Þjóðviljinn - 11.05.1975, Page 13

Þjóðviljinn - 11.05.1975, Page 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mal 1975 Sunnudagur 11. mal 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 r r r r r F r r r r r r r r r r r r f f f \ r Saumavélar af ýmsu tagi.geröurn og aldri. Byggða- safnið á Akranesi Þau eru mörg og mis- jafnlega merk byggða- söfnin á íslandi. Flest eru þau keimlík hvert öðru, enda varla á öðru von, þar sem fjölbreytileiki var ekki mikill í íslensku þjóð- lífi gegnum aldirnar og þjóðhættir líkir um allt land. Þó er það svo, að á hverju byggðasafni er ein- hver hlutur öðrum merkari að áliti þeirra sem við munasöfnunina fást. Hlutir tengdir matargerð á tslandi fyrr. Gamall rennibekkur og önnur trésmiðatól. Safnhúsið sjálft er merkasta eign safnsins Eitt yngsta en um leið eitt skemmtilegasta byggðasafn landsins er að Görðum á Akra- nesi. Þar hefur á siðustu 20 árum risið upp byggðasafn fyrir Akra- nes og hreppana fimm sunnan Skarðsheiðar, þ.e. Innri Akranes- hrepp, Leirárhrepp, Skilamanna- hrepp, Melahrepp og Hval- fjarðarstrandarhrepp. Margt er þarna sjaldgæfra og dýrmætra muna eins og gefur að skilja. En það sérstakasta við þetta safn er það, að gamla safnhúsið, sem er raunar enn aðalsafnhúsið þótt annað nýtt sé að hluta til full- byggt, er merkasti hluturinn I eigu safnsins, húsið að Görðum, sem er elsta steinsteypta húsið á Norðurlöndum að sögn fróðustu manna. Þetta hús var byggt 1876 og gerði það sá framsýni klerkur Jón Benediktsson, sem siðastur klerka sat að Görðum. Og svo kappsamur var séra Jón að ljúka húsbyggingunni að hann lét i það allar eigur sinar, stóð uppi gjald- þrota maður á eftir. Fyrst i stað var húsið ibúðarhús eins og ætlað var i upphafi en um mörg ár var það likhús Akraness, enda stendur það fast við kirkju- garðsvegginn. Þótt heilt byggðasafn geti aldrei verið verk eins manns, þá er það nú einu sinni svo að einn maður á meiri þátt i Byggðasafni Akraness en nokkur annar og án hans hefði safnið sennilega aldrei orðið til. Þetta er sá mæti maður séra Jón M. Guðjónsson fyrrum sóknarprestur á Akranesi. Það lá þvi i augum uppi að leita til hans um upplýsingar um safnið og sögu þess. — Það hefur alltaf verið svo með mig, að ég hef gengið af lifi og sál upp i ýmsum hlutum. Þvi miður greip þessi söfnunarnátt- úra mig of seint vegna þess að Fyrsta útvarpstækið sem kom á Akranes. annað verkefni sem ég vann að kallaði sterkara á mig. Ég veit að ég hef misst af mörgum góðum munum vegna þess hve seint ég byrjaði að safna þessu saman. — Þótt svo að ég hafi byrjað svona seint hef ég alltaf haft á- huga fyrir þessum málum. Þegar ég var prestur austur undir Eyja- fjöllum hafði ég mikinn áhuga i kringum Skógasafnið. Þegar ég svo fluttist til Akraness 1946 var ég á kafi i slysavarnamálum og vann að þeim af fullum krafti fram á sjötta áratuginn. Það var svo 1955 til 1956 sem ég byrj- aði að safna munum fyrir vænt- anlegt byggðasafn. Nú,siðan hef- ur maður verið á kafi i þessu á- samt mörgum öðrum og ég hef fengiö ómetanlega hjálp við söfn- unina. Og nú siðari árin er þetta allt orðið mun formlegra. Það er komin 9 manna stjórn og 3ja manna framkvæmdastjórn að safninu, þannig að nú vinna við þetta margir menn. Þá hefur og verið byggður 1. áfangi að glæsi- legu safnhúsi, þannig að þetta er allt orðið mun myndarlegra en nokkru sinni fyrr. — Fyrir nú utan Garðahúsið, sjálft safnhúsið sem þú sagðir mér að væri merkasti gripur safnsins að þinum dómi, hvaða grip telur þú þá merkastan i eigu safnsins? — Þessu er erfitt að svara, allt eru þetta merkilegir gripir á byggðasafni Akraness og hrepp- anna hér i kring. En fyrst þú spyrð svona ákveðið þá hygg ég að mér sé óhætt að fullyrða að steinkolur frá landnámsöld, sem fundist hafa við uppgröft á nokkr- um stöðum i hreppunum, til að mynda að Brekku á Hvalfjarðar- strönd þegar grafið var þar fyrir ibúðarhúsi 1920, séu merkustu gripir safnsins. Fágætari gripi er að minnsta kosti erfitt að hugsa sér tengda sögu þessara byggðarlaga. — Svo við vikjum aðeins aftur að upphafi söfnunar þinnar, var ekki takmarkaður skilningur hjá fólki á gildi byggðasafnsins i upp- — 0, jú, þvi er ekki að neita. Ég skrifaði i upphafi bréf til allra heimila á Akranesi og bað fólk láta mig hafa gamla sögulega muni. F'yrst var tekið heldur dræmt i þetta, mér bárust aðeins örfá svör. En svo kom þetta hægt og hægt. Þá strax komst ég að þvi að ég hafði byrjað söfnunina of seint. Ég komst að þvi að mörg- um merkum munum hafði verið hent. Það tiðkaðist i þá daga að henda öllu gömlu „drasli” eins og það var kallað. Þar fór margur Safnhúsiö aö Göröum, merkasti hlutinn I eigu safnsins, elsta steinsteypta húsiö á Noröurlöndum. Merkustu munir safnsins fyrir utan safnhúsiö sjálft, steinkoíurnar sem fundist hafa viö uppgröft á ýmsum stööum I Borgarfiröi. góður gripur fyrir Iitið. Nú, en eftir að svolitil mynd fór að koma á þetta hjá mér jókst áhugi fólks og nú er engum gömlum mun kastað án þess að ekki sé haft samband við mig áður. Þá hef ég og fengið loforð fyrir mörgum góðum gripum hjá fólki eftir daga þess. Þessum gripum hefur það þegar ánafnað safninu eftir sinn dag. — Hvérnig er safnið fjármagn- að? Safnið er sjálfseignastofnun, en hrepparnir fimm og Akranes- kaupstaður leggja árlega fram styrk til safnsins og eins er til hér á Akranesi sérstakur sjóður sem safnið fær árlegan styrk úr. Nú sem stendur er fjárhagur safns- ins þröngur, vegna þess að sl. sumar var lokið við byggingu nýs safnhúss, þ.e.a.s. eins áfanga þess. Það sem nú er búið af safn- húsinu eru 2/5 hlutar þess. Að sjálfsögðu var þetta dýr fram- kvæmd þannig að við verðum að búa við þrengri kost en ella hjá safninu um stund. — Þegar þú talar um nýja safn- húsið man ég það að ég gleymdi að spyrja þig hvenær safnið var opnað? — Byggðasafnið var opnað 13. desember 1959, svona heldur fá- tæklegt i fyrstu, en smám saman hefur það aukist að munum og rikidæmi þannig að ég hygg aö það standi all-vel miðað við önnur byggðasöfn'i landinu. — Þegar safnað hefur verið gömlum munum i þetta langan tima á ekki stærra svæði en hér um ræðir, má þá ekki segja að þetta svæði sé orðið tæmt af eigu- legum munum fyrir safnið nema "éitthvað sérstakt finnist? — Nei, það held ég ekki. Ég hygg að nokkuð vanti uppá að þessi söfnun sé tæmd. Ég veit að enn eru til munir sem myndu auðga safnið. Suma þessara muna hefur fólk ánafnað safninu eftir sinn dag eins og ég sagði þér áðan, en samt eru til munir sem safnið hefur ekki fengið loforð fyrir en þyrfti nauðsynlega að eignast. — Veistu hvað marga muni safnið á? — Ég man það nú ekki, en þeir skipta orðið þúsundum. Með til- komu nýja safnhússins verður hægt að gera safnið betur úr garði en verið hefur. Það er meining okkar þegar allt nýja safnhúsið er komið upp að skipta safninu i deildir. Ég tel það alveg nauðsyn- legt en til þess hefur okkur skort húsrými og gerir raunar enn, þótt þessi fyrsti áfangi nýja hússins sé tilbúinn. Þvi fer fjarri að við get- um sett upp og sýnt alla þá muni sem safnið á og við getum það ekki fyrr en allt safnhúsið er komið upp, og ég vona að þess verði ekki langt að biða, sagði séra Jón M. Guðjónsson að lok- um. —S.dór Munir tengdir simstööinni á Akranesi. I i I s

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.