Þjóðviljinn - 01.06.1975, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur I. júni 1975
SVAVA JAKOBSDÓTTIR:
Rikisstjóm ihalds og framsókn-
ar hefur nú setið að völdum i þrjá
ársfjórðunga. Fyrir kosningarnar
i júni s.l. varaði Alþýðubanda-
lagið mjög við þvi að sú staða
gæti komið upp að kosningum
loknum, að þessir tveir flokkar
mynduðu rikisstjórn. Þá þegar
voru ýmsar blikur á lofti er bentu
til þess að Ólafur Jóhannesson
stefndi til hægri með flokk sinn en
ætlaði sér ekki i nýja vinstri
stjórn. Reynslan hafði kennt
mönnum að aldrei væru árásir á
kjör launafólks i landinu hat-
rammari en þegar fjármagnseig-
endur og gróðaöfl framsóknar og
fhalds tækju höndum saman.
Reynslan af hinum tiltölulega
skamma valdatíma þessarar
rlkisst jórnar hefur sannað, að að-
varanir Alþýðubandalagsins voru
á traustum rökum reistar.
Stóru orðin
gumið eitt
Þegár ólafur Jóhannesson
hafði afhent Geir Hallgrimssyni
lyklavöld að ráðuneyti sinu s.l.
haust, var þvi lýst yfir að nú tæki
við hin „sterka, ábyrga” stjórn á
efnahagsmálum. Reynsla undan-
farinna mánuða hefur sannarlega
ker.nt launafólki, hvað ihaldsöflin
Starfsmenn AburðarverksmiOjunnar og Sementsverksmiöjunnar komu saman til fundar I Lindarbæ i fimmtudaginn. Þar var rætt um þaö
gerræöisem rlkisstjórnin haföi I frammi meö setningu bráöabirgöalaga. — IVIynd-- S.dór
Hver stofnar framtíð
þjóðarinnar í voða?
eiga við þegar þannig er talað.
Afleiðingamar af hinni „sterku,
ábyrgu” stjórn blasa nú við.
Launafólk þarf nú minnst 38%
kauphækkun til þess að ná sama
kaupmætti og eftir samningana I
fyrra og enda þótt kaupgjalds:
vísitala hafi verið bundin allan
þennan tima, hefur verðbólgan
vaxið svo mjög að vísitala fram-
færslukostnaðar hefur á sama
tima hækkað um 70%. Verðlag
vöru og þjónustu hefur farið
hækkandi dag frá degi. Skammt
er slðan leyfð var hækkun á
álagningu verslunar um 14% og
þegar þetta er skrifað, er ekki
annað vitað en von sé á nýjum
hækkunum á landbúnaðarvörum.
Jafnvel ritari Framsóknar-
flokksins hefur opinberlega
viðurkennt að rikisstjórnin hafi
ekki vald á stjórn efnahagsmála.
öll stóru orðin um hina „sterku,
ábyrgu” stjórn eru þvi gumið eitt
og það er alkunna að mörgum
Framsóknarmanninum ofbýður
óstjóm og vanmáttur þessarar
rlkisstjómar og árásir hennar á
launafólk og kjör aldraðra og ör-
yrkja.
Hver er
óþjóðhollur?
En það þarf vitaskuld að halda
við blekkingunni um hina
„sterku, ábyrgu” stjórn i lengstu
lög. t þvi skyni skal skuldinni
skellt á launafólk. Aróðri hefur
verið beint gegn verkalýðs-
hreyfingunni og launafólki al-
mennt I æ ríkari mæli og af æ
meiri óbilgirni. I málgögnum
stjórnarflokkanna hefur ásökun-
um og hótunum rignt yfir verka-
lýðshreyfinguna vikum saman af
dæmafárri ósvlfni. Þannig segir
t.d. I Morgunblaðinu, málgagni
forsætisráðherra, þ. 8. apríl s.l.
að kunni menn sér ekki hóf I
kröfugerð „getur það haft alvar-
legar og örlagaþrungnar af-
leiöingar fyrir framtið íslensku
þjóðarinnar”.
Það er sannarlega nauðsynlegt
fyrir allt launafólk i landinu að
gefa gaum slikum stóryrðum og
þeim anda er að baki býr. Þessi
ummæli eru ekki einsdæmi en
sjaldan hefur afturhaldið opnað
svo berlega inn í hug sinn sem I
þessari ásökun. Hér er verið að
segja berum orðum að þorri
launafólks innan raða ASÍ og
BSRB sé óþjóðhollt fólk sem
stofni framtlð þjóðarinnar I voða;
I þessum ummælum birtist við-
horf rlkisstjórnarinnar til þess
fólks sem vinnur hagnýt störf I
þágu þjóðfélagsins, — þess fólks
sem stundar framleiðslustörf og
aflar þjóðinni gjaldeyris — þess
fólks sem vinnur að kennslumál-
um, heilbrigðisstörfum, félags-
störfum, svo nokkur dæmi séu
tek in.
Þessar köldu kveðjur rikis-
stjómarinnar varpa nú einnig
skugga á hátlðisdag sjómanna.
Kjör sjómanna
Á þessum vetri voru kjör sjó-
manna rýrð allverulega með lög-
um um ráðstafanir I sjávarút-
vegi. Hækkaður var sá hlutur sem
tekinn er af óskiptum afla og hon
um ráðstafað til Stofnfjársjóðs
fiskiskipa, þ.e.a.s. þarna var um
aö ræða mjög umtalsverða til-
færslu á fjármunum frá sjómönn-
um til atvinnurekenda. Að undan-
fömu hafa sjómenn orðið að
standa I löngu verkfalli til þess að
koma í veg fyrir að vökulögin
verði ógilt I reynd. Af þessum
sökum hafa fjölmörg kaupskip
einnig stöðyast. En rikisstjórnin
heldur að sér höndum. Hún hefur
haldið hllfiskildi yfir pappirsút-
gerðarmönnum og haldið þannig
togurunum bundnum við bryggju
vikum saman.
Þessari kjaraskerðingu vilja
sjómenn vitaskuld ekki una, en
vilja sinn hlut bættan. Svarið,
sem þeir fá af hálfu ríkisvaldsins,
er það, eð þeir séu að stofna
framtlð Islensku þjóðarinnar i
voða. Þeir munu vist fáir, ef
nokkrir, Islendingarnir sem taka
undir slíkt með rikisstjórninni.
Við samningaborð verkalýðs-
félaganna og atvinnurekenda er
mörgum talnágögnum veifað I
þeirri von að unnt sé að sannfæra
verkafólk um að það sé að stofna
framtlð íslensku þjóðarinnar i
voða með kröfum sinum. En
minna er um plögg sem sýna
hvað ábyrgðarleysi rikisstjómar-
innar kostar þjóðina. Þvi er ekki
hampað hvað það kostar þjóðina
að hafa togarana bundna við
bryggjur vikum saman. Þvf er
ekki hampað að þrákelkni rikis-
stjórnarinnar við að leysa
deilurnar I rikisverksmiðjunum
kostar6milj.kr.á dag. Ósvifni og
úrræðaleysi rikisstjórnarinnar
hefur nú komið I ljós með setn-
ingu bráðabirgðalaganna um
bann verkfalla I verksmiðjunum.
Engin Uttekt hefur heldur verið
gerð á því hve mikið atvinnuleysi
fólks I frystihUsunum kostar
heimili þeirra, en talið er að um
500 manns i Reykjavlk séu at-
vinnulausir af völdum togara-
verkfallsins.
Ríkisstjórnin
bakhjarl
atvinnurekenda
Það er samdóma álit verka-
lýðsforustunnar að þjóðarbUIð
hafi ekki orðið fyrir þeim áföllum
er réttlæti svo stórfellda kjara-
skerðingu sem rlkisstjórnin hefur
stabið að. 1 þessu sambandi er
rétt að minna á, að á s.l. ári
skertust þjóðartekjur islendinga
aðeins um 1%. Með efnahagsráð-
stöfunum sfnum hefur rikis-
stjórnin verið að færa til fjármuni
frá launafólki til efnamanna og
fjárplógsmanna. Rikisstjórnin
ber fyrir sig að gjaldeyrissjóður-
inn sé tómur, en hún horfði að-
gerðarlaus á heildsala og inn-
flytjendur tæma hann. Ekki hefur
málgagn forsætisráðherra né
forustumenn i flokki hans heyrst
saka þá um að stofna framtið
þjóðarinnar I voða! Þannig voru
fluttir inn á s.l. ári 2000 bílar um-
fram þörf. í sjónvarpsþætti ný-
lega var forsætisráðherra álasað
fyrir þessa óstjórn og gjaldeyris-
sóun, en hann horfði ráðþrota á
viðmælanda sinn og spurði: En
hver átti að fá þann siðasta?
Þetta var þá hinn stóri vandi
sem hinn áhyggjufulli heildsali,
forsætisráðherra Islands, átti við
að glíma meðan mýmörg alþýðu-
heimili lifa á atvinnuleysisbótum
og sjá fram á gjaldþrot. Hann
gleymdi þvi, forsætisráðherrann,
að slðasti bilíinn plús um það bil
1999 aðrir lágu i birgðageymslu
innflytjenda, óseljanlegir.
Það þarf engan að undra þótt at-
vinnurekendur sýni óbilgirni við
samningaborðið þegar þeir hafa
að bakhjarli rlkisstjórn sem lýst
hefur yfir því siðferðilega mati á
vinnandi fólki, að það sé með
sjálfsögðum og réttmætum kröf-
um sínum að stofna framtið is-
lensku þjóðarinnar i voða. En
vinnandi fólk hefur annað sið-
ferðilegt mat á þýðingu og yerð-
mæti starfa sinna og til þess mats
og sjálfsvitundar mun það sækja
styrk I þeim átökum sem virðast
óhjákvæmileg, ef það á fá sinn
hlut bættan.
Félag íslenskra
loftskeytamanna
sendir meðlimum sinum og sjómönnum
öllum sinar bestu kveðjur i tilefni dagsins.
«SKODA
KR.
íoo645.000.-
Verö til
öryrkja
470.000.
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H/F.
AUÐBREKKU 44—46
KÓPAVOGI SÍMI 42600