Þjóðviljinn - 26.03.1975, Side 4

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Miðvikudagur 26. marz 1975. DJÖBVIUINN WkLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS . Otgefandi: Otgáfufélag Þjdðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsbiaði: Vilborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Skóiavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. GANGA BER IJR SKUGGA UM ÖLL VAFAATRIÐI Flugleiðir eru sem kunnugt er sam- steypa flugfélaganna tveggja, Flugfélags íslands og Loftleiða. Rikið á nokkurn hlut i Flugfélagi íslands, en einkaaðilar hafa rekið Loftleiðir. Hefur báðum þessum félögum vegnað vel á undanförnum árum — séð frá ,,rekstrarlegu” sjónarmiði. Flugfélag Islands hefur haldið uppi innan- landsfluginu af myndarskap og hefur þannig haft á sinum snærum meginþátt islenskra samgöngumála. Einnig hefur félagið haft millilandaflug. Loftleiðir hafa einkum stundað flugferðir milli Evrópu og Norður-Ameriku, oft með miklum árangri, sumir segja furðulegum, og hefur iðulega verið talið að lendingarréttindi og aðstaða Loftleiða i Bandrikjunum væri til- komin vegna hersetu bandarikjamanna á Islandi. Á það hafa raunar ekki verið færðar neinar sönnur, en hótanir eru geymdar en ekki gleymdar: hótanir um missi þessarar aðstöðu fyrir islenskt flug- félag i Bandarikjunum, ef krafan um brottför hersins kæmist i framkvæmd. Um tima var um að ræða mjög harða samkeppni milli þessara islensku flug- félaga, og var engu likara en þar væri á annan bóginn um hreina ævintýra- mennsku að ræða. Þessu lauk siðan svo að flugfélögin voru sameinuð og undir nafninu Flugleiðir og hafa starfað þannig i sameiningu i um það bil eitt ár. Það er ekki langur reynslutimi, en strax eftir þetta timabil eru komnir i ljós ýmsir rekstrarörðugleikar félaganna sem stafa auðvitað ekki af sameiningu þessari, heldur af ýmsum öðrum utanaðkomandi ástæðum. Halli varð á Flugleiðum á siðasta ári sem nam á þriðja hundrað miljónum króna: meginhluti þess halla var á fluginu Vestur-Evrópa Bandarikin, eða um 160 milj. kr.; afgangurinn stafaði af halla á innanlandsfluginu. A sama tima og þetta gerist leggja Flugleiðir fram beiðni um rikisábyrgðá lánum til kaupa á flugvélum sem eru nokkurra ára gamlar og hafa verið notaðar af Loftleiðum á „kaupleigusamningi” undanfarin ár. Rikisábyrgðin nemur miljörðum króna, en rikisábyrgð er einfaldlega fólgin i þvi er stjórnarvöld samþykkja að almenn- ingur i landinu skuli með sköttum sinum i rikissjóð ganga i ábyrgð fyrir tiltekinn kaupskap. í sambandi við þessi kaup Flugleiða og beiðni um rikisábyrgð vakna margar spurningar. Sú fyrsta er hvort rekstrargrundvöllur flugfélaganna sé nægilega traustur til þess að það sé vit i þvi að veita miljarðarikisábyrgð með veði i flugvélum. önnur er sú hvort það sé eðli- legt að rikið veiti svo háa ábyrgð einka- aðilum sem stunda flugrekstur án þess að krefjast þess um leið að fá að fara nákvæmlega ofan i rekstur félaganna eins og hann er nú og að fá jafnframt upplýs- ingar um ýmislegt i fortið félaganna. Má i þvi sambandi spyrja spurninga varðandi hliðarfélög Loftleiða erlendis: Air Bahama, Hekla Holding Company o.s.frv. Einnig væri fróðlegt að athuga nákvæm- lega hvernig i upphafi stóð á þvi að Loft- leiðir yfirtóku með ,, kaupleigusamningi ’ ’ rekstur tveggja flugvéla fyrir bandariskt flugfélag. Ennfremur hljóta islenskir aðilar að kanna það mjög nákvæmlega hvort eðlilegt sé að veita rikisábyrgð á flugvélum sem notaðar eru til þess að fljúga útlendingum milli Vestur-Evrópu og Ameriku, en mikill minnihluti farþega á þessari leið er af islensku bergi brotinn. En kjarni þessa máls er að sjálfsögðu sá, að tryggt verði að samgöngumál islendinga i lofti innanlands og út á við verði á næstu árum með eðlilegum hætti. Þjóðviljinn vekur athygli á þessum málum i forustugrein, vegna þess að hér eru miklir hagsmunir i húfi: hagsmunir islenska rikisins sem almenningur heldur uppi með skattgreiðslum sinum. Hér er ekki að farið fram á neinar láglaunaupp- bætur: — það er einmitt háttur þeirra sem mestar kröfurnar gera að reyna að vinna sigra i skjóli og skugga þagnarinnar. Nú vill hins vegar svo vel til, að forstjórar Flugleiða, örn Johnson og Sigurður Helgason hafa báðir lýst þvi yfir, að i rekstri fyrirtækisins eigi allt að vera opin- berum skoðunarmönnum opið til athug- unar. Þess vegna eiga stjórnarvöld að geta gengið úr skugga um öll vafaatriði, áður en rikisábyrgðin er endanlega veitt. i —s Sveigjanleiki og aukið aðhald Frumvarp Svövu og Lúðviks um breytingar á lögum um verðlagsmál Þau Svava Jakobsdóttir og Lúðvik Jósepsson flytja frum- varp um breytingar á lögum um verðlagsmál I þvi skyni að meira aðhald skapist að verslunarfyrir- tækjum. Samkvæmt þvi skal verðlagsnefnd endurskoða á- kvörðun sina um hámarksverð ef gengisbreyting eða erlendar vcrðhækkanir valda verulegri hækkun á verði og álagningu vöru. Heimiluð er vöruskoðun hjá hverjum þeim sem grunaður er um að halda vörum úr umferð i þvi skyni að fá hærri versiunar- hagnað siðar. Birta skal reglu- lega hæsta og lægsta verð á helstu vörum og þjónustu sem fram- færsluvisitala byggist á og nafn- greina seljendur. Allar söluvörur skal verðmerkja, bæði á sölustað og i auglýsingum. í greinargerð segja flutnings- menn: Á siðasta missiri — timum óða- verðbólgu, tveggja gengisfell- inga, bráðra verðhækkana er- lendis ásamt innlendum verð- hækkunum vöru og þjónustu sem rikisstjórnin hefur veitt nær hömlulaust meðan kaupgjald er bundiö — hafa vankantar núgild- andi laga um verðlagsmál birst berlegar en oft áður. Sýnt er að þau eru almenningi engan veginn sú stoð sem þau ættu að vera. Er þvi brýnt, að nú er láglaunafólk og fólk með miðlungstekjur verð- ur aö velta fyrir sér hverjum eyri áður en hann er af hendi látinn, að ýmsar breytingar verði gerðar á lögum almenningi til hagsbóta. Varla er ofmælt, að vörur hækki frá degi til dags, og gerir það fólki ókleift að fylgjast með réttu verðiagi. Flestar breyting- ar, sem hér eru lagðar til, stefna aö, að gera fólki auðveldara aö átta sig á verðlagi, hagstæðasta verði á vöru og þjónustu á hverj- um tima og hvar þá vöru eða þjónustu er að finna. Lagt er til að strangari reglur gildi um verð- merkingar vöru en nú er. Það sið- leysi seljenda að auglýsa vöru og bjóða fala án þess að láta verðs getið I auglýsingum eða sýni- Þingsjá gluggum hefur stuðlað að þvi að grafa undan verðskyni almenn- ings og er til þess fallið að reyna að innræta almenningi, að verð vöru skipti raunar sáralitlu máli. Aðrar breytingar i frumvarpi þessu miða að þvi að veita verð- lagsyfirvöldum rýmri heimild en nú er til rannsókna og eftirlits þegar verðhækkanir verða. Hagnaður af völdum sykurhækkana Veigamesta breyting, sem hér er lagt til að gerð verði, varðar á- kvarðanir verðlagsnefndar um hámarksverð vöru, að nefndinni sé skylt að taka hana til endur- skoðunar ef gengisfelling, gengis- sig eða erlendar verðhækkanir valda verulegri hækkun á verði og álagningu innfluttrar vöru. Hlutfallsreglan um álagningu verslunar á innfluttri vöru getur i slikum tilfellum haft i för með sér að verslunin hagnast verulega á kostnað neytenda, og eru hækk- anir á sykurverði að undanförnu nærtækasta dæmi um slikt. Frá 1972 og fram á þennan dag hefur sykurverð sexfaldast. Ársforði is- lendinga af sykri kostaði 200-300 milj. kr. árið 1972. Sama magn kostar nú 1600-1800 milj. kr. Arið 1972 nam álagningin 80 milj. kr , en miðað við verðið eins og það er nú á sykri yrði álagningin hins vegar 600 milj. kr. Það fé, sem kaupmenn hafa fengið i sinn hlut fyrirað selja sama magn af vöru, hefur þvi hækkað úr 80 milj. kr. i 600 milj. kr. á þessu timabili. Er algert siðleysi að viss hópur manna i þjóðfélaginu skuli hagn- ast verulega á þennan hátt meðan þjóðarbúið i heild verður fyrir stórfelldum áföllum. „30% reglan" útvíkkuð Sú sjálfsagða regla gildir nú i störfum verðlagsnefndar, að þeg- ar gengi krónunnar er fellt, er há- marksverð innfluttrar vöru tekiö til endurskoðunar og álagningu á hana breytt á þá lund, að hún er aðeins látin ná til 30% af hækkun- inni, sem af breytingunni stafar. Hér er lagt til, að lögfest verði ákvæði, sem gengur i sömu átt, en heldur lengra þó. Lagt er til að verðlagsnefnd geti hvenær sem er tekið ákvarðanir sinar um há- marksverð til endurskoðunar, en að henni sé skylt að gera svo, ef annaðhvort gengisbreyting eða erlend verðhækkun hækkar verð innfluttrar vöru verulega. Slik endurskoðun mundi væntanlega beinast að álagningu og öðru, sem eðlilegt má telja að breyta þurfi i slikum tilfellum. Rýmkaöar heimildir til rannsókna f 2. grein frumvarpsins er lagt til að sú breyting verði gerö á 5. gr. laganna, eins og þau eru, að verðlagsstjóra sé heimilt að láta fram fara vöruskoðun hjá hverj- um þeim, sem grunaður er um aö halda vörum úr umferð i þvi skyni að fá hærri verslunarhagn- aðar af þeim siðar. Reynsla und- anfarinna ára hefur sýnt ljóslega, að full þörf er á að herða á eftirliti i þessum efnum. Samkvæmt 10. gr. laganna getur verðlagsstjóri krafiö hvern sem er upplýsinga skýrslna og annarra gagna, sení telja má nauðsynleg i starfi hans, en hins vegar er ekki óeðlilegt þegar um er að ræða brot, sem felst i þvi að halda vörum úr um- ferð i ofangreindu skyni, að verð- lagsyfirvöldum verði veitt rýmri heimild til rannsókna. Hverjir bjóða hvaða verð? 1 stað þess að birta aðeins hæsta og lægsta verð á helstu nauðsynjavörum, sem fram- færsluvisitalan byggir á, á þriggja mánaða fresti, eins og nú er boðið i lögunum um verðlags- mál, er hér lagt til að mánaðar- lega verði gerð úrtakskönnun og birt i dagblöðum skýrsla verð- lagsstjóra, er greini hæsta og lægsta verð þessara vara og hverjir þeir seljendur eru, sem það verð bjóða. Sama er að segja um ákvæði greinarinnar um verð byggingarefnis og verð á helstu verslunarstöðum annars staðar á landinu. Tilgangur með þessari breytingu er sá að upplýsa neyt- endur i landinu um hagkvæmasta verð vörunnar, en á slikt skortir mjög eins og allir vita. Svava Jakobsdóttir. Verðmerkingar í búðum, sýnigluggum og auglýsing- um Þá er lagt til að skylt verði að verðmerkja allar söluvörur hvar sem þær eru boðnar eða auglýst- ar. Samkvæmt núgildandi á- kvæðum greinarinnar er ekki skylt að verðmerkja vörur, held- ur getur verðlagsstjóri fyrirskip- að slikt. Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar, að mjög skorti á að verðmerkingar séu fullnægj- andi og þvi sé nauðsynlegt að gera það að skyldu. ÖKUKENNSLA Æfingatímar, ökuskóli og prófgögn. Kenni á Volgu 1973. Vilhjálmur Sigurjónsson, simi 40728

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.