Þjóðviljinn - 13.04.1975, Síða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1975.
MYNDSTÆRÐ
Viö kvikmyndatöku er nauö-
synlegt aö ákveöa stærö viö-
fangsefnisins f myndramman-
um meö þvi að færa tökuvélina
nær eöa fjær viöfangsefninu eða
meö þvi að velja hentugt sjón-
gler. Eftir st'ærö viðfangsefnis-
ins i myndrammanum (á tjald-
inu) er myndskeiöum skipt i
myndstæðrir. Irauninni eru þær
óendanlega margar, allt frá t.d.
stækkaðri nærmynd af auga
manns upp i stækkaða víömynd
af landslagi meö sama manni
eins og litlu striki úti viö sjón-
deildarhringinn.
Venjan er sú að tala um þrjár
grundvallarmyndstæröir, nær-
mynd, millimynd og vlömynd.
Maöurinn er til viömiöunar.
Nærmynd sýnir höfuö manns
og axlir. A henni eru vel grein-
anleg svipbrigöi, andlitsdrættir,
og augun sjást greinilega. Milli-
mynd sýnir mann niöur fyrir
mjaömir. Þar er svipurinn og
andlitsdrættirnir ekki eins áber-
andi og i nærmyndinni, en þó
greinanlegir. Hægt er að geta
sér til um llkamsbyggingu og
stöðu likamans. Viömynd sýnir
allan likamann og nánasta um-
hverfi. Svipbrigöi og andlits-
drættir sjást ekki, en likams-
bygging, staða mannsins I um-
hverfinu og hreyfingar hans
skipta meginmáli.
Eftir myndstæröinni fer þaö,
hversu mikið áhorfendur sjá af
umhverfinu. t nærmynd er það
hverfandi, en i viðmynd er um-
hverfið eins mikilvægt eða mik-
ilvægara en maðurinn.
Sé myndefniö annaö en maö-
ur, eru myndstæröirnar sam-
svarandi. Nærmynd af húsi er
mynd.sem sýnir aðeins glugga,
dyr eða skorstein o.s.frv. Milli-
mynd sýnir hluta hússins, t.d.
hluta framhliðar með gluggum
og dyrum. Viðmynd er húsiö allt
með nánasta umhverfi, t.d.
garði.
Oftast er maöurinn viöfangs-
efni myndarinnar og mynd-
stærðin þvi miðuð við hann. Yf-
irleitter talað um nærmyndir af
litlum hlutum, sem maðurinn er
I snertingu viö, t.d. bók, sem
hann er aö lesa, þótt I raun og
veru sé um aö ræða vlömynd af
hlutnum, sé litið á hann sem
höfuðviðfangsefni.
Hver myndstærð hefur sitt
hlutverk. Nærmynd sýnir að-
eins einstakt atriöi, hún sýnir
aldrei samband eöa afstöðu.
Hún sýnir viöbrögð persóna og
hluti, sem athygli þeirra beinist
aö. Meö nærmynd vekur höfund
ur kvikmyndar sérstaka athygli
áhorfandans á einhverju ein-
stöku atriði eða hlut I myndsvið-
inu. Einnig getur það verið til-
gangur höfundarins að fela allt
hitt, sem er utan myndramm-
ans. Á kaflaskiptum eru oft
notaðar nærmyndir til aö mýkja
endum nóg um, og þegar þeir
sáu fyrst nærmynd af byssu,
sem skotið var af I átt til áhorf-
enda, flýöu þeir margir hverjir
á dyr.
Þótt áhorfendur séu nú orðiö
vanir nærmyndinni og hræöist
hana ekki, heldur hún enn mætti
sinum. Nærmyndin er ágengari
en aðrar myndstærðir enda
höföar hún yfirleitt til tilfinn-
inga fremur en skynsemi.
Viö uppbyggingu myndkafla
er stundum notað svokallaö
lykilmyndskeið. Þaö stendur
lengst myndskeiöa i kaflanum
og sýnir höfuðatburöi hans.
Onnur myndskeið eru þá til
hjálpar og sýna viðbrögð og
staðsetningar. Slikt lykilmynd-
skeið er oftast millimynd. Það
getur verið nokkuð langt og tek-
ið miklum breytingum með
hreyfingum leikara og töku-
vélar. Algengasta tegund milli-
mynda er mynd af tveimur per-
sónum, hvort sem þær nú eru að
tala saman, slást eöa kyssast.
Millimynd sýnir fyrst og fremst
aðgerð. Hún hefur yfir sér hlut-
lægara yfirbragö en nærmynd-
in, vegna þess að hún felur ekki I
sér áherslu á einstökum atrið-
um. Athygli áhorfandans er
ekki stýrt á eins afgerandi hátt
og I nærmyndinni.
Viömynd gegnir þvl hlutverki
að sýna aöstæður, staðhætti.
Hún sýnir svæðið, sem atburðir
gerast á og afstöðu persóna og
hluta hvers til annars.
Með samspili þessara þriggja
myndstærða byggir höfundur
kvikmyndar upp myndkafla og
segir sögu, þar sem allt er með,
staðhættir, afstaða persóna
hverrar til annarrar, aðgerðir
og einstök mikilsverð atriði,
sem höfundur vill leggja á-
herslu á.
Myndstærðir eru mjög mikil-
vægar við klippingu kvikmynd-
ar og hafa afgerandi áhrif á það,
hver myndskeið er hægt að
skeyta eðlilega saman og hver
ekki.
skiptinguna frá einum stað til
annars eða einu timaskeiði til
annars. Með röð nærmynda get-
ur höfundur vakið forvitni á-
horfandans um atburðinn og
umhverfið I heild sinni. Með
millimyndinni eða viðmyndinni,
sem á eftir kemur,- fær áhorf-
andinn nýjan eða aukinn skiln-
ing á efni nærmyndanna á und-
an. Stundum er röð nærmynda
notuð til að byggja upp „nýtt”
umhverfiúr einingum frá ýms-
um stöðum.
Nærmyndir voru aldrei notað-
ar i byrjun kvikmyndagerðar.
Þá voru notaðar vlðmyndir
svipað og áhorfendur sjá leik-
ara á sviði leikhúss. Þegar farið
var að nota nærmyndir og stór
andlit fylltu tjaldið I kvik-
myndahúsunum, varð áhorf-
FRÉT'
Þegar bandarikjamenn börð-
ust sem djarflegast I Viet-Nam
og köstuðu meira magni af
sprengjum en nokkru sinni hef-
ur verið kastað á eina þjóð,
fengu þeir listræna kvikmynda-
gerðarmenn til að kvikmynda
sprengjuköstin, glæsilegar flug-
vélar á sveimi, tignarlegar hel-
sprengjur á leið til jarðar, gor-
kúlur og blossa og allt skrautið
þegar sprengjurnar sprungu á
yfirborði jarðar. Sprengjuflug-
vélafréttamyndum rigndi yfir
hinn vestræna heim, en grátur-
inn á jorðu niðri heyrðist ekki
upp I háloftin.
Það var ekki fyrr en banda-
menn þessarar vammlausu
þjóðar urðu fyrir sprengjum, að
hinir listrænu kvikmyndarar
beindu vélum sinum að fólkinu.
Grátandi móðir að gefa deyj-
andi barni mjólk. Nærmyndirn-
ar verka sterkt. Hvilik illmenni
eru ekki þessir skotmenn.
Á meðan vestrænar frétta-
stofur eru að reyna að ná sam-
bandi við listræna kvikmyndara
þjóðfrelsishersins og norður-
vietnama og fá frá þeim myndir
af eldflaugum, sprengjum og
fallbyssum á ferð og flugi, þá
hafa þessar vandamála- og
grátmyndir borist til sjónvarps-
ins okkar og sem geta má nærri
fá fréttaþulirnir kökk i hálsinn
nýbúnir að lesa fréttir um þaö
að listrænu myndirnar, sem
þeir fengu frá sömu fréttastofu
um sama her fyrir ári, hafi ver-
ið uppspuni og engar fréttir. En
máttur myndanna er miskunn-
arlaus. Með þvi að velja rétt
myndefni á réttum tima verða
fréttakvikmyndirnar að áhrifa-
miklum áróðri, ekki til að segja
okkur fréttir af striðinu heldur
til þess að vekja samúð með
öðrum aöila átakanna.Kvik-
myndin verkar fyrst og fremst á
tilfinningarnar. Það ruglar
stundum áhorfandann I riminu,
þegar hann beitir sinni köldu
skynsemi til að skilja frétta-
kvikmyndirnar.
Þorsteinn Jónsson.
—0—
— Mamma, eigum við að koma
i dýragarðsleik?
— Já, elskan min- Hvernig er
hann?
— Ég er stóri fillinn, en þú ert
áhorfandinn, sem gefur honum
smákökur.
— Það vantar örlitið meira viski!
—0—
Móðirin talaði mildilega við Ni-
els litla.
— Nú förum við bráðum að
eignast iitið barn. Ifvort viltu
heldur litinn bröður eða litla syst-
ur?
— Mér er alveg sama, bara ef
það er eins og Andrés önd.
Þrir prófessorar sátu og ræddu
um mestu stórmenrti sögunnar.
— Ég vildi helst láta grafa mig
hjá Plató. sagði einn þeirra.
— Ég hjá Michelangelo, sagði
annar.
— Og ég hjá Brigitte Bardot,
sagði sá þriðji.
— En hún er ekki dáin.
— Það er ég ekki heldur.
Hann kom inn i kvenfata-
verslunina til að kaupa brjóst-
haldara handa konunni sinni.
— Stærðin? var spurt.
— 116.
— Jesús minn! Eruð þér vissir
um það?
— Já, ég nota hatt númer 58 og
það kemst eitt i hann.
1 bókabúð einni i Prag hékk
svohijóðandi skilti i gluggan-
um: Langar þig að faðma að þér
allan heiminn — kauptu þér þá
hnattlikan!
Tveir tilræðismenn liggja i
leyni og biða einvaldsins á stað
sem hann er vanur að ganga
framhjá daglega. En þeir biða og
biða og ekki kemur fórnardýrið.
Annar þeirra áhyggjufullúr:
— Það hefur þó vonandi ekkert
komið fyrir hann!
Það er aöeins eitt verra en að
)áta tala um sig, og það er eí
ekki er talað um mann. VVilde