Þjóðviljinn - 11.05.1975, Síða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1975, Síða 7
1" r *■ . jum NU eru framundan átök 1. júnf. Enda þótt því hafi verið lýst yfir viö undirritun kjarasamninganna um 4.900 kr. láglaunabætur á mánuði að fram til 1. júni yrði hver stund notuð til þess að undir- búa næsta áfanga átakanna hefur ekkert gerst hvorki af hálfu verkalýðssamtakanna eða rikis- valdsins. Kannski beðið sé eftir húsvitjun, einskonar boöunardegi Björns Jónssonar þegar Geir Hallgrimsson tekur að útbýta neyslupökkum sinum En svo mikið er vist að þrátt fyrir Kolbeinsmálið og þann sigur sem þá óneitanlega vannst virðist forusta verkalýös- samtakanna ekki hafa tekið viö sér enn. Nú hefði átt að skipu- leggja baráttu á vinnustöðum til átaka fram til 1. júni með látlaus- um fundarhöldum, útsendingu hvers konar upplýsinga til fjöl- miöla o.s.frv. Nú hefur Alþýðu- sambandið hagfræðing og verka- lýðssamtökin fjölda starfsmanna og þeir hafa áreiðanlega ekkert betra að gera en að búa sig undir átökin sem I hönd fara. Fari hins vegar svo — sem greinarhöfund grunar — að ekkert veröi gert annaö en að taka þátt i harðlokuð- um viðræðum við atvinnurekend- ur og rikisstjórn, er ekki mikils á- rangurs að vænta, hvorki 1. júni né siðar. Tvö meginatriði verða að hald- ast i hendur I stjórnlist verkalýðs- samtakanna; annars vegar styrk forysta, hins vegar lifandi hreyf- ing. Kolbeinsmálið er til marks um það hvernig hreyfingin er lif- andi og myndar sjálf eigin for- ustu. Gleymi hins vegar forustan hreyfingunni dagar hún uppi sem nátttröll og getur sig hvergi hreyft. Skógurinn og trén 1. mai voru tvær eða þrjár kröfugöngur. Otifundur verka- lýössamtakanna fór fram með næsta hefðbundnum hætti, en það skiptir engu, heldur er það inni- haldið, sem úrslitunum ræður. Og hver einlægur róttækur verka- lýðssinni gat verið þátttakandi i körfugöngu og útifundi verka- lýðsfélaganna með nokkuð sátt- um huga þessu sinni. Hefur það stundum verið öðru visi þegar fasteignasalar og útgerðarmenn hafa staðið i ræðustól verkalýðs- ins. Þeir sem héldu til vinstri i átt til Miðbæjarskólans voru i flest- um meginatriðum sammála þeim sem eftir stóðu á Lækjartorgi. En með þvi að yfirgefa fundinn á Lækjartorgi var þetta fólk áreið- anlega fyrst og fremst aö mót- mæla þeim stofnanasvip sem kominn er á verkalýðssamtökin og þvi hvernig forusta þeirra hef- ur hagað verkafallsátökum að undanförnu. .Það var um leiö aö krefjast þess að tekin yrðu upp önnur vinnubrögð innan verka- lýössamtakanna, vinnubrögð i ætt við þau sem verkfallsmenn á Selfossi beittu. I áróðri sinum eru ýmsir for- ustumenn útifundarins við Mið- bæjarskólann afar neikvæðir i garö verkalýðssamtakanna og forustumanna þeirra. En þaö er mikill barnaskapur ef nokkur sósialisti lætur sér til hugar koma að kasta fyrir róða öllu þvi sem á- unnist hefur á vegum verkalýðs- samtakanna og innan þeirra ein- ungis vegna þess að menn hafa eitt og annað út á forystusveitina að setja. Menn verða að sjá skóg- inn fyrir trjánum. Það verður að hafa I huga að forusta verkalýðs- samtakanna sem heildar er hvorki betri né verri en félags- mennirnir, og Islensku verkalýðs- samtökin búa við algera sérstöðu á margan hátt, þó fyrst og fremst þannig, að innan vébanda þeirra og i forustu þeirra eru menn úr öllum flokkum, jafnvel Sjálf- stæðisflokknum. Á undanförnum áratugum hafa handbendi atvinnurekendavalds- ins hvaö eftir annað reynt aö hnekkja áhrifum sósialista i verkalýðsfélögunum. Til þess hafa verið notaðar margvis- legustu aðferðir. Ein var sú, er Ihaldsménn kusu siðasta and- stæðingaframboð Dagsbrúnar- stjórnarinnar — við litinn orðstir. Verkalýðssinnar mega ekki láta tregðu og fjandskap pólitlskra andstæðinga sinna sverta mynd samherjanna svo að enginn greinarmunur verði gerður á bandamanni og fjandmanni. Sunnudagur 11. mai 1975. ÞJÓÐVXLJINN — SIÐA 7 Mörg félög splundra okkur Sú gagnrýni sem fram hefur komið á forustu verkalýðssam- takanna er að mörgu leyti réttmæt. Sérstaklega sá þáttur gagnrýninnar sem snýr að allt of litlu starfi og alltof litlu lifrænu sambandi við félagsmenn á vinnustöðum eða i verkföllum. Reynslan frá Kolbeinsmálinu á Selfossi ætti að geta sýnt hverjum manni hvernig forusta og hreyf- ing þurfa að haldast i hendur, hvemig hægt er að vinna sigur I verkfallsátökum ef samstaðan er nógu öflug. Samkvæmt núverandi skipu- lagi verkalýðssamtakanna eru verkamenn á sama vinnustað i mörgum verkalýðsfélögum eftir þvi hvort þeir hafa lært meira eöa minna til verksins. Þetta skipulag er verkalýðssamtökunum fjötur um fót og þetta skipulag veikir slagkraft þeirra. I viðtali þvi sem áður er vitnað til við selfyssing- ana tvo segir Auðunn Friðriks- son: ,,Það sá ég lika i þessu verk- falli okkar, að þeir, sem vinna á sama vinnustað, þeir eiga að vera i sama verkalýðsfélagi. Þessi mörgu sérfélög hafa splundrað okkur.” Ummæli Eövarðs Þetta er afarmikilvægt atriði og 11. mai-blaði Þjóðviljans gerir Eðvarð Sigurðsson þessum mál- um ýtarleg skil. I þessu sama við- tali minnist Eðvarð á mörg mál, og meðal annars svarar hann spurningunni um það er and- stæðingar Alþýðubandalagsins hafa að undanförnu reynt að gera flokkinn tortryggilegan með þvi að gera mikið úr ágreiningi milli menntamanna og verkalýðsfor- ustunnar I Alþýðubandalaginu: „Eðvarð svaraði: „Þetta er nú ekki nýtt. Allt frá árdögum verkalýðshreyfingarinnar hafa borgaraleg blöð reynt að gera menntamenn I verkalýðs- hreyfingunni tortryggilega. Ihaldið reynir allt til þess að spilla fyrir og eyðileggja. Það lætur sig ekki muna um að svi- virða menntunina I þvi skyni. Mig minnir að eitthvert blaðið hafi talað um „hvítflibba- komma” i þessu sambandi sem andstæðu við verkalýðinn. Hér áður voru menn stundum nefndir stofukommar, og var þá átt við þá menn sem sitja og tala um fræðin en sinna litt daglegum verkefnum flokksins. Þeir menn voru vissu- lega ekki I háu gengi innan verka- lýðshreyfingarinnar, né heldur innan okkar stjórnmálahreyfing- ar. Svo er heldur ekki nú. Og allt tal andstæðinga okkar um and- stæður milli verkalýðsleiðtoga og menntamanna I Alþýðubandalag- inu er heilaspuni öfundarmanna flokks okkar.” Að standa eftir á Hlemmi Þessi ummæli EOvarös Sigurðssonar um skólafólk og verkafólk eru rifjuð upp hér i þessari grein að gefnu tilefni. En vissulega er nokkur munur á lifs- reynslu þeirra manna, sem hafa setið i áratugi i skóla og hinna sem hafa staðið þar við skamma hrið af ýmsum ástæðum. En þessi munur á lifsreynslu gildir einu þegar komið er að grundvallar- •atriðunum: Afstöðunni til stétta- baráttunnar, framleiðslutækj- anna, sósialismans. Þó að einmitt þessi mismunur geti komið fram I þvi að skólafólkiö og yngsta fólkið vilji ganga eilitið lengri spöl til vinstri 1. maí, skiptir hitt höfuð- máli að langstærstan hluta leiðarinnar voru fylkingarnar samferða. Þessi grein er til orðin eftir reynslu 1. mai. Niðurstaða henn- ar er i stuttu máli þessi: Togaraverkfallið á að sýna okkur hvernig ekki á að heyja verkfail af háifu verkalýðsfélaga. Kolbeinsmálið og verkfaliið á Sel- fossi minnir á gamla baráttuað- ferð, sem enn er unnt að beita. Vinnubrögð verkfallsmanna á Selfossi — einfaldar kröfur, dag- legir fundir, dagleg upplýsinga- miðlun til almennings — ættu að vekja forustuna til umhugsunar. Það er ekki seinna vænna: eftir nokkra daga renna út samningar. Ef við ekki gætum okkar gætum við orðið eftir á Hlemmi, þegar stormurinn þýtur og stundin er komin. NJORÐUR P. NJARÐVÍK SKRIFAR: Afkoma heimilanna þolir ekki atvinnurekendur Okkur er stundum sagt að stjórnmál séu list hins fram- kvæmanlega.Mér hefur dottið i hug að höfundur þessarar full- yröingar væri maður ekki mjög fjarskyldur þeim sem fann upp málamiölunina. 1 hugtakinu „hið framkvæmanlega” má nefnilega sjá far eftir fir- tommuvarnagla. Hann neglir i huga fólks að „hið framkvæm- anlega” takmarkist við það sem á svokallaðri nútimaislensku er nefnt „rikjandi aðstæður”. Og i þvi felst að núverandi aðstæður séu þau máttarvöld sem skammti naumlega úr hnefa svigrúm til breytinga og til- færslu. Innan „ramma núver- andi aðstæðna” er „sú kaka sem til skiptanna er” hverju sinni. Og þessi innrammaða kaka er siðan sneidd sundur eft- ir reglum málamiðlunarinnar. Kakan sjálf er aldrei dregin i efa og þaðan af siður ramminn utan um hana. Enda eru sneið- arnar i reynd ekkert annað en tilfærsla á fimmeyringum sem nú heita að visu krónur. Þegar upp er staðið er allt kirfilega ó- breytt sem jafnan fyrr. Olof Palme kallaði greina- safn um þjóðfélagsmál „Stjórn- mál eru vilji”. Sú fullyrðing er I rauninni gagnstæð hinni fyrri. Viljinn viðurkennir ekkert skammtað olnbogarými. Hann þekkir engin fyrirfram ákveöin takmörk. Hann spyr einungis um markmið og stefnir þangaö ótrauður. Hann býr yfir sann- færingarkrafti sem hrekkur til þess aö fátækir bæridur sigri mesta herveldi heimsins. Hér hafa verið hentar á lofti tvær alkunnar fullyrðingar sem draga fram i dagsljósiö tvö andstæð viðhorf til stjórnmála, eðlis þeirra og markmiðs. A er- lendum málum er þetta stund- um kallað „realpolitik” og „ideologia”. Annað dæmiö snýst um peninga, hitt um hugsjónir. Þessi tvö and- stæðu viðhorf skipta mönnum i rauninni i tvær fylkingar, þótt stjórnmálaflokkar séu fleiri. Annars vegar eru þeir sem vilja viðhalda þvl rangláta þjóðskipulagi sem við búum við, ekki vegna þess að þeir telji þaö réttlátt, heldur af þvi þeir hafa hagnað af þvi eða hafa látið blekkjast af áróöri þeirra sem hafa hagnað af þvi. Afstaða þeirra er yfirleitt fólgin i þvi að halda i horfinu þegar best lætur en skipuleggja ann- ars eins hægt og flókið undan- hald og tök eru á. Flestir gera þeir sér ljóst að framþróun manneskjunnar verður hvort eð er ekki stöðvuð með öllu. Þeir gera sér lfka ljóst, aö sú fram- þróun er óhallkvæm þeim sjálfum. Þess vegna er stjórnmálum breytt úr hug- sjónum um frelsi og réttlæti i linnulausa þrætu um tvö vísitölustig, fljótandi gengi, eitt og hálft söluskattsstig, láglaunabætur, bónus fyrir afköst, orlofshækkun um hálft prósent, vaxtabreytingu, aukn- ar niðurgreiðslur, lækkun á niðurgreiðslum, uppbætur til kennara fyrir vinnu i matartim- anum, afnám söluskatts á nokkrum matvörutegundum, hækkun álagningar kaup- manna, svo ekki sé minnst á all- ar fitutegundir rikisstjórnarinn- ar i frumvarpinu með langa nafnið. 1 stuttu máli: allt snýst um peninga, að hræra i pen- ingapottinum þangaö til enginn veit lengur sitt rjúkandi ráð. Venjulegt launafólk veit varla hvað það hefur I kaup né heldur hvað mjólkin kostar eöa ýsan. En þótt enginn geti með nokkru móti reiknað þetta dæmalausa dæmi Islensks efnahagslifs (-dauða réttara sagt) þá vill nú samt svo einkennilega til að út- koman blasir við öllum mönn- um. Þrátt fyrir alla flækjuna er niðurstaðan einfaldlega sú að launafólk kemst ekki af nema með svo mikilli vinnu að flokka mætti til þrælahalds. „Afkoma atvinnuveganna leyfir ekki launahækkanir,” er þá sagt. Þessu ætti að snúa við og segja: Afkoma heimilanna leyfir ekki atvinnurekendur, og þaðan af siður rikisstjórn þeirra. Hins vegar eru þeir sem telja að stjórnmál snúist um þjóð- skipulag. Þeir halda þvi fram að ef „rikjandi aðstæður” leyfa ekki mannsæmandi lif, þá eigi einfaldlega að hætta að leggja þær til grundvallar og byggja i staðinn þjóöfélag sem tekur mið af launafólki en ekki forréttind- um atvinnurekenda sem hagn- ast á annarra vinnu i skjóli að- stöðu sinnar. Allir þeir sem að- hyllast sósialisma i einhverri mynd hvort sem þeir teljast sósialdemókratar, vinstri- sósialistar eða kommúnistar eru sammála um að rangt sé að mönnum leyfist aö hagnast á vinnu annarra á sama hátt og nýlenduvald sé i eðli sinu rangt. Hið svokallaða frjálsa framtak einstaklingsins er i rauninni ekkert annað en einstaklings- bundin nýlendustefna. Hugsunarhátturinn er i grund- vallaratriðum sá sami: hinn sterki kúgar og rænir hinn veika I skjóli máttar og valds. Vinna launafólks á ekki að skapa auð handa atvinnurekendum. Sá auður sem vinnan skapar á að renna til þeirra sem skapa hann. Þessar vangaveltur eru sprottnar af þeim kröfum sem bornar voru fram i nafni launa- fólks 1. mai. Verkalýðshreyf- ingin var búin að semja við at- vinnurekendur og rikisstjórn (að visu aðeins til bráðabirgða) um smánarbætur handa lág- launafólki. 1. mai er borin fram krafa um að rikisstjórn atvinnu- rekenda viki. Annars vegar leikur verkalýðshreyfingin samningaleik við atvinnurek- endur eftir leikreglum andstæð- inga sinna. Hún játar i raun meö samningum sinum vald hinna „rikjandi aðstæðna”. Hins veg- ar gerir hún sér ljóst að réttlæt- ingu mála sinna fær hún aldrei meðan rikisvaldið er i höndum atvinnurekenda og þjóna þeirra. Auðvitað vinnur enginn tafl þar sem andstæðingurinn breytir leikreglum jafnharðan i eigin þágu. Og auðvitað situr engin rikisstjórn nema verka- lýðshreyfingin leyfi henni að sitja. Samtakamáttur launa- fólks er sterkasta þjóðfélagsafl sem til "r.Skripaleikurislenskra stjórnmála er fólginn i þvi aö hér eru i gildi lög um verðstöðv- un samtimis þvi sem verðbólg- an vex um liðlega 50 prósent en kaup stendur i stað. Hefur svona grimulaust arörán engin áhrif á islenskt launafólk? Er hægt að bjóða islensku verkalýðshreyf- ingunni hvað sem er? Það er kominn timi til að is- lenskt launafólk spyrni við hæl- um og hætti að láta teyma sig i bandi islenskrar yfirstéttar. Það er kominn timi til að is- lenskt launafólk stingi höfðinu upp úr allri smáatriðaþrætunni og líti i staðinn á grundvallar- atriði islensks þjóðskipulags. Eftir tæpan mánuð er aftur runninn upp timi samninga um kaup og kjör. Ekki bara um kaup heldur um kaup og kjör. I þeim samningum ætti islenskt launafólk að sýna styrk sinn. Afkoma launafólks er nú slik að ekki verðúr lengur vikist undan þeirri spurningu hvort islensk verkalýðshreyfing ætlar að lúta valdi atvinnurekenda eða beita sinu eigin valdi. Njörður P. Njarðvik

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.