Þjóðviljinn - 11.05.1975, Qupperneq 11
Sunnudagur 11. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Umsjón: Halldór Andrésson
Vormarkaöur
Ámunda
Þrjár breiðskífur í júní
Þó nokkuð hefur verið
gefið út af íslenskum
hljómplötum undanfarin
misseri og virðist sú þró-
un sem betur fer ekki
ætla að stansa í bráð,
þrátt fyrir efnahagsað-
stöðu landsins.
Ámundi Ámundason,
hljómplötuútgefandi með
meiru, mun gefa út þrjár
breiðskífur í næsta mán-
uði, júní.
listamönnum. A „Hrif 2” veröa
lög meö Jakobi Magnússyni,
Nunnunum, Bergþóru Arna-
dóttur frá Þorlákshöfn, 2 lög
meö Pónik og Þorvaldi, og 4 lög
með hljómsveitinni Spilverk
þjóöanna.
Á. A. mun einnig gefa út plötu
meö lögum úr teiknimyndunum
um Róbert bangsa, sem hefur
veriö i sjónvarpinu, og tók
Amundi það fram að platan
hans „Róbert bangsi” væri alls
ekki neitt skyld framlagi Dem-
ant hf.: „Róbert bangsi i leik-
fangalandi”.
Frá stofnfundi, nóvember 1973,
Fyrst ber að nefna hina vin-
sælu „hulduhljómsveit” Stuð-
menn, en nafn á þá plötu hefur
ekki fundist enn. Þá mun einnig
koma út plata sem mun hljóta
nafnið „Hrif 2”, en á þeirri plötu
verður, eins og á fyrri Hrif-plöt-
unni, samansafnað nokkrum
Ennfremur sagði Ámundi að
vestfirska hljómsveitin Ýr
myndi taka upp plötu á vegum
A. Á. I mai. Er hér um að ræða
breiðskifu og verður nafnið lik-
lega „Draumur ungu stúlkunn-
STUÐ-
MENN
„Gjugg í borgy/
(Á.Á. hljómplötur / no:
013)
Loksins kom út önnur plata
Stuðmanna, en eftir þvi sem ég
best veit var hún tekin upp um
leið, og sú fyrsta, „Honey Will
You Merry Me”, sem kom út
fyrir um það bil ári. „Gjugg i
borg” er lagið sem hefur hlotið
vinsældirnar. Það er fjörugt lag
og afar vel spilað. Á hljóðfærin
sem notuð eru, pianó, clarinett,
bassi og trommur, er leikið i
dixieland-stil og þarf enginn
Stuðmanna að skammast sin
fyrir framlag sitt. Söngvarinn i
„Gjugg i borg” er kannski ekki
neitt afbragð, en hvað með það,
okkur vantar nýjan Ómar
Ragnarsson, fyrst hann nennir
þessu ekki lengur.
Lagið hinum megin, „Draum-
ur okkar beggja”, er samið fyr-
ir sama hóp og „Minning um
mann”. Og lagið, sem i sjálfu
sér er ágætt, er vel flutt hljóð-
færalega séð, en söngurinn er
fremur lélegur. Hefur maður
sterklega á tilfinningunni að
lagið sé samið fyrir hin fjöl-
mörgu trió, sem eiga erfitt með
að ná góðum lögum og skortir
þar að auk söngvara. Og text-
inn, sem er afar illa saminn og
fáránlegur, passar lika fyrir
fyrrnefnd fyrirbrigði.
En lögin eru mjög vel spiluð
og sem betur fer varð „Gjugg i
borg” vinsælt en ekki „Draum-
ur okkar beggja”.
Félag ísl. áhuga-
manna um klassíska
gítartónlist
Félag áhugamanna um
klassíska gítartónlist hef-
ur gert nokkuð í því að
auglýsa tilveru sína á
poppsíðum dagblaðanna
undanfarið.
Fyrir um það bil mánuði sið-
an, á sunnudegi, hélt FÁKG
kynningarfund með blaðamönn-
um i kjallara Menntaskólans við
Hamrahlið og buðu þangað
poppskrifurum dagblaðanna.
En þvi miður var ég að vinna
umræddan dag og komst þaraf-
leiðandi ekki á fundinn, þvi mið-
ur. En þar sem ég hafði fengið
áhuga fyrir klassiskum gitar er
John Williams heimsótti landið
hérna i fyrra skiftið ákvað ég að
auglýsa félagsskap þeirra þrátt
fyrir það að hafa ekki heyrt i
þeim.
Félag áhugamanna um
klassiska gitartónlist var stofn-
að i nóvember 1973. Félagið hef-
ur frá upphafi verið drifið á-
fram af þeim Kjartani Eggerts-
syni og Jóni tvarssyni, en i upp-
hafi fengu þeir til liðs við sig
alla helstu áhugamenn i þessu
fagi, svo sem gitarkennara og
slika. Siðan er liðið 1 1/2 ár og
nú er félagið opið öllum áhuga-
mönnum um klassiska gitartón-
list, hvort sem þeir spila eða
ekki. Ársgjald i félagið er 1000.-
kr., en félagar eru samt enn
ekki nema um 30-40. Félagið
mun gangast fyrir minnst 6 fé-
lags- og tónlistarfundum á ári
og reyna að fá erlenda gitarleik-
ara til landsins. Félagið rekur
nótna- og bókasafn til afnota
fyrir félagsmenn og hafa nokkr-
ir félagsmenn styrkt það vel
með nótum. Myndin sem fylgir
er fra stofnfundi félagsins,
nóvember 1973. Annars mun ég
fjalla meira og betur um félagið
siðar, en þangað til vona ég að
félagsmenn aukist og áhugi fyr-
ir klassiskum gitarleik að sama
skapi.
Ðe Lonlí Blús Bojs
„STUP STUÐ SJUÐ"
(Hljómar útgáfa/006)
„Stuð Stuð Stuð”, er saman-
safn af einföldum lögum með
léttum brag og allir geta sungið
með.
Platan er gerð fyrir afar
breiðan hóp fólks og býst ég viö
að flestir hafi gaman af að
hlusta á hana. Platan er ágæt-
lega upp tekin, i London af þvi
er mér skilst. Söngur er allur
afar skir og tekstar einnig og ef
bera á þessa plötu saman við
eitthvað þá verður siðasta
stúdió plata Rió einna helst fyrir
valinu.
„Stuð Stuð Stuð” fyrsta lagið
á hlið 1 heitir á frummálinu
„Fun Fun Fun” og er eftir
Brian Wilson (Beach Boys).
CJtsetning Lónli Blú er reyndar
ekki nándar nærri jafngóð, en
textinn bjargar þvi. Lagið er
samt gott. („Fun Fun Fun” er
stórkostlegt!)
„Ást við fyrstu sýn” er eftir
einhvern Mitchell Margo, sem
ég veit engin deili á en ég man
eftir laginu, ég kem þvi bara
ekki fyrir mig! Textinn hans
Þorsteins Eggertssonar er
þrælgóður.
„Syngjum saman lag” er eftir
Gunnar Þórðarson og Rúnar
Júliusson. Lagiðkom fyrst fram
á B-hliðinni á „Kærastan kemur
til min”, það er rólegt fallegt og
vel flutt.
„Trúðu mér og treystu” er
eftir Rúnar Júliusson.
Það er i reggae stil, meö þræl-
skemmtilegum bassaleik.
„Fangi”, textinn skemmir
þetta góða lag bresku hljóm-
sveitarinnar Marmelade og
gerir það að leiðinlegasta lagi
plötunnar.
„Allt fullt af engu”. Það hlaut
að vera Jónas Friðrik væri með
besta textann. Lagið er eftir
bandarisku kántri stjörnuna
Buck Owens, eitt besta lagið.
Heim i Búðardal” er fyrsta
lagið á hlið 2. Það er eftir
Gunnar Þórðarson meö texta
eftirÞorstein Eggertsson. Þetta
er allra skemmtilegasta lagið á
plötunni og verður liklega það
vinsælasta.
„Hani krummi hundur svin”
passar einhvern veginn ekki inn
i heildina, en er ágætt þegar
maður heyrir það i morgunút-
varpinu á leiðinni i vinnuna.
Ætti samt betur heima á plötu
með Litið eitt!
„Hvað ég vil” er gamalt
Everly Brothers lag, gullfallegt
eins og flest þeirra lög voru.
Þorsteinn á heiðurinn af
islenska textanum og rétt
sleppur við að vera væminn.
„Heim til þin kona”. Loksins
kom nýtt sjómannalag! Gott lag
eftir Gunnar Þórðarson með
texta eftir Þorstein Eggertsson.
„Þetta lag gerir mig óðan” er
þrælgott, eftir Tom T. Hall (enn
ein kántri-stjarnan) með texta
eftir Þorstein. í þessu lagi fær
rödd að vera fremst og er það
fremur sjaldgæft, en vel þegið.
Góður fiðluspilari.
„Það blanda allir landa upp
til stranda” er vinsælasta lag
skærustu kántri-stjörnunnar i
dag, Merle Haggard (Youkee
from Musogee) frábært lag,
góður texti eftir Þorstein og
þrælvel sungið.
Það er fátt illt hægt að segja
um jafn skemmtilega plötu sem
þespa . Hún uppfyllir flest þau
skilyrði sem ég geri til léttrar
islenskrar tónlistar.
„Róbert í Leikfanga-
landi (Demant hf/Dl)
Þegar gefin er út barnaplata,
þarf hún að uppfylla viss skil-
yrði: söngur þarf að vera afar
skýr og hvert orð þarf að skilj-
ast. Lögin mega hvorki vera
flókin né of löng, og taktbreyt-
ingar sem fæstar og alls ekki
flóknar, þannig að börnin hafi
möguleika á að læra lögin utan-
að.
„Róbert i Leikfangalandi” er
barnaplata sem uppfyllir sum
þessara skilyrða á stundum og
stundum er þeim alls ekki fylgt.
Plötur sem þessi hafa komið út
fyrr, Kardimommubærinn,
Dýrin i Hálsaskógi, og kannski
fleiri. Róbert bangsi hefur verið
vinsæll I barnatimanum i sjón-
varpinu og sú er ástæðan fyrir
V \ M
þvi að þessi plata hefur verið
gefin út. Sögumaður Helgi
Skúlason, er mjög skýr i fram-
buröi og heldur þræðinum afar
vel. Rut Rekinalds er mjög við-
felldin i söng en henni er mis-
boðið i nokkrum lögum sem eru
of erfið fyrir hana, t.d. „Vinur
minn”. Sagan um Róbert i Leik-
fangalandi er mjög skemmtileg,
og fékk mig til þess að rifja upp i
huganum Dodda-bækurnar sem
ég safnaði eins og plötum þegar
ég var minni.
Sum lögin á plötunni eru ef til
vill full hröð og texti þar af leið-
andi illskiljanlegur og jafnvel ó-
skiljanlegur t.d. i Dýrakynning-
unni.
En i heild finnst mér platan á-
gæt sem barnasöngleiksplata og
vinnur á.
Bestu lögin á plötunni eru
„Róbert Róbert bangsi” „Bill-
inn minn” sungið af Rut
Rekinalds, „Herra Flinkur”
sungið af Pálma Gunnarssyni
og „Land Róberts bangsa”
sungiö af kórnum og er auk þess
lokalag plötunnar.