Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. apríl 1975.
NÍELS HAFSTEIN
SKRIFAR
UM MYNDLIST
Rabbum
forsíöur
og fleira
SUNNU- 24
DAGUR SuJ
ORKUSÓLBAÐ FJALLKONUNNAR
Kopargrafik eftir
Oyifa Gfstason,
sjá 3. sfóu
ístensk htejágnalramlsíðsls • 8 . Slöminjíw- og fökvmna l Hahwrfirðl - 32 J jg
Mynd ettlr Kristjín Kristjansson - SjA 3 SIOU
A fjórða tug aldarinnar, frá
1934-36, var sú nýlunda tekin upp
við prentun Sunnudagsblaðs Al-
þýðublaðsins, að þrykkja grafik-
myndirá forsiðu þess. Þáverandi
ritstjóri Alþýðublaðsins, Finn-
bogi Rútur Valdimarsson, fékk til
liðs við sig nokkra myndlistar-
menn, m.a. Jón Engilberts og
Snorra Arinbjarnar, Eggert M.
Laxdal, Jóhann Briem og Asgeir
Bjamþórsson. Myndirnar voru
flestar við ljóð eða sögur og lýstu
hugnæmu umhverfi, báru þær
nöfneinsog: Vetur á Þingvöllum,
Tunglskinsnótt, Ung stúlka,
Smaladrengur, Haustkvöld,
o.s .frv.
Hér var ekki um að ræða raun-
sannar lýsingar úr hversdags
leikanum eöa pólitiska ádeilu
sem innlegg i þjóðlifsbaráttuna,
heldur rómantiskar stemmning-
ar. Hugmyndin að þessum merki-
lega þætti i islenskri blaða-
mennsku mun vera sótt til
danskra sunnudagsblaða, sem
um þetta leyti fengu þarlenda
myndlistamenn sér til aðstoðar.
Síðan þetta var hefur sitthvað
verið birt af myndum á forsiðum,
t.d. Lesbók Mbl. en þær hafa yfir-
höfuð verið i tengslum við efni á
innsiðum, n.k. tilvisun eða auka-
skreyting, en bein skírskotun til
dægurmála hefur verið snið-
gengin.
ForsíöurÞjóðviljans
Það var ekki fyrr en Þjóðviljinn
hóf birtingu forsiðumynda i
sunnudagsblaði sinu að hið póli-
tiska inntak varð númer eitt.
Myndin er framlag til stjórn-
málabaráttu dagsins, áróður með
vissri framvindu eða ádeila á
aðra, stundum tengd minnum úr
sögu þjóðarinnar. Framsetningin
er sláandi ef vel tekst til en verð-
ur aumleg ef myndlistamaðurinn
er ekki starfi sinu vaxinn. Til-
gangur Þjóðviljans með forsiöu-
myndunum er tviþættur:
1. aö virkja myndlistamenn i
þágu málefnanna.
2. að veita myndlistafólki
tækifæri til að birta einstakar
hugmyndir sinar, auðveldlega
og séráparti.
Þjóðviljinn markaði þá stefnu i
upphafi að leggja ekki listrænt
mat á myndirnar. Sú stefna hefur
að margra dómi verið gáleysisleg
og talin auövelda undirmáls-
mönnum að spilla fyrir ótviræðri
listrænni framsetningú, en hitt er
augljóst jafnframt aö stefna
blaðsins hefur forðað margri við-
kvæmri listamannssálinni frá
hnjaski!! Annað mál er svo það
að myndlistamönnum ber skylda
til að setja hæfileika sfna ofar,
eða jafnhátt, inntaki myndanna,
og markmiði. Ef þeir vinna verk
sitt markvisst og af alúð (!) geta
þeir firrt sig gagnrýni manna um
að þeir misnoti aðstöðu sina, — og
niðist á umburðarlyndi blaðsins.
Pólitiska afstöðu má túlka með
ýmsu móti i myndformi, eins og
forsföumyndir Þjóðviljans sanna,
en útfærslan er undantekningar-
litið sú að einangra hugmyndina,
en leysa hana ekki upp i þróunar-
sögu eða andstæðar skiptingar,
og flokkast þær á þessa leið:
1. Afdráttarlausar myndir sem
skýrast af táknmáli sinu, eru
oft ofstækisfuliar i framsetn-
ingu og með miklum slagkrafti.
2. Skopmyndir, þar sem hin harð-
pólitiska afstaða er milduð með
kimni, án þess að missa brodd-
inn.
3. Listrænar ádeilumyndir sem
höfða til skoðandans pólitiskt
sem fagurfræðilega.
4. Altækar, listrænar ádeilu-
myndir sem visa ekki á af-
markaðan púnkt (tilefni mynd-
anna er glatað), en skoðandinn
samsamar þær pólitiskri af-
stöðu sinni.
önnur einkenni á forsiðu-
myndunum eru þau hversu lista-
mennirnir nota fjölþætta tækni.
Birtar hafa verið túskmyndir, úr-
klippur, teikningar, kopargrafik,
málverk o.s.frv. Hefur listgildi
myndanna stundum raskast
nokkuð i fjölbreytninni, lista-
mennirnir virðast sumir hverjir
vinna meira af hugsjón en mætti,
en vonandi vanda þeir vinnu-
brögð sin til jafns við háleit
markmið, en það gera þeir best
meö þvi að kynna sér bækur um
þessi efni (sem fást i bókabúö-
um). Ekki er óliklegt aö úrval
forsiöumynda Þjóðviljans verði
saman tekið i framtlðinni og sett
upp almenningi til sýnis, einsog
raunin varð á með forsiðumyndir
Sunnudagsblaðs Alþýðublaðsins,
en 25 myndir (af 70-80) voru á
páskasýningu Myndlista-
og Handiðaskóla Islands 1972.
Meira um
samstarf blaöa
og myndlistar
Þessi samvinna dagblaðs og
myndlistafólks vekur vissulega
upp ýmsar þenkingar varðandi
meiri áhrif myndlistar i þjóðlif-
inu, og hvert hlutverk myndlistar-
manna getur orðið til eflingar á
betri og nánari skilningi al-
mennings, sem eðlilega virðist
hafa fastmótaðar skoðanir gagn-
vart verkum þeirra. Einhæf sam-
skipti blaða og myndlistafólks
bundin harðpólitiskum málefnum
geta einnig orsakað meiri breidd
milli aðilja, þannig að al-
menningur liti á myndlistamenn
sem málpipur blaöanna I stað
sjálfstæðra einstaklinga sem með
list sinni vilja leggja áhugamál-
um sinum lið, eða þeim málum
sem ofarlega eru hverju sinni og
krefjast framgangs. Samstarf
blaða og listamanna þarf þvi að
vera á breiöari grundvelli, taka
til fjölbreytilegri málaflokka.'
Æskilegast væri ef myndlista-
menn legðu sinn skerf fram sem
vfðast. En eru myndlistamenn ís-
lands þannig innréttaðir að þeir
geti tekist á við vandamál sam-
tlmans? Hafa þeir almennan
skilning á hverju máli? Eru þeir
ekki um of einangraðir innan-
veggja við framleiðslu á heppi-
legum upphengingum fyrir ibúðir
landsmanna, einhverju þægilegu
I stil við húsgögn og gluggatjöld?
Myndlistamenn hljóta aö stiga
fram á markaðinn eins og þjóð-
félagsaðstæðurnar segja til um
hverju sinni, þeir hljóta að þarfn-
ast aðstöðu i fjölmiðlum sam-
tiðarinnar list sinni til framdrátt-
ar, sérilagi hjá dagblöðunum og
Sjónvarpi.
Myndlistastefnur siðari ára
bjóöa uppá frjálsari túlkun hug-
myndanna með listrænni tjáningu
eða öðru atferli tengdu mynd-
verkum, og sýnist fylgjendum
þeirra að nýta mætti fjölmiðla
landsins betur i þvi sambandi.
Ráðamenn frétta- og fræðslu-
stofnana Rikis og Borgar verða
einnig að gera sér ljóst að áhuga-
leysi þeirra fyrir sérhæföum leið-
beinendum meðal þeirra býður
heim lákúrulegum smekk og get-
ur valdiðstöðnun, þar sem lifrænt
samband listarinnar við al-
menning er rofið.
En hvernig hafa svo myndlista-
menn brugðist við breyttum að-
stæðum? Eru verk þeirra i
tengslum við lifæðar þjóðarinn-
ar? Hvað segja myndlistamenn
við auglýsingafargani og sóun-
arkapphlaupi landsmanna,
mengun, firringu, baráttumálum
og réttlætiskröfum litilmagnans,
o.s.frv.?
Það er augljóst að myndlista-
menn eru hér margklofnir, sumir
tvistigandi og hálfvolgir, aðrir
eitilharðir. Virðist aldur
myndlistamannanna litlu skipta,
heldur eru það uppvaxtarleg
áhrif skóla og umhverfis o.fl. Inn-
UQBVIUINN
SunniKlagiir l. Anrmber l>74—». ért MJ, <W.
SUNNU- 24
DAGUR f2
Ferð án fyrirheits
Garún, Garún —
come here you fat old bitch!
éxtoir U,'l*lir4«r - <4. trf,. 19. tU.
SUNNU- 24
'iíiá DAGUR fD“
PJODVHJINN
KusnwlXKam. tntmb* 1*7«—írK-«« U»L
SUNNU- 20
DAGUR stul
FjöKiir stef um sjilfst»ð:ö
Eflir Jón Heykdai - - Sjá 3. slóu