Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 9
Miðvikudagur 26. marz 1975. ÞJODVILJINN — StÐA 9
Hlutfall ISAL
í tekjum
Landsvirkjunar
fer mínnkandi:
Orkusala til ísal veröur
æ stærri þáttur í starf-
semi Landsvirkjunar.
Þetta kemur fram í nýút-
kominni skýrslu virkjun-
arinnar yfir starfsemina
árin 1972-73. Þjóðviljinn
hefur aflað sér viðbótar-
upplýsinga frá Lands-
virkjun fyrirárið 1974. llr
þeim og meðfylgjandi
töflum má fá fróðlegan
samanburð á viðskiptum
Isals og Rafmagnsveitu
Rvíkur við Landsvirkjun.
Arið 1973 nam orkusalan til
tsals tæplega 60% af heildar-
orkusöiunni, en greiðslur tsals
fyrir raforku námu aðeins 33.5%
af heildartekjum I.andsvirkjun-
ar af raforkusöiu, eða þriðjungi.
Sama ár keypti Rafmagnsveita
Rvikur 15.9% orkunnar, en
gfeiddi fyrir hana 37.2% af
heildartekjum Landsvirkjunar.
Upphæðin i krónutölu var 34
tniljónum króna hærri en tsal
greiddi fyrir 60%.
Og hlutfallið fer versnandi.
t fyrra, árið 1974 greiddi RR
40.6% fyrir 17% orkunnar, en
ÍSAL 27% fyrir 61.5% orkunnar.
Rafmagnsveitan greiddi 180
miljónum ineira fyrir 17% ork-
unnar cn tsal fyrir 61.5%.
Ef ráð væri fyrir gert að tsal
hefði greiít' sama orkuverð og
Rafmagnsveita Reykjavikur
hefði álverið greitt 1.3 miljarða
króna og 1974 rúmlega 1.9
:V' ' í
Almennu veiturnar standa undir frekari virkjunarframkvæmdum á vegum Landsvirkjunar
Greiddi 27% 74, en RR40
^ÖRIÐJA 66,5
^NN NOT'A^
TOP
5,2%
Skipting orkusölu Landsvirkjunar 1973 I prósentum.
miljarð. A sama hátt mætti
reikna hversu raforkuverð i
Reykjavik'hefði getað lækkað ef
RR hefði greitt sama verð fyrir
orkuna frá Landsvirkjun og
ISAL. Þetta dæmi er að vfsu ó-
raunhæft, þar sem raforkuverð
til stóriðju er jafnan talsvert
lægra en verð til hins almenna
markaðar. Það gefur samt sem
áður nokkra hugmynd um hve
stórar upphæðir væri að ræða,
ef verðlagning á raforku til
ISAL væri i einhverju samræmi
við verð til almennu veitnanna.
Og það var einmitt ein höfuð-
röksemd þeirra, sem börðust
fyrir byggingu álversins á sin-
um tima, að ágóði af raforku-
sölu til þess myndi tryggja á-
framhaldandi uppbyggingu
orkuvera eða lækkun almenns
raforkuverðs i landinu. Hvorugt
hefur gerst.
Raforkuverð til ISAL var árið
1973 þrjátiu og einn eyrir á kiló-
vattstund en til RR kr. 1.50. Árið
’74 varð raforkuverð til tsal að
meðaltali á kilówattstund sama
upphæð, 31 eyrir, en til Raf-
magnsveitu Rvikur kr. 1.66.
Eftir gengisfellinguna og verð-
breytingu á dollar, sem raf-
orkuverð til tsals miðast við,
má gera ráð fyrir að meðal-verð
á kilóvattstund til álversins
verði i ár um 45 aurar, en RR
borgi kr. 2.07 á kilówattstund
eftir 25% gjaldskrárhækkun
Landsvirkjunar 1. janúar. Raf-
magn til álversins er selt á föstu
verði, miðað við Bandarikja-
dollar, en til almennu veitnanna
er greitt fast verð fyrir afl, en
lækkandi verð eftir nýtingar-
tima. Þannig getur munað
nokkru á verði til almennu
veitnanna, Rafmagnsveitu
Hafnarfj., Rafmagnsveitur
rikisins og Rafmagnsveitu
Rvikur.
Verðhækkanir á rafmagni til
almennu veitnanna niiðast að
verulegu leyti við það, að skapa
Landsvirkjun eitthvert eigið
fjárntagn tii þess að standa
strauin af Sigölduvirkjun og
minnka þannig erlenda skulda-
byrði.
Það eru þvi alntennu veiturn-
ar sem standa undir frekari
virkjunarframkvæmdum miklu
fremur en ISAL. öfugsnúin þró-
un i verðgildi dollarans hefur
einnig valdið þvi að orkuverðið
til tSALS hefur i reynd orðið enn
óhagstæðara en gera mátti ráð
fyrir. Meginið af erlendum
skuldum Landsvirkjunar eru i
v-þ. mörkum og japönskum
yenum, en þeir gjaldmiðlar
hafa farið hækkandi.
Þótt eðlilegt þyki að orka til
stóriðjureksturs sé seld á lægra
verði en til almennra nota hlý.t-
ur það sem að framan er rakið
að staðfesta þá skoðun, að
ekkert samræmi sé i verðlagn-
ingu á orku til ISAL og til
almennra þarfa.
—EKH.
Tafla I. Skipting orkusölu Landsvirkjunar
ÍSAL AB RR RH RARIK TÖP
1971 ...................... 50.1 8.5 19.5 2.8 12.9 6.2
1972 ........................ 51.5 8.5 18.9 2.6 12.7 5.8
1973 ........................ 59.5 7.0 15.9 2.1 10.3V 5.2
1974 ....................... 61.5 7.0 17.0 2.3 12.2
Tafla 2. Rafmagnssala Landsvirkjunar í milj.
króna.
71 72 73 74
Rarik .................................. 133.2 152.3 198.4 330.0
RR .................................... 253.0 273.1 É48.4 539.0
RH ..................................... 27.3 30.0 38.5 61.0
Abverksm................................ 30.0 33.6 36.8 40.0
ÍSAL ................................... 177.7 208.0 314.0 359.0
Heildarsala 621.2 697.0 936.4 1.329.0
Aths.: Tölurnar*fyrstu þrjú árin eru fengnar úr skýrslu Landsvirkj-
unar um starfsemina 1972—73, en tölur fyrir árið 1974 fengnar frá
skrifstofu Landsvirkjunar.
Tafla 3. Greiðsluhlutfall ÍSALS og Rafmagns-
veitu Rvikur af heildartekjum Landsvirkjunar af
raforkusölu.
71 72 73 74
tSAL................................. 28.6% 29.8% 33.5% 27%
RR ................................. 40.7 39.2 37.2 40.6