Þjóðviljinn - 20.04.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.04.1975, Qupperneq 7
Sunnudagur 20. aprH 1975. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 nokkrum árum, þegar eigna- könnun var gerð, að auðugasti einstaklingur landsins, var mað- ur, sem eingöngu hafði grætt á að reka „tapfyrirtæki" og þurfti þvi lögum samkvæmt ár eftir ár aldrei að borga tekjuskatt af sinni stórkostlegu eignamyndun og auðsöfnun. 1 þessu ákveðna tilviki, sem hér er minnt á, var vissulega ekki um neina undantekningu að ræða, heldur miklu frekar dæmi, sem sýnir hið almenna ástand. Þetta þekkja allir. Hagnaður á ári 31% af stofnfé — en „taprekstur” samt En það kemur máske allmörg- um lesendum bjóðviljans á óvart, sem upplýst var af Ragnari Arnalds i þingræðu nú i vikunni sem leið, — að þótt fyrirtæki hagnist á einu ári um hvorki meira né minna en yfir 30% af öll- um stofnkostnaði fyrirtækisins (og stofnféð fengið að íáni i flest- um tilvikum), þá telst samt vera taprekstur á fyrirtækinu, þegar afskriftir hafa verið bókfærðar svo sem lög standa til. Ef togaraútgerð er tekin sem dæmi litur málið svona út: t fyrsta lagi eru almennar af- skriftir af skipum 15% á ári af öll- um stofnkostnaði. í öðru lagikemur til á þessu ári hækkun þeirrar prósentutölu úr 15 i 25,5% samkvæmt auglýsingu, sem f jármálaráðuneytið hefur birt varðandi svonefndan verð- hækkunarstuðul, sem fundinn er með tilliti til verðlagsþróunar i landinu. t þriðja lagier svo flýtifyrning- in, sem viðreisnarstjórnin inn- leiddi og koma þar 6% i viðbót. Þarna er þvi samtals um að ræða 31,5% af stofnkostnaði,sem heimilt er lögum samkvæmt að bókfæra sem afskriftir á einu ári. Sé tekið dæmi af togara, sem kostaði 300 miljónir króna, þá má árlegur hagnaður af útgerð sliks skips nema 94,5 miljónum á ári (31,5% af 300) án þess að nokkur bókhaldshagnaður komi fram i rekstrinum, og þar af leiðandi án þe ss nokkrir skattar séu greiddir af tekjum. A fjórum árum gerir þetta 377 miljónir króna, og þá getur fjár- aflamaðurinn selt skipið ef að vanda lætur fyrir mun fleiri krón- ur, en kaupverðinu nam án þess að greiða skatt af söluhagnaði og þá annað hvort sest I helgan stein með sinar miljónir eða haldið áfram að spila á kerfið með meiri skuldasöfnun og meiri fjárfest- ingu. Tekjurnar eru núll i bók- haldiog gagnvart skatti, en samt hefur auðsöfnunin numið jafnvel um 100 miljónum króna á ári, að- eins út á einn togara, sem keyptur var fyrir almannafé, fengið að láni. 20 miljarðar í veltu — en alltaf að tapa Enda þótt hér sé tekið dæmi af togaraútgerð gilda svipaðar regl- ur varðandi afskriftir um annan rekstur og einmitt þess vegna kom i ljós við könnun, að á árinu 1974 voru 240 fyrirtæki i Reykja- vik, sem samtals veltutiu þúsund miljónum króna árið áður (væri um kr. 20.000.000.000,- á núver- andi verðlagi), en greiddu alls engan tekjuskatt, þar sem bók- haldslegur hagnaður þcirra var nánast enginn. Engu að síður gnæfði eigna- myndun og auðsöfnun margra þcssara fyrirtækja og eigenda þeirra við himin. Og allt er þetta löglegt sam- kvæmt leikreglum hins islenska auðvaldsþjóðfélags. Fjölskyldufyrirtæki forsætis- ráðherra landsins H.Ben. og Co. var meðal þessara 240 fyrirtækja, enda er hann sjálfur forsöngvar- inn i kórnum mikla um taprekst- ur fyrirtækjanna, en daglegt verkefni þess háværa kórs er að æra verkafólk á Islandi og allan almenning frá þvi að heimta rétt sinn til lifskjara, er samrýmist okkar mikla þjóðarauði og háu þjóðartekjum. ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON SKRIFAR Um að slást við skuggann sinn Nú nýverið hefur fáeinum taugaslöppum ritstjórum hér i borg opinberast sá sannleikur að friðsamleg sambúð þjóða og samskipti á menningarsviðinu boði ekki neitt gott, séu jafnvel áreiðanleg teikn um væntanleg- an yfirgang og ásælni. Hvorki meira né minna, gjör- ið svo vel. Og það eru einsog að likum lætur rússarnir sem rétt einu sinni ætla sér ..að innlima Is- land i áhrifasvæði sitt”. Og fólk- ið les blaðið sitt með þessum óskaplegu tiðindum og renn- svitnar af skelfingu með rit- stjórunum. Og rétt einu sinni ætla rúss- arnir að hafa sama lævislega háttinn á: að senda hingað frá- bæra listamenn sem eflaust munu ljósta islensk hjörtu töfr- um. Og ekki nóg með það, hinir kófsveittu ritstjórar risablaðs- ins lýsa þvi opinskátt yfir, að þeir sjái framá lúmskulegar heimsóknir sovéskra visinda- manna til tslands. Ætli þeirra hlutverk sé ekki að setja Há- skóla tslands á annan endan með hinum undarlegu sovésku fræðum sinum? Er ekki mikil hætta á að óharnaðir prófessor- ar við háskólann t.d. Gylfi Þ. Gislason og Þór Vilhjálmsson hljóti varanlegar sálarbeyglur af samskiptum við hina ferlegu sovétmenn? Það er aldrei of varlega farið. Mætti háskólinn kannski við þvi að missa þá báða i senn Gylfa og Þór, hvað ef þeir snérust til marsxisma, jafnvel þótt ekki væri nema til sósial-demókratisma? Það er aldrei of varlega farið. Og væri ekki tryggara hreinlega að loka alla háskólakennara og lista- menn á tslandi inni meðan á þessum skuggalegu heimsókn- um stendur, svo þeim takist að halda árunni hreinni og varð- veita óspillar hinar sann-is- lensku hugmyndir og kenndir? Þá væru lika slegnar tvær flug- ur i einu höggi (og gott ef ekki fleiri): vitsmunaverunum is- lensku væri forðað frá andlegri áreitni og Kjarvalsstaðamálið væri úr sögunni. Og Ólafur B. Thors mundi aftur festa sinn væra blund og svifa inni eitur- græna og fjólubláa frjáls- hyggjudrauma, sæta og ein- falda einsog málverk eftir Jakob Hafstein (en hann var einsog allir vita listmálarinn sem fann upp hina svonefndu and-náttúrustefnu i málaralist). Það hefur verið altalað um hriö: lesi heilbrigður maður eingöngu risablaðið og horfi meðfram á islenska sjónvarpið og hafi ekki önnur gögn tilað auka þroska sinn, viðsýni, þekk- ingu og gleði — þá gengur mað- urinn af vitinu. Og raunar vilja einhverjir halda þvi fram, að allstór hópur þjóðarinnar hafi á siðasta ári skroppið af vitinu, að visu að- eins i einangruðum málaflokki. En hvernig sem það nú er með vitiðog málaflokkana, þá er það ljóst svart á hvitu að islenskir menn skrifuðu á siðasta ári undir bænaskjal til þeirra út- lenskra manna sem einna lægst hafa lotið i nútimasögunni, sem- sé til þeirra sem af einstæðri grimmd og siðblindu hafa sent bandariska borgara út tilað vaða blóð vietnömsku þjóð- arinnar uppá miðja kálfa. Þess- ir dáindismenn voru spurðir hvort þeir vildu ekki gjöra svo vel að halda verndarhendi yfir islenskri þjóð. Þvi fer betur að ekki eru öll mál jafn alvarlegs eðlis og nefnt dæmi um að ein þjóð biður múg- morðingja gæta húss sins og afsalar sér með undirskrift að hluta til sjálfsforræði. Og lik- lega mun islenska þjóðin aldrei aftur leggjast jafn lágt, þvi þá þyrfti hún að grafa sig lifandi i svaðið. Til allrar lukku eru skuggar afleiðing af ljósinu. Og sem bet- ur fer þá eru dæmin miklu fleiri um að fáránleiki og heimska lyppist niður til athlægis heil- brigðum mönnum. Eða hvað: einhvern óhug setti að mér á hér á dögunum — is- lenskir fréttamenn sem undan- gengið ár hafa setið púngsveitt- ir við að rekja og tiunda syndir og glæpi Nixons, Johnsons, Kennedys og Watergatehyskis- ins — þessir sömu fréttamenn létu sig alltieinu hafa það að hvisla alvöruþrúngnar fréttir af táraflóðinu i augnkrókum Fords bandarikjaforseta og frétta- mennirnir gleymdu heldur ekki klökkvanum i rödd forsetans þegar hann handfjatlaði börnin sem rænt hafði verið af barna- heimilum i Vietnam og færð til Bandarikjanna — eflaust til þess eins að hverfa hljóðlaust inni sæg hinna undirokuðu minnihlutahópa i þvisa landi. Það eru áreiðanlega ómakleg ummæli i einhverjum tilvikum einsog verða vill, en yfirleitt birtast islensku fjölmiðlarnir sem hámark þess pólitiska ab- súrdisma sem islendingar hafa þróað með sér. Ef það rugl sem oft stendur i blessuðu Risablað- inu er borið saman við ýmsar kvillalýsingar i Sálarfræðum Simons Jóhanns eða Furðum sálarlifsins, þá er ekki laust við að sú spurning vakni hvort hin- um ágætu riturum sé nú sjálf- rátt — eða hvort það sé skiplögð stefna að snúa öllu á haus: staðreyndum og orðum. En þar- eð maður vill ekki trúa þvi að nokkur einstaklingur sé svo slappur að láta troða uppi sig hvaða skit sem er tilað blása út, þá er ekki um annað að ræða en álita mennina ósjálfráða gerða sinna, að minnsta kosti um stund, eða afskrifa þá sem ljúfa hálfvita sem þvi miður hafa komist i þá óþægilegu aðstööu að ritstýra risablaði. Og svo er það kerfið. Bölvað ekkisen kerf- ið. Ýmsir þykjast hafa séð það útundan sér að kerfið sé blátt áfram afsiðandi, það skapi ýmsgr gildrur sem menn sitji i æfilángt einsog mýs og köttinn vomandi á næstu grösum (gæti átt við fréttamenn sjónvarps), og varnandi mönnum þess að njóta ýmissa sjálfsagðra mann- réttinda, t.d. þeirra að fá að treysta dómgreind sinni. Kerfið á það jafnvel til að gera úr krullinhærðum, bláeygum, en veiklunduðum drengjum hin - ar skoplegustu dulur, jafnvel gera þá að rasssleikjum er- lendra ofbeldismanna og hand- benda þeirra hér á landi. En sem betur fer liður nú óð- um að þvi að tröllin verði að steini þvi hvarvetna i heiminum má sjá dagsbrún lifsins lýsast og hækka — nema hvað — það er ekki um nema tvo kosti að velja fyrir heimsbyggðina: að skipu- leggja sig með samvirkum hætti, leggja af arðrán manns á manni og virkja sæmilegustu eiginleika þessarar furðuskepnu, i stað þess að púkka undir viðbjóðinn sem réttilega sefur i djúpi hverrar manneskju jafnframt. Það er um að velja annaðhvort að djöflast áfram um sinn undir merkjum dauðahvatarinnar, eða gera stórt átak, tengja sam- an menn undir merkjum sam- kenndar og jafnaðar með Eros sem dásamlegan eldsneytis- samnefnara. Sumir velja hinsvegar opnum augum dauðahvötina og stökkva af sjálfsdáðum til hel- vitis — en helviti er einsog allir vita einræðisriki (forsetinn hef- ur neitunarvald) með mörgum stórum og eldispúandi málm- blendiverksmiðjum, reyk og mengun og friðlausum mann- verum sem standa við færiböndin og framleiða vopn eða glápa ella á ameriskar kú- rekamyndir og fara á sunnu- dögum að skoða málverkasýn- ingar Jakobs sem málar helviti góðar myndir i and-náttúru- stilnum. Æ, greyin min hér og þar, farið nú að láta ykkur skiljast að Evrópa er ekki lengur púður- tunna milli tveggja vigfúsra jötna heldur fremur öruggur og bráðnauðsynlegur tengiliður millf hugmyndalega' ög sið- ferðilega staðnaðra heilabúa i Washington og Moskvu. Það er auðvitað vont að sitja i blautum buxum hér upp á tslandi i miðju vighreiðri amerikana og biða eftir rússunum, en það er verra þegarþessari sefasýki er troðið af fádæma fautaskap uppá heil- brigt fólk og það gert að tauga- veikluðum aumingjum. Og þegar óttinn er kominn á það stig að isl. framsóknar- maður i húð og hár sem fer á hinum rannsakanlegu vegum Geirs Hallgrimssonar til Moskvu að fá afslátt á oliuverði, er óðar orðinn grunsamlegur náúngi sem ,,fær mun veglegri móttökur en gerist i heimsókn- um af þessu tagi” (sem auðvitað bendir til þess að „lokatakmark Sovétrikjanna sé aö innlima ísland i áhrifasvæði sitt”).Þá er illt i efni. Það hlýtur að vera ósköp erfitt að ritstýra stóru dagblaði þótt ekki komi til að menn sjái fjandann i hverju skoti með horn og rauðan hala. Það hlýtur að vera þúngbært að mega ekki lita útum gluggann hjá sér án- þess að sjá hiö lævislega sam- særi heimskommúnismans dilla sér. Slikur nagandi ótti rænir menn lifslönguninni, dregur úr þeim fjörið og geldir þá and- lega. En stundum er gaman. Eink- um þegar islenska lögreglan flækist i njósnamál. Það þótti mikil skemmtan hér á árunum þegar rússneski spæjarinn var gómaður uppi við Hafravatn. Sá var svo vitlaus að hann var að falast eftir ljósmyndum af lór- anstöðinni á Snæfellsnesi hjá einhverjum álika snillingi is- lenskum, i stað þess að taka rút- una vestur og ljósmynda fjár- ans stöðina sjálfur einsog allir geta gert sem nenna. Þessum tveimur snillingum samdi vist ekki um verðið á ljósmyndun- um, landinn fór i fýlu og klagaði i lögregluna. Og lögreglan stökk , upptil handa og fóta, tveir þrautþjálfaðir kappar voru faldir undir aftursætinu i litlum Moskóvitsbil og siðan var ekið til fundar við rússann uppvið Hafravatn. Þar spruttu islensku lögreglumennirnir þrautþjálf- aðir undan aftursætinu þegar makkið stóð hæst og lögðu þúng- an hramm laganna á rússann sem eflaust hefur pissað undir. Og svo hló þjóðin i marga daga að þessu: Hvernig er hægt að koma tveimur þrautþjálfuð- um islenskum lögregluþjónum undir aftursætið i Moskóvitsbil? Ég kannast við mann sem var handtekinn fyrir njósnir. Mað- urinn var akandi svartri bifreið rússneskri af Volga-gerð. Það var nú nógu grunsamlegt útaf fyrir sig. En verr kom honum i koll sá framburður heiðvirðra (já segjum það) vitna úr Borg- arfirði þess efnis að hann heföi stöðvað þennan rússneska (og mjög svo grunsamlega) vagn við hverja einustu brú i Borgar- firðinum, og sannir ættjarðar- vinir og traustir áskrifendur Risablaðsins sóru þess eið með hönd á lopapeysunni, að þessi maður hefði dregið upp hjá sér mælitæki, sumir sögðu tommu- stokk, aðrir málband, mælt upp brýrnar og krotað eitthvað hjá sér i rauða vasabók. Það var hringt til Reykjavikur eftir lög- reglusveit. Bilhlass af þrautþjálfuðum is- lenskum lögreglumönnum sá það þegar i hendi sér að þetta var alvarlegt mál: hér var án efa verið að undirbúa leiftur- sókn rússa eða annarra óvin- veittra þjóða inni borgarfjarð- arhérað, maðurinn var áreiðan- lega sendur útaf örkinni tilað kanna hvort brýrnar væru nógu breiðar fyrir rússnesku skrið- drekana. Maðurinn var gripinn, horft á hann áskökunaraugum og hann færður til yfirheyrslu. Það kom á daginn að maður- inn hafði ætlað sér að flytja sumarbústað úr Reykjavik uppi Borgarfjörð og þótt öruggara að gánga úr skugga um að hann kæmist yfir brýrnar. Ritstjórar Risablaðsins! hafið augun opin: hér er þessa dag- ana staddur rússneskur fim- leikaflokkur. Og ekki nóg með það, úti á legunni flýtur rúss- neskt oliuskip með ódýra oliu handa Geir Hallgrimssyni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.