Þjóðviljinn - 20.04.1975, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. apríl 1975.
Umsjón: Vilborg Harðardóttir.
Rakalausum og
grófum áburöi
vísaö á bug
Hvar er nú heiðurinn og siðgæðisvitundin?
Ummæli þekkts læknis
og aðalandstæðings sjálfs-
ákvörðunarréttar kvenna
varðandi löglegar fóstur-
eyðingar um rauðsokka í
sjónvarpinu í vikunni hafa
áreiðanlega hneykslað
fleiri en þá og hefði áreið-
anlega margur maðurinn
séð ástæðu til að höfða
meiðyrðamál af minna til-
efni, þótt rauðsokkar ætli
ekki að elta ólar við slíkt.
En athugasemd hefur
Rauðsokkahreyfingin sent
frá sér af þessu tilefni og
birtist hún hér.
t umræðuþætti i sjónvarpssal
16/4 sagði Guðmundur Jó-
hannesson kvensjúkdómalæknir
eftirfarandi orðrétt:
,,....mér finst það vera svolitill
tviskinningur i málflutningi rauð-
sokkahreyfingarinnar, ég veit, ég
hef vitneskju um það, að þær hafa
beinlinis hvatt ungar stúlkur og
konur til að fara til Bretlands til
að fá fóstureyðingu án þess að
það væri reynt á það, hvort þær
gætu fengið þessa aðgerð hérna
heima. Og ég get ekki séð, að til-
gangurinn hafi verið annar
heldur en með þvi að sýna fram á
mikinn fjölda af þessum fóstur-
eyðingum á islenskum konum úti
i Bretlandi, að þá væri meiningar
laust fyrir okkur að vera með
hindranir hérna, og þetta finnst
mér vera óheiðarlega unnið að
þvi að hérna brjóta lög til þess að
byggja upp lög.”
Rauðsokkahreyfingin vill taka
fram, að ummæli kvensjúkdóma-
læknisins lýsa ótrúlegum mis-
skilningi á starfsemi hreyfingar-
innar og enn ótrúlegri van-
þekkingu á þvi, hvernig meðferð
mál margra þeirra kvenna hljóta,
ORÐ
Ekki fyrr en
eftir 10 daga
Haukur Kristjánsson yfir-
læknir slysadeildar Borgar-
spitalans hefur komið að máli
við okkur vegna frásagnar
húsmóðurhér i belgnum af þvi
er henni var neitað um vottorð
á slysastofunni og sagt að hún
ætti ekki rétt á dagpeningum
sem húsmóöir.
Vildi Haukur meina, að hér
hlyti að vera um misskilning
að ræða. Hinsvegar gengju
tryggingar i slysatilfellum
ekki i gildi fyrr en 10 dögum
eftir slys og þýddi ekki að gefa
vottorð út fyrr þaf eð það
teldist þá ekki gilt. Þessvegna
yrði fólk að koma aftur á
slysastofuna og fá vottorð sitt
sem æskja fóstureyðingar á
Islandi.
Þrátt fyrir nokkra rýmkun á
framkvæmd fóstureyðingar-
laganna á allra siðustu árum
vegna breytts almenningsálits og
viðhorfa lækna er þó enn synjað
um aðgerð mörgum konum, sem
sjálfar telja sig hafa brýna nauð-
syn fyrir hana. Þvi hefur verið
haldið á lofti, að aðeins tveim pr-
ósentum umsókna hafi verið
synjað á sl. tveim árum. Við
viljum benda á, að hér er aðeins
um að ræða umsóknir skv.
lögunum frá 1938, en ekki 1935.
Lögin frá 1938 heimila fóstur-
eyðingu af læknisfræðilegum og
siðferðisástæðum (nauðgun), en
samkvæmt þeim skal ekki tekið
tillit til félagslegra ástæðna.
Sannleikurinn er sá, að flestar
synjanir fara fram án þess að
skrifuð sé nokkur umsókn, þe. á
stofu þess læknis eða lækna sem
konan leitar til og eru af eðli-
legum ástæðum ekki til um þetta
neinar tölur.
Þetta vita þeir sem vilja vita og
hvernig þetta hörmungar ástand
hefur getað farið framhjá Guð-
mundi Jóhannessyni kvensjúk-
dómafræðingi er okkur óskiljan-
legt með öllu.
Af þessu leiðir, að margar
konur hafa leitað til Rauðsokka-
hreyfingarinnar og beðið um
upplýsingar og leiðbeiningar. Oft
hafa ástæður þessara kvenna
reynst þannig, að við nánari
athugun hafa þær getað fengið
löglega fóstureyðingu hér á landi.
En stundum hefur það reynst
ókleift og þessvegna höfum við
aflað okkur upplýsinga um
nokkrar breskar stofnanir, sem
hafa leyfi þarlendra yfirvalda til
að framkvæma löglegar fóstur-
eyðingaraðgerðir. Þessar
stofnanir eru:
Parkview Clinic, 87 Mattock
Lane, London W5.
Avenue Clinic St. Lotus, 157
Harley Street, London.
Pregnancy Advisory Service,
40Margaret Street, London WIN.
Þetta eru einkasjúkrahús
(útlendingar fá ekki aðgerð á
sjúkrahúsum rikisins) og taka
þau fyrrnefndu 125-150 sterlings-
pund fyrir aðgerðina, en eftir
samtal viö yfirmann þess þriðja
féllst hún á, að islenskar konur
greiddu þar sama gjald og
enskar, þe. 70 sterlingspund. Við
þetta bætist fargjald og annar
kostnaður og er þvi augljóst, að
efnahagur sker úr um, hvort
konur geti notfært sér þessi
úrræði.
Við visum á bug þeim raka-
lausa og grófa áburði, að Rauð-
sokkahreyfingin hafi hvatt einn
eða neinn til að leita sér fóstur-
eyðingar hérlendis eða erlendis.
Við höfum einungis reynt að leysa
vanda þeirra, sem til okkar hafa
leitað. Lágkúrulegur þykir okkur
málflutningur þess, sem i rök-
þroti gripur til rógburðar, og litt
sæmandi manni, sem i umræðum
um þessi mál hefur hvað eftir
annað hampað heiðri og
s i ðgæðisv i t und lækna-
stéttarinnar.
Rauðsokkahreyfingin
Miðstöð
Eiísabet Gunnarsdóttir
Erna Egilsdóttir
Heiga St. Guðmundsdóttir
Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir
Óánægja alla tíð undirrót
baráttu til aukins frelsis
Ég get ekki látið á móti mér að
veita ergi minni útrás í nokkrum
orðum vegna sjónvarpsþáttar um
fóstureyðingar þ. 16. þ.m.
Um sjálfar fóstureyðingarnar
ætla ég ekki að tjá mig, en vil rétt
geta þess, að umræður um þær
eru orðnar ófrjóar(l) i hæsta
máta, þar sem litið annað
er gert en staglast á löngu fengn-
um niðurstöðum beggja málsað-
að þessum tima liðnum og
gerði það reyndar hvort sem
væri i flestum tilfellum til eft-
irlits eða skipta á umbúðum.
Ætlar verklýðs-
forystan ekki að
mótmæla?
„Lengi erum við láglauna-
konur búnar að biða eftir fæð-
ingarorlofi á launum til jáfns
við konur i störfum hjá hinu
opinbera”, skrifar Sigriður H.
„Þvi var það fagnarðarefni i
vetur að heyra frá ráðstefnu
nokkurra verkalýðsfélaga og
rauðsokkahreyfingarinnar
eindregnar kröfur um þetta
réttlætismál og rétt á eftir
sömu kröfur frá fundi Kven-
réttindafélagsins. Og ekki leið
á löngu að þingsályktunartil-
laga væri flutt um málið þegar
Bjarnfriður af Akranesi komst
á alþingi sem varamaður um
tima. Maður fór að verða von-
góður um að eitthvað gerðist i
alvöru.
En hvað gerist svo tveim
mánuðum siðar? Jú, ihalds-
þingmennirnir taka málið upp
og flytja tillögu um þriggja
mánaða fæðingarorlof, en nú
er það sjóður verkafólks, at-
vinnuleysistryggingasjóður-
inn, sem á að standa undir
þessu! 1 þingsjá útvarpsins
ila, sem komnir eru i svo kyrfileg
rökþrot, að mér virðast þeir orðn-
ir hundleiðir á þvi að hlusta á
tugguna I sjálfum sér.
var talað við einn flutnings-
manninn, Ragnhildi Helga-
dóttur, sem lýsti þvi fjálglega
hvernig með þessu móti ætti
að hlifa atvinnurekendum við
skakkaföllum. Náttúrlega.'Og
auðvitað lét hinn „hlutlausi”
fréttamaður útvarpsins sem
fæðingarorlofsmálinu hefði
aldrei fyrr verið hreyft á
þingi).
Mér er spurn: Ætlar verka-
lýðsforystan að láta þetta við-
gangast? Þessi sjóöur er til
kominn i samningum á sinum i
tima og þá slegið af öðrum |
kröfum um leið vegna þess
hve nauðsynlegur hann þótti.
Hann er þvi réttmæt eign okk-
ar verkafólks og hver veit
nema til hans þurfi að gripa
mikið og oft á næstunni ef
málin halda áfram að þróast á
þann veg sem þau gera nú |
undir hægri stjórninni. Um
hann verður að standa vörð”.
Ég vil taka undir þessi orð
Sigriðar. Það er áreiðanlega
til önnur leið til að framfylgja
þvi mannréttindamáli að allar
konur fái þriggja mánaða fæð-
ingarorlof. En sú leið gæti
kostað að atvinnurekendur
yrðu að leggja eitthvert brot
af mörkum til móts við al-
menning og það getur ihaldið
náttúrlega ekki hugsað sér.
—vh
Hitt þótti mér fróðlegra, að sjá
Huldu Jensdóttur brosa vorkunn-
samlega í orðlausri undrun sinni
yfir þvi, að konur væru ekki fylli-
lega sáttar við stöðu sina í tilver-
unni. Skrýtið! Hverjum þakkaði
hún þá vel og vandlega þau auknu
mannréttindi, sem kynsystur
hennar hafa barist fyrir henni
sjálfri og öðrum til handa gegn-
um ár og aldir og ekki hvað síst
nú? Hinum sáttu, ánægðu og að-
gerðarlausu konum? Þeim, sem
rifa sig upp i hástafa mótmæli
gegn félagslegu misrétti og segja
i saumaklúbbum eða ámóta
samkundum — „Ji, ég hef svo lág
laun”, eða „hún amma mfn það
sagði mér...?” Ætli Hulda Jens-
dóttir viti það ekki eins vel og ég,
að mjög einföld sálarfræöi getur
skýrt orsakir óánægju einstak-
lings eða félagshópa, — sem sé sú
að finna sig órétti beittan i öllum
mögulegum og ómögulegum
myndum, sem ég hreinlega nenni
ekki að ræða hér hánar. Hún hlýt-
ur að hafa fengið ómælda sáttfýsi
i vöggugjöf eða einkar finan
smekk fyrir mannlegri niðurlæg-
ingu, ef hún sér ekkert, sem rétt-
lætt getiþessa óánægju, sem út af
fyrir sig er alls ekki rétt orð yfir
umrætt sálarástand. Óánægja
hefur alla tið verið undirrót hvers
kyns baráttu til aukins frelsis, og
m.a. á Hulda þeirri sömu ó-
ánægju það að þakka, að litið er á
hana sem marktækan þátttak-
anda i opinberum umræðum sem
þessum, enda þótt hún kunni nú
aö lita á það sem sjálfsagðan
þegnrétt sinn.
Má vera að henni hafi tekist að
brosa sig gegnum alla hnökra til-
verunnar eða þá aldrei rekið sig á
neinar óleysanlegar mótsagnir,
sem hafa stofnað hennar sæta
brosi i hættu og snúið þvi við á
andliti hennar. Hvort það telst til
kosta eða ókosta að vera blindur á
galla samfélags sins og samtiöar
Framhald á 22. siðu.
Töl-
vísi?
Valdsmannlegur hroki kem-
ur vel út i sjónvarpi, en heldur
ver á pappir. Ekki hvarflar að
mér að draga i efa þekkingu
oghæfni stjórnar Læknafélags
Islands á sinu sviði, en af
greinargerðum hennar að
dæma virðast sérfræðingar
ekki gera sér grein fyrir, að
þeir þurfi á sérfræðingum að
halda ekki siður en aðrir.
Stjórnin telur sig hafa undan-
farin 3 ár kynnt sér mikinn
fjölda gagna varðandi fram-
kvæmd fóstureyðinga og við-
horf til þeirra. Þrátt fyrir
þennan langa aðdraganda hef-
ur ekki hvarflað að stjórninni
að leita til reikningsfróðra
manna áður en fljótfærnisleg-
ir útreikningar hennar eru
lagðir til grundvallar greinar-
gerð meirihluta heilbrigðis-
nefndar neðri deildar Alþing-
is. Einhver ósköp hefur stjórn-
inni legið á.
Af 42.000 konum á aldrinum
16-44 ára ku 55% eða 23.000
konur nota „öruggar” (hvað
með lykkjubörnin?) getnaðar-
verjur. Á afganginn, þe. 19.000
konur, koma 4.500 fæðingar á
ári eða 1 fæöing á hverjar 4,2
konur. Sé gert ráð fyrir 10% ó-
frjósemi hjá þessum konum,
þýðir það 1 fæðing á hverjar
3,8 frjóar konur. En sam-
kvæmt útreikningum L.í. skal
1% minnkun i notkun öruggra
getnaðarvarna þýða 230 við-
bótargetnaði á ári. 1% af
23.000 konum = 230 konur, þ.e.
hver einasta kona á aldrinum
16-44 , sem tekur upp á þvi að
hætta að nota lykkju eða éta
pillu skal verða ófrisk. Með
sama útreikningi fást með 5%
minnkun 1150 viðbótargetn-
aðir á ári. Sé þetta rétt ætti við
núverandi ástand ekki að vera
um 4.500 getnaði á ári að ræða,
heldur eitthvað nálægt 17.000
(miðað við 10% ófrjósemi).
Hvað verður um allar þessar
þunganir?
Máli sinu til stuðnings vitn-
ar L.t. i nýlega kennslubók
eftir Brodi. Brodi karlinn seg-
ir, „að sé um að ræða fólk á
frjósömum aldri, sem hafi
samlif reglulega, verði konan
ófrisk innan 12 mánaða i 90%
tilvikum”. Sem sagt hver ein-
asta að undanskildum þessum
10% sem eru ófrjóar.
Hér virðist margt vera
furðulegt. t.d. vaknar sú
spurning, hvað sé með ófrjóa
karla (þeir eru til er það
ekki?). Gerir herra Brodi og
L.I. ráð tyrir þvi, að þeir sofi
eingöngu hjá ófrjóum konum
eða er verið að drótta þvi að
konum, sem sofa hjá ófrjóum
körlum, að þær rekki lika hjá
frjóum körlum?
Margt fleira mætti til tina.
Td. orkar tvimælis skipting
kvenna i hópa eins og gert er i
töflu, er fylgir svari stjórnar
L.t. i Morgunblaðinu 17/4 1975
til Baráttusamtaka fyrir
sjálfsákvörðunarrétti kvenna
til löglegra fóstureyðinga, þar
sem lagðar eru saman hlut-
fallstölur og beinar tölur (10%
ófrjóar og 4500 ófriskar), en
samt kemur heildarlalan
42.100 út. Augljóst er, að þær
ófrjóu eru margtaldar i þeirri
samlagningu. An efa gleypa
margar ófrjóar pillu og eru
lika taldar undir liðnum „eng-
ar getnaðarvarnir eða ótrygg-
ar”.
Stjórn L.I. er gjarnt að tala
um ábyrgðarlausan málflutn-
ing, stundum hittir skrattinn
ömmu sina.
Reykavik, 17. april 1975
Guðrún Hallgrimsdóttir.