Þjóðviljinn - 20.04.1975, Side 22

Þjóðviljinn - 20.04.1975, Side 22
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 22 Sunnudagur 20. apríl 1975. Hve sæl, ó hve sæl ... Geðsjúklingur kemur til sálfræðings... Læknaprófessor og bókmenntafræðingur gefa út bók um geðveikiskrítlur Guösélof að við höfum okkar Nató er textinn með þessari ágætu teikningu úr Frankfurter Allgemeine Zeitung, sem sýnir sambúðina i þvi bandalagi. 1 neðstu röð frá vinstri eru: grikki og tyrki i heiftarhug, litill islend- ingur og siðhærður hollenskur dáti nokkuð svo hissa og ráðvilltir i þessu veseni, lúxemborgari og itali, portúgali sem heilsar með Rot front, og frakki sem horfir glottandi á aðganginn. A annarri og þriðju hæð eru þeir að reyna að halda fótfestu með mismunandi árangri: norð- maður, kanadamaður, dani, þjóð- verji og breti. Efst situr svo Sám- ur frændi heldur svona tregafull- ur á svip með natófánann i hendi: öðruvisi mér áður brá.... Oft hefur maður heyrt þennan: Sjúklingur kvartar yfir þunglyndi og geðlæknirinn ráðleggur: „Farið i sirkusinn sem er hér i bænum núna, þeir eru með stór- kostlegan trúð. Þegar þér hafið séð hann þurfið þér ekkert lyf”. — „En læknir”, segir sjúklingurinn, „ég er trúðurinn.” Hversvegna eru skritlur um geðveika svona vinsælar? Er það vegna þess að oft hittist þeim sem ruglaðir eru svo satt á munn? Eða er ástæðan öryggisleysi þeirra sem teljast eðlilegir og „normal” gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvisi en fólk er flest, þeim sem brotið hafa þetta venjulega rhunstur? Frá skritlunum um geðveika er ekki langt yfir i brandarana um þá sem mest umgangast þá, sál- fræðingana og geðlæknana. Og sé Bein Framhald af 17. siðu. bandariskrar flotastöðvar skammt frá Stjingvangtao og átti að flytja þau til Bandarikjanna og geyma þau þar. Japanir komu áður en bandariskir sjóliðar gætu komist á brott. I ringulreiðinni týndust beinin. Eða var þeim stolið? Aðeins einu sinni hefur það komið fyrir, að beinin væru boðin til kaups. Kona, sem kvaðst vera ekkja eins af sjóliðunum bandarisku sem I flotastöðinni voru, kvaðst hafa beinin. 1972 féllst hún á að hitta þá Janus og Shapiro á þaki Empire State hússins I New York. Hún sýndi ljósmynd af einhverju sem liktist beinunum og bauðst til að selja þeim beinin fyrir 500 þúsund doll- ara. En hún 'flúði þegar henni fannst að ferðamaður einn þar á þakinu væri að taka mynd af henni og hefur ekki sést siðan. öðru hvoru hafa allskonar und- arlegir menn gefið sig fram og þykjast luma á upplýsingum um beinin, en sjaldan vilja þeir segja til sin. Dæmigerður er maður sem hringir I Shapiro, og segir að beinin séu I vörslu kinversks kaupmanns, en neitar að segja meira þvi að „útsendarar hans drepa mig annars”. Óánægja Framhald af bls. 2. er sjálfsagt matsatriði eins og flest annað i þessari vitlausu ver- öld, en þeir sem eru það og una glaðir við,eru vissulega ekki rétt- kjömir til þess að tjá sig um þessi mál. Þá langar mig svona p.s. til að þakka Ásthildi ólafsdóttur skel- egga þátttöku sina i umræðunum og lýsa yfir virðingu minni á ó- skiljanlegri rósemi hennar gagn- vart andmælanda sinum, Guð- mundi Jóhannessyni lækni, sem i skjóli embættis sins og menntun- ar leyfði sér að dæma nánast hverja hennar yfirlýsingu, sem striddi gegn hugm. hans ranga og á vanþekkingu byggða. En að sjálfsögðu hikaði hann sjálfur ekki við að kasta fram fullyrðing- um, sem hvort tveggja i senn áttu að styðja réttmætt viðhorf hans til fóstureyðinga og um leið kasta rýrð á starfsemi Rauðsokka- hreyfingarinnar, sem ýmsir við- kvæmir mannvinir ásamt — auð- vitað — handhöfum almættisins hér á jörð, lita á sem geysi — at- hafnasama fóstureyðingaklinik, — starfsemi sem lítur ekki við öðrum félagsmönnum en þeim, sem lofa upp á æru og trú að verða aldrei óléttir en leggja sig þeim mun betur fram við að fylgja einkunnarorðum félagsins: konur allra landa sameinist um að útrýma fóstrum hvar sem til þeirra næst.... Reykjavik 17/4 ’75 Þuriður Kvaran það satt, sem illar tungur vilja vera láta, að það eina sem hægt sé að þekkja þá sundur á innan sjúkrahúsanna sé hviti sloppur- inn, er þetta svosem ekkert undarlegt. Tveir þýskir visindamenn, prófessor Uwe Henrik Peters yfirmaður tauga- og geð- lækningadeildar háskólasjúkra- hússins i Mainz og dr. Johanne Peters bókmenntafræðingur við sama háskóla, hafa safnað saman allskonar tilbrigðum af skritlum um geðsjúklinga og geðlækna, skýrt þær og rannsakað hvaðan þær eru komnar og er bók þeirra um þetta efni nýkomin út i Þýska- landi. Eitt spakmælið úr bókinni ætti að geta sætt sjúklinga, lækna og lesendur: Taugasjúklingur er maður sem byggir loftkastala, geðveikur er sá sem býr I þeim og geðlæknir er sá sem innheimtir húsaleiguna. Fyrir áhugasama má geta þess, að bókin heitir á frummál- inu „Irre und Psychiater”, Struktur und Soziologie des Irren- und Psychiaterwitzes. Otgefandi er Kindler Verlag. — En hér koma nokkur dæmi um brandara af þessu tagi: Tveir geðsjúklingar koma i þvottahús og setjast fyrir framan þvottavélar i gangi. Eftir klukku- stund segir annar: — Æ, við skul- um koma. Þeir eru bara með menningarprógramm! — Hvernig getið þér séð hvort maður er geðveikur? spyr frú nokkur geðlækninn. — Ég legg fyrir hann spurn- ingu. War in Medieval Society Social Values and the Hundred Years War 1337-99. John Barnie. Weidenfeld and Nicolson 1974. Höfundurinn er fyrirlesari i enskum bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla. 1 riti sinu fjallar hann um áhrif hundrað ára striðsisn á siðgæði og hátterni þeirra, sem þar áttu hlut að. Hann rekur þær breytingar sem urðu á afstöðu englendinga tilstyrjaldarinnará árunum 1337- 1399 og þau áhrif sem styrjöldin hafði á lénskan hugunarhátt og — Eins og hvað til dæmis? — Td.: Cook skipstjóri fór i þrjár heimsreisur. I hverri þeirra dó hann? Frúin brosir óviss: — Verða það endilega að vera sagnfræði- legar spurningar? Barnasálfræðingurinn rann- sakar dreng, sem hefur hegðað sér undarlega siðan hann eignað- ist litin bróður. — Nú, nú, ungi maður, segir sálfræðingurinn. Finnst þér ekki gaman að vera búinn að fá litinn bróður til að leika við? — Leika við! svarar strákur. Um leið og ég verð einn með hon- um ætla ég að skera af honum eyrun. Hann er óþolandi! — Svona nú. Þér finnst þó vænt um mömmu þina? — Hana! Ne, hei. Ég ætla ein- hverntima að hella bensini yfir hana og kveikja i! — Og hvað með pabba? — Þaðhelv. svin! Hann hata ég nú langmest. Ég hata hann, skil- urðu það! Sálfræðingurinn hlustar á og skrifar allt vandlega niður i minnisbók. Strákurinn situr grafkyrr og þolinmóður á meðan. — Ertu búinn að skrifa allt upp? spyr hann loks. — Er ég ekki athyglisvert tilfelli? — Ég hef svo einkennileg áhrif á fólk, sem ég þekki alls ekki neitt, kvartar sjúklingurinn við geðlækninn. —Fólk heldur vist að ég sé yfirnáttúrlega skynsamur, að ég viti allt og sé óendanlega góður og það ætlast til að ég geti gefið þeim ráð við öllum erfið- leikum og leyst fyrir það öll vandamál. — Æ, hættið i guðs bænum hættið, kollegi! þjóðernismeðvitund, en hana telur höfundur hafa tekið að mótast þá og að þjóðerniskenndin fullmótist siðan á 15. öld meðal Englendinga. Höfundurinn ræðir lénska meðvitund meðal enskra riddara, mat þeirra á þvi hvað leyfilegt væri i hernaði og þá spennu sem skapast milli þessa samþjóðlega lénska mats og hagsmuna riddaranna, sem eng- lendinga. Höfundur leitar heimilda i bókmenntum timans og annálum og i hugmyndum þeirra, sem fjölluðu um siða- reglur i hernaði. Ágæt heimilda- skrá og bókaskrá fylgir. AUGLÝSING: Rækjuveiöar á Arnar- firði, ísafjaröardjúpi og Húnaflóa Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli á þvi, að vegna þess, að rækjuveiðikvótar á Arnarfirði, ísafjarðardjúpi og Húnaflóa hafa ekki hækkað undanfarin ár, og ekki er fyrirsjáanleg breyting þar á, munu þeir aðilar, sem ekki stunduðu rækjuveiðar á áðurgreindum stöðum á siðustu vertið ekki geta treyst þvi, að þeir fái rækju- veiðileyfi á næstu rækjuvertið. Af ofan- greindum ástæðum eru ekki likur á þvi, að rækjuveiðileyfum á þessum svæðum verði fjölgað frá þvi sem verið hefur. Sjávarútvegsráðuneytið 17. april 1975. AUGLÝSING: Rækjuvinnslustöövar Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli á þvi, að samkvæmt lögum um samræmda vinnslu sjávarafla og veiða, sem háðar eru sérstökum leyfum, er aðilum skylt að leita leyfis sjávarútvegsráðuneytisins, hyggist þeir koma á fót nýjum rækju- vinnslustöðvum eða auka afkastagetu þeirra, sem fyrir eru. Sjávarútvegsráðuneytið 17. april 1975. Okkur vantar húsnæöi 3ja til 4ra herbergja ibúð, frá 1. júli n.k. Sigrún Sverrisdóttir, Kristján Kristjáns- son, Harpa Kristjánsdóttir, simi 26662 í Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur verður haldinn mánudaginn 21. april kl. 20.30. Efnahags- og kjara- málin verBa til umræöu. Vegna miöstjórnarfundarins, fellurniður fundurinn I framkvæmdanefnd, sem vera átti klukkan 17. Útför EINARS ANDRÉSSONAR veröur gerö frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 22. april kl. 13.30. Jófriöur Gunnarsdóttir Anna Einarsdóttir AF ERLENDUM BÓKAMARKAÐI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.