Þjóðviljinn - 04.05.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mai 1975. PWÐVIUINN mLGAGN SOSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR .OG ÞJÖÐFRELSIS Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann jtijstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson TOGARANA Á VEIÐAR TAFARLAUST Stöðvun stóru togaranna hófst 9da april, og þeir eru nú allir 22 bundnir við landfest- ar. Áhafnir togaranna voru 500—600 manns. 1 landi unnu um 1500 manns við að taka á móti stóru togurunum og vinna úr afla þeirra, en verulegur hluti þess fólks hefur nú enga vinnu og hundruð manna safnast á atvinnuleysingjaskrár i Reykja- vik, Hafnarfirði, Akureyri og annarsstað- ar þar sem stóru togararnir voru gerðir út. I þeim framleiðslutækjum sem nú eru stöðvuð eru bundnar ótaldar þúsundir miljóna króna, sem þjóðarheildin hefur fyrst og fremst lagt fram. Á sama tima og afli bátaflotans er i algeru lágmarki er veiði stóru togaranna stöðvuð, á sama tima og gjaldeyrisjöfnuðurinn heldur áfram að versna og bankarnir eru reknir með erlendum neyslulánum eru mikil- virkustu gjaldeyrisöflunartæki þjóðarinn- ar stöðvuð. Það alvarlega atvinnuleysi sem nú er hafið af þessum sökum og öðr- um getur magnast stórlega á næstu vik- um, þegar allt skólafólkið kemur á vinnu- markaðinn og þarf á þvi að halda að fram- leiðslutæki þjóðarinnar séu nýtt til hins ýtrasta. Þetta ástand er óviðunandi stór- hneyksli. Þegar Geir Hallgrimsson var að þvi spurður á þingi á mánudaginn var hvað rikisstjórnin hygðist gera til þess að tryggja tafarlausa útgerð stóru togaranna og fiskvinnslu i sambandi við hana, svar- aði hann þvi einu að rikisstjórnin ,,fylgdist með” málinu! Stjórnarvöld hafa ekki þá afsökun að stöðvunin hafi dunið yfir á ein- hvern óvæntan hátt,' hún átti sér eðlilegan aðdraganda sem gerði stjómarvöldum auðvelt fyrir að leysa hnútinn áður en hann hertist. En rikisstjórnin hefur auðsjá anlega takmarkaðan áhuga á afkomu togarasjómanna og fiskvinnslufólks eða á nauðsyn gjaldeyrisframleiðslu. Hún hefur verið með hugann bundinn við annað. Hún hefur verið að tryggja hag heildsala og kaupsýslumanna siðustu vikurnar. Um leið og söluskattur var lækkaður um 620 miljónir króna á ári sem hluti af „pakka” Björns Jónssonar, gerði rikisstjórnin ráð- stafanir til þess að heildsalar og kaup- sýslumenn gætu stungið allri söluskatts- lækkuninni i eigin vasa og annarri eins upphæð i viðbót. Þeir sem afla gjaldeyris fá ekki að halda starfsemi sinni áfram; þeir sem sólunda gjaldeyri, m.a. i bila- flota sem er að ryðga niður á hafnarbökk- um, skulu verðlaunaðir. Þær vesælu 4.900 kr. sem um var samið 26ta mars eru nú þegar að engu orðnar og að miklu minna en engu hjá þeim sem nú hafa verið sviptir sinni. Verkfall er hin formlega ástæða stöðv- Umsjón meö sunnudagsblaöi: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 llnur) Prentun: Blaöaprent h.f. unarinnar. Allir eru þó á einu máli um það að bæta verði kjör togarasjómanna til muna, einnig togaraeigendur og stjórnar- völd, enda hefur afkoma sjómanna á stóru togúrunum ekki breyst I samræmi við breytingar á almennum vinnumarkaði siðustu árin. Þvi verður verkföllunum ekki um kennt, heldur ráðleysi og áhuga- leysi rikisstjórnarinnar. Ef þeirri upphæð sem heildsölum og kaupsýslumönnum hefur nú verið færð á silfurbakka hefði I staðinn verið varið til þess að leysa vanda stóru togaranna hefði ekki þurft að koma til neinnar stöðvunar. Stöðvun togaranna er dæmigert ráðleysi og glæpsamleg heimska. Auðvelt á að vera að tryggja samninga við sjómenn þegar i dag, vegna þess að allur þorri tog- aranna er i félagslegri eigu. Sýni ein- hverjir svokallaðir einkaeigendur þver- móðsku ber að taka togarana af þeim, vegna þess að þeir eru allir keyptir fyrir almannafé. Þurfi að bæta úr fjárhags- vanda þessara mikilvirku framleiðslu- tækja er ekki siður hægt að gera það með- an þeir eru á veiðum. Stöðvun togaranna magnar auðvitað fjárhagsvandann; kostnaður við þá nemur miljónum króna dag hvern án þess að nokkrar tekjur komi á móti; tap þjóðarbúsins nemur miljóna- tugum á hverjum einasta degi. Það er þjóðarnauðsyn að nú þegar verði magnað- ur svo þrýstingur á rikisstjórnina að hún þori ekki annað en ráða fram úr þessum auðleysta vanda. — m. Nýr Herjólfur Bílferja til Vestmannaeyja næsta sumar Ný ferja sem verður i förum milli Vestmanna- eyja og lands, verður væntanlega tekin i notk- un sumarið 1976. Bæjarsjóður Vest- mannaeyja, rikissjóður og 433 aðilar til viðbótar standa að kaupum á nýju skipi, smiðuðu hjá skipasmiðastöðinni Sterkoder i Kristjáns- sund i Noregi, en tilbóði frá þessari stöð var tek- ið nýlega, en alls bárust niu tilboð i smiði ferj- unnar. ‘Stærö ' skipsins er viö þaö miöuö, aö þaö geti sam timis flutt 100 farþega I klef- um og sætum í sal, 75 tonn af vör- um I gámum og 15—20 bifreiöar af venjulegri stærö undir dekki, og er gert ráö fyrir aö hægt veröi aö lesta skipiö og losa meö þvl aö aka bifreiöum og vöruflutninga- gámum um lúgu aftan á skipinu, en aöstööu til þessa þarf aö skapa i Vestmannaeyjum og i Þorláks- höfn. Ariö 1972 var skipuö nefnd til aö gera tillögur um á hvern hátt samgöngur viö Vestmannaeyjar yröu best tryggöar. Þessi nefnd lagöi til aö nýtt skip yröi byggt. Vegna náttúruhamfaranna I Eyjum taföist framgangur þessa máls, en máliö var aftur tekiö upp viö stjórnvöld i byrjun árs 1974. Veitti Alþingi rikisstjórninni heimild til sjálfsskuldaábyrgöar fyrir 80% af kaupveröi skipsins og var þaö skilyröi sett, aö stofnaö yröi félag I Eyjum, sem yröi rekstrar- og eignaraöili aö skip- inu og greiddi 20% af kaupveröi þess. Þetta félag var stofnaö 17. ágúst og voru stofnendur 44 auk bæjar- og rikissjóös, sem báöir geröust aöilar aö stofnuninni. —GG lsti maf á Akureyri Kröfuganga í slyddu Um 200 manns tóku þátt i kröfugöngu á Akureyri, sem baráttu- samtök launafólks gengust fyrir ásamt fleiri aðiljum. Slyddu- hrið var á meðan gang- an fór fram. Auk baráttusamtaka launa- fólks tóku þátt I göngunni og undirbúningi hennar Alþýöu- bandalagiö á Akureyri, Sjúkra- liöafélag Akureyrar, Iönemafélag Akureyrar, Eik (m-1), KSML (S) og Huginn, skólafélag . MA. Meöal þess, sem ritaö var á boröa göngumanna var: Stétt gegn stétt — Verkalýösstétt gegn atvinnurekendastétt, Gegn fámenningsvaidi ASt-forystunn- ar, Samningana I félögin, Endur- reisum stéttarfélögin sem baráttutæki. Enga samningaán fullra visitölubóta. Jafnrétti kynja til starfa og launa, tsiand úr NATÓ — herinn burt. Aö göngu lokinni var útifundur haldinn á Ráöhústorginu. Fundarstjóri var Jón Danielsson. Ræöumenn voru Jón Asgeirsson, formaöur AN., Jóhanna Þorsteinsdóttir, form., Sjúkralibafélags Ak., og Guömundur Rúnar Heiöarsson nemi. Aö loknum útifundinum gengust sömu aöiljar fyrir baráttufundi I Alþýöuhúsinu og tókst hann meö ágætum. Verkalýösfélagiö Eining gekkst fyrir fundi, sem þaö hélt I Nýja biói. Var þar á dagskrá lúörasveitarleikur, Elln Sigur- vinsdóttir söng viö undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og ræöu- menn tilkynntir voru þeir Sighvatur Björgvinsson, alþingis- maöur, og Þorsteinn* Jónatans- son, varaformaöur Einingar, en samkvæmt upplýsingum frétta- ritara okkar nyöra varö ein- hverra hluta vegna ekki úr ræðu- flutningi hjá varaformanninum. Sjötlu manns sóttu fundinn, þeas. voru við upphaf hans. Onnur ganga var farin á Akureyri I fyrradag. Gengu þar félagar KSML (B) meö rauða fána. —úþ. Sviðsmynd úr Húrra krakka: Guörún Asmundsdóttir, Guömundur Pálsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Bessi Bjarnason, Jón Sigur- björnsson og Aróra Halldórsdóttir. Bessi með LR Húsbyggingarsjóöur Leikfélags Reykjavikur er að fara af stað •meö mikinn gamanleik, sem sýndur verður i Austurbæjarbiói. Leikstjóri er Jón Hjartarson. Það er gamall kunningi, Húrra krakki, sem frumsýndur verður nk. þriðjudag kl. 21, en annars verða eingöngu niönætursýning- ar. Húrra krakki hefur margoft veriö færður upp út um allt land og ávallt veriö vinsæll á kreppu- timum, enda vel til þess fallinn aö dreifa huganum, þar sem hér er um aö ræöa hreinræktaöan farsa. Langt er orðiö slöan Reykvlking- ar sáu Húrra krakka. Slöast var hann leikinn hér áriö ’48, en þegar Húrra krakki var sýndur fyrir alllöngu I Hafnarfirði fór Haraldur A. Sigurösson meö hlut- verk „Krakkans”, en það gerir Bessi Bjarnason nú til ágóða fyrir Húsbyggingarsjóð LR. Bessi er gestur Leikfélagsins aö þessu sinni og er þetta ef til vill upphaf- iö aö frekari leikaraskiptum milli leikhúsanna. Auk Bessa koma allir helstu leikarar LR fram i sýningunni. Þess skal aö endingu getiö aö Húrra krakki gengur nú fyrir fullu húsi I Kaupmannahöfn meö Dirch Passer I aöalhlutverk- inu. Kynningar- dagur ung- templara Hinn árlegi fjáröflunar- og kynningardagur Unglinga- reglunnar er I dag sunnudag- inn, 4. mal. Þá veröa eins og venjulega seld merki og bókin VORBLÓMIÐ til ágóöa fyrir starfsemina alls staöar þar, sem stúkur starfa. Merkin kosta kr. 50.00 og bókin aöeins kr. 200.00 Þessi barnabók Unglingareglunnar, VOR- BLÓMIÐ, sem kemur nú út I 12 sinn, hefur náö miklum vinsældum og selst I stóru upplagi. Þaö eru einlæg tilmæli for- vigismanna þessa félags- skapar, aö sem allra flestir landsmenn taki vel á móti sölubörnum okkar, þegar þau bjóöa merki og athyglisveröa bók á sunnudaginn kemur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.