Þjóðviljinn - 13.04.1975, Side 24
Sunnudagur 13. apríl 1975.
Það er greinilega að
koma vor. Þó+t blásið
haf i kalt síðustu daga eru
það bara einskonar eftir-
hreytur vetrarins, svona
rétt áður en hann kveður.
Þegar lömb taka að
fæðast er vorið að koma
og alveg eins þegar
kiðlingar taka að fæðast i
Sædýrasaf ninu, þá er að
koma vor. í síðustu viku
fæddust margir kiðlingar
i Sædýrasaf ninu og hér til
hliðar er einmitt mynd af
einum nýfæddum sem
starfsmaður safnsins
heldur á.
Þá var okkur sagt að
kindurnar í safninu ættu
að fara að bera nú um
helgina, þannig að mikið
verður af ungviðinu þar á
næstunni og búast má við
að börnin sæki safnið
mikið þessa fyrstu líf-
daga kiðlinganna og
lambanna.
Hvað er nú þetta?
r-v
►
i
i
I
i
i
r
i
L
I
I
t
í
I
►
VoranniríSædýrasafninu
Gesturinn skoöaöur
Og fyrir utan ungviðið er allt-
af margt skemmtilegt að skoða i
Sædýrasafninu. Meðan enn er
hart á dalnum koma hrafnar
mikið aö safninu og heimsækja
nafna sina i búrunum. Heima-
hrafnarnir skynja fátækt hinna
aðkomnu og taka af mat sinum
og færa þeim útað netinu að
sögn starfsmanna safnsins og
sögðu þeir að oft væri gaman að
sjá þessar tiltektir þeirra.
Ljón, apa, hvitabirni og
sæljón, svo eitthvað sé nefnt, er
hægt að skoða i safninu eins og
flestir vita og er einkar
skemmtilegt að skoða hvita-
birnina, eftir að þeim var gert
nýtt heimili, sem er i alla staði
hið vistlegasta og greinilegt að
þar fer betur um þá en i gamla
staðnum.
Myndirnar hér til hliðar segja
raunar meira en mörg orð og
við skulum bara láta þær tala.
—S.dór
Einn af starfsmönnum safnsins meö nýfæddan kiöling
i
l