Þjóðviljinn - 11.05.1975, Síða 16

Þjóðviljinn - 11.05.1975, Síða 16
16 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 11. mai 1975. JÓHANNES EIRÍKSSON SKRIFAR UM ÚTILÍF SMA- MUNIR Maður kom til min og sagði: — Þetta eru ansi góðir þættir hjá þér, en ertu ekki með heldur fábrotnar örnefnalýsingar? Vegna annarra sem svona hugsa verð ég vist að gera smá játningu. Að þvi leyti sem þessir þættir munu fjalla um afmarkað svæði eða landslag og leiðir, mun ég nota svo fá örnefni sem ég kemst af með . Ég held að lesendum blaðsins sé ekki greiði ger með hálfkáks landlýsingum, heldur mun ég freista þess heldur að vekja áhuga hjá þeim sem ekki hafann fyrir útivist og landskoðun. Þessir þættir verða hugleiðingar ög rabb og engin tilraun til visindalegra vinnu- bragða. Sumir menn safna fri- merkjum, bjórflöskum, vindla- hringjum, margir safna örnefn- um. Þegar maður ferðast með fólki um landið i langferða- bilum, heyrir maður það telja upp fjöllin, fossana, bændabýlin og alian fjandann I sveitum sem eru þvi að öðru leyti gerókunn- ugar. Allur þessi lærdómur er fengin af kortum, árbókum og handbókum. Sjálfur hef ég aldrei lagt á mig minnsta erfiði i þessum sökum. Aldrei hefur hent mig að þaullæra örnefni einhvers landsvæðis áður en ég kynnist þvi að einhverju marki likamlega, þreifa á þvi, ef svo má segja. Ef þekking á að vera einhvers virði, má samhengið ekki skorta. Ekkert þýðir að troða örnefnum inn i þann sem engan áhuga hefur á landi sinu, en þegar áhuginn er fenginn mun fróðleiksfýsnin ekki láta á sér standa og mun þá lesandinn sjálfur afla sér miklu meiri fróðleiks heldur en þessir þættir nokkurn tima gætu miðlað. XXX Eitt kvöld fyrir skömmu þegar sólin var að sökkva oni sæinn gerði ég mér ferð I örfirisey til þess að endurnýja gömul kynni. Æ, þessar sifelldu breytingar. Fyrst man ég eyjuna sex-sjö ára patti. Það var sjómannadagur og hátiða- höldin voru á eyjunni. Mann- fjöldinn streymdi fram og aftur um eyjuna og Grandann i hátiðaskapi. Þarna var kapp- róður, reiptog og sund. Þegar pabbi var búinn að sýna mér skipin, sem hann þekkti vel, sjó- maðurinn sjálfur, fórum við niður i fjöru að fleyta kerlingar. Og dunduðum lengi. Siðan gengum við framhjá tjörninni sem var I miðri eyjunni og alla leið útá klappirnar vestast. óteljandi sinnum hef ég siðan gengið Grandann og vestur á klappirnar og alltaf er eyjan sjálf að breytast. Þarna risa smám saman allskonar mann- virki og grasið hörfar og hörfar. Fyrir löngu var maður búinn að venjast oliustöð Esso og sætta sig við hana. Þrátt fyrir oliu- geymana var unnt að njóta sólarlagsins á klöppunum góðu. Hvað er svona merkilegt við þessar klappir? kynni nú einhver að spyrja. Það er nú það. Jú þær eru afskaplega svipmiklar og fallegar. Þar er sólarlagið fegurst i vestur- bænum. I þær eru höggnar alls- konar áletranir og nöfn sem vekja rómantiskar eða ángur- værar hugsanir. Á einum stað eru letruð orðin MEMENTO MORI (minnstu dauðans). Sumir telja að sú áletrun sé frá dögum Hólmskaupstaðar. Það er kynlegt að án þess að nokkur tæki eftir eða um hafi verið rætt opinberlega hefur Shell fengið að reisa þarna tvo stóra oliugeyma sem girða næstum alveg af vesturenda örfirseyjar. Einu sinni var talað um mikla eld- og sprengi- hættu af geymunum þarna, auk hættuvegna oliuleka. Nú virðist sú hætta ekki vaxa i augum. Þessir geymar skyggja vist ekki á útsýni þeirra hjá útvarpinu, þvi er nú fjárans ver. glens Rannsóknarleiðangurinn hafði brotist inn i svartasta frumskóg- inn. Þar hittu þeir einn af þeim innfæddu, sem sat og barði trommu. — Hvað ert þú að gera? spurði fyrirliði leiðangursins. — Við höfum ekkert vatn. — Einmitt. Og þú ert að reyna að bliðka regnguðinn? — Kjaftæði er þetta! Ég er að kalla á pipulagningarmanninn. o Lögfræðingurinn var að lesa erfðaskrána upp fyrir ekkjuna. — Nei, þetta er ekki mislestur hjá mér. Hann hefur arfleitt Rannsóknarstofnun Háskólans að öllum sinum peningum, en yður að heiianum úr sér. Þú verður að lofa að verða ekki reiður yfir þvi sem ég ætla að segja þér... — Þetta er mikið fyrirmyndar- land, sem viö iifum i. Hér þarf enginn að deyja án læknishjálp- Forstjórinn hallaði sér sjálfs- ánægður aftur á bak i stólnum og horfði rannsakandi á unga mann- inn: — Jæja, já, svo þig langar til að verða tengdasonur minn. — Nei, hreint ekki, en ef ég kvænist dóttur yðar kemst ég vist ekki hjá þvi. O Amerikanarnir tveir voru að tala um landbúnað: — Ég man eftir sumrinu ’37, þegar við ætluðum að fara að hirða uppskeruna. Kornið var svo lágt, að við urðum að sápubera akurinn og raka hann. Það var sko þurrkur i lagi! — Þurrkur!! Árið ’49 var svo mikill þurrkur hjá okkur i Ari- zona að trén slitu upp rætur sinar og hlupu á eftir hundunum! Glæpon westur i Sikagó stóð frammi fyrir réttinum, ákærður um að hafa misþyrmt eiginkonu sinni. Meðan á yfirheyrslunum stóð yfir veslings konunni sagði dómarinn: — Þér hafið aðeins eitt eyra, og samkvæmt vitnisburði lækna er öruggt að það hefur verið bitið af yður. Hver gerði það? Konan gaut áugunum hræðslu- lega i átt til eiginmannsins og hvislaði skjálfandi röddu: — É.... ég gerði það sjálf.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.