Þjóðviljinn - 20.04.1975, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.04.1975, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprfl 1975. KJARTAN ÓLAFSSON: 100 miljónir hér — 100 miljónir þar — Myndin er tekin i fjárhirslu Seðla- bankans. um, að hve miklu leyti muni bitna Nú i vikunni, sem hefst i dag, kveður okkur enn einn vetur en nýtt sumar heilsar. Við sem bú- um hér á norðurslóðum fögnum jafnan hverju vori af meiri inni- leik en fólk á suðlægari breiddar- gráðum. Birtan og gróandinn létta flestum sporin og kveikja nýjar vonir i mörgu hugskoti jafnt ungra sem gamalla. Þrátt fyrir tæknibyltingu og margháttað umrót siðustu áratuga segja árstiðaskiptin enn til sin með margvislegum hætti i okkar atvinnulifi og þvi þjóðlifi yfir- leitt, sem hér er lifað. Sá vetur, sem nú er á förum, hefur vikið að okkur islendingum bæði bliðu og striðu svo sem löng- um vill verða. Stærsta áfallið varð er snjóflóðin miklu féllu i Neskaupstað fáum dögum fyrir jól. Þar glötuðust á svipstundu 12 mannslif, sem aldrei verða bætt, og rammgerð mannvirki, sem voru grundvöllur atvinnulifs staðarins sópuðust i sjó fram. Nú vorar enn i Neskaupstað jafnt og i öðrum byggðum landsins og þróttmikið uppbyggingarstarf ber nýjan blóma. Slikur er máttur lifsins og mannlegra samtaka. Sjóslys urðu mörg i skammdeg- inu i vetur og mörg opin skörð i röðum isienskra sjómanna af þeirra völdum. Miklar umræður hafa á undanförnum vetrarmán- uðum farið fram um öryggisbún- að á sjó og nokkrar vonir standa til þess að nú verði betur búið að islenskri sjómannastétt i þessum efnum en löngum hefur verið. Þar má ekkert á skorta, sem i mann- legu valdi stendur. Góðum skip- um og ágætum búnaði þeirra má aldrei treysta um of, þrátt fyrir tæknilegar framfarir og enn sem fyrr er mest undir mannlegri fyrirhyggju komið. Afli mun meiri en reiknað var með við þjóðhagsspá En þótt veðrahamur þessa vetrar hafi valdið okkur þungum búsifjum með mannsköðum og eignatjóni bæði á sjó og landi, — þá átti liðinn vetur vissulega einnig sinar björtu hliðar. Sjávarafli hefur orðið mun meiri en rnargir reiknuðu með. Þannig liggur nú fyrir, að sam- kvæmt bráðabirgðayfirliti Kiski- félags íslands um afla fyrstu þrjá mánuði þessa árs þá hefur bol- fiskafli orðið um 20% meiri en á sama tima i fyrra og munar þar mestu um hina fjölmörgu nýju togara, sem keyptir voru til iandsins á árum vinstri stjórnar- innar og eru nú meginstoðir at- vinnulifsins viða um landið. Sam- kvæmt yfirlýsingu framkvæmda- stjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna höfðu frystihúsin, sem aðild eiga að Sölumiðstöðinni tek- ið við 33% meiri aflu nú i marslok en á sama tima i fyrra og sam- bærileg tala frystihúsanna á vegum SÍS var um 25% aukning miðað við einn siðasta daginn i mars. f Þjóðhagsspá, sem rikis- stjórnin hafði til hliðsjónar við efnahagsaðgerðir i vetur var hins vegar reiknað með sáralitilli aflaaukningu eða 2—5%. Þá liggur einnig fyrir að loðnu- aflinn i ár má heita sá sami og á siðustu vertið, en þá barst á land meiri afli af loðnu en nokkru sinni fyrr. Það er staðreynd, að þegar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem fiytur út langmest af afurð- um frystihúsanna, eykur fram- leiðslumagn sitt um þriðjung, svo sem fyrir liggur, þá nægir það, hvað gjaldeyrisöflun varðar, til að mæta 25% verðfalli til jafnað- ar á útflutningsafurðum þessa fyrirtækis. Þótt verðið á fiskblokk i Banda- rikjunum hafi fallið allmjög i verði á siðasta ári, þá er þess að geta, að fiskblokkin var ekki nema um 37% af framleiðslu frystihiísanna af frosnum fiski á siðasta ári, en aðrar bolfiskafurð- ir frystihúsanna hafa litt cða ekki fallið i vérði. Ætla má, að vegna hins tiltölulega lága verðs á blokkinni verði þó nokkru minna verkað i fiskblokk n en i fyrra. Horfur á vaxandi gjaldeyrisöflun frystihúsa Þaö sem hér blasir við er, að verði aflaaukning yfir árið i heild ineð svipuðum hætti og fyrstu þrjá mánuði ársins, þá má búast við að gjaldeyrisöflun frystihús- anna verði i ár meiri en i fyrra, þrátt fyrir nokkra verðlækkun á einstökum framleiðslugreinum, sem stjórnvöld hafa með fádæma óprúttnum hætti notað sem skálkaskjól til að skerða lifskjör almennings mjög verulega. Sem kunnugt er þá eru fiskaf- urðir um 90% af okkar útflutn- ingsvörum (ál ekki meðtalið frá erlendri verksmiðju). Segja má að fiskútflutningur okkar skiptist i þrjár megingreinar, þ.e. frystan fisk, saltfisk og loðnuafurðir. Hér að undan hefur verið sýnt fram á, að ef svo fer fram sem horfir, þá skili frystihúsin meiri verðmæt- um i þjóðarbúið í ár en i fyrra. Og saltfiskurinn bætir upp verðfall á loðnu Um saltfisk og loðnu er það að segja, að Þjóðhagsstofnun hefur áætlað, að verðfall á loðnuafurð- um valdi þvi að útflutningsverð- mæti þeirra verði 3600 miljónum króna lægra i ár en i fyrra. I tima- ritinu Sjávarfréttir (Veglegt timarit helgað sjávarútvegsmál- um — útgefandi Frjálst framtak h.f.) — 2. tölublaði 3. árgangs, sem nýlega er komið út, þar er frá þvi greint að ætla megi að út- flutningsverðmæti saltfisks vaxi hins vegar i ár, vegna verðhækk- ana, úr 6600 i 10.400 miljónir króna eða um 3800 miljónir, sem er meira en nemur tjóni okkar af verðfalli loðnuafurðanna. Þeim upplýsingum, sem upp- haflega birtust i timaritinu Sjáv- arfréttiren siðan voru teknar upp hér i Þjóðviljanum og fleiri fjöl- miðlum hefur ekki verið mótmælt af neinum að öðru leyti en þvi, að allra siðustu daga hafa stjórnar- blöðin og rikisfjölmiðlar gert mjög mikið úr fréttum um hækk- aðan innflutningstoll á saltfiski á Spáni, sem þó liggur ekkert fyrir á islenskum saltfiskútflytjendum. Samkvæmt frásögn Morgun- blaðsins á þriðjudaginn var hafa spænsk yfirvöld nú siðustu daga fjórfaldað innflutningstoll á salt- fiski og segir i blaðinu, að sam- kvæmt upplýsingum, sem það hafi aflað sér láti nærri ,,að hér sé um að ræða 25—30% innflutnings- toll, þegar á heildina er litið eða sem svarar um 400 miljónum króna af allri samningsupphæð- inni”. Þarna er sem sagt frá þvi skýrt i Morgunblaðinu, að saltfisktoll- arnir á Spáni hafi hækkað úr 100 i 400 miljónir króna, og jafnvel þótt öll sú hækkun bitnaði beint á is- lenskum saltfiskútflytjendum, sem alls ekki liggur fyrir, þá er hækkunin á útflutningsverðmæti saltfisksins i ár eftir sem áður 3500 miljónir króna, (3800 + 300 miljónir, samanber frétt tima- ritsins Sjávarfréttir), eða álika upphæð og Þjóðhagsstofnun telur að svari til verðfallsins á öllum loðnuafurðunum. Með það yfirlit i huga, sem hér hefur verið dregið saman sam- kvæmt fyrirliggjandi heimildum, virðist liarla litil ástæða til að ætla, að islenskur sjávarútvegur færi okkur eitthvað minni björg i bú þetta áriðheldur en i fyrra. En rök talsmanna rikisstjórnarinnar fyrir kjaraskeröingarstefnunni liafa svo sem öllum er kunnugt fyrst og fremst verið þau, að þjóðarbúið sé alltaf að verða fyrir svo miklum ytri áföllum, vegna verðfalls á okkar útflutnings- mörkuðum, að iniklu minna komi nú til skipta milli þegnanna. Kjarasamningar — Sjómannaverkfall Ekki þarf að efa, að fulltrúar verkafólks munu minna rækilega á þær staðreyndir, sem hér hefur verið bent á, þegar umræður hefj- ast á ný um gerð kjarasamninga, sem stefnt er að að Ijúka fyrir 1. júni. Og þvi verður ekki gleymt, að á siðasta ári rýrnuðu okkar þjóðartekjur reyndar aðeins um 3% frá hámarkinu áður sam- kvæmt opinberum yfirlýsingum Þjóðhagsstofnunarinnar. Verkfail sjómanna á stærri tog- urunum hefur nú bráðum staðið i tvær vikur og virðast engar horf- ur á lausn þess á næstunni. Þegar þetta er skrifað er verkfall á bátaflotanum einnig yfirvofandi nú á mánudag, þar sem sjómenn á bátaflotanum felldu það sam- komulag, sem fulltrúar þeirra höfðu undirritað með fyrirvara um samþykki félaganna. Enda þótt dæmi séu til um mjög góðartekjur á einstökum skipum, og þá ekki sist á sumum minni skuttogurunum, þá er sannleik- urinn sá, að meginþorri islenskra sjómanna býr við kjör, sem eru i engu samræmi við mikilvægi starfs þeirra fyrir þjóðarbúið eða þann langa vinnudag og fjarveru frá heimilum, sem starfi sjó- mannsins fylgir. Með beinum aðgerðum hefur rikisstjórnin skert kjör sjómanna verulega á siðustu mánuðum um- fram almenna kjaraskerðingu láglaunafólks i landi, og siðustu daga hafa enn verið uppi áform af hálfu sjávarútvegsráðherra og rikisstjórnarinnar i heild að vega þar í sama knérunn, með nýrri lagasetningu. Slikt er að sjálf- sögðu ekki til þess fallið.að greiða fyrirkjarasamningum sjómanna. Það hefur margoft verið sýnt fram á með óvéfengjanlegum út- reikningum að meginþorri is- lenskra sjómanna hefur i reynd lægra kaup fyrir hverja vinnu- stund heldur en gerist og gengur við almenna vinnu i landi. Og það er hreint hneyksli, að sjómönnum skuli ár eftir ár neitað um þá sjálfsögðu kröfu að fá fritt fæöi á sinum vinnustað um borð, þegar atvinna er stunduð fjarri heimili, — á hafi úti. í þessum efnum er sjómönnum enn neitað um rétt- indi, sem aðrar starfsstéttir hafa tryggt sér fyrir árum siðan. Aö græöa á tapinu Við kjarasamninga sjómanna og landverkafólks nú á næstu dögum og vikum, — er það ærið margt sem samningamenn verkalýðsfélaganna munu hafa fram að færa kröfum sinum til stuðnings, og til andsvara gegn barlómi atvinnurekenda og rikis- stjórnar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á Islandi er leiðin til auðsöfnunar ekki sú fyrst og fremst að eiga og reka fyrirtæki, sem sýni á ári hverju riflegan bókfærðan hagnað. Peningamenn á Islandi eiga sér aðra lögmæta leið til auðsöfnunar, sem þeir færa sér óspart i nyt, og hún er sú að moka lánsfé út úr bönkum og opinberum sjóðum til að festa I eignmn, sem stöðugt hækka I verði i okkar verðbólguþjóðfé- lagi, en greiða siðan skuldirnar seint og um siðir með margfalt veröminni krónum. Hér ræðst eignamyndunin og auðsöfnunin ekki bara af þvi hvoru megin við núllið bókhaldið kemur út hjá fyrirtækjum fjáraflamannsins, heldur fyrst og fremst af öðrum þáttum. Þess vegna kom i ljós fyrir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.