Þjóðviljinn - 01.06.1975, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júni 1975
DWÐVHHNN
MÁLGAGN S-QSÍAUSMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
,0G ÞJÖÐFRELSIS
tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kijstjórar: Kjartan Ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Vilborg Haröardóttir
Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar:
Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
í FYLLSTU ANDSTÖÐU VIÐ ANDA OG
TILGANG STJÓRNARSKRÁRINNAR
Morgunblaðið segir i fyrradag, að vald-
niðslulögin gegn verklýðshreyfingunni séu
sett af löglega kjörinni rikisstjórn með
löglegum hætti samkvæmt stjórnarskrár-
heimild og þvi beri þegnunum að hlýða
möglunarlaust. Svona einfalt er vanda-
málið ekki. Islenskt lýðræði er EKKI i þvi
fólgið að þegnarnir kjósi þingmenn á fjög-
urra ára fresti og siðan geti rikisstjórn
sem meirihluti þingsins velur stjórnað að
eigin geðþótta án tillits til fólksins i
landinu. Alþingi situr að störfum meiri-
hluta ársins vegna þess að það á að fjalla
um mál og taka ákvarðanir fyrir opnum
tjöldum, og meginstörf alþingis eru þau að
leggja vandamálin fyrir þjóðina jafnóðum
og þau ber að, taka mið af viðhorfum al-
mennings og almannasamtaka og ganga
siðan frá ákvörðunum i heyranda hljóði.
Þessi formlega og óformlega samvinna
þjóðar og þings er meginundirstaða lýð-
ræðis á íslandi og á rætur sinar allt aftur i
þjóðveldistima. Þær rikisstjórnir sem
unnið hafa af skynsemi hafa ævinlega
gætt þess vandlega að lagasetning um
mikilvæg atriði eigi nægilega traustan
bakhjarl i almenningsálitinu. Enda hefur
reynslan að sjálfsögðu sannað það marg-
sinnis að lög sem brjóta i bága við sið-
gæðisvitund og réttlætiskennd almennings
standast ekki nema skamma stund.
Það er vissulega rétt að rikisstjórnir
hafa stjórnlagalega heimild til þess að
gefa út bráðabirgðalög, þegar alþingi
gegnir ekki störfum. En slik lagasetning á
að vera alger undantekning og neyðarúr-
ræði, ef upp koma alvarleg og ófyrirsjáan-
leg vandamál utan þingtima, og þá er sér-
staklega mikilvægt að rikisstjórn hafi
dómgreind til þess að meta réttilega og á
sanngjarnan hátt viðhorf almennings.
Þessa grundvallarreglu hefur núverandi
rikisstjórn þverbrotið. Þegar hún rak
alþingi heim fyrir hálfum mánuði var
stöðvun rikisverksmiðjanna hafin og
vandamálin fyrirsjáanleg. Rikisstjórnin
var margsinnis um það spurð siðustu daga
þingsins hvernig hún ætlaði að halda á
samningum við verkafólk i verksmiðjun-
um, vegna þess að á þeim vinnustöðum
var rikisstjórnin beinn samningsaðili. Frá
rikisstjórninni fengust hins vegar engin
svör. Það er nú ljóst að alþingi var rekið
heim til þess að ráðherrarnir hefðu tök á
að beita valdi. Með þeim vinnubrögðum
hefur rikisstjórnin þverbrotið grund-
vallarreglur þingræðis og lýðræðis, þótt
hún flíki heimildum stjórnlaga er hún að
traðka á raunverulegu inntaki þeirra.
Alþýðubandalagið krafðist þess áður en
alþingi var rekið heim að rikisstjórnin héti
þvi að beita ekki bráðabirgðalögum til
þess að reyna að ráða til lykta kjaradeil-
um þeim sem hafnar voru eða voru fyrir-
sjáanlegar, heldur yrði alþingi kvatt sam-
an til aukafunda ef rikisstjómin efndi til
öngþveitis með stefnu sinni i efnahags- og
atvinnumálum. Rikisstjómin fékkst ekki
til þess að gefa nein slik fyrirheit. Alþýðu-
bandalagið hefur nú itrekað þessa kröfu
formlega með bréfi til rikisstjórnarinnar.
Þá hafa stjórnarandstöðuflokkamir þrir
tekið upp samvinnu sin á milli til þess að
reyna að koma vitinu fyrir rikisstjórnina,
fá hana til þess að afturkalla bráðabirgða-
lögin og ganga frá samningum á eðlilegan
hátt, en þar vantaði aðeins herslumuninn
þegar valdinu var beitt. Mun þjóðin að
sjálfsögðu fylgjast vandlega með þvi hver
viðbrögð rikisstjórnarinnar verða.
Sú barátta sem Alþýðusamband íslands
og verkafólk við Sementsverksmiðju,
Áburðarverksmiðju og Kisiliðju heyja er
mjög örlagarik. Hún sker ekki aðeins úr
um það hverjum árangri launafólk nær i
hinni óhjákvæmilegu sókn sinni fyrir
bættum kjörum og auknum réttindum,
heldur er hún orðin barátta gegn hroka og
valdniðslu stjórnarvalda, fyrir virku lýð-
ræði og þingræði á íslandi. Á þvi er enginn
vafi að allur þorri islensku þjóðarinnar
ætlast til þess að haldnar verði i heiðri
hinar fornu meginreglur um lifandi sam-
ráð þings og þjóðar, um lög sem sæki bak-
hjarl sinn i réttarvitund almennings. Ef
svo óliklega færi að núverandi rikisstjórn
tækist að halda valdniðslu sinni til streitu,
gæti eftirleikurinn orðið óvandaðri og
hroki ráðherra birst á æ fleiri sviðum. Þvi
getur það skipt miklum sköpum að þjóðin
beiti öllum tiltækum ráðum til þess að
hnekkja þeim bráðabirgðalögum sem sett
voru 29. maí i fullkominni andstöðu við
anda og tilgang stjórnarskrárinnar og is-
lenska Iýðræðishefð. —m.
JÓHANNES
EIRÍKSSON
SKRIFAR
UM ÚTILÍF
Að baki Esju
1 slðasta þætti gengum við um
Hvalfjarðarfjörur. Nú langar mig
að vekja athygli bilafjölskyldna á
skemmtilegri ökuleiðsem tilvalið
er að fara á góðviðrisdegi. Bæði
vegarins vegna og sakir fegurðar,
gerir þessi leið þær kröfur til bil-
stjóra að þeir aki hægt mjög
hægt, með hreinar rúður, and-
skotist ekki á flautunni, og taki
helst ekki framúr.
Skömmu eftir að komið er yfir
Tiðasskarð verður fyrir okkur
vegur á hægri hönd, merktur
Eyrarfjallsvegur. Við skulum
fara þennan veg sem liggur bak
Esju sem er tröllslega hrikaleg
þama i mótsögn við heidur hvers-
dagsleg örnefni, flest nema
Eilifsdalur, sem er skuggaleg
hömrum girt kvos i Esjuna.
Þegar komið er fyrir Eyrafjallið
opnast dágóð sýn yfir vesturhluta
Kjósarinnar, sem er svipfrið vel.
Siðan fylgir vegurinn fjallinu og
brátt erum við aftur á þjóðvegin-
um inn Hvalfjörð. Þetta var eins
og stutt aukamynd í bió. Við tök-
um næsta þverveg og ökum aftur
til hægri, en nú uppmeð Meðal-
felli sunnanverðu, milli þess og
vatnsins. Meðalfellsvatn er
undurfallegt, þótt nú orðið sé
varla hægt að drepa niður fæti við
norðurbakka þess fyrir sumarbú-
stööum. Mér er I barnsminni að
ég dvaldi 5 ára patti nokkra daga
i sumarbústað vinafólks þarna
við vatnið. Þetta var ævintýra-
heimur reykjavikurbarni. Einn
daginn gengum við krakkarnir
upp á Meðalfell. Með mér var
stúlka jafngömul og önnur
litiðeitt eldri sem hafði forystu.
Ég man ekki annað en okkur hafi
gengið prilið vel og ekki verið
svimagjarnt. En þegar maður ek-
ur þarna hjá i dag skilur maður
ekki hvernig svo ungir krakkar
hafi komist þarna upp brattar
skriður og kletta, og yrði sjálfsagt
ekki um sel að horfa á eftir sinum
krökkum þarna upp.
Afram förum við, upp fyrir
Meðalfell, og brátt blasir við veg-
legur skáli og kirkja i brekku
handan við ána. Þetta er Vindás-
hlið, þar sem KFUK rekur
sumarbúðir fyrir stúikur á sumr-
in. Þarna var konan i dvöl, og
Möðruvellir, Laxá, Sandfell og aOdragandi Kjalar.
þangað fara dæturnar eftir þvi
sem aldurinn leyfir, enda hlýtur
þetta að vera skemmtilegur stað-
ur fyrir börn. Hliðin er vaxin
kjarri i skjóli fyrir norðanáttinni
og um grundirnar fyrir neðan
liðast áin, en ákaflega svipfagurt
og reglulega lagað fjall er fyrir
ofan staðinn, Sandfellið um 400
metra hátt. Af Sandfellinu hlýtur
að vera fagurt um að litast og
ekki nema hæfilegur gangur fyrir
stelpurnar i Vindáshlið. Við kom-
um að vegamótum og getum ann-
að af tvennu, lokið hringleið um
Kjósina og ekið niður með Laxá
handan Meðalfells og undir Brött-
um hliðum Reynivallaháls eða
haldið áfram upp i Kjósarskarð.
Og það gerum við. Handan við
Vindáshlið, en dálitið ofar er bær-
inn Irafell undir samnefndu felli,
og trafellsmóra þekkja allir af
þjdösögnum. Skammt austar eru
ásar tveir rétt við veginn með
lyngbrekkum, Langiás og Stelpu-
ás. Þar er gott að á og taka upp
slna nestistösku, þvi að fegurðin
þama i kring um mann örvar
matarlystina, og sú ró sem fylgir
þvi að matast i fögru umhverfi
hjálpar manni að komast i snert-
inu við það.
Nú, þegar við höfum snætt nægju
okkar, höldum við áfram. Æ, ég
gleymdi Svinaskarðinu. Rétt áður
en við komum móts við Irafell
blasir við talsverður dalur milli
Esju og Skálafells. Það er Svina-
dalur. Ýmsir hlutar þess fjall-
garðs sem við köllum Esju, hafa
séstök nöfn. Austast eru Mó-
skarðshnjúkar og milli þeirra og
Skálafells er Svinaskarð, gömul
þjóðleið milli Mosfellssveitar og
Kjósar, auðfarin leið. Handan
Skálafells er svo Kjósarskarð,
þar sem við erum nú stödd. Á
vinstri hönd eru viðlend heiðar-
lönd, Kjölur, en hálendisbrúnin
brött með kletta og djúpskorna
hamra og gil uns heiðin breiðir úr
sér ofan Stiflisdalsvatns og leiðin
styttist að Þingvallavegi. Alla
þessa leið hefur vegurinn verið
frekar mjór kannski, en þó mjög
góður af malarvegi að vera. Lik-
lega er óhætt að skilja við lesand-
ann hér á Þingvallavegi. Héðan
rata allir heim.