mynd Ken Russ- ei um ævi Tchaikovskys. Aðalhlutverk: Glenda Jack- son, Richard Chamberlain. ÍSLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 10. FRÚ HELVI SIPILÁ aðstoðaraðalritari Sameinuðu þjóðanna, heldur fyrirlestur i samkomusal Norræna hússins, um þjóðfélagsstöðu konunnar, miðvikudaginn 19. mars 1975 kl. 20:30. Kaffistofan er opin NORRÆNA Allir velkomnir HUSIÐ SINFÓNÍUIILJÓMSVEIT ÍSLANDS. Tónleikar i Háskólabíói fimmtudaginn 20. mars kl. 20.30. Stjórn- andi ROBERT SATANOWSKY frá Póllandi og einleikari GUÐNY GUÐMUNDSDÓTTIR fiðluleikari. Hutt verða þessi verk: Leonoru forleikur nr. 3 eftir Beethoven, Fiðlukonsert nr. 1 eftir Mozart Havanaise eftir Saint-Saéns og Sinfónia nr. 9 — frá nýja heiminum — eftir Dvorak. Aðgöngumiðar seldir I bókabúö Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustig 2 og I bókav. Sigfúsar Eymundssonar Austur- stræti 18. Illl SINFONÍl HL|()MS\ EH ÍSLANÐS f||M KÍFwINl r\ARP!D LF'KFtlAG REYKJAVÍKUR FJÖLSKYLDAN 3i <B w Frumsýning i kvöld. Uppselt. 2. sýning miðvikudag kl. 20.30. FLÓ A SKINNI fimmtudag. Uppselt. SELURINN HEFUR MANNSAUGU föstudag kl. 20.30. DAUÐADANS laugardag kl. 20.30. Aögöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 11544 Bangladesh- hljómleikarnir opple presents GEORGE HARRISON ond friends in THE CONCERT FOR BANGLADESH Litmyndin um hina ógleyman- legu hljómleika, sem haldnir voru i Madison Square Garden og þar sem fram komu m.a.: Eric Clapton, Bob Dylan, George Harrison, Billy Prest- on, Leon Russell, Ravi Shank- ar, Ringo Starr, Badfinger og fl. og fl. Myndin er tekin á 4 rása segultón og stereo. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 18936 • Bernskubrek og æsku- þrek Young Winston ISLENSKUR TEXTI Missið ekki af þessari heims- frægu stórmynd. Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Byssurnar i Navarone Sýnd kl. 5. Athugið breyttan sýningar- tima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.