Þjóðviljinn - 04.05.1975, Page 20

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Page 20
Efnahagsástand i Bandarikjun- um hefur verið heldur bágborið um hrið eins og mörgum er kunnugt. A siðasta ársfjórðungi 1974 minnkaði framleiðslan um 9,1 af hundraði miðað við fyrra ár, og ekki hefur hún rétt við siðan. Atvinnuleysið fór upp i 8,2% i janúar-febrúar. Fjöldi at- vinnuleysingja er reyndar mikið deilumál þar i landi. Nú eru um 7,5miljónir á skrá, en Humphrey fyrrum varaforseti telur til dæmis, að i raun séu atvinnu- leysingjar 10,8 miljónir (eða um 11% vinnuaflsins) ef að þeir væru taldir með sem gefist hafa upp á atvinnuleit og þeir sem vinna styttan vinnudag en vildu vinna heilan. Blöð allskonar og timarit hafa að undanförnu gert tiðreist til ýmissa þeirra staða i Banda- rikjunum þar sem kreppuástand er alvarlegast. Einkum og sérilagi leggja blaðamenn leið sina til Detroit, höfuðborgar bila- iðnaðarins og eru ibúar þess staðar ekki meira en svo ánægðir með þá athygli sem þeir nú vekja. Borgarstjórinn, Coleman Young, segir sem svo: „Þeir — blaða- mennirnir — koma til okkar rétt Atvinnuleysingjaskrifstofurnar hafa opnaö tólf útibú. .Síðasti maðurinníDetroit steinsteypukassa. Samt sem áður hefur bensinafgreiðslumaðurinn skammbyssu i fórum sinum. Sjálfsmorð. Fjöldi sjálfsmorða er ein af þeim visbendingum um ástandið sem menn taka mikið mark á. Dr. Frederick frá National Institute of Health segir, að „við höfum vitað það siðan 1932, að það er samband milli fjölda sjálfsmorða og atvinnuleysis.” Þá var sjálfs- morðafjöldinn i Bandarikjunum öllum 17,4 á hverjar hundrað þús- und ibúa. A siðasta áratug var talanum 10 á ári. En i Detroit var hún i fyrra 20,12 á 100 þús. ibúa. Og þeim fjölgaði enn mjög veru- lega I janúar. Þeir sem geta reyna að forða sér út i úthverfin. Og i þeirra hópi hafa verið hinir vellaunuðu verk- amenn bilaiðnaðarins. Fleiri eiga eigið húsnæði i Detroit en öðrum bandariskum borgum, og þar er og veruleg þeldökk millistétt. En það er dýru verði keypt að komast út i úthverfin. A bak við velmegun fjölskyldunnar er sálardrepandi puð við færiböndin. Það var einmitt i Detroit að það gerðist fyrir tveim árum, að kvið- dðmur sýknaði þeldökkan verka- mann, sem hafði drepið verk- stjóra sinn. Verjandinn flutti mál sitt á þeim grundvelli, að færi- bandavinnan hefði svipt skjólstæðing hans vitinu. Þetta voru rök sem kviðdómendur töldu sig skilja mætavel. 1 úthverfunum hafa menn keypt sér sinn bandariska draum. Og þetta er sá heimur sem nú hef- un hrunið. Eða eins og starfs- maður ráðningarskrifstofu einnar kemst að orði: „Margir þeirra sem hingað koma eru starfsmenn sem hafa haft allt að þvi 25 þúsund dollara tekjur. Nú hafa orðið endaskipti á allri tilveru þeirra. Þegar þeim er sagt að það sé enga þá vinnu að fá, þar sem þeir geti fengið sömu tekjur og áður, þá hafa þeir ekki hugmynd um það hvað þeir eigi til bragðs að taka. Þeir spyrja og spyrja hvað þeir eigi að gera. Svarið er, að ef menn hafa verið menntaðir i þvi að mæla gas- tegundir I útblæstri bfla, þá sé enga aðra vinnu að fá. Það er aðeins i Detroit að menn hafa áhuga á útblæstri bila. Og ef að ekki er þörf fyrir þessa menn i Detroit þá er hvergi þöri' fyrir þá.” Það hefur áður komið til at- vinnuleysis i Detroit. En sá er nú munur á, að margir verkamenn efast stórlega um að bila- framleiðslan verði nokkru sinni tekin upp aftur i þeim mæli sem áður var. (—áb byggði á Information og Spiegel) loki á eftir sér....’ eins og við værum ný og áður óþekkt pláneta. Við erum hér i bandariskri borg sem á sér sin vandamál rétt eins og aðrar bandariskar borgir. Kannski eru okkar vandamál lítið eitt erfiðari nú sem stendur, en ásigkomulag Detroits nú er viðvörun um fram- tið þjóðarinnar allrar”. Hjarta Ameríku Það er ekki að ástæðulausu að tekið er dæmi af Detroit þegar menn vilja spá einhverju um Bandarikin i heild. Charles Wilson, sem var varnarmálaráð- herra i stjórn Eisenhowers, lét einhverju sinni svo um mælt á þingi að „það sem er gott fyrir General Motors er gott fyrir Ameriku” og það þýðir þá um leið, að þegar þessi frægi bila- hringur fær I magann þá fær Washington höfuðverk. Það er Detroit sem hefur gefið Bandarikjunum bilinn, maskin- una sem er tákn og imynd sóknar I persónulegt sjálfstæði, auðlegð og kraft. Heilt siðmenningar- mynstur hefur verið prjónað utan um bflinn. Hann er samgöngutæki sem ræður þvi, hvernig borgir þróast og er þvi nauðsyn sem erf- itt er án að vera. Hann er stöðu- tákn sem sýnir hvar Joe eða Abe standa i samfélaginu eða réttara sagt hvar þeir vilja að aðrir haldi að þeir standi. Hann er sú afurð iðnaðarins sem með mestum rétti má likja við þungamiðju, vegna þess hvilikt feiknanet af allskonar framleiðslu- og þjónustufyrir- tækjum þjóna undir bila- verksmiðjurnar sjálfar. Detroit var borgin sem menn héldu til þegar þeir voru þreyttir orðnir á fátæktinni i Suðurrikjunum. Detroit var ofarlega á lista yfir þá staði sem ferðamenn „urðu” að heimsækja. Enginn sem horfði á fimaleg afköst færibandanna gat komist hjá þvi að finna til þess að hann hlustaði á sjálfan hjartslátt iðnaðarþjóðfélagins. Arið 1973 snerust færiböndin af meira kappi en nokkru sinni fyrr. Sjö daga vinnuvika og tólf stunda vinnudagur voru algeng. Þetta var erfitt lif, en menn gátu unnið sér inn mikið fé. Og svo kom oliu- kreppan. Hún hafði margvislegar afleiðingar — meðal annars þær að menn fóru i auknum mæli að gera sér grein fyrir þvi að bilavæðing eins og sú sem tiðkast hefur i Bandarikjunum og nokkrum löndum öðrum er i raun alltof dýrt og háskalegt fyrirtæki komu á vettvang miklar jarðýtur sem jöfnuðu rústirnar við jörðu og ruddu yfir þær. Heilar götur eru mannauðar. Búðunum hefur verið lokað og fjalir og krossviðir loka þar gluggum. Þetta hefur ekki gerst i gær heldur hefur sigið á þessa hlið i þeirri hnignun sem blökku- mannahverfin hafa orðið fyrir. Jafnvel vöruhúsin flytja héðan út i úthverfin. Eftir eru nokkrar verslanir sem vandlega er gætt og fjöldamargir sértrúarflokkar: Mvsteri Magdalenu, Kirkja hinn- ar svörtu guðsmóður ofl. Og að sjálfsögðu allir þeir borgarbúar, hvitir sem svartir, sem ekki hafa efni á að flytja. Miðbærinner hættusvæði. Herra Smith sem á heima i einhverju út- hverfinu segir granna sinum stoltur frá þvi áræði sinu og konu sinnar, að þau hafi brugðið sér inn ibæinn kvöldið áður. Kannski til að fara á tónleika i Ford Auditorium, þar sem menn geta ekið inn I bilskúr undir bygging unni, sem vandlega er gætt — þurfa sem sé aldrei að koma út undir bert loft. Asfaltfrumskógurinn krefst fórna á hverri nóttu. 1 fyrra voru framin 800 morð i borginni og ástandið fer stöðugt versnandi. Glæpum hefur fjölgað um 17% siðan I október. Lögreglustjórinn segir að „eins og allir vita þá fylgjast glæpir og slæm lifskjör að”. Lögreglan hagar sér eftir þvi. Þvi er peningum sem sam- bandsstjórnin ver til að berjast gegn atvinnuleysi m.a. varið til að fjölga um 800 manns i lögreglunni. Til að bæta sambúð lögreglu og almennings halda menn ekki lengur uppi einungis stórum lögreglustöðum heldur leggja net 2-3 manna varðstöðva i yfirgefnu verslunarhúsnæði. Andrúmsloftið er á næturnar eins og i svartsýnustu framtiðar- skáldsögum. Sterk blá ljós kljúfa myrkrið. Undir hverju ljósi er að finna sima með beinu sambandi við lögregluna. 1 mörgum hverf- um geta menn alltaf haft a.m.k. eitt ljós fyrir augum, i sumum allt að átta i einu. Þau þjónustufyrir- tæki sem opin eru næturlangt, fela starfsfólkið á bak við skothelt gler, sem nær frá gólfi og upp i ioft. Bensinstöðvar sem enn hafa ekki innleitt sjálfsafgreiðslu til- kynna á stórum skiltum, að þau hafi enga skiptimynt og að inn- komnir peningar hverfi sam- stundis I járnbentan fyrir mannlegt félag. Menn tóku að bera fram alvarlegar efa- semdir um hugsunarhátt hins samfellda hagvaxtar. Tugþúsundum manna var sagt upp vinnu, það tók fyrir yfirvinnu og þegar „orkukreppunni” linnti höfðu margir enn ekki verið endurráðnir þegar næsta áfall 'kom. Neytendur tóku módelum árs- ins 1975 án hrifningar. Óseldir bilar hlóðust upp i stórum stil og um leið lengdust biðraðirnar við atvinnuleysisskrifstofurnar. 1 kynningum um að þau séu til leigu eða sölu. Til eru þeir aðilar sem hafa meira að gera en áður. Heilbrigðisyfirvöldin hafa tilkynnt, að i fyrra hafi um 70 þús- und borgarbúar gengið svangir til hvilu, en núna séú þeir 105 þúsund sem ekki fái nægilega næringu. Aætlun sem styrkt er af alrikinu um matargjafir til barna (Project Focus Hope), er miðuð við að sjá 15 þúsund börnum fyrir mat, en verður nú að annast 23 þúsund.. Skálmöld mikil: 800 morð I fyrra. fyrstu viku desember voru 60 þús- und verkamenn sendir heim „um óákveðinn tima”. Um jólaleytið var meirihluti starfsmanna bila- verksmiðjanna, sem eru alls um 300 þúsund, verkefnalaus, og eftir áramót tók hver verksmiðjan á fætur annarri að loka. Nú er fjórði hver maður i Detroit, sem telur alls hálfa aðra miljón ibúa at- vinnulaus, og i nokkrum blökku- mannahverfum i' mið- og austur- hluta borgarinnar eru allt að 62% skráðir atvinnulausir. Smitandi. Sú iömun, sem bilaiðnaðurinn verður fyrir, breiðir mjög ört úr sér. Rakari einn segir við eina viðskiptavin dagsins: „Þegar menn eru svangir þá klippa þeir sig sjálfir”. Bensinstöðvar, barir og litil kaffihús, sem risu i grennd við verksmiðjumar, hafa nú i stórum stil fest upp skilti með til- Verkefnum fjölgar á vett- vangi „opinberrar aðstoðar”. Úthlutun atvinnuleysingjastyrkja hefur bætt við sig 12 útibúum og um 1000 skrifstofumönnum. Það er og sagt að sala á kiljubókum og eiturlyfjum fari I vöxt. Þessi kreppa hefur komið ýms- um beinlinis á óvart. Það er ekki nema ár siðan að talsmaður verslunarráðs borgarinnar lýsti björtum framtiðarhorfum: „Það er enginn vafi á þvi að Detroit er heilbrigð borg. Hún er fimmta rikasta borg landsins.” Velferð Detroit er misskipt eins og vænta mátti. Hún sker menn ekki sérstaklega I augu þegar þeir fara um ibúahverfin inni i bænum. Þar geta menn fundið hverfin þar sem kynþáttaóeirðir miklar hófust 1967. Þegar eldar höfðu verið slökktir og fallhlifa- hermenn enn stóöu vörð í vél- byssuhreiðrum sinum i borginni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.