Þjóðviljinn - 04.05.1975, Síða 19

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Síða 19
Sunnudagur 4. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir KISA MÍN Þessir sendu efni í kisublaðið: Erla Sylvia Haraldsdótt- ir, 7 ára, Guðrúnargötu 8, Reykjavík. Ólina Þóra Friðriks- dóttir, 8 ára, Austurhlíð, Blöndudal, A.-Hún. Sigríður Jónsdóttir, 11 ára, Njálsgötu 7, Reykja- vík. Steinunn Hraf nsdóttir, 9, Kaplaskjólsvegi Reykjavík. Svala Jónsdóttir, Lyng- brekku 5, Kópavogi. Þorleifur Magnússon, Aaðlstræti 16. Reykjavik. Allt er þetta mjög gott efni og ekki hægt að segja að eitt sé betra en annað og svo mikið að það verður i þrjú blöð. i fyrsta kisublaðinu verður efni frá yngstu börnun- um, í næsta blaði verða svo Ijósmyndir með texta frá Þorleifi Magnússyni, en það verður alveg heilt blað um dýrin hans, loks kemur svo það sem eftir er. Kompan þakkar fyrir góðar undirtektir. LÝSING A KISU rrurvD RF/cíSu og vi'sr LUJl'J3 T/HDfírTáhLL^ . Kisa mín er mjallhvít með gráan blett á milli eyranna. Hún er með grænbrún augu, og hún er einnig með mjallhvítt skott. Mjöllu finnst flestur matur góður t.d. kjöt, fiskur og grænmeti. Ég fékk hana í jólagjöf. Hún var aðeins þriggja vikna gömul. Frændi minn kom með hana. Mamma og pabbi gáfu mér hana. Hún var í hvítum skó- kassa með bleikum borða utan um. Þegar ég opnaði kassann, þá stökk lítil og forvitin kisa upp úr hon- um. Ég var voða glöð þegar ég sá hana. Ég fór strax að leika mér við hana. Erla Sylvía Haraldsdóttir, 7 ára, Guðrúnargötu 8, Reykjavík. DOPPA Sigríður Jónsdóttir, 11 ára, Njálsgötu 7, Reykja- vík sendir þessa fallegu Ijósmynd af kisu sinni, sem heitir Doppa. Sigríður skrifar með eina vísu úr kvæði Jóns Helgasonar Á afmæli kattarins. ólundin margsinnis úr mér rauk er ég um kverk þér og vanga strauk, ekki er mér kunnugt um annaðtal álíka sefandi og kattar- mal. k 4 f * ^ f t ’ OJtlma,ijb&ra. SNOTRA Ég ætla að segja ykkur frá þvi hvernig ég eignaðist Snotru. Það var um sumar að ég var að leika mér í garðinum heima hjá mér að ég heyrði skerandi mjálm. Ég gekk á hljóðið og sá lítinn, svartan kettling, sem hafði verið bitinn í loppuna. Ég hljóp með hann inn til mömmu. Mamma batt um sárið og lét kettlinginn í kassa með teppi í. Sárið gréri fljótt og kettlingurinn varð fjörugri með hverj- um degi. Ég skírði kettlinginn SNOTRU og er það vissulega rétt- nefni, þvi hún er mjög falleg (þrifin). Nú er Snotra orðin fullvaxta köttur og á fjóra kettl- inga. Steinunn Hrafnsdóttir, Kaplaskjólsvegi 9, Reykjavik. Ste/nunn SNOTRA Snotra min er sæt og fin lipur er á henni loppa. Hún er lika kisan min og hleypur um alla toppa.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.