Þjóðviljinn - 11.05.1975, Side 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. maí 1975.
Rætt viö
Bjarna
Þórðarson um
„Austurland”,
verkalýðsmál
og fleira
— Verkalýðshreyfingin
þarf ekki stjórnmála-
flokk til að stjórna sér.
Hún þarf stjórnmóla-
flokk til að segja fyrir
verkum. Stéttabaráttan
er pólitisk á hæsta stigi.
Það er gamall verka-
lýðssinni og sósíalisti,
sem þannig mælir, Bjarni
Þórðarson fyrrverandi
bæjarstjóri i Neskaup-
stað. Við hann spjallaði
Þjóðviljinn um „Austur-
land", eitt elsta blaðið úti
á landi sem kemur reglu-
lega út og sem Bjarni
hefur ritstýrt frá upp-
hafi. Og náttúrlega flétt-
aðist pólitíkin inní, ekki
síst verkalýðsmálin, enda
viðtalið tekið rétt fyrir 1.
maí.
Það var komið kvöld þegar ég
heimsótti Bjarna i litla, gamla og
notalega húsið hans, — húsið sem
hann hefur alltaf látið sér nægja,
jafnt sem verkamaður, sjómað-
ur, bæjarstjóri og nú banka-
starfsmaður. Hann hellti uppá
könnuna og við komum okkur
fyrir i eldhúsinu og spjölluðum
saman yfir kaffibollunum.
Ég hef alltaf dáðst að þvi
hvernig þeim norðfirðingum hef-
ur tekist að halda úti reglulega
jafn lengi og raun er á blaðinu
„Austurlandi” og ekki bara að
halda þvi úti, heldur gera það að
aðalblaði sins landsfjórðungs og
reka hallalaust.
— Jú, ég býst við að það sé
nokkuð sérstætt, viðurkennir
Bjarni. Fyrsta blaðið kom út 31.
ágúst 1951 og siðan hefur það
komið út nokkuð reglulega einu
sinni i viku, þó með sumarfrium
svona um mánuð. Tvisvar
sem lengi framanaf komu út
óregluiega, en vikulega siðustu
árin áður en „Austurland”
leysti þau af hólmi. Það blað
hét „Arblik”, en fyrsta blaðið
sem við gáfum út hét „Upp-
reisn”. Sá sem skirði það var
sjálfur Gunnar Benediktssson,
sem kom blaðinu af stað
upphaflega og sá um andlegu
hliðina, en Jakob, bróðir Aka, sá
um tæknilegu híiðina. Svo lá
þetta blað niðri um nokkurt skeið,
en okkur þótti timabært að hefj-
ast handa aftur og byrjuðum þá
með blað undir nýju nafni,
„Lýður”. Af þvi komu aðeins fá
tölublöð, þvi uppúr þessu var
„Arblik” stofnað kringum bæjar-
stjórnarkosningarnar 1938, fyrstu
og einu kosningarnar, sem
Kommúnistaflokkurinn fékk
bæjarfulltrúa hérna.
Þetta blað var fyrst i stað gefið
út i félagi við Alþýðuflokkinn, þvi
hörð barátta við Alþýðuflokkinn,
sem þá réð öllu hér i bænum og
átti 6 bæjarfulltrúa af 9, einsog
við eigum núna.
— Voruð þið áður i Alþýöu-
flokknum?
— Enginn okkar, sem helst vor-
um i fyrirsvari einsog Jóhannes
Stefánsson Lúðrik Jósepsson og
ég, var nokkru sinni i Alþýðu-
flokknum. Við vorum auðvitað
bara unglingar þegar Kommún-
istaflokkurinn var stofnaður.
Deildin hér var stofnuö i ársbyrj-
un 1932, þá var ég á 18. ári og var
fyrsti formaður hennar.
Auðvitað átti það sinn þátt i
þróun mála, að þetta voru erfið
ár, harðasta kreppa, og Alþýðu-
flokkurinn átti erfitt uppdráttar.
Það var slæmt fjárhagsástand og
slæmt atvinnuástand. Við tók-
um upp baráttu fyrir að bætt
yrði úr þessu eftir föngum, og
ég tel, að það hafi verið fyrir
Stéttarbaráttan er pólitík
stöðvaðist útgáfan smátima, i
annað sinnið vegna prentara-
skipta og i hitt skiptið vegna
flutnings á prentsmiðjunni.
—-I hvaða prentsmiðju prentuð-
uð þið blaðið?
— Okkar eigin. Við komumst aö
þvi, nokkrir sósialistar, að til
sölu var prentsmiðjugarmur i
Reykjavik, Þórsprent held ég að
hún hafi heitið, og við keyptum
strax 1951. Þetta var rifið sundur
fyrir okkur og sett i mörgum
pörtum og illa pakkað ofan i lest i
togaranum Agli rauða, sem flutti
þetta dót hingað austur ásamt
prentaranum, Sverri Jónssyni,
sem nú er látinn. Þetta var i
júlimánuði og 31.ágúst kom
fyrsta blaðið út.
„Uppreisn”
— Aður höfðuð þið verið með
einhverja útgáfustarfsemi lika,
var það ekki?
— Jú, við höfðum fjölrituð blöð,
við höfðum samflot i bæjarstjórn-
arkosningunum 1938, en auðvitað
fór það allt i hund og kött, mest
vegna þess kannski, að það sam-
starf sem stofnað var til sums-
staðar annarsstaðar við þessar
kosningar, ma. i Reykjavik, fór
útum þúfur og Alþýðuflokkurinn
klofnaði.
17ára formaður
kommúnista
— Þið hafið verið sterkir,
sósialistarnir hér, á þessum ár-
um.
— Já, við vorum með á annað
hundrað félagsmenn.
— Hvað voru þá margir ibúar i
bænum?
— Ætli þeir hafi ekki verið milli
11 og 12 hundruð.
— Hvað telurðu hafa valdið þvi,
að sósialistar fengu svona mikið
fylgi hér?
— Ég held að það hafi verið
dugnaður félaganna og svo mjög
forystu okkar i þvi, sem okkur
varð svo mikið ágengt á þess-
um árum, að 1938 fengum við
3 bæjarfulltrúanna. Við tókum
einnig þátt i kosningunum 1934,
þótt enginn okkar þriggja hefði þá
atkvæðisrétt. Þá fengum við eng-
an bæjarfulltrúa, ekki einu sinni
atkvæðamagn á við hálfan, svo
þetta var nokkuð stórt stökk á
þrem árum.
Selja fleiri blöð
en heimilin
eru í bænum
— Eftir „Arblik” kemur „Aust-
urland”, sem þið hafið nú gefið út
reglulega i bráðum aldarfjórð-
ung. Telst það ekki hálfgert
kraftaverk um blað úti á landi?
— Mesta kraftaverkið er
kannski, að við höfum aldrei leit-
að eftir fjárstuðningi uppá eyri
hjá neinum félagsmanni og öll
vinna við blaðið hefur verið
þegnskylda þangað til i hitteð-
fyrra, að við réðum okkur starfs-
mann á hálfum launum. Að
„Degj” á Akureyri undanskildum
hygg ég, að „Austurland” sé eina
blaðið á landinu utan Reykjavik-
ur, sem hefur komið út reglulega
öll þessi ár.
— Ykkur hefur tekist að ná
markaðnum i ykkar landsfjórö-
ungi og þar með auglýsingunum.
— Já. e'n sérstaklega hefur okk-
ur tekist að ná markaðnum hér i
bænum. Ég held að það seljist
hér að staðaldri fleiri eintök en
heimilin eru i bænum og það þýðir
það, að þegarj.Austurland” þarf
að beita sér, getur það veriö álika
og sennilega áhrifaríkara mál-
gagn en sjálft „Morgunblaðið” i
Reykjavik.
Við höfum ekki krafist, að fylgt
sé einhverri strangpólitiskri linu
þegar aðvifandi menn skrifa I
blaðið, ef þeir gera það undir
nafni, — þeir verða þá bara að
bera ábyrgð á þvi. Mér hefur
fundist, að menn liti eiginlega á
„Austurland” sem blað byggðar-
innar og vilji gjarna koma þang-
að fréttum og orðsendingum. Og
ég tel rétt hjá okkur að reyna að
taka sem mest af sliku efni, td.
fréttatilkynningar varðandi
félagsstarfsemi og önnur málefni
i fjórðungnum, þó að blaðið sé lit-
ið og þvi litið pláss til sliks. Hins-
vegar hef ég alltaf reynt að
sporna gegn þvi, að nokkuð væri
prentað upp i blaðinu, td. úr Þjóð-
viljanum.
Til að gera blaðið eftirsóknar-
verðara, nú og lika til að græða á
þvi, höfum við gert okkur töluvert
far um að vanda jólablaðið og
hefur oft tekist að hafa i þvi blaöi
efni, sem mjög margir vilja lesa.
Þetta hefur verið margskonar
efni, en einna mestan áhuga
finnst mér samt, að menn hafi
haft á þessum svokallaða þjóð-
lega fróðleik, þegar við höfum
getað haft hann. Margir ágætir
menn hafa lagt jólablaðinu efni
og reyndar oftar. Hjörleifur Gutt-
ormsson hefur td. skrifað i það og
Sigurður Blöndal, frændi hans.
Ýmsir þjóðkunnir rithöfundar
einsog td. Benedikt i Hofteigi og
Sigurður heitinn Helgason og
margir menn hér eystra, Armann
á Eiðum Halldórsson hefur tam.
verið okkur ákaflega drjúgur og
marga fleiri mætti nefna. Þetta
hafa verið 36-40 siðna blöð.
Nesprent hf.
endurbætt
og stækkaö
Þeir voru að leggja siðustu
hönd á 1. mai blað „Austur-
lands” i Nesprenti hf. þegar við
litum þar inn og hittum ma.
Guðmund Haraldsson, sem nú
rekur prentsmiðjuna og hefur
endurbætt hana mjög mikið
uppá siðkastið, bæði hvað snert-
ir vélakost og vinnuaðstöðu.
Gamla prentvélin, sem þeir
Bjarni og félagar keyptu á sin-
um tima, er þarna enn, en hætt
er að nota hana þó það sé hægt,
vegna þess hve seinvirk hún er.
En Guðmundur sagðist vera aö
hugsa um að pússa hana upp og
varðveita sem safngrip. Og
þarna rekumst við á annan
gamlan kunningja, setjaravél
frá Þjóðviljaprentsmiðjunni.
Ensku vélina svokölluðu, sem
ekki var lengur þörf fyrir þegar
blaðið fór i offset, en þjónar
þarna fullkomlega hlutverki
sinu. Handsetta letrið er einnig
að mestu ættaö úr prentsmiðju
Þjóðviljans, bæði fyrirsagna-
letrið og það smærra.
Guömundur prentsmiöjustjóri viö eina vélina. Agúst Jónsson brýtur um „Austurland”.
Og svo eru þarna lfka flúnku-
nýjar vélar i nýjum, björtum
salnum og hefur greinilega
verið lögð á það mikil áhersla
við breytingar prentsmiðjunnar
að gera allt sem þægilegast og
vistlegast fyrir starfsmenn. Af-
greiðsla er sérstaklega rúm-
góð og vel fyrir komið og innaf
henni skrifstofa, og nú er unnið
að þvi að bæta hreinlætisað-
stöðuna, fá heitt vatn og sturtu-
böð. I gamla hlutanum af hús-
næðinu er nú kaffistofa og
geymslupláss, en það stendur
tíl að endúrínnréfta það lika.
Auk „Austurlands” er
prentað þarna blað fram-
sóknarmanna, „Austri” og svo
allt annað sem til fellur og
prenta þarf á Norðfirði og
nágrannabyggðum.
—vh