Þjóðviljinn - 20.04.1975, Page 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. apríl 1975.
Sunnudagur 20. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
NEYÐARÁSTAND VEGNA VATNSSKORTS
Á GRAN CANARIA
MARTRÖÐ
ÍSTAÐ
VELSÆLDAR
Bananaplönturnar skrælna á ekrunum. Bananar eru aöalútflutnings-
vara eyjarinnar, en útflutningurinn minnkaði um 40% á sl. ári.
Þaö sem spánski greif-
inn Alejandro de Castillo y
Castillo ætlaöi fyrir 10 ár-
um að láta verða „2. sköp-
unarsögu Kanaríeyja"
hefur i staö betri afkomu
oröiö íbúunum hreinasta
martröð. Á syöri hluta eyj-
arinnar Gran Canaria þar
sem hann og forfeður hans
höföu áöur lifað á tómata-
rækt, byggði hann upp,
aöallega meðþýsku lánsfé,
sumarleyf isparadísina
„Costa Canaria". En land-
iö, sem var vatnssnautt
fyrir, hefur ekki þolað það
aukaálag og þá auknu
vatnsneyslu sem feröa-
mönnunum fylgir, og er nú
ekki annað aö sjá en að aII-
ur landbúnaður leggist nið-
ur á eyjunum og bændur
flýi land.
Á Kanarieyjum, sem eru eld-
fjallaeyjar i Atlantshafi undan
vesturströnd Afriku, nánar tiltek-
ið á 28. gráðu norðlægrar breidd-
ar og 16. gráðu vestlægrar lengd-
ar, hefur ævinlega verið litið um
vatn. Þar við bætist nú, að ekki
hefur korriið deigur dropi úr lofti i
samfleytt tvö ár. Eyjarnar til-
heyra Spáni, en það var ekki fyrr
en nú i vetur eftir að áhrifamiklar
ferðaskrifstofur i öðrum Evrópu-
löndum, fyrst og fremst Vestur-
Þýskalandi, létu frá sér heyra og
jafnvel höfðu i hótunum, að
spánska stjórnin fór að skipta sér
af málunum. Hún lýsti yfir neyð-
arástandi án þess þó að hafa nein-
ar ráðstafanir á takteinum, og
lofaði sambandi þýskra ferða-
skrifstofa að ,,láta spánska sjó-
herinn sjá um útvegun vatns i
neyðartilfelli” að þvi er þýska
vikuritið ,,Stern” segir, en þessi
grein byggist á frásögu þess.
Neyðartilfellið virðist reyndar
þegar vera fyrir hendi á eyjunni
þar sem Kólumbus og hans menn
tóku sér vatn til Ameríkusigling-
arinnar forðum daga. 1 þriggja
stjörnu hótelunum Trocadero og
Brisamar fá hótelgestir vatn að-
eins í tvo tima á morgnana og tvo
á kvöldin. Á öðrum hótelum
einsog t.d. Semiramis og
Mamoral er iðulega skrúfað fyrir
vatnið án fyrirvara hvað eftir
annað dögum saraan. Nokkur
kaffi- og veitingahús við strand-
götuna i Las Palmas hafa orðið að
ioka, en annarsstaðar hefur verið
reynt að þrifa ilátin vatnslaust
eöa nota pappadiska og krúsir.
Eigandi veitingahússins Lusmar,
sem varð að loka um lengri tima,
lýsti ástandinu með þessum orð-
um: í Las Palmas er skiturinn
alltaf einhversstaðar stiflaður.
Ekki er ástandið betra annars-
staðar á Gran Canaria. I bæjun-
um San Augustin, Playa del
Inglés og Maspalomas fæst iðu-
lega ekkert nema loft úr vatns-
krönum ferðamannablokkanna.
Þetta hafa t.d. þeir mátt reyna
sem búið hafa á hótelunum Las
Lomas, Los Olas og Los Ficus.
Hóteleigendur eru að visu skyld-
aðir til samkv. reglugerð að eiga
ævinlega lágmarksvaraforða af
vatni, en það þykir einsog hver
annar lélegur brandari.
Dýr „sigur”
yfir náttúrunni
Eina af ástæðunum fyrir vatns-
skortinum á Gran Canaria, öðru
nafni „Eyju hins eilifa vors” má
lesa i auglýsingabæklingum
ferðaiðnaðarins: ,,Þar sem áður
var ekkert nema sól, sandur og
sjór hefur blómstrandi gróður
sigrað náttúruna og garðarnir
gefa i engu eftir fegurstu görðum
meginlanda Evrópu”.
En þessi „sigur” hefur orðið
eyjaskeggjum nokkuð dýr. Með
hverjum dropa sem notaður er til
að vökva grasblettina, sem
komnir eru i stað tómatekra
Alejandros greifa, lækkar grunn-
vatnsyfirborðið. Og fyrir hvern
pálma sem fluttur er inn frá ná-
grannaeynni Teneriffa og gróður-
settur á Gran Canaria verður að
dæla eftir vatni djúpt niður i gljúp
hraunlög eyjarinnar.
Mest er þó vatnsskorturinn að
kenna straumi yfir miljón ferða-
manna sem árlega flýtur yfir eyj-
una. t hverri hinna 60 þúsund
ferðamannaibúða eða hótelher-
bergja, sem nú eru á eynni, eru
salerni, baðker og sturtur. Grun-
lausir nota gestirnir salerni og
bað mun oftar en heima hjá sér,
en aðeins örsmár hluti afrennslis-
ins er hreinsaður á bfólógiskan
hátt og notaður aftur. Allt hitt
flýtur gagnslaust út i Atlantshaf-
ið.
Innihald sundlauganna og
gervitjarnanna sem eru við nær
hvert hótel gufar fljótt upp af
völdum sólarinnar og hlýs stað-
vindar sem stöðugt leikur um
eyna. Framað þessu hefur 18-holu
golfvelli i Las Palmas verið hald-
ið friskum og grænum með stans-
lausri vökvun. Það var ekki fyrr
en fyrir örfáum vikum að þvi var
hætt.
i Maspalomas á mörkum eyði-
merkursandsins, sem heiti sji-
rokkóvindurinn hefur feykt yfir
200 kilómetrana frá Sahara, eru
golfvellirnir hinsvegar enn vökv-
aðir með sjálfvirku vökvunar-
kerfi sem gengur dag og nótt.
Fyrir tveimur og hálfu ári var hér stórt stöDuvatn. Eftir tveggja ára þurrk litur botn þess svona út og bananabóndinn á
myndinni, Georgio Bautista Moralis, óttast um afkomu fjölskyldu sinnar. Okur.veröið, sem brunneigendur setja upp fyrir
vatnið, treystir hann sér ekki til að borga.
Meðan bændur geta ekki borgað vatnið er golfvöllurinn i Maspalomas vökvaður dag og nótt.
Sól, sjór og sandströnd. Og i baksýn enn meiri sandur, sem vindurinn hefur boriöyfir hafið frá Saharaeyöimörkinni
Túrisminn aö drepa niður
landbúnaöinn — Bændur flosna
upp og geta ekki keppt viö
hóteleigendur um vatnsveröiö
A aðra milljón ferðamanna baöa sig árlega við strönd Gran Canaria
Niðurgreiðslur
duga ekki til
Bændurnir uppi hæðum eyjar-
innar verða æ reiðari yfir vatns-
sóuninni við ströndina. Tómat-
garðar þeirra bera litinn ávöxt
þar sem þá vantar peninga til
nauðsynlegrar vökvunar.
Bananaekrurnar þorna upp.
Bananarnir verða svo smávaxnir
að ekki er hægt að selja þá til út-
flutnings. Strax i fyrra minnkaði
útflutningurinn um 40%.
Rikið hjálpar litillega til með
niðurgreiðslum, þvi á Kanarieyj-
um kostar vatnið peninga. Him-
inninn veitir ekkert og flestar
uppsprettur og brunnar á Gran
Canaria eru i einkaeign. Fyrir
tveim árum þurftu guanchar,
einsog frumbyggjarnir nefnast,
að borga 10 peseta (um 27 kr. is-
lenskar) fyrir rúmmetrann af
vatninu. Nú borga þeir 36 peseta
(97 kr.) Á bananaræktarsvæðinu
San Lorenzo kostar rúmmetrinn
450 peseta (1215 kr.) og er þó rikið
þá þegar búið að greiða niður
hvern rúmmetra með 64 pes. (172
kr.).
Bændur eru þegar farnir að
gripa til þess ráðs að leiða vatnið,
sem á að fara til San Augustin og
Las Palmas óleyfilega á akra
sina á nóttunni. Eigendur brunn-
anna, vatnssjeikarnir einsog al-
menningur nefnir þá, verja sig
vatnsstuldi með þykkum múrum
og læstum hliðum.
Af 2000 brunnum á eynni eru
aðeins 900 virkir nú. Hinir eru
annaðhvort uppþornaðir eða það
borgar sig ekki lengur að dæla
eftir vatninu 300 metra niðri
jörðu. 1 samkeppninni um vatnið
sigrar aðeins sá, sem greitt getur
það verð sem sjeikarnir setja
upp. Og það eru ekki fátækir
bændur, heldur hóteleigendur. Til
að halda gestunum borga þeir
orðið 600 peseta (1520 kr.) fyrir
rúmmetrann.
Þjóðnýtingar
krafist
Efnahags- og félagsmálamið-
stöð bankanna á Gran Canaria og
verkalýðssamtökin hafa opinber-
lega krafist þjóðnýtingar allra
vatnsbirgða og brunna á eynni.
Miðað við pólitiskar aðstæður á
Spáni hlýtur slik krafa að teljast
byltingarkennd. En landbúnaðar-
ráðið, sem að mestu er skipað
stórlandeigendum og vatnseig-
endum, kemur i veg fyrir réttláta
skiptingu vatnsins.
Don Pedro Moralis, margfaldur
miljónari og eigandi vatnsmestu
uppsprettanna á norðurhluta eyj-
arinnar, þykist sjá lausn vandans
á himnum: — Það hlýtur bráð-
lega að rigna!
En i tvö ár samfleytt hefur ekki
rignt. öll stöðuvötn i hæðum Gran
Canaria eru annaðhvort horfin
með öllu eða orðin að vesældar-
legum leirpollum.
Danielo Ortega Rodrigues, eft-
irlitsmaður stöðuvatnsins i Aya-
gauredalnum, sem áður var met-
ið um 2,7 milj. rúmmetrar, getur
nú aðeins miðlað tómatbændum
örfáum rúmmetrum. Hann óttast
að þúsundir tómatbænda flosni
upp og neyðist til að yfirgefa
landið þar sem þeir geta ekki
fengið neina aðra vinnu á eynni.
30 þúsund eru þegar atvinnulaus-
ir, en það eru um 14% alls vinn-
andi fólks.
Telesforo Bravo, jarðfræðipróf-
esson við háskólann La Laguna á
Teneriffa, hefur gert rannsóknir
á Gran Canaria og komist að
þeirri niðurstöðu, að vatnsforðinn
i jörðu sé á þrotum: Eftir tólf ár
með þessari gifurlegu vatns-
neyslu verður grunnvatnsyfir-
borðið sokkið um yfir 100 metra,
spáir hann.
Það eina sem gæti bjargað og
bætt upp horfnar birgðir náttúr-
unnar væri regn, sem stæði mán-
uðum saman. En slikur regntimi
hefur aldrei komið á eyjunum. Á
syðri hluta Gran Canaria hefur
svotil aldrei komið dropi úr lofti,
en á norðurhlutanum komu
stundum regnskúrir áður fyrr.
Tilraun var gerð með verksmiðju
til að taka salt úr sjávarvatni i
námunda við Las Palmas, en hún
tókst illa, og þar fékkst aðeins
tæpur helmingur þeirra 6 miljón
rúmmetra neysluvatns sem átti
að framleiða á ári, m.a. vegna
þess að aðalvélarnar tvær voru
alltaf I ólagi til skiptist.
Spánska stjórnin lofar ár eftir
ár að koma upp öðru sliku fyrir-
tæki. En framkvæmdir hafa eng-
ar orðið. Vatnsvinnsluáætlun átti
að vera tilbúin i Madrid þegar ár-
ið 1965. Ekkert hefur sést af henni
enn.
Heimastjórn eyjarinnar hefur
mánuðum saman staðið fyrir
rannsóknum sem miða að þvi að
framleiða regn, en árangurs-
laust. Tilraunir með að dreifa
silfurjoðryki i skýjamyndanir
hafa enn ekki gefið einn einasta
regndropa.
Það eina sem kemur úr lofti eru
ferðamenn. Á þessu ári verður
tala þeirra enn á aðra miljón.
(Endursagt úr „Stern” — vh)
EDDA HÁKONARDÓTTIR:
UM BARÁTTU
KVENNA
Jú svo sannarlega vil ég ríkja
ég vil jafnvel geta sagt við karlmann
farðu heim og þvoðu fötin mín og notað
hann kynferðislega þegar mér sýnist!
ég vil ráða ríkjum og lofum
bara til að geta klekkt á karlmanninum
EN SAMVELDI
ER nokkuð sem þarf til að leikurinn
skapi ekki ójafnrétti, ranglæti
t.d. af hverju get ég ekki gert það sem
ég vil, og notið sama kynferðisréttar
og karlmenn? af hverju þarf ég alltaf
að spyrja karlmann? af hverju eru karl-
menn alltaf á toppnum í poppinu, sem
öðrum greinum? jú af þvi að það er
karlaveldi. ég ætla að berjast.
Karlmenn hafa boðið baráttu kvenna heim
með karlaveldi, kúgun
þeir hafa leyft sér
að kúga konuna
af því að hún gerði
sér ekki grein fyrir
aðstöðu sinni
Þeir voru ekki réttlátir
eins og svo oft vill verða
þeir notuðu sér aðstöðu sina
þið eigið eftir að þola kúgun
i hef ndarskyni, það er baráttuhugur
í hálfum heimi
karlmenn eiga að ala börn sín upp
til jafns við konur
karlmenn eiga að taka pilluna
(þar sem konan getur af sér nýtt líf
til að halda kynstofninum við, getur hún
ekki tekið þá áhættu að taka pillu sem
ekki er vitað um afleiðingarnar af).
ef maður barnar konu án þess að
hún æski þess, skal sú hin sama skera
af honum tippið.
Karlmaður getur gert allt
sem kona getur gert
nema að fæða börn
þessvegna á konan að
fá sérstaka umönnun
á meðan hún gengur með
og hefur barn á brjósti
einnig skal blæðingum kvenna
sýnd sérstök virðing
þar sem það lætur i Ijós
frjósemi konunnar og
ætlunarverk hennar i blóð
borið
konan er móðir
öll likamsstarfsemi hennar
byggist á því að skapa annað
líf
hún skal höfð í hávegum
og lögð rækt við hana
besti akuryrkjumaðurinn
mun best upp skera
hafa skal í huga að engin manneskja
væri til ef móðirin væri ekki til.