Þjóðviljinn - 26.03.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Qupperneq 7
Vilja ó b reytt frumvarpið í fyrrakvöld voru stofnuð í Súlnasal hótel Sögu samtök er nefnast: „Baráttusam- tök fyrir sjáIfsákvörö- unarrétti kvenna til lög- legrar fóstureyðingar." Sérstök undirbúningsnefnd boðaði til fundarins með stuttum fyrirvara og voru undirtektir mjög góðar og fjölmenni á stofnfundin- um. Á f undinum voru hald- in stutt framsöguerindi af fólki úr öllum stjórnmála- flokkum. Stofnfélagar í Baráttusamtökunum gerð- ust 329 og samþykktu fund- armenn einróma markmið og starfsreglur samtak- anna. Á fundinum var kjörin tíu manna fram- kvæmdanefnd og skipa hana: Ingólfur Sveinsson, læknir, Jón G. Stefánsson, læknir, Bessi Jóhannsd., kennari, Ástriður Karlsdóttir Tynes, hjúkrunarkona, Gerður Steinþórsd., kennari, Álfheiður Ingadóttir, liffræði- nemi, Guðriður Schröder, yfirhjúkrun- arkona, Rannveig Jónsdóttir, kennari, Vilborg Sigurðardóttir, kennari, Helgi Skúli Kjartansson, sagn- fræðinemi. Á fundinum var samþykkt eft- irfarandi álytkun: „Stofnfundur baráttusamtaka fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðing- ar, haldinn að Hótel Sögu, 24. mars 1975, telur að í frumvarpi þvi, sem nú liggur fyrir Alþingi, •séu ekki virt mannréttindi kvenna, þar sem ákvörðunarvald til löglegrar fóstureyðingar er lagt i hendur annarra aðila. Kon- an sjálf hlýtur að vera sá eini aðili, sem veit, hvort hún vill og treystir sér til að ganga með barn, fæða það og ala upp. Það er vanmat á ábyrgðartilíinningu og siðferðisvitund kvenna, að leggja þetta vald i hendur sérfræðinga og embættismanna. Fundurinn skorar þvi á hæst- virt Alþingi að gera sér ekki þá vanvirðu að litilsvirða sjálfsá- kvörðunarrétt helmings kjósenda i landinu og krefst þess, að upp- hafleg gerð frumvarps til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kyn- lif og barneignir og um fóstureyð- ingar og ófrjósemisaðgerðir, verði að lögum.” Samtökin hafa aðsetur i Fé- lagsstofnun stúdenta við Hring- braut, simi 15959, og þar eru veittar allar nánari upplýsingar um starfsemi þeirra. Þar geta menn einnig gerst félagar i sam- tökunum. I starfsreglum baráttusamtak- anna segir svo um markmið þeirra, starfsháttu og aðild að þeim: Markmið samtakanna er að vinna að þvi, að frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir verði lögfest óbreytt frá þvi er það var lagt fyrir Alþingi á 94. löggjafarþingi 1973. MEGINÁ- HERSLU LEGGJA SAMTÖKIN Á: a) að virðurkenndur sé skilyrðis- laus sjálfsákvörðunarréttur kvenna varðandi fóstureyðingu innan 12 vikna meðgöngu, enda mæli engar læknisfræðilegar á- stæður gegn aðgerð. b) að fóstureyðing er alltaf neyð- arúrræði. Skilyrði er, að kona, sem telur sig þarfnast fóstureyð- ingar, sé frædd um áhættu sam- fara slikri aðgerð og að henni sé gerð grein fyrir þeirri félagslegu aðstoð, sem þjóðfélagið veitir þungaðri konu og móður. c) að skýr og afdráttarlaus vilji konu liggi að baki umsókn hennar um fóstureyðingu. Ef mögulegt er, skal barnsfaðir taka þátt i um- sókn konunnar, nema sérstakar ástæður mæli gegn þvi Sé kona yngri en 16 ára, eða svipt sjálf- ræði, skulu foreldrar eða lögráða- maður taka þátt i umsókn henn- ar, nema sérstakar ástæður mæli gegn þvi. d) að skólar á skyldunámsstigi veiti nemendum sinum fræðslu um kynlif, barneignir og notkun getnaðarvarna. Slik fræðsla skal vera liður i almennri kennslu i heilsufræði og liffræði, og skal á- samt samfélagsfræðslu ætlað það hlutverk, að efla skilning og á- byrgðartilfinningu ungs fólks gagnvart foreldrahlutverkinu. MARKMIÐI SINU hyggjast sam- tökin ná meðal annars á eftirfar- andi hátt: Með fræðslu og kynningarstarfi, með þátttöku i opinberum um- ræðum, með fundahöldum og út- gáfustarfi, með þvi að kynna al- þingismönnum röksemdir, sem . mæla gegn þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á frum- varpinu. Félagar geta allir orðið, sem styðja markmið samtak- anna. Félagsgjöld skulu engin vera i baráttusamtökunum. Fjár til starfsemi þeirra skal aflað með frjálsum framlögum félags- manna og annarra. Félag lœknanema: Endanleg ákvörðun konunnar Aðalfundur Félags læknanema telur rangt að læknar hafi ákvörðunar- vald um fóstureyðingar. Mörg mikilvægustu atriði sem slík ákvörðun byggist á/ eru sérþekkingu læknis- ins óviðkomandi: vitnsekja hans um aðstæður jafnan óf ullkomin og byggð á f rá- Framhald á 14. siðu. Fjölmenni var á stofnfundi samtakanna að Hótel Sögu, konur voru I meirihluta, en margir karlmenn sýndu málinu áhuga. r Læknafélag Islands um fóstureyðingarfrumvarp: Er sammála breytingunum Hvorki mögulegt né réttmætt af konunni að krefjast sjálfsákvörðunarréttar, segir í greinagerð LI Stjórn Læknafélags islands hefur sent frá sér greinargerð „varðandi frumvarp til laga um fóstureyðingu og ófrjósemisað- gerðir, sem nú liggur fyrir alþingi i breyttri mynd”. Þar kemur fram að stjórnin er hlynnt frumvarpinu með þeim breytingum sem á þvi liafa verið gerðar. „Stjórn Lt telur, að með þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á frumvarpinu, sé farinn skynsamlegur meðalvegur og gengið eins langt og hugsanlegt er til móts við óskir konunnar um sjálfsákvörðunarrétt.” Þannig hljóðar afstaða stjórn- arinnar og vitaskuld er hér fyrst og fremst átt við hina marg- umtöluðu 9. grein frum- varpsins. 1 greinargerðinni segir að þessi afstaða læknasamtakanna mótist af eftirfarandi: „1. t fyrsta lagivirðingu fyrir lifinu. 2. Virðingu fyrir sjálfsákvörð- unarrétti einstaklingsins innan marka þeirra laga, sem okkur ber að hlita. 3. Skyldu læknisins til að varðveita lif og heilsu sjúklingsins og gera enga þá aðgerð að nauðsynjalausu, sem valdið getur skjólstæðingi hans varanlegu heilsutjóni.” ,,Vilji konunnar ræöur í raun" 1 nánari útlistun með þessum atriðum er reifuð sú krafa kvenna að fá ótakmarkaðan sjálfsákvörðunarrétt um fóstur- eyðingar (sem eins og kunnugt er hefur verið felldur út úr upphaflega frumvarpinu). Þar er viðurkennt að „...konan sé betur fær en nokkur annar til að meta þörfina fyrir fóstur- eyðingu og taka ákvörðun.” Siðan segir: „1 raún er það einnig þannig að vilji hennar ræður mestu i þessu sambandi. Samkvæmt upplýsingum land- læknis var á siðustu tveimur árum aðeins synjað 2% þeirra umsókna, sem bárust þeirri nefnd, er fjallar um fóstureyð- ingar og ófrjósemisaðgerðir.” Aftar i greinargerðinni segir: „Hins vegar er takmarkalaus sjálfsákvörðunarréttur kon- unnar i sambandi við fóstureyð- ingu að mati Lt ekki mögulegur. Læknirinn hlýtur alltaf að taka mið af áhættunni, sem aðgerð- inni fylgir og meta hana með hliðsjón af nauðsyninni fyrir að- gerð. Þvi að allir virðast sam- mála um, að fóstureyðing eigi að vera neyðarúrræði. Hlutverk læknisins er þjónustuhlutverk við sjúklinginn. Það hlýtur að vera óskynsamlegt af konunni að notfæra sér ekki sérþekkingu og reynslu við svo afdrifarika ákvörðun. Krafa konunnar um óskorðaðan sjálfsákvörðunar- rétt er auk þess ekki réttlát, þegar það er haft i huga, að fóstrið er ekki hennar nema að hálfu leyti og á sér einhvern til- verurétt.” Loks er það hugleitt hvort frelsi til fóstureyðingar leiði til minnkaðrar notkunar á getn- aðarvörnum. Er vitnað til greina eftir sænskan lækni sem sýna að sú hefur orðið raunin i Gautaborg en bætt við að fáar áreiðanlegar athuganir séu til um þetta atriði. Fram kemur að á Islandi eru 42 þúsund konur á aldrinum 15- 44ára, þar af notuðu árin 1971-2 40% pilluna og 15% lykkjuna, samtals 55% eða 23 þúsund konur með öruggar getnaðar- varnir. „Ef frjálsar fóstureyð- ingar myndu leiða til 1% minnk- aðrar notkunar getnaðarvarna, gætum við af þeim sökum fengið 230óvelkomnarþunganir á einu ári, og hugsuðum við okkur 5% minnkum, væri möguleiki á 1.150 óvelkomnum þungunum” segir i greinargerðinni. Hver á aö annast fræðsluna Stjórn LI hefur ekki mikið um aðra kafla frumvarpsins að segja þar sem þeir eru nánast óbreyttir og félagið hefur tjáð sig um þá áður. Um ráðgjöf og fræðslu á sviði getnaðarvarna segir stjórnin að hún sé „tvimælalaust mjög timabær og nauðsynleg”. Hins vegar var einu atriði breytt i þessum kafla: fræðsla um kynlif og getnaðarvarnir færð frá kennurum i hendur skólayfirlæknis. Ekki sjáum við betur en að eftirfarandi klausa eigi við þessa breytingu þótt ekki sé hún beinlinis afgerandi: „Stjórn Lí telur i þessu sambandi það aðalatriði, að þessi fræðsla sé falin ein- hverjum ákveðnum aðila til þess að tryggja að eitthvað raunhæft sé gert i þessu efni.” Osvífinni árás mótmælt á aðalfundi Trésmiðafélags Reykjavíkur Aðalfundur Trésmiðafélags Reykjavikur, haldinn i Lindarbæ 15. mars 1975, mótmælir harðlega ósvifinni árás atvinnurekenda og rikisvalds á lifskjör og atvinnuör- yggi almennings. Vegna ómerkingar rikisvalds- ins á kjarasamningunum frá i febrúar 1974 og stórfelldrar lifs- kjaraskerðingar, hefur verka- lýðshreyfingin hafið baráttu fyrir endurheimtu þeirra kjara, sem þá var um samið. Fljótlega eftir áramót hófust samningaviðræður við atvinnu- rekendur og rikisstjórn um sam- eiginlegar kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar og hafa þær við- ræður staðið nær óslitið siðan. Sannar það, svo ekki verður um villst, að verkaiýðshreyfingin hefur gefið þfessum aðilum nægan tima til friðsamrar samningsgerð ar, þrátt fyrir endurteknar árásir rikisvaldsins á launakjörin i formi nýrrar gengisfellingar, hraðvaxandi verðbólgu og að- gerða á sviði fjármála, sem óum- flýjanlega leiða til vaxandi at- vinnuleysis, og áfram skal halda á þessari braut, ef sömu þjóðfé- lagsöfl fá að ráða ferðinni. Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.