Þjóðviljinn - 11.05.1975, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 11. mai 1975.
i fyrradag, 9. maí, var
þjóðhátíðardagur Tékkó-
slóvakíu haldinn i 30. sinn
og þess þá minnst sérstak-
lega, að liðin voru 30 ár f rá
því að striðinu lauk í Prag,
því þar lauk þvi ekki fyrr
en degi síðar en þjóðver jar
gáfust upp í Berlín. I eftir-
farandi grein segir nokkuð
frá síðustu dögum stríðsins
í Tékkóslóvakíu og frá
tékkóslóvönsku útlagaher-
deildinni, sem barðist við
hlið rauða hersins á
austurvígstöðvunum.
30
ár
frá
9. mal 1945 — Striftslok I Prag.
stríðslokum í Prag
Þegar við höldum uppá þjóðhá-
tiðardaga fólks i öðrum löndum,
þá er okkur ekki alltaf fyllilega
ljóst, hversvegna einmitt þessi
eða hinn dagurinn hafi orðið fyrir
valinu, enda geta þar fleiri en ein
ástæða legið að baki. A sinum
tima var t.d. talsvert um það rætt
hér á tslandi, hvort 1. desember
eða 17. júni skyldi verða heiðurs-
ins aðnjótandi árið 1944. Kannski
hefur það ekki skipt svo litlu máli
við ákvörðunina, að veðrið er
yfirleitt snöggtum betra i júni en i
desember. En það er ekki vist, að
vinir okkar erlendis minnist endi-
lega Jóns Sigurðssonar og flókins
aðdraganda lýðveldisstofnunar-
innar þegar þeir i vináttu- og
heiðursskyni við okkur halda
uppá 17. júni, heldur miklu frem-
ur þess sem þeim er af einhverj-
um ástæðum hugleikið varðandi
tsland og islendinga.
Þjóðhátiðardagur Tékkó-
slóvakiu, 9. mai, er eðlilega bund-
inn við lok striðsins og lausnina
undan oki nasismans, hvað svo
sem siðar hefur gerst. Það verður
ekki of oft á það minnt, að enda
þótt heimsstyrjöldinni lyki form-
lega með uppgjöf þjóðverja i
Berlin hinn 8. mai og sá dagur
beri þvi heitið „Friðardagurinn”,
þá lauk striðinu ekki i Prag fyrr
en daginn eftir. Nasistar gerðu
sér nefnilega nokkrar vonir um
að geta fengið að halda einskonar
fririki fyrir leifarnar af sinum
kjarna einmitt i Bæheimi og á
Mæri. Þetta voru svipaðar ör-
væntingarfullar ráðagerðir og hjá
Dönitz aðmirál, sem á siðustu
stundu reyndi að ná einhverskon-
ar samningum við vesturveidin.
Menn gátu ekki vitað þá — og
vita raunar ekki enn með vissu —
hversu fráleitar þessar hug-
myndir nasista voru. Til voru þau
öfl meðal bandamanna, sem vildu
semja við nasista. Og það var
a.m.k. erfitt i hernumdu landi að
vita, hverjar fregnir voru sann-
astar um gang striðsins.
Þessvegna var uppreisn tékka i
Prag fyrstu dagana i mai 1945
ekki óþörf og gagnslaus eða sýnd-
armennska, einsog stundum hef-
ur sést haldið fram. Hafi nokkur
efast um það, þá sýndi hún
bandamönnum fram á það, að
fólkið i Bæheimi og á Mæri kærði
sigekki um, að lif nasistaklikunn-
ar yrði framlengt á þeirra ætt-
jörð. Hún svipti burt þeirri blekk-
ingu innlendra og útlendra vl-
manna, að tékkar yndu svo glaðir
við sitt undir „vernd” þýskra fas-
ista.
1. maí í Prerov
Telja má, að uppreisnin hafi
byrjað 1. mai i Prerov á suðaust-
ur Mæri. Þar tóku ibúarnir stjórn
borgarinnar i sinar hendur, en
raunar ekki nema i einn dag, þvi
að uppreisnin var snarlega bæld
niður og 22 Prerovbúar skotnir i
viðvörunarskyni fyrir fólk i öðr-
um héruðum. Engu að siður kom
til þvilikra uppþota i ýmsum
borgum i Bæheimi, svosem Nym-
burk, Podebrady, Rakovnik,
Nový Bydzov, um öll Risafjöllin
og viðar. Það var um það leyti,
sem Schörner marskálkur, yfir-
maður þýsku herjanna, gaf
undirmönnum sinum þessa á-
minningu: „Minnist þess, að ekk-
ert árásarskot kemur úr þorpum,
sem standa i björtu báli”.
Hin viðtæka uppreisn hófst
hinsvegar ekki fyrr en aðfaranótt
5. mai, þegar 1600 götuvigi risu á
svipstundu i Prag einni og fregnin
um það vakti álika viðbrögð
hvarvetna um landið. Mestum
liðsafla þjóðverja var þá stefnt til
höfuðborgarinnar, þar á meðal
skriðdrekum og stórskotaliði.
Það var þvi veruleg hætta á stór-
felldu blóðbaði og að hin fagra
borg yrði lögð i rústir. Það má
ekki sist þakka það hinni hröðu
framsókn rauða hersins, að svo
varð ekki, en þeir náðu borginni
úr höndum nasista að morgni hins
9. mai. Þvi var það, að allt fram
til 1968 voru sovéskir hermenn og
skriðdrekar tiltölulega geðþekk
fyrirbæri i augum tékka.
Börðust með
rauða hernum
Það má þvi segja, að rauði her-
inn hafi að mestu frelsað Tékkó-
slóvakiu úr klóm nasista á árun-
um 1944—45. Ein herdeild tékkó-
slóvaskra útlaga barðist þó með
honum i nokkur ár. „Fyrsti
tékkóslóvaski herinn”, sem barð-
ist sem hluti af 38. sovéska hern-
um. Liðsmenn herdeildarinnar
komust yfir Karpatafjöll um
mánaðamótin nóv/des 1944 og
tóku sér timabundna varðstöðu á
austurbakka slóvösku árinnar
Ondava.
Þegar tékkóslóvösku og sov-
esku hermennirnir stigu fæti á
tékkneska grund hafði barátta
þeirra kostað miklar mannfórnir.
í tæpra þriggja mánaða bardög-
um, sem kenndir hafa verið við
Karpata-Dukla, og fram fóru á
landssvæði sem var 15—20 km að
lengd og 50—70 km að breidd,
hafði tékkóslóvaski herinn misst
6.500 hermenn og Þritugasti og
áttundi sovéski herinn 80 þúsund.
Baráttan undirbúin
Ekki var auðvelt verkefni að
byggja upp þá tékkóslóvösku út-
lagaherdeild sem siðar reyndist
svo áhrifamikil á austurvigstöðv-
unum i siðari heimsstyrjöldinni. I
febrúar 1942 mynduðu fyrstu 88
sjálfboðaliðarnir kjarna þessarar
deildar i borginni Buzuluk i Oral,
þessarar herdeildar sem siðar
vann glæsta sigra i Sokilov, Kiev,
Byelaya Tserkov og Dukla. Þetta
var á þeim tima sem útþensla
nasismans var sem mest, þegar
sovésk alþýða beitti öllum mætti
slnum til að reka af höndum sér
heri fasista, en sú barátta ýtti
mjög á eftir þrotlausri þjálfun
þessara tékka og slóvaka. Þegar
Klement Gottwald ávarpaði her-
deildina i Buzuluk i mai 1942, fyr-
ir hönd forystumanna Tékkneska
kommúnistaflokksins i Moskvu,
voru þegar i henni 600 félagar.
Klement gerði grein fyrir
tékkóslóvaskri andspyrnuhreyf-
ingu heima og erlendis og sagði
m.a.: „Andspyrna okkar erlend-
is... herdeildir okkar i Englandi, I
miðausturlöndum og einnig þið,
tékkóslóvaski herinn á lands-
svæði Sovétrikjanna.... er hluti af
viðtækri baráttu fyrir frelsi
landsins, sem þjóð okkar heyr”.
Fyrsta orrustan
Tékkóslóvaska herdeildin háði
fyrsta bardaga sinn snemma i
mars 1943 viö þorpið Sókólov, sem
vann sér nafn i sögunni fyrir hin-
ar miklu hetjudáðir og hreysti
tékkóslóvösku hermannanna, en
87 þeirra létu lifið i þessari orr-
ustu. Otakar Jaros undirforingi,
sem stjórnaði vörnum Sókólov og
var gerður að kapteini, varð eftir
fall sitt fyrsti útlendingurinn til
að hljóta titilinn Hetja Sovétrikj-
anna, rikisstjórn Sovétrikjanna
sæmdi fimmtán hermenn orðu
rauða fánans, og þannig mætti
lengi telja.
En fréttin um hetjulega baráttu
þessara manna barst ekki aðeins
út um Sovétrikin. Einnig heima i
hernumdri Tékkóslóvakiu
breiddust fréttirnar út og hvernig
sem þjóðverjar reyndu að veifa
áróðursbákni sinu, tókst þeim
ekki að hindra, að fréttirnar um
hetjudáðir tékknesku og slóvösku
hermannanna efldu hugrekki og
hag andspyrnuhreyfingarinnar
heima fyrir.
Framhald á 22. siðu.