Þjóðviljinn - 13.04.1975, Page 22

Þjóðviljinn - 13.04.1975, Page 22
22 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. aprll 1975. m h V: Staöa verkfræöings til að veita forstöðu Framkvæmdadeild Rafmagnsveitna rikisins er laus til um- sóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé rafmagns- verkfræðingur Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsing- um um aldur, menntun og fyrri störf send- ist starfsmannadeild fyrir 1. mai n.k. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 116, Reykjavík. Chile Framhald af 5. siðu sjálfsmorði fyrir valdhafana, og allir með herforingjatign gætu strax pantað sér flugmiða til Paraguay eða likkistur. Fangarnir Fleiru er skotið á frest I Chile en stjórnarskrármálinu. Til dæmis hlutskipti pólitiskra fanga. í blöðunum er sagt að þeir séu 2000. Diplómötum er sagt að þeir séu 6000. 1 raun eru þeir kannski 20—30 þúsund. Helst vilja vald- hafarnir senda þá úr landinu, en það er hægara sagt en gert af ýmsum ástæðum. Það viðhorf breiðist m.a. út meðal stuðnings- manna vinstriflokkanna sem Al- lende studdist við, að sem fæstir þeirra fari úr landi. Vegna þess að það sé herforingjastjórninni i hag, að virkustu andstæðingar hennar séu dreifðir um allan heim, allt frá Ástraliu til Sviþjóð- ar. Eða eins og einn af stuðnings- mönnum Allendes segir: ,,bað er éinskonar uppgjöf i þvi fólgin að láta visa sér úr landi”. Andstaðan Vorið 1975 sýnir Chile gesti yfir- borð kyrrðar, strangs eftirlits og efnahagslegrar stöðnunar. Her- inn virðist taugaóstyrkur og hers- höfðingjarnir eru áberandi stór- yrtir i ræðum sínum. En undir þessu yfirborði eru flokkar al- þýðufylkingarinnar að skipu- leggja sig. Ekki aðeins i flokks- deildum beinlinis, heldur ekki siður i formi vinahópa. Menn koma saman sem knattspyrnu- unnendur, menn drekka saman kaffi, ræðast við, skiptast á upp- lýsingum, hjálpa hver öðrum. Kommúnistaflokkurinn er tai- inn hafa besta stöðu. óbreyttir borgarar telja hinsvegar að bylt- ingarhreyfingin MIR, sem hefur reynt að skipuleggja vopnaða uppreisn, standi nokkuð illa að vigi. Kannski óttast herforingja- klikan ekkert meir en hinn stóra og óskilgreinanlega fjölda ó- ánægðs fólks, sem ekki hefur á- kveðið nafn og heimilisfang, en tekur mánuð hvern við sultar- launum og horfir upp á það að herinn sankar að sér forréttind- um i nafni „Stórchile”. Valda- kerfi Pinochets verður ekki mikill akkur i þessu liði, þegar að þvi kemur að staða stjórnvalda versnar að mun, og þeir beinir andstæðingar herforingjanna geta aftur látið að sér kveða sem vita vel hvað þeir vilja. (AB tók saman). 2. umræöa Framhald af bls. 2 neytið nokkrum félagasamtökum snemma á þessu ári og bauð þeim að tilnefna fulltrúa i opinbera nefnd i tilefni kvennaársins. Á verkefni nefndarinnar að vera tviþætt, annars vegar aðgerðir i sambandi við sjálft árið og hins- vegar i sambandi við stöðu kvenna i islensku þjóðfélagi og þá jafnvel gert ráð fyrir rannsókn- um og fl. sliku. En þótt komið sé nú á fjórða mánuð ársins bólar ekkert á nefndarskipan. begar jafnréttis- siðan spurðist fyrir um málið i ráðuneytinu svaraði Björn Bjarnason deildarstjóri þvi til, að það væri i undirbúningi og enn hefðu ekki verið tilnefndir fulltrú- ar frá öllum þeim sem boðin var þátttaka. bá yrði sennilega bætt við fleiri fulltrúum i nefndina en þeim sem félagasamtökin til- nefndu. Einsog fram kom m.a. i ályktun láglaunaráðstefnunnar i janúar er rikjandi óánægja með það, að stærstu launþegasamtökum landsins, ASl og BSRB skúli ekki hafa verið boðin þátttaka i þess- ari opinberu nefnd, ekki sist með tilliti til þess, að þessi samtök settu strax á laggirnar sérstaka nefnd vegna kvennaársins. Var skorað á rikisstjórnina að taka þetta til athugunar og aðspurður svaraði Björn, að ASI og BSRB hefðu vakið athygli ráðuneytisins á þvi, að þau hefðu sýnt þessum málum áhuga, en ekki taldi hann sig geta svarað, hvort þeim yrði boðið að tilnefna fulltrúa i nefnd- ina. Október — baráttu- mánuður Fyrir utan júni litur út fyrir, að október verði mikill baráttumán- uður fyrir bættum kjörum og að- stöðu kvenna, en þá hafa ASl og BSRB boðað til ráðstefnu um þessi mál. Auðvitað er ekki ætl- unin að aðeins konur ræði jafn- réttismálin og sitji ráðstefnuna, en með tilliti til hvernig hlutföllin hafa verið milli kynjanna á fyrri ráðstefnum og þingum launþega- samtakanna er þess óskandi, að verklýðsfélögin hafi i huga við fulltrúaval að a.m.k. helmingur fulltrúa þeirra verði konur. Mikið hefur verið rætt um að konur legðu niður vinnu dag eða dagstund til að leggja áherslu á vinnuframlag sitt i þjóðfélaginu innan og utan heimilanna og var samþykktur stuðningur við þessa hugmynd á láglaunaráðstefnunni i janúar. Nú hafa rauðsokkar op- inberlega stungið uppá, að stefnt verði að þvi að þetta kvennaverk- fall verði 24. október, á degi Sam- einuðu þjóðanna. Verður þessi hugmynd væntanlega rædd form- lega við verklýðssamtökin á næstunni. Baráttan heldur áfram bótt gott sé að fá sér til stuðn- ings yfirlýst alþjóðlegt baráttuár og margháttaða atburði, fundi og ráðstefnuhald i tilefni þess,\má hitt ekki gleymast, að það er hin daglega barátta sem mestu várð- ar, —að gefa hvergi eftir og veVa sifellt á verði gegn misréttinu hvar og hvenær sem það birtisi. Sú barátta heldur áfram, lika eft\ ir árið 1975, þótt það sé vissulega von okkar allra, að starf ársins beri góðan árangur. —vh Skrásett vörumerki Hinar velþekktu oliukyntu eldavélar til sjós og lands. Framleiddar i ýms- um stærðum. Með og án miðstöðvarkerfis. Eldavélaverkstæði Jóhanns Fr. Kristjánssonar h.f. Kleppsvegi 62. Sími 33069. SENDIBÍLASrÖÐlN Hf Þaö borgar sig aö auglýsa í sunnudagsblaði Þjóöviljans — Útbreiðslan eykst vikulega SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR LWff 1 Kannanir, sem gerðar hafa verið hér á landi og víða erlendis, sýna, að reykingar foreldra hafa í flestum tiivikum þau áhrif, að börn þeirra byrja að reykja. Þessi hætta er minni ef aðeins annað foreldranna reykir, ’ en minnstar líkur eru á því, að unglingarnir ánetjist sígarettunni, ef hvorugt foreldra þeirra reykir. Það er því ábyrgðarhluti að reykja þegar börn * • sjá til. En foreldrar, sem stunda reykingar, Cgeta minnkað líkurnar á því, að börn þeirra fleiðist út á þessa hættubraut, rheð því að segja skilið við sígaretturnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.