Þjóðviljinn - 13.04.1975, Side 9

Þjóðviljinn - 13.04.1975, Side 9
Sunnudagur 13. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Andrés Gestsson bólstrari Jakob Kristjánsson rekur körfugerð i húsinu blindir vinna við vélar sem upp- haflega eru smiðaðar fyrir sjá- andi fólk. Fjórir blindir einstak- lingar hafa þarna lika sjálfstæðan atvinnurekstrar: bólstrun, körfu- gerð. nuddstofu og hljóðfærastill- ingu. Þurftu aö læra að elda. Bæði sjáandi og blindir búa i -i - búðum hússins.sem eru ýmist fjöl- skyldu ibúðir eða einstaklings- ibúðir og i nýja húsnæðinu eru einnig mörg einstaklingsherbergi með sérsnyrtingu og eldunarað- stöðu, þám. gestaherbergi til af- nota fyrir blinda og fjölskyldur þeirra utan af landi. Eldunarað- staðan sem fæstir einstakling- anna höfðu haft áður kallaði á nýja þörf, sem Námsflokkarnir hjálpuðu til að uppfylla: kennslu i matreiðslu. Hefur matreiðslu- námskeið fyrir blinda verið hald- ið i vetur i HUsmæðrakennara- skólanum við miklar vinsældir. Þriðja námskeiðið sem haldið hefur verið i samvinnu við Náms- flokkana er vélritunarnámskeið og voru þeir sem ég átti tal við þarna um kvöldið mjög þakklátir fyrirgreiðslu Námsflokkanna. Annars hafa fræðslumál blindra þvi miður verið heldur vanrækt af opinberum aðilum, þannig er Blindraskólinn td. formlega i um- sjá Blindravinafélags tslands en ekki starfræktur af rikinu og sagði Arnþór Helgason, sem mik- il afskipti hefur haft af fræðslu- málunum áf hálfu blindra, að i rauninni væri þetta stjórnar- skrárbrot, þar sem i stjórnar- skránni væri gert ráð fyrir jöfn- um rétti allra landsmanna til menntunar og i fr^ðslulögum, að rikið annaðist skólahald, amk. á Helgi Gunnarsson frá Fossvöllum viö burstagerð skyldunámsstiginu. Eru enda all- irsem til þekkja sammála um að endurskipuleggja þurfi blindra- kennsluna i landinu, en þótt lofað væri af hálfu menntamálaráðu- neytisins að skipuð yrði nefnd til að gera reglugerð fyrir Blindra- skólann og að frá og með haustinu 1974 yrði skólinn tekinn i rikisum- sjá situr allt við hið sama og er aðgerða enn beðið með óþreyju. Það er tómstundanefnd Blindrafélagsins sem kom nám- skeiðunum til leiðar, en auk henn- ar er starfandi á vegum félagsins skemmtinefnd, sem sér um árleg þorrablót. árshátið, jólagleði fyr- ir börn og fleira og hefur i vetur tekið upp nýbreytni, svokallað ,,Opið hús” öðru hverju, þar sem ýmsir aðilar eru fengnir til að koma fram og flytja erindi. Einsog ein stór f jölskylda Margs fleira varð ég fróðari um málefni blindra þessa kvöldstund sem ég eyddi með ibúunum i Hamrahlið 17, þótt ekki sé hægt að telja allt upp i einni blaða- grein. Mikils um verður fannst mér sá samhugur og greinilegi vilji til samhjálpar um að standa á eigin l'ótum sem fram kom hjá þeim sem ég talaði við, en mest um vert kannski, að þetta fólk er ekki endilega sifellt að hugsa eða tala um vandamál sin, ekki að vorkenna sjálfu sér, heldur nýtur lifsins, jafnvel betur en ýmsir sem alheilir eru. Svo hef ég alltaf öfundað þá sem eiga stóra fjölskyldu og þótt allir hafi jafn- framt sinar eigin vistarverur i Hamrahlið 17 rikir þar sannur heimilisandi þegar hópurinn situr saman yfir kaffinu. —vh LAUSAR STÖÐUR Málmiönaðarmenn íslenska Álfélagið óskar eftir að ráða nokkra járniðnaðarmenn og rafsuðumenn nú þegar. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri, simi 52365. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar sem fyrst i póst- hólf 244, Hafnarfirði. íslenska Álfélagið h.f., Straumsvik. Véltæknifræöingur íslenska Álfélagið óskar eftir að ráða vél- tæknifræðing til starfa á teiknistofu. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri, simi 52365. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar sem fyrst i póst- hólf 244, Hafnarfirði. íslenska Álfélagið h.f. Straumsvik. Tilkynning frá Hjúkrunarskóla íslands Eiríksgötu 34 Umsóknareyðublöð verða afhent frá og með 14. april kl. 9 til 18. Undirbúnings- menntun skal helst vera 2 vetur i mennta- skóla, framhaldsdeild gagnfræðaskól- anna, hliðstæð menntun eða meiri. Frestur til að skila umsóknum er til 15. júni. Skólinn hefst 15. september. Skólastjóri briójudaginn 15. april kl- 20 fimmtudaginn 17,: apríl kl. 20 miðaverð: Sæti_kr. 600, Stæói.kr. 4oo, Börn_kr. 2oo, Þeirra ó meðai sumt of besta fimleikofótki heims, Tveir bestu ^ókróbatar” heims FORSALA AÐGÖNGUMIÐA í DAG, SUNNUDAG FIMLEIKASAMBANDIÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.