Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 13

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 13
Miðvikudagur 26. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 er á i frumvarpinu. Nú er að min- um dómi alrangt að tala um það, að þessi verksmiðja þýði raun- verulega það fyrir okkar þjóðar- búskap, að hún leggi i okkar gjaldeyrissjóð á hverju ári i kringum 1200 milj. kr. Fyrsti liðurinn af þessum, sem ég nefndi var raforkusalan, en við fáum raunverulega engan gjaldeyri i okkar kassa fyrir þessa raforku- sölu. Jú, að visu fáum við þessar 300 milj. kr. eða 285 milj. kr. fyrir raforkusöluna, en við verðum að nota alla þá upphæð til þess að greiða af þvi raforkuverði, sem skaffar þessa orku. Við fáum ekki út úr þessum lið gjaldeyri fyrir okkar almenna búskap. Þessi lið- ur gengur út og inn. Þá komum við að lið nr. 2, en' það er greiðsla fyrir vinnulaun, fragtir og þjónustugjöld við ýmsa aðila. Það er alveg rétt, verk- smiðjan mun greiða þessi vinnu- laun i gjaldeyri og það er full- komin gjaldeyrisöflun fyrir okkur þarna upp á 300-350milj. kr. á ári. Þetta er nákvæmlega sama að- staðan eins og við höfum núna við álverið og i rauninni nákvæmlega sama aðstaðan og við höfum á Keflavikurflugvelli. Getum veitt þeim aðra og arðbærari vinnu Það má einnig segja um 3. lið- inn, sem eru skattgreiðslur og greiðsla á ýmiss konar opinber- um gjöldum, en ég leyfi mér að draga það mjög i efa, að skatt- greiðslurnar samkvæmt grg. frumvarpsins muni standast i raun,enda kemur það strax i ljós, að þegar okkar Þjóðhagsstofnun gerir sina skyndiathugun á þess- um áætlunum, sem liggja fyrir, þá kemst hún strax að raun um það, að það verði að lækka þessa áætlun. Það sé ekki liklegt, að hún standist, og uppsetningin sé heldur ekki að öllu leyti rétt. Arður, sem var 4. liður byggist lika á þvi, að algert hámarks- verð, sem orðið hefur á fram- leiðsíu verksmiðjunnar eða á þessu járnblendi, haldist. Reynsl- an sýnir hins vegar, að verð á járnblendi hefur gert ýmist að hækka eða lækka. Það fylgir mjög á eftir verði á járni og stáli, og nú hefur járn og stál tekið upp á þvi að lækka verulega i verði. Það mætti vel segja mér það, að verð á járnblendi væri jafnvel þegar lækkað. Allar likur benda til þess, að það lækki alveg eins og verð á járni og stáli. Það hefur það jafn- an áður gert. Ég tel þvi, að það sé mjög vafa- samt, að ekki sé meira sagt, að við höfum það skattgjald og arð af þessum atvinnurekstri, sem reiknað hefur verið með, en þó er það svo, að jafnvel þótt áætlanir stæðust er hér vitanlega ekki um neina stórbreytingu fyrir okkar efnahagslif að ræða og hefur enga meginþýðingu fyrir okkur. Vildu menn breyta þessu i eitthvað af þvi, sem við eigum auðveldast með að skilja þá er hér ekki um meiri fjárhæðir að ræða en sem nemur þvi, að við rekum 3-4 milli- stóra togara og vinnum aflann úr þeim sæmilega vel. Ég held, að aðstaða okkar sé góð til að veita þessum 115 mönn- um sem i verksmiðjunni eiga að vinna aðra vinnu sem mundi i rauninni skila okkur meira og væri okkur hagkvæmari. Byggöastefnan i Ijósi 25 miljaröa Nei, það er vitanlega mjög barnalegt aö lita þannig áþær töl- ur, sem hafa verið lagðar fyrir okkur varðandi rekstur þessarar verksmiðju að þær sanni, að hér sé um einhvern öruggan gróða- rekstur að ræða. En þessi verk- smiðja hlýtur þó að hafa hér býsna mikil áhrif i okkar efna- hagslifi, þótt hún hafi ekki þau áhrif að minum dómi, að hún muni skjóta eitthvað styrkari stoðum undir okkar efnahagslif almennt séð. Það fer vitanlega ekki á milli mála, að þegar byggð er verksmiðja, sem áætlað er að kosti 9.4 milljarða kr. i stofn- kostnaði miðað við gamla gengið og siðan leiðir sú verksmiðju- bygging það af sér, að við verðum að ráðast strax i virkjun Hrauneyjarfoss eins og allar áætlanirnar eru miðaðar við og sú virkjun mun kosta samkvæm^t áætlunum, lika miðað við gamla gengið, 10-12 miljarða kr. þegar sem sagt á að ráðast hér i fram- Lúðvik Jósepsson Kaflar úr rœðu Lúðviks Jósepssonar við 1. umrœðu um járnblendiverk- smiðjuna í neðri deild kvæmdir á suðvesturhorni landsins miðað við núverandi verðgildi krónunnar, sem nema i kringum 25 miljörðum kr. þá hef- ur það talsvert að segja. Ég skil þvi það mætavel, að þeir, sem nú vinna mest að þvi að koma þessu máli i gegn, þeir hafi fundið það, að þeir mæta nokkurri andstöðu, m.a. frá þeim þingmönnum sem eru fulltrúar kjördæma úti á landi. Þeir eru hreint ekkert ánægir með þessa sérstöðu byggðastefnu, sem felst i þessum ákvörðunum. Ég held, að þessar stórkostlegu framkvæmdir komi til með að hafa mjög örlagarik áhrif i byggðamálum i landinu og um at- vinnuþróun i landinu. 1 minum augum skiptir hér engu máli,þóað hæstv. rikisstjórn hafi ákveðið það að auka við fjárráð byggða- sjóðs 440 miljónum. Eins og allir sjá þá, er það smápeningur borið saman við þær fjárhæðir, sem við erum hér að tala um. Og þær verða þó enn þá minna virði, þeg- ar það er svo á næsta leiti, að rikisstjórnin leggi hér fram frumvarp um það, að hún megi skera niður áætlaðar fram- kvæmdir á fjárlögum um 3500 milj. sem auðvitað verður niður- skurður fyrst og fremst á fram- kvæmdum úti á landi. Hvernig á aö nýta okkar lánamöguleika? 7600 miljónir kr. hvorki meira né minna eigum við að fá að láni vegna verksmiðjunnar og þvi er bætt við, að við getum auðveld- lega fengið þetta að láni. Og það eru til jafnvel hér. i hópi þing- manna svo trúgjarnir menn, að þeir segja: Ja, þetta eru mikil lán að visu, en er þá hægt að ganga svo frá þessum lánum, að þetta hafi nú ekki áhrif á abra láns- möguleika okkar? Og hér sagði formaður Alþýðuflokksins i um- ræðunum: Það hafa verið gefnar yfirlýsingar um það, að þessi miklu lán veröi nú ekki látin hafa áhrif á lánsmöguleika okkar á öðrum sviðum! Hann var nú greinilega svolitið hikandi að trúa þessu, en ætlaði þó að trúa þvi að mér skildist. M.ö.o. þó að við tök- um lán upp á 500 milj. kr. til þess að byggja höfn, aukahöfn þarna uppi i Hvalfirði, þá halda menn, að það hafi engin áhrif á okkar al- mennu hafnarframkvæmdir i landinu, engin áhrif á möguleika okkar til þess að útvega lán til annarra hafnarframkvæmda. Og þó að við förum á alþjóðlegan peningamarkað og tökum þar lán upp yfir 7000 milj kr þá halda menn, að það hafi engin áhrif á okkar lánamöguleika að öðru leyti. Þetta er vitanlega hægt að segja börnum, en ekki þeim, sem þekkja eitthvað til peninga- legra mála. Ég efast að visu ekkert um það, að þeim i Seðlabankanum mun takast að útvega þessi erlendu lán. Þeir geta útvegað þau og ef- laust meira, af þvi að þeir vilja koma þessu fyrirtæki upp. En þegar menn hafa verið að nefna það hér að undanförnu að taka lán til þess að hraða hitaveitufram- kvæmdum eða raforkufram- kvæmdum, sem gætu stuðlað að þvi, að við gætum dreift orkunni til meiri húsahitunar i landinu en nú er, þá er alltaf borið við peningaleysi; þá er alltaf þvi borið við, að það verði erfitt að út- vega lán. Hér er ekki um það að ræða, að það sé eitthvað erfiðara að útvega lán til slikra fram- kvæmda heldur en til þessarar verksmiðjubyggingar, heldur er aðeins spurningin um það, hvort menn vilja frekar ráðast i það að hita upp hús sin i landinu með raforku og jarðvarma eða leggja peninginn i það að byggja járn- blendiverksmiðju. StefnaYi i þróun atvinnumála. En i sambandi við þessa verk- smiðjubyggingu, þá hljóta menn að leiða hugann að þvi, hvert við raunverulega stefnum i þróun okkar atvinnumála. Stefnum við að þvi að koma upp mörgum stór- iðjufyrirtækjum i landinu? Stefn- um við að þvi, eins og t.d. hefur komiðfram iumræðum á Alþingi, að byggð yrði td á Reyðarfirði á Austurlandi ein álverksmiðja á borð við þá, sem nú er rekin i Straumsvlk? Hún þarf yfir 500 menn i vinnu. Ég spyr, hvaða fólk á Austurlandi á að taka að sér vinnu i þessari verksmiðju? Það er enginn möguleiki til að fá vinnuafl i þessa verksmiðju þar, án þess að taka þá þetta vinnuafl frá þeim landbúnaðarrekstri, sem þar er nú eða frá þeim sjávarútvegi, sem þar er rekinn nú. Það er auðvitað til sú leið að flytja menn annars staðar frá austur þar til þess að vinna við þessa verksmiðju. En hvaðan á að flytja þá? Á t.d. að flytja þá úr Rangárvallasýslu? Ég hygg, að einhver mundi neita þvi. Á að flytja þá frá einhverjum öðrum stað? Það væri fróðlegt að vita, hvaðan á að flytja þá. Nei, hér er um þá spurningu að ræða, hvert stefnum við i okkar atvinnuþróun, eigum við að koma upp mörgum sllkum stóriðju- fyrirtækjum? Er það markmiöið, að okkar vinnuafl eigi að starfa i slikum verksmiðjum eða eigum við að beita okkar vinnuafli að öðrum störfum? Og þá kemur lika sú spurning, eru þessi önnur störf til? Eru þau til? Ja, i þeim efnum vildi ég m.a. minnast á það, við höfum öll barist hart fyrir þvi, aö islendingar fengju full einkayfirráð yfir öllum fiski- miðunum i kringum landið. Og við vonum, að það verði stutt eftir þvi að biða ab við fáum fullkom- inn yfirráðarétt yfir þessum auð lindum. Opinberar skýrslur sem liggja fyrir um fiskafla þann, sem tekinn hefur verið á Islandsmið- um um langan tima, við höfum skýrslur i meira en 20 ár, þær sýna það, að t.d. bolfiskaflinn, sem tekinn hefur verið á íslands- miðum, hefur verið á milli 700—800 þús. tonn að meðaltali á ári. Við Islendingar höfum hins vegar ekki tekið nema á milli 300—400 þús. tonn eða helming af þessum afla. Hvað er meiningin að gera, þegar við erum búnir að fá undir okkar yfirráð þessar miklu auðlindir? Er ekki mein- ingin að nýta þessar auðlindir eða eigum við kannske að selja þær á leigu? — virkja þær á þennan sama hátt, eins og menn ræða nú um vatnsorkuna? Ég efast ekkert um það, að þótt við beitum allri þeirri tækni sem við þekkjum til nú, þá standa slik verkefni fyrir okkur varðandi okk ar sjávarútveg á komandi árum og áratugum, að við þurfum, ekki aðeins i sambandi við veiðarnar, heldur fyrst og fremst við úr- vinnsluna og öll þau störf, sem tengjast okkar fiskiðnaði, á mikl- um mun fleiri mönnum að halda til þess að nýta þessa auðlind en við höfum við þessi störf i dag, miklum mun fleiri. Hér er um gifurlega stórt verkefni að ræða. Spurningin ersú, ætlum við okkur að vinna að þessu verkefni eða ætlum við að hverfa frá þvi að gerast verksmiðjukallar hjá út- lendingum ? Spurningin er auðvitað einnig samskonar varðandi okkar land- búnað og okkar almenna iðnað. Árinni kennir illur ræöari. Ég hef lýst minni afstöðu til þessa frumvarps, ég er þvi alger- lega andvigur. Ég hef skýrt hér frá þvi áður i umræðum, að ég var málinu i rauninni alltaf and- vigur lika á meðan ég var I fyrri rikisstjórn. Ég dró enga dul á það við samráðherra mina, né heldur þá samninganefnd, sem fjallaði um þessi mál, aö ég væri andvig ur samningagerð af þessu tagi og teldi,að við ættum að standa öðru visi að okkar raforkusölumáluni en á þann hátt. En ég óttast álveg sérstaklega þá stefnu, sem ég þykist sjá og heyra hjá núverandi hæstv. iðnaðarráðherra og núver andi rikisstjórn varðandi þessi stóriðjumál. Það er auðvitað ekki búið ab samþykkja þetta frum- varp um járnblendiverksmiðjuna i Hvalfirði, en strax er farið að skrifa um það, að stækka hana eða byggja aðra. Og það er farið að ræða um stækkun á álverinu i Straumsvik og auk þess er svo farið að ræða um ýmsar stór virkjanir, sem eiga að byggjast á erlendri stóriðju. Það er sérstaklega þessi stefna.sem ég óttast. Mér sýnist, að hún muni leiða til þess að at- vinnulif okkar islendinga ger- breytist, ef eftir þessari stefnu verður farið, það gerbreytist á stuttum tima og við verðum efna- hagslega háðir erlendum auð- hringum. Ég vil ekki trúa þvi, að þeir, sem berjast fyrir þessari stefnu, séu annarrar skoðunar en ég, varðandi það að reyna að treysta efnahag þjóðarinnar, heldur vil ég trúa hinu, að þeir séu I rauninni alveg blindaðir af oftrú á erlenda stóriðju. Þeir halda, að hún muni færa okkur þau verðmæti, sem hún mun ekki færa okkur, og svo er nú hitt, sem ég reyndar mátti vita, að margir þessara manna, sem mest berjast fyrir þessari nýju stefnu, hafa alltaf haft harla litla trú á mögu- leikum okkar gömlu og þjóölegu atvinnuvega, sem nefndir hafa verið. Þvi er það, að i hvert skipti, sem eitthvað hefur bjátað á i okk- ar efnahagslifi, ef upp hafa komið einhver vandamál, þá hefur þessi. nýja stefna venjulega rokið upp. Þá er sagt að efnahagserfiðleik- arnir stafi af þvi, að sjávarútveg- urinn okkar sé svo einhæfur og fallvaltur, það séu svo miklar sveiflur i honum, eða þá að öll ólukkan stafar af landbúnaðin- um, að það þarf að borga svo mikið i útflutningsuppbætur eða eitthvað þess háttar, og þá hvarflar hugur þessara manna alltaf að þvi, er ekki ráðið út úr þessu öllu saman erlend stóriðja? Eitthvað stabilt, eitthvað, sem ekki lætur undan. En I þessum efnum á við hið fornkveðna, ef svo mætti segja, „árinni kennir illur ræðari”. Menn hafa verið fljótir að gripa til þess að kenna árinni um; ef illa er á haldið, þá er sjálfsagt að kenna sjávarútvegin- um um eða landbúnaðinum eða islenskum iðnaði, en það er ábýggilegt.að það er hægt að róa miklu betur en gert er með þess- ari ár. Það er enginn vafi á þvi, að vandinn i okkar efnahagsmálum liggur ekki i þvi, að okkar at- vinnuvegir geti ekki dugað jafn- vel einsog erlend stóriðja. Og ég efast auðvitað ekkert um það, að raunverulega munu þeir duga okkur margfalt betur en stóriðja útlendinganna. Símaskráin 1975 Afhending simaskrárinnar 1975 hefst þriðjudaginn 1. april til simnotenda i Reykjavik. Dagana 1., 2. og 3. april, það er frá þriðjudegi til föstudags, að föstudegin- um meðtöldum, verður afgreitt til hand- hafa simanúmera, sem byrja á einum og tveim. Dagana 7. til 10. april verður af- greitt til handhafa simanúmera, sem byrja á þremur, sjö og átta. Simaskráin verður afgreidd á Aðalpóst- húsinu, gengið inn frá Austurstræti, dag- lega kl. 9-18 nema laugardaginn 5. april kl. 9-12. í Hafnarfirði verður simaskráin afhent á simstöðinni við Strandgötu frá þriðjudegi 1. april. Þar verður afgreitt út á númer sem byrja á fimm. 1 Kópavogi verður simaskráin afhent á Póstafgreiðslunni, Digranesvegi 9 frá þriðjudegi 1. april. Þar verður afgreitt út á simanúmer, sem byrja á tölustafnum fjórir. Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10 simskrám eða fleirum, fá skrárnar sendar heim. Heimsendingin hefst þriðjudaginn 1. april n.k. í Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði verður simaskráin afhent gegn af- hendingaseðlum, sem póstlagðir voru i dag til simnotenda. Athygli simnotenda skal vakin á þvi að simaskráin 1975 gengur i gildi frá og með mánudeginum 14. april 1975. Simnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu simaskrána frá 1974 vegna fjölda númerabreytinga, sem orðið hafa frá þvi að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur i gildi. Simstjórinn i Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.