Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. marz 1975. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn: Hún er veðrasöm, enginn neitar því, og snjó rífur vel af hávöðum Þá er nú Þorrinn liðinn og ekki þarf að kvarta yfir honum. Nær samfelldar hlákur eða frostlitið og snjór hefur mikið sigið og tekið upp, einkum i Langadal og ísa- firði. ‘I byrjaðan febrúar var Djúpvegurinn opnaður frá Isa- firði að Kirkjubóli i Langadal og var það fljótgert, enda sáralitill snjór á þessum 185 km vegi þrátt fyrir óVenju mikið fannfergi hér á Vestfjörðum. Svellbunkar verða liklega örðugri viðfangs á þessari leið en snjórinn. Hálkan hefur verið mikil og lá við stórslysi af hennar völdum 4. febrúar hér við Selárbrúna er Sigurður Hannes- son, bóndi á Ármúla var á leið á Djúpbátinn með mjólk i kerru aftani dráttarvél. Rann vélin á svelli afturábak útaf hárri upp- fyllingu við brúna, endastakkst og valt niður grjóturð 12-15 metra fallhæð og stöðvaðist á hjólunum i metersdjúpu vatni ofan á árisn- um. Það vildi Sigurði til lifs, að öryggishúsið á draganum sem er nýr Zetor brást ekki og þó hann missti meðvitund andartak, komst hann af sjálfsdáðum heim, að visu marinn og tognaður en er nú búinn að ná sér að mestu. Vél- inni var náð upp samdægurs og var hún furðu litið skemmd. Konurnar undii Hinn nýi söluskáli Djúpmanna- félagsins við Heydal i Mjóafirði, sem er um 120 fermetra hús g úti- byrgt var i sumar, var tekinn i notkun ef svo má segja, 15. febrú- ar, er ibúar Reykjafjarðarhrepps héldu þar þorrablót sitt. Sama kvöld héldum við hér i úthluta Nauteyrarhrepps okkar þorra- samkomu, en þar sem okkur skortir félagsheimilisaðstöðu, buðu þau hjónin Margrét Magnúsdóttir og Jón F. Þórðar- son i Laugarási til þorrafagnaðar á heimili sinu að þessu sinni. Var þar setinn bekkurinn þrátt fyrir góð húsakynni, enda skólaung- lingar heima þessa helgi. Eftir boröhald var spilað, sungið, ræð ur fluttar og lesið upp, m.a. flutti 10 ára snáði, Ketill Halldórsson Laugalandi, „Afanga”, kvæði Jóns Helgasonar, hátt og snjallt, hárrett og án þess að reka nokk- urn tima i vörðurnar eða styðjast við bókina og fékk mikið lófa- klapp að launum eins og verðugt var. Rétt er að geta þess, að hann var ekki ennþá byrjaður að ganga i skóla. Einnig fór fram i tilefni af kvennaárinu, spurningakeppni um almenn efni og áttust þar við valdir garpar af báðum kynjum. Fyrir konur voru þær Asa Ketils- dóttir Laugalandi og Björk Júliusdóttir Hamri og af karla hálfu Halldór Þórðarson Lauga- landi og Snævar Guðmundsson Melgraseyri. Eftir jafna keppni foru leikar svo að konurnar urðu undir eins og fyrri daginn. Játvarður Jökull Ekki er þvi að leyna að okkur ibúum við Isafjarðardjúp (nefnd- ir hér eftir þessari grein djúp- menn, jafnt isfirðingar, bolvik- ingar og inndjúpsmenn) hefur fundist miða heldur hægt i lagn- ingu Djúpvegar og fjárveitingar við nögl skornar svo og að stuðn ingur þingmanna okkar væri meira i orði en á borði. Varla er að efa að áhrif v-isf. og barö- strendinga hafa a.m.k. ekki ýtt á eftir framkvæmdum i Djúpvegi, þvi hagsmunir þeirra voru það að sjálfsögðu, að eina samgönguæð- in á landi við Isaf jörð og nágrenni lægi um þeirra byggðarlög sem lengst. En nú á að heita að Djúp- vegi sé svo Iangt komið aö mestur umferðarþunginn frá og til ísa- fjarðar, Bolungarvikur og ná- grennis, svo og norðurhluta V-lsa fjarðarsýslu muni beinast á hann næsta sumar. En þá vantar tenginguna frá Djúpi, og suður yfir heiðar og nú gerist það, að upp risa menn I öðrum sýslum sem betur þykjast sjá og vita hvar áframhald Djúpvegar skuli koma suður af, en heimamenn. Ég á hér við Játvarð Jökul Július- son bónda, að Miðjanesi i Reyk- hólasveit i A.-Barð., en hann hef- ur i tveim greinum i Þjóðviljan- um nú nýlega boðað þá furðulegu speki, að Kollafjarðarheiði sé sú eina sjálfsagöa leið sem fram- tiðarvegur okkar djúpmanna skuli lagður um. Ég hef borið mikla virðingu fyrir J.J.J. allt frá þvi hann ritaði sina frægu grein I „Timann” 1959 gegn kjördæmabreytingunni, en hún varð nokkurs konar rök- semdasmiðja andstæðinga þeirr- ar breytingar. Alla tið siðan hefur mér þótt það næsta gott, sem ég hef séð eftir J.J.J. á prenti. Og ekki var neinn hrörnunarbragur á erindi þvi um „Daginn og veg- inn” sem nýlega var flutt i út- varpinu eftir Játvarð Jökul. Þar gatég skrifaöundir hvertorð. Þvi finnst mér vægast sagt raunalegt. hvernig J.J.J. meðhöndlar sann- leikann og staðreyndir málsins, er hann i greinum sinum er að gylla Kollafjarðarheiði, og til- gangurinn hverju barni sýnileg- ur, sem sé, að fá fram vegarbæt- ur fyrir vesturhreppa A.-Barð. Það er alveg rétt, að nauðsyn ber til þess að gera hraustlegt átak til að bæta vegi i Gufudals- og Múla- hreppum, þeireru fyrir neðan all- ar hellur og ef þessar fallegu sveitir eiga að halda sinum hlut, verður að rjúfa vetrareinangrun- ina með upphlöðnum vegum þar, en það óg Djúpvegur eru tvö ó- skyld mál og ef Kollafjarðarheiði yrði fyrir valinu sem áframhald Djúpvegar væru það þau regin- mistök að engu tali tekur. Skal ég nú rökstyðja það nánar. Skýjadans Játvarðar JJJ fer i grein sinni frá 20. jan. mörgum orðum um basl flutn- ingabilstjóranna héðan frá Djúpi, við að komast vesturaf fyrir jólin. Það reyndist ekki unnt, vegna linnulausrar ótiðar og fannfergis og varð að flytja bilana vestur sjóleiðina. Mistökin voru auðvit- að að hleypa þeim suður fyrir Þorskafjaröarheiði. Kominn var mikill snjór og ruðningar háir i kringum niðurgrafinn vegarslóð- ann. En það er skiljanlegt þegar annar eins grjótpáll og Gunnar Pétursson beitir sér að eitthvað verði undan að láta hjá vegagerð- inni og að hún ætti ekki svo gott með að svikja sin loforð um að koma bilunum vesturaf aftur. Og hefði verið vegur á Þorskafjarð- arheiði en ekki þessi ómyndar- slóði sem um hana er nú, hefði það verið tiltölulega auðvelt. J.J.J. heldur nú á og fer á kost- um og vitnar i „gagnkunnuga menn” máli sinu til stuðnings en nafngreinir þá ekki, forðast allar vegalengdir og hæðartökur er hann ræðir um „hinar deildu meiningar” varðandi Steingrims- fjarðarheiði, Þorskafjarðarheiði og Kollafjarðarheiði, segir þó um Steingrímsfjarðarheiði „vel skilj- anlegt að svo stutt og traust tengsl tsafjarðardjúps og Húna- flóa freisti margra” og segir sið- an að Þorskafjarðarheiði eins og vegurinn liggi þar nú þoli engan samanburð við Kollafjarðarheiði. Og nú fer J.J.J. að lyftast frá jörðu i röksemdafærslunni þvi hann segir svo i framhaldi af þessu, að „framhald Djúpvegar eigi siðan að koma um Kolla- fjarðarheiði og siðan yfir mynni Þorskafjarðar á brú yfir i Reyk- hólasveit”. „Það sé hagsmuna mál allra Vestfirðinga.” Siðan heldur hann sinum skýjadansi á- fram yfir Gilsfjörð á brú frá Króksfjarðarnesi I Stórholt i Saurbæjarhreppi. Þetta er ekki nógu gott ;«§lvarður. Komdu nið- ur og við s.^'um spjalla aðeins um málin. Þu ^’fur þér forsendur sem ekki eru^/rir hendi til aö gera Kollafjarc^’’heiði umræöu- hæfa. Svona sviP“að og ég stytti Þorskafjarðarheiði um 15. km og lækkaði hana um 200 m. frá þvl sem hún er. Þetta með brýrnar er sjálfsagt gott og blessað, en svo við höldum okkur við brú á Þorskafjörð þá er afar ótrúlegt að sú draumsýn rætist á næsta ára- tug og Gilsfjarðarbrú ennþá fjar- lægari loftkastali. Það er þvi miður engin vinstri stjórn við völd núna Játvarður, og getur orðið langt i að það verði. Og eiga allir vestfirðingar „rikra hagsmuna” að gæta i sambandi við þessa brú? Hvernig getur það orðið áhugamál þeim 1291 ibúum sem búa hér að norðanverðu við Djúp og i Strandasýslu. Eða erum við ekki vestfirðingar? Ég held að það sé sjálfgert að sleppa brúnum úr þessu dæmi og fást heldur við staðreyndir. Kollafjaröarheiði Vegalengdatafla Vegagerðar- innar segir að frá Isafirði um Kollafjarðarheiði i Bjarkarlund séu 266 km. en ísafjörður — Þorskafjarðarheiði — Bjarkarlundur 228 km. Isfirðing- ur sem æki heiman og heim um Kollafjaröarheiði þyrfti þvi að aka 76 km lengra en ef hann færi Þorskafjarðarheiöi. Við hér I norðurhreppunum þurfum að aka 128 km fram og til baka, miðað við Langadalsvega- mót, ef við þurfum i Króksfjarð- arnes, en 238 km ef við þyrftum suður á Kollafjarðarheiði, eða 110 km lengri leið og auk þess tæki það hlutfallslega mikiö lengri tima að fara yfir 4 fjallvegi i stað eins. Að þetta sé okkur „hags- munamál” er þvi fjandi torskilið. Það er einnig alrangt, að vegur- inn á Þorskafjaröarheiði liggi nú hærra en á Kollafjarðarheiði, það er ekki teljandi munur, en þó 10- 20 m hærra, en hann er á Kolla fjarðarheiði. Sjálf háheiðin er stutt, satt er það, en aðdragandi langur á báða vegu og oft kæfir niður meiri snjó I daladrög en há- heiðar sem rifur af, og sjaldnar að þar kyngi niður bleytusnjó. Ég hef að visu aðeins einu sinni fariö Kollafjarðarheiöi, en mér virtist ýtuland heldur ógæfulegt I ná- grenni vegarins, mest klappir, klettar og stórgrýtisurðir og snjóasæl sund á milli. Vel má vera að finna megi þar betra veg- arstæði. En svo eru bara hálsarnir þrir eftir þó komið sé yfir heiðina og þeir eru allir umtalsverðir fjall- vegir og til samans með Kolla- fjarðarheiði drjúgum lengri leið en núverandi Þorskafjarðar- heiðarvegur. A skammri stundu skipast veður i lofti á vestfirskum heiðum og að vetrinum verða þær naumast farnar nema i sæmilegu veðri og það er ekki sá munur á veðurofsa og fannkomu á hálsun- um og Kollafjarðarheiði annars- vegar og Þorskafjarðarheiði og Steingrimsfjarðarheiöi hinsveg- ar, að það geri neinn gæfumun. En þeirrar spurningar ættu vegagerðarmenn, bilstjórar og allur almenningur, sem yfir þessa fjallvegi þarf að sækja, að spyrja sjálfa sig, hvort fljótlegra og ódýrara sé að sæta lagi að opna eina heiði og skjótast yfir hana eða fjóra fjallvegi með tölu- veröu millibili, þar sem þar að auki er um ákaflega strjála byggð að fara og I fá hús að venda með veðurtepptar bilalestir. Varla fer vegagerðin að reisa hótel i Kolla- firði, Gufudal og Djúpadal. Þorskaf jarðarheiði Þorskafjarðarheiði er rösklega 20 km lóng milli brúna, en liklega 28 km löng ef miðað er við heiðar- sporð beggja vegna. Hún er frek- ar jafnlend og hæð hennar frá 400- 500 m yfir sjó. Hún er veðrasöm, enginn neitar þvi, og snjó rifur vel af hávöðum. Ýtuland er sérlega gott um það ber öllum saman og þeir stuttu spottar sem hækkaðir hafa verið eru fljótlega eitilharðirog sporast ekki. Búið er að finna ágætan of- aniburð nálægt veginum. A heið- inni er allgott sæluhús. Ég held að engum sem eitthvað þekkir til á Þorskafjarðarheiði blandist hugur um það, að ef gerður væri svipaður upphækk- aður vegur og er á vesturheiðun- um eða á Holtavörðuheiði, og það gæti Vegagerðin auðveldlega gert á einu sumri, ef fjármagn væri fyrir hendi, þá yrði hann fær án verulegs snjómoksturs flesta vet- ur, en auðvitað yrði aö sæta veðri og hafa samflot skammdegis- mánuðina. Það er svo aftur nokk- ur vafi, hvernig best má komast upp og niður af henni, einkum að sunnanverðu. Nú er rætt um að fara þar gömlu póstleiðina og upp úr Þorgeirsdal og myndi þá leiðin um háheiðina styttast að mun. Það er naumast tilviljun að póst- leiðin að Djúpi var um aldir upp úr Þorgeirsdal norður Þorska- fjarðarheiði og niður Heiðar- brekkur I Langadalsbotn. Þéttar velhlaðnar vörður og glöggar göt- ur sýna að þessi leið var valin vegna þess að hún var óumdeil- anlega snjóléttasta og jafnframt styttsta leið að Djúpi og það hefur ekkert breyst. Kristján Steindórsson bóndi og simstjóriá Kirkjubóli i Langadal, sem mun flestum kunnugri á heiðum, telur að ekki þurfi stór- fellda breikkun eða breytingu á vegi i Heiðarbrekkunum svo hef- ill dugi þar i flestum tilvikum til að halda veginum opnum, enda á- kaflega auðvelt að losna við snjó- inn fram af sneiðingskantinum. Rétt er að geta þess, að ég styðst ekki eingöngu við álit misjafnlega „gagnkunnugra” manna um Þorskafjarðarheiði eins og J.J.J. segistgera, heldur á eg orðið ærið margar ferðir um og yfir hana bæði fyrst á vorin nýopnaða og siðast á haustin, þegar hún er að lokast og er auk þess einn af örfá- um sem hafa ekið yfir hana um hávetur eða 13. janúar 1972. Steingrímsf jarðarheiði og hringvegurinn Pálmi Sigurðsson Klúku i Bjarnafirði ritar ágæta grein i Þjóðviljann og Vestfirðing nýver- ið og spyr: Hvers vegna ekki Steingrimsfjarðarheiði? Er þar margt vel sagt og rétti- lega og það segir sig raunar sjálft að komi góður vegur yfir Þorska- fjarðarheiði kæmi það af sjálfu sé að mjög fjótlega yrði lagður veg- ur þessa 8 km af Steingrimsfjarð- arheiðarvegamótum ofan að Kleppustöðum i Saðardal eða aðra þá leiö er betri þætti. Enda leiðin um Strandir engu lakari að vetrinum nema siöur sé a.m.k. þegar Laxárdalsheiöi verður veg- uð og þegar Gilsfjörður og Svina- dalur eru ill- eða ófærir. Hring- veginum er heldur alls ekki lokið fyrr en kominn er hringvegur um Vestfirði af Ströndum um Stein- grimsfjarðarheiði að Djúpi Þetta ber að hafa alveg sérstaklega i huga. Steingrims- og Þorska- fjarðarheiöar standa þvi og falla hver með annarri, vegur um aðra þýðir vegur um hina. Þeir munu svo færa byggðirnar saman hér á norðanverðum Vest- fjörðum og svo sannarlega getum við i Inndjúpinu og A-Barða- strandarsýslu lært margt af Strandamönnum sem standa okk- ur i mörgu framar t.d. i iþrótta- og félagslifi og sauðfjárrækt. Og ekki væri Strandamönnum siður fengur 1 að nálgast að mun aðal þéttbýlis og stjórnsýslumiðstöðv ar fjórðungsins. Djúpmenn og strandamenn þurfa þvi að snúa bökum saman og sjá til þess, að þingmepn okkar og vegamálafor- kólfa hendi ekki það reginslys að villast suður á Kollafjarðarheiði með Djúpveginn. Þessum byggð- arlögum, þar sem nær 60% vest- firðinga búa, ætti heldur ekki að verða nein skotaskuld úr þvi að ráða þvi, hvar þeirravegur, sem, sem þauhafa helst til lengi beðið eftir, tengist aöalakvegakerfi landsins. Skal nú staðar numið að sinni, en þar sem J.J.J. er að sjálfs hans sögn kominn út af „einhverjum sögufrægustu ribböldum við Breiðafjörð”, þykir mér liklegt að hann svari fyrir sig. Væri þá óskandi a hann umgengist stað- reyndir þessa máls með ögn meiri virðingu og hefði aukist skilningur á hverjir eiga hér mest i húfi. 1. mars 1975 Indriöi Aöalsteinsson Skjaldfönn, N.-Is. Húsbyggjendur — EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavíkursvæðið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Verulegar verðhækkanir skammt undan Borgarplast hf. Borgarnesi Sfmi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355. Vörður og glöggar götur sýna, að gamla póstleiðin var snjóléttust

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.