Þjóðviljinn - 26.03.1975, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. marz 1975.
Auglýsing um
skoðun bifreiða í
lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur
Þriðjudagur 1. april R-5401 til R-5700
Miðvikudagur 2. aprll R-5701 til R-6000
Fimmtudagur 3. aprtl R-6001 til R-6300
Föstudagur 4. apríl R-6301 til R-6600
Mánudagur 7. april R-6601 tii R-6900
Þriðjudagur 8. aprll R-6901 til R-7200
Miðvikudagur 9. aprll R-7201 til R-7500
Fimmtudagur 10. aprll R-7501 til R-7800
Föstudagur 11. april R-7801 til R-8100
Mánudagur 14. aprll R-8101 til R-8400
Þriðjudagttr 15. aprli R-8401 til R-8700
Miðvikudagur 16. aprli R-8701 til R-9000
Fimmtudagur 17. april R-9001 til R-9300
Föstudagur 18. aprll R-9301 tii R-9600
Mánudagur 21. aprll R-9601 tll R-9900
Þriðjudagur 22. april R-9901 til R-10200
Miðvikudagur 23. aprll R-10201 til R-10500
Föstudagur 25. april R-10501 til R-10800
Mánudagur 28. april R-10801 til R-11100
Þriðjudagur 29. aprll R-11101 til R-11400
Miðvikudagur 30. april R-11401 til R-11700
Bifreiðaeigendum ber að koma með bif-
reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borg-
artúni 7, og verður skoðun framkvæmd
þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardög
um. Festivagnar, tengivagnar og far-
þegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoð-
unar. Við skoðun skulu ökumenn bifreið-
anna leggja fram fullgild ökuskirteini.
Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðagjöld
hafi verið greidd og lögboðin vátrygging
fyrir hverja bifreið sé i gildi.
Athygli skal vakin á þvi að skráningar-
númer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að
máli.
Lögregiustjórinn í Reykjavík,
24. marz 1975.
Sigurjón Sigurðsson.
® ÚTBOÐ
Tilboö óskast I lögn hitaveituæöar meöfram Suöurlands-
braut I Reykjavlk, fyrir Hitaveitu Reykjavikur.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3
gegn 10.000.- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö, þriöjudaginn 15. aprll
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Prentsmiðjan
ÞRYKK
Litprentun —
offsetprentun
Bergstaðastræti 13
Simi 41048
HVER ER
SINNAR
ÆFU SMIÐUR
t SAMVINNUBANKINN
Skrásett vörumerki
Hinar velþekktu
oliukyntu eldavélar
til sjós og lands.
Framleiddar i ýms-
um stærðum. Með og
án miðstöðvarkerfis.
Eldavélaverkstæði
Jóhanns Fr.
Kristjánssonar h.f.
Kleppsvegi 62. Simi
33069.
Ingmar Bergman og Sven Nykvist (bak viö vélina) I upptöku.
Sjónvarpið
„TÖFRAFLAUTAN”
Hin viðamikla uppfœrsla Ingmars
Bergman sýnd á föstudaginn langa
Leikstjórinn ásamt leikurum aö tjaldabaki.
Sænska sjónvarpiö leggur þvi
isienska til buröarásinn i páska-
dagskránni að þessu sinni.
„Töfraflautan”, hin vinsæla ó-
pera Mozarts, veröur sýnd aö
kvöldi föstudagsins langa, en Ing-
mar Bergman stjornaði upptöku
verksins fyrirsænska sjónvarpiö.
Þessi uþpfærsla svianna á
„Töfraflautunni” er sögð afar
vönduð, enda gerð i tilefni af 50
ára afmæli sænska rikisútvarps-
ins.
Sýning „Töfraflautunnar” tek-
ur sem næst tvær klukkustundir,
en sviarnir segja aö Ingmar
Bergman hafi með þessari upp-
færslu tekist að sanna, að ópera
sé skemmtileg — „Har — i en av
svensk televisions största satsn-
ingar — bevisar Ingmar Berg-
man att opera ar roligt”.
Bergman og Mozart
1 kynningarriti frá sænska sjón-
varpinu segir, að um tuttugu ára
skeið, hafi Ingmar Bergman
dreymt um að geta fært „Töfra-
flautu” Mozarts i sjónvarpsgerð.
Afrakstur vinnu Bergmans og
fjölda annarra frábærra lista-
manna, söngvara, leikara, sviðs-
myndamanna og myndatöku-
manna sýndi nú, að hér er ekki á
ferðinni þrælalvarlegt einvígi
milli tveggja meistara, heldur
fremur eitthvað fyndið og róman-
tiskt, gáskafullt og spennandi.
Mozart skrifaði ekki „Töfra-
flautuna” fyrir einhverja kræsna
óperuaðdáendur, heldur fyrir
venjulegt fólk i Vin, fólk sem sótti
skemmtun i leikhúsi einu i út-
hverfi Vinarborgar. Og sviarnir
segja lika, stoltir mjög: Ingmar
Bergman hefur skapaö sjón-
varps-óperu fyrir alla: ævintýri
handa börnum, músikal handa
unglingum og skemmtun til
handa fullorðnum.
Og þá er að setja sig i stellingar
og stilla tækið. „Töfraflautan”
sjálf verður á dagskrá mestan
hluta föstudagskvöldsins, sýning-
in hefst klukkan 20.15, en til að
koma mönnum i „Töfraflautu-
skap”, þá verður á miðvikudag-
inn sýnd mynd um tilurð og vinn-
una við „Töfraflautuna”. Það er
mynd frá svíunum sem heitir
„Töfraflautan i smiðum”, og er
heimildamynd um töku óperunn-
ar sem vð sjáum á föstudaginn.
Sviðsetning óperunnar fyrir sjón-
varp var mikið verk og átti sér
langan aðdraganda, og i þessari
mynd á miðvikudagskvöldið,
ræðir Ingmar Bergman um verk-
ið og vinnuna við það, fylgst er
með æfingum og upptöku.
Sænska ríkisútvarpið er 50 ára
á þessu ári, en „Töfraflautuna”
sáu sænskir sjónvarpsáhorfendur
að kvöldi nýjársdag s.l.
óperan nær
200 ára
„Töfraflautan” var frumsýnd
fyrir nær 200 árum. Það var 30.
september 1791 að Teater auf der
Wieden sýndi hana fyrst.
Mozart skrifaði tónlistina vorið
og snemmsumars það sama ár,
en það var leikhússtjórinn Ema-
nuel Sehikaneder sem fékk hug-
myndina að óperunni eftir að hafa
lesið sagnabálk einn eftir Wie-
iand.
„Töfraflautan” hefur alla tið
verið afar vinsæl, og Bergman
segir um hana: „1 Töfraflautinni
er það allt þarna, skáldskapur,
saga, draumur. Þessi atriði snú-
ast hvert um annað, vaxa saman
af undraverðum léttleika...”
Frægir listamenn
Þeir eru ekki af verri endanum,
listamennirnir sem Bergman hef-
ur fengið til liðs við sig. Söngvar-
arnir eru allir frægir úr virðuleg-
um óperuhúsum Evrópu og Ame-
riku og þeir sem eitthvað þekkja
til sönglistar, taka strax við sér
þegar nefnd eru nöfn eins og Josef
Köstlinger, Imra Urrila, Hákán
Hagegard, Elisabeth Erikson,
Birgit Nordian og Ragnar Ulfung.
Myndatökunni stýrir sá gamal-
reyndi Sven Nykvist, en hann og
Bergman virðast óaðskiljanlegir
ef eitthvað stendur til með kvik-
myndavél.
—GG.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast I lögn hitaveituæðar frá Alfhólsvegi að Urð-
arbraut I Kópavogi, fyrir Hitaveitu Reykjavlkur. (Kópa-
vogur 10. áfangi).
Ctboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3.
gegn 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 10. aprll
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sírni 25800