Þjóðviljinn - 11.05.1975, Page 22
22 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mai 1975.
Utgáfufélag
Þjóðviljans
Marbendill
Framhald af bls. 17.
„Arið 1733 kom dýr sem liktist
manni, upp úr maga á stórum
hákarli við Tálknafjörð i Barða-
strandarsýslu. Allir sem sáu
þetta, þóttust þess vissir, að
þetta væri marmennill, en ekki
maður. Sfra Vernharður
Guðmundsson, nú prestur i
Otrardal, hefur skýrt mér
bréflega frá dýri þessu og lýst
því eins nákvæmlega og unnt
var eftir þeim lýsingum, sem
ýmsir sannorðir menn sem
dýrið höfðu skoðað, gátu látið
honum í té, og skal hér tilfærður
útdráttur úr skýrslu séra Vern-
harðs. Neðri hluta dýrsins
vantaði með öllu, en eftir var
efri hlutinn niður að mjöðmum.
Efri og ne'öri hluti kviðarins
voru ýmist mjög skaddaðir eða
algerlega á brottu. Bringubeinið
var heilt. Stærðin var lik og 8-9
ára gamall drengur. Höfuðlagið
var likt og á manni. Hnakka-
beinið var hvasst og útstætt.
Hnakkagrófin var mjög djúp.
Eyrun voru furðu stór og náðu
langt aftur. Tennurnar voru
langar og keilulaga og liktust
framtönnum i steinbit. Tungan
stutt og breið. Augnaliturinn
likastur og i þorski. Hárið á
höfðinu var langt, stritt og
svart á lit. Liktist það helst
þursaskeggi og náði það niður á
herðar. Ennið var hátt og boga-
dregið að ofanverðu. Húðin ofan
augnabrúna var mjög hrukkótt.
Brúnahár voru engin og hvergi
hár sýnileg á skrokknum
nema á hausnum, eins og
þegar er getið. Skinnið, bæði
á hausnum og skrokknum
var ljósgulmórautt. Nasirnar
voru tvær einsog i manni.
Dældin undir miðsnesinu mjög
djúp. Hakan litið eitt klofin,
axlimar háar, en hálsinn harla
stuttur Handleggirnir svöruðu
sér, og á höndunum voru 5
fingur, sem þaktir voru húð og
holdi, en svo grannir, að þeir
liktust helst karlprjónum úr
þorski. Brjóstið var likt og á
manni. Geirvörtur sáust varla.
Hryggurinn var likur i manni,
en rifin mjög brjóskkennd. Þar
sem húðin hafði nuddast burtu,
svo að sá i ketið, var það svart
og grófgert likt og selaket.
Dýrið lá vikutima i fjörunni, en
var að lokum kastað i sjóinn
aftur. Þannig hljóðar þessi
marmennilssaga. Þegar á það
er litiö, hversu mjög dýr geta
breyst við að liggja i hákarls-
maga um langan tima og einnig
það, að fiskar þessir éta menn,
þá mundi égfreistast til að trúa,
aö þetta hafi verið maður, ekki
sist þegar þess er einnig gætt
hvemig imyndunaraflið getur
leitt menn i gönur, þegar þeir
eru sannfærðir um að hafa eitt-
hvað annað fyrir sér en það
raunverulega er.”
(Landnámabók, Hálfs saga og
Hálfsrekka; Þjóðs. Jóns Arna-
sonar; Ferðabók Eggerts og
Bjama).
30 ár
Framhald af bls. 10.
Eftir orrustuna við Sókólov var
hersveitin endurskipulögð við
Nóvókópersk og taldi þá 3500
manns. 1 byrjun nóvembermán-
aðar 1943 lagði þessi herdeild að
eigin frumkvæði i árás á Kiev og
komst 6. nóvember til árinnar
Dnjepr fyrst árásarherjanna. Ki-
ev, höfuðborg sovésku Úkrainu,
hafði verið frelsuð...
Frelsunin
En enn var langt frá að bardög-
um væri lokið.
Um áramótin 1943—44 juku
tékkóslóvaskir hermenn enn á
frægð sina i orrustunum um Rúda
og Myelaya Tserkov, enn siðar
með árásinni á Ostrózany og við
fleiri tækifæri. 1 mars 1944 var
herinn fluttur til vesturhluta
tJkrainu til að styrkja 45.000 Vol-
ynia-tékka sem þar bjuggu. Full
tólf þúsund gengu i tékkóslóvösku
herdeildina, auk fjölmargra sló-
vaskra hermanna sem kærðu sig
ekki um að þjóna fasistastjórn
Tisós. Þá varherdeildinni breytt i
Fyrsta tékkneska herinn i Sovét-
rikjunum. Þegar uppreisn sló-
vösku þjóðarinnar braust út 29.
ágúst 1944 var þessi her ásamt
Þritugasta og áttunda sovéska
hernum sendur til árása i Kar-
Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans
verður haldinn miðvikudaginn 14. mai
1975 kl. 20.30 að Grettisgötu 3.
Dagskrá samkvæmt félagslögum
Framkvæmdastjóri og ritstjórar Þjóðvilj-
ans ræða um fjármál og útgáfu blaðsins.
Stjórnin
Viðlagasjóður
auglýsir
Með tilvisun til 3. gr. laga nr. 4/1973 um
neyðarráðstafanir vegna jarðelda á
Heimaey og með hliðsjón af reglugerð nr.
62/1973 um Viðlagasjóð hefur stjórn
Viðlagasjóðs ákveðið að greiða atvinnu-
fyrirtækjum i Vestmannaeyjum bætur
fyrir tekjumissi á árinu 1973 af völdum
jarðeldanna. Bætur fyrir tekjumissi geta
fengið þau fyrirtæki, sem ráku atvinnu-
starfsemi i Vestmannaeyjum i janúar 1973
og höfðu þar skráðar aðalstöðvar sinar,
önnur en þau, sem fengu eignatjón sitt
bætt, sem altjón.
Einnig eru undanskilin rikisfyrirtæki,
bankar og sparisjóðir. Bótunum skal ein-
göngu varið til að greiða lausaskuldir
fyrirtækjanna og tryggja áframhaldandi
rekstur þeirra i Vestmannaeyjum og
tryggja áframhaldandi rekstur þeirra i
Vestmannaeyjum. Umsóknir um bætur
skal senda skrifstofu Viðlagasjóðs i
Reykjavik eða Vestmannaeyjum i siðasta
lagi fyrir lok júnimánaðar 1975. Umsóknir
sem berast fyrir lok skrifstofutima 21. mai
1975 verður reynt að afgreiða hið skjót-
asta.
Umsóknum þurfa að fylgja eftirtalin
gögn: 1) efnahags og rekstursreikningur
fyrir árin 1972 og 1973 2) skrá um fjölda
slysatryggðra vinnuvikna á árunum 1972
og 1973, staðfest af skattstjóra 3) veðbók-
arvottorð vegna atvinnuhúsnæðis 4) skrá
um áfallna vexti af stofnlánum á árunum
1972 og 1973.
VIÐLAGASJÓÐUR
TILBOÐ
Óskast i eftirtaldar bifreiðar. er verða til
sýnis þriðjudaginn 13. mai 1975, kl. 1-4 i
porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7:
Chevrolet Nova fólksbifreið árg.1973
Peugeot 404 diesel fólksbifreiö ” 1974
Plymouth Valiant fóiksbifreið ” 1971
Volkswagen 1200 fólksbifreið ” 1973
Volkswagen 1200 fólksbifreið ” 1973
Ford Bronco ” 1968
Chevrolet sendiferðabifreiö ” 1967
Ford Transit sendiferðabifreið ” 1971
Ford Transit sendiferðabifreið ” 1970
Ford Transit sendiferðabifreiö ” 1970
Ford Transit sendiferöabifreið ” 1970
Land Rover benzin ” 1968
Gaz 69M torfærubifreiö ” 1970
UAZ 452torfærubifreiö ” 1968
Mercedes Benz sendiferöabifreið ” 1960
Til sýnis á athafnasvæði Pósts og sima að
Jörfa:
Bedford 2ja drifa spilbifreið 2 stk. Johnson snjósleðar 2ja tonna færanlega blllyfta Strong Lift árg.1966
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5:00 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðun-
andi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS | BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
patahéruðunum. og 6. október
1944 börðust hermenn þessa hers i
fyrsta sinn á fósturjörð sinni.
Eftir að hafa farið yfir
Karpatafjöllin beið þeirra mikil
orrusta nálægt Liptovský Miklu-
lás, I nágrenni Háu og Lágu
Tatrafjalla og viðar, en styrkur
Fyrsta tékkneska hersins hélt á-
fram að vaxa. t bardögunum i
Slóvakiu og siðar á Mæri árið 1945
frelsaði hann 450 borgir og þorp.
Á þessu timabili lagði herinn að
baki 400 km bardagasvæði og
braust gegnum 14 áður ósigrandi
varnarlinur óvinanna.
Gleymum ekki
Fyrstu tékkóslóvösku skrið-
drekarnir komu til Prag 10. mai
1945, daginn eftir hina miklu
frelsisgöngu sovésku herdeild-
anna. Og 17. mai áttu pragbúar
þess kost að sjá sveitir Fyrsta
tékkneska hersins á Gamla torgi.
Þar marséruðu þær hersveitir
sem komið höfðu frá Sovétrikjun-
um, berandi striðsfána sina. ,,Við
vorum aðeins örfáir þegar við
byrjuðum i Buzuluk”, segir Lúd-
vik Svóbóda hershöfðingi, siðar
forseti Tékkóslóvakiu, i bók sinni
,,Frá Buzuluk til Prag”.
,,Og nú mynda þessir piltar
sem marsera hér sextiu þúsund
manna öflugan her”.-------Það
er rétt að margir þeirra komust
ekki alla leið. Um 4.000 féllu fyrir
frelsi föðurlandsins, þúsundir
særðust á orrustuvöllunum. En á
tuttugu og sex mánaða baráttu-
tima gerðum við 24.600 óvinaher-
menn óviga. Aðeins þessi eina
staðreynd sýnir, að við börðumst
ekki illa”.
x X x
Þrjátiu ár eru siðan striðinu
lauk I Prag, striði sem kostaði
margar evrópuþjóðir meiri þján-
ingar og fórnir en orð fá lýst. 1
bókinni um feril tékkóslóvösku
herdeildarinnar, sem barðist svo
hetjulega fyrir frelsi þjóðar sinn-
ar, minnir Svoboda á, að aldrei
megi gleyma hve auðveldlega
tékkar glötuðu frelsi sinu og hve
mikla erfiðleika og fórnir það
kostaði að endurheimta það.
Litið inn
Framhald af 24. siðu.
vinnu þar. Aðalframleiðsla
verksmiðjunnar er lifur I dósum
og lifrarpasta, þe. hrogn og lifur,
og svo sjólax.
Sem sendur er litil vinna við
niðurlagninguna, aðeins sex til
átta konur þar við störf daginn
sem við litum inn, þar sem hrá-
efni vantar. En þvi meira var að
gera I frystihúsinu.
Að sögn Más Láurssonar verk-
stjóra byrjaði vinnan aftur 21.
mars og hefur oftast verið unnið
10 tima á dag. Yfirleitt er tiu tima
vinna I húsinu og oft unnið
laugardaga, en helst ekki sunnu-
daga, sagði hann. 70 manns vinna
þarna að staðaldri og fer uppi
hundrað á sumrin þegar skóla-
fólkið bætist við, en þá taka
reyndar margar kvennanna sér
fri.
Már verkstjóiihefur mátt reyna
það sem fáir aðrir ef nokkur hefur
upplifað, sem betur fer: Að lenda
tvisvar I náttúruhamförum sem
eyðilagt hafa vinnustað hans.
Hann er vestmannaeyingur og
starfaði i Eyjum I frystihúsi, sem
varð hraunnóðinu að bráð, en
flutti til Neskaupstaðar eftir gos-
ið. Sjálfur tekur hann þessu þó
léttilega og lætur nægja að segja:
— Þetta fer að verða vant!
Hann segist ekki ætla aftur til
Vestmannaeyja, amk. ekki að svo
stöddu.
— Ég kann ágætlega við mig
hérna, enda llfið svipað, þetta
byggist allt á sama hlutnum, fisk
og aftur fisk. Og fólkið hér er dug-
legt eins og i Eyjum.
Það kom fram að verkafólkið i
frystihúsinu hefur ekki notfært
sér heimildina til fastráðningar
og þar meö ákveðinnar kaup-
tryggingar, sem samið var um i
kjarasamningunum I fyrra.
Hversvegna ekki?
— Fólk hefur einhvernveginn
ekki haft áhuga á þvi hér, svarar
Már. Það hefur heldur ekki komið
til að fólk yrði atvinnulaust, og
konurnar vinna það mikið, að þær
fremur fagna þvi en hitt ef það
dettur dagur úr.
Það er unnið eftir bónuskerfi i
húsinu, svokölluðum nýtingar-
bónus og þrátt fyrir galla þess,
sem Már sagðist viðurkenna,
áleit hann kostina meiri, amk.
þar sem um jafn vanan og góðan
vinnukraft væri að ræða og I þessu
frystihúsi.
— Konurnar þurfa ekki að
vinna nema með sinum venjulega
hraða til að ná bónusgreiðslu,
sagði hann. Þær bera meira úr
býtum og nýting á- hráefninu er
miklu meiri og betri.
— Ókostirnir þá?
— Jú. Stundum myndast
spenna og óþægilegt andrúmsloft
á vinnustaðnum. En það fer eftir
ýmsu. Mér fannst td. mun meiri
spenna i bónusnum I Vestmanna-
eyjum en hér, enda var þar alltaf
talsverð hreyfing á vinnuafli. Hér
er þetta jafnara og mest samí
vinnukrafturinn, og þá kemur
þetta betur út.
Og konurnar, sem spurðar voru
um bónusinn, þær Kristin
Friðbjörnsdóttir og Llna Karls-
dóttir, tóku I sama streng.
— Bónusinn er svo spennandi,
sögðu þær, og tíminn þá miklu
fljótari að liða. '
— Hvernig er hægt að vita
hvenær komið er uppl þakið á
bónusnum?
— Maður þjálfast i þvi. Viö
kunnum núorðið að passa okkur
að vinna ekki of hratt. En auð-
vitað er þetta slitandi. Fiskvinna
er þreytandi vinna, þótt maður
finni kannski aðallega til þreyt-
unnar, þegar heim kemur, sér-
staklega þegar unnið er I bónus-
num þvi þá hugsar maður ekki
um annað á meðan.
Þær Kristln og Lina sögðu, að
það væru að langimestu leyti hús-
mæður sem ynnu I frystihúsinu og
ætti það kannski sinn þátt i að
fastráðningar-ákvæðið hefur ekki
verið notaö.
— Við viljum geta tekið reglu-
lega langt sumarfri, sögðu þær,
lengra en við ættum rétt á ef viö
værum fastráðnar. Flestar
konurnar hér taka sumarfri i tvo
mánuði eða jafnvel rúmlega það,
enda er daglegi vinnutlminn
langur og þegar húsverkin bætast
við verður þetta nokkuö mikið,
svo við teljum okkur vel aö hvild-
inni komnar á sumrin.
Þær sögðu, að konurnar hlypu
yfirleitt heim I hádeginu til að
borða og taka til eitthvert snari
handa fjölskyldunni og svo væri
aftur hlaupið heim og eldað eftir
klukkan sjö, sem þýddi að vinnu-
tlma þeirra lyki amk. ekki fyrr en
9 þegar búið væri aö ganga frá.
En auðvitaö þarf sitthvað fleira
að gera á heimilinu en elda mat-
inn og það er þá gert seinna á
kvöldin eða um helgar.
— Annars getum viö ekkert
verið að barma okkur, sem eigum
uppkomin börn, sagöi Kristln, en
fyrir þær konur sem eru með litil
börn heima er þetta óskaplegt
vinnuálag.
— En það er mjög gott að vinna
hérna, sagði hún að lokum, og
undir þaö tóku konurnar I kring-
um hana. —vh
Indiana Garibaldadóttir látin
Indiana Garibaldadóttir hús-
vörður lést á elliheimilinu Grund
nú I vikunni og fer útför hennar
fram kl. 3 á mánudag frá Foss-
vogskapellu.
Indiana var eina konan, sem á
kreppuárunum sat I fangelsi fyrir
verkalýðshreyfinguna, þegar of-
sóknir gegn kommúnistum voru
hvað harðastar. Hún var gift Lofti
Þorsteinssyni, formanni Félags
járniðnaðarmanna. Siðustu árin
var hún húsvöröur við Lindar-
götuskóla.
Þjóðviljinn mun minnast Indi-
önu á þriðjudag.