Þjóðviljinn - 01.06.1975, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júni 1975
fP
■i " P§
.411* i8' j iii
Herinn, kommúnistar,
sósíalistar
Fyrir utan ritstjórnarskrifstofur Republica (Myndin er úr Le
Neouvel Observateur)
EFTIR ÁRNA
BERGMANN
Snemma i fyrri viku var tekinn
upp sjónvarpsþáttur þar sem
m.a. var vikið að Portúgal. Sá,
sem þessar linur ritar lét þá þau
orð falla, að menn skyldu ekki
flýta sér um of að jarðsetja
möguleika á lýðræðisþróun í þvi
landi enda þótt nýlegar kosningar
hefðu varla verið annað og meira
en ófullkomin skoðanakönnun.
Bent var m.a. á ýmis skref sem
stigin hafa verið til framfara og
lýðréttinda, og á hina fjörmiklu
umræðu um þjóðfélagsmál sem
þar hefur farið fram — ekki að-
eins i blöðum, heldur og engu
siður á götum og torgum: það
skiptir miklu máli að þjóðin fær
aftur málið eftir langa þögn, og
torgið er ekki ómerkur vettvang-
ur i þessu landi mikils ólæsis.
(Um þetta má m.a. visa til
ágætra frásagna Guðbergs
Bergssonar frá Portúgal, sem
birst hafa hér i blaðinu).
En einmitt þennan sama dag
voru að berast fréttir af þvi, að
stöðvuð hefði verið útgáfa mál-
gagns sósialista, Republica. Þá
var ekki ljóst hvað þessi atburður
þýddi: voru þetta aðeins skærur
milli ritstjórnar og kommúnista
og annarra enn rauðari i prent-
smiðjunni, eða var hér eitthvað
meira á seyði? Það hefur svo
komið á daginn að þessi atburður
virðist hafa ýtt mjög rækilega á
eftir atburðarás sem getur haft
stórfelldar pólitiskar afleiðingar
og ef til vill endað á þvi að ekki
aðeins sósialistar heldur og
kommúnistar verði dæmdir úr
leik með öðrum pólitiskum flokk-
um. Eftir standi herinn einn. Og
,,povo”, þjóðin, sem hann segist
ætla að ná beinu sambandi við i
sérstökum samtökum, að þvi er
miðvikudagsfréttir frá Portúgal
hermdu.
Samstaða um
hvað?
Eins og margoft hefur verið
tekið fram var það augljóst þegar
fasiskum stjórnvöldum var
steypt i Portúgal i fyrra að miklir
erfiðleikar biðu þeirra sem við
tækju. Efnahagur þessa fátæka
frænda i Evrópu var i rúst vegna
langvarandi nýlendustyrjalda.at-
vinnuleysi mikið og landflótti,
lýðræðisleg hefð svo til engin, fá-
fræði og ólæsi rikjandi einkum til
sveita, ofurvald einstaklega
ihaldssamrar kirkju. Og þar á of-
an: miklar likur á efnahagslegri
og annari skemmdarstarfsemi af
hálfu erlendra auðhringa, sem
höfðu matað vel krókinn á rétt-
leysi alþýðu i Portúgal, eða þá
Nató, sem óttaðist um sinar her-
stöðvar.
Þegar þetta og margt annað er
tekið með i reikninginn þarf eng-
an að undra þótt margur vandi sé
óleystur. En ýmislegt gerðist sem
jákvætt var. Þau pólitisku öfl,
sem mest mega sin — herinn,
MFA (sem tók frumkvæðið)
sósialistar (sem höfðu mest
fjöldafylgi) og kommúnistar
(sem voru best skipulögðu sam-
tök i landinu) báru gæfu til mikil-
vægra sameiginlegra átaka. Um
að binda endi á nýlendustriðin og
semja um sjálfstæði nýlendna —
en i þvi gat sósialistaforinginn
Soares sér gott orð i glimu við
margan erfiðan vanda og svo
tregðu Spinota hershöfðingja,
sem snemma tók að þokast út úr
byltingunni út um hægridyr. Og
þessir aðilar sameinuðust um að
draga tennur úr stórauðvaldinu
með þjóðnýtingu eigna hinna ör-
fáu yfirstéttarfjölskyldna sem
„áttu Portúgal” — en án þess að
þetta væri gert urðu þjóðfélags-
legar umbætur marklitlar. Auð-
vitað jafngiltu þessar breytingar
hvorki sósialisma né lýðræði, en
þær voru spor i rétta átt — menn
vonuðu að þessir aðilar þrir gætu
starfað áfram saman.
Og sundrung
Um leið hafa margar biikur
verið á lofti yfir þessu samstarfi.
Yfirlýsingar talsmanna herja-
hreyfingarinnar, MFA, um það,
hverskonar þjóðfélag, hverskon-
ar sósialisma þeir vildu byggja
upp hafa verið loðnar, þeir hafa
sagst vilja vera opnir fyrir
reynslu úr ýmsum áttum, en ekki
tekið af skarið, og þá ekki um það
hvaða hlutverk þeir ætluðu i raun
pólitiskum flokkum. Þessu hafa
verið samfara stigvaxandi ýfing-
ar með sósialistum og kommún
istum. Sósialistar hafa viljað
stefna beint á þingræðisfyrir-
komulag, og undirrituðu sam-
komulag flokkana um framleng-
ingu valda til handa MFA meö
semingi. Kommúnistar hafa hins-
vegar fylgt þeirri stefnu, sem vel
gæti orðið þeim sjáifum næsta
hættuleg, að taka með litlum eða
engum fyrirvara undir röksemdir
herjahreyfingarinnar. Menn hafa
vottað portúgölskum kommúnist-
um virðingu fyrir miklar fórnir
sem þeir færðu i baráttu við
fasismann (foringjar þeirra hafa
samtals setið nokkrar aldir i
fangelsum eins og menn vita).
Það er vel skiljanlegt að þeir vilji
gera allt sem i þeirra valdi er, til
að tryggja að portúgalska
byltingin verði annað og meira en
að nokkrum fasistadólgum verði
kastað fyrir borð, en það sam-
félagskerfi sem striðól þá verði
látið standa óhaggað. En einmitt
þessi erfiða fortið kommúnista-
foringjanna verður þeim nú m.a.
til mikillar tortryggni i garð ann-
arra flokka. Það er sem þeir
treysti engum öðrum en sjálfum
sér til að móta þróun til
sósialisma, og þessu fylgir sú við-
leitni að tryggja sér með sam-
starfi við MFA pólitisk völd á
kostnað sósialista.
Alþjóðleg
vinstri hreyfing
Sambúð þessara flokka tveggja
er alþjóðlegt vandamál vinstri-
hreyfingar. Sósialistaflokkur
Soares nýtur stuðnings vestur-
evrópskra sósialdemókrata-
flokka eins og menn vita. En
flokkurinn er, nota bene, allmiklu
róttækari en þeir, eins og fram
kemur m.a. i afstöðu til þjóðnýt-
inga og svo þvi að hann hefur
mikinn áhuga á umræðu um at-
vinnulýðræði, meiri en t.d.
portúgalskir kommúnistar, sem
sýnast miklir miðstjórnunarsinn-
ar. Og Soares hefur einnig notið
viss stuðnings spænskra, italskra
og júgóslavneskra kommúnista.
Carillo, formaður spænskra
kommúnista hefur til dæmis and-
mælt lokun sósialistamálgagns-
ins Republica. Hann gerir sér
grein fyrir þvi, að ef að
portúgalskir kommúnistar
þjarma að sósialistum i Portúgal
gerir það andstæðingum Francos
á Spáni erfitt fyrir um samstarf
— treystar eru i reynd hinar fúnu
stoðir fasismans um austanverð-
an Iberiuskaga. Carillo, italskir
kommúnistar og fleiri vita að
sjálfsögðu að möguleikar á
sósialiskri þróun um vestanverða
Evrópu eru tengdir samstarfi
sósialdemókratiskra flokka við
þá sem eru lengra til vinstri —
vinstrisósialista og kommúnista.
Striðið milli Soaresar og Cunhals
i Portúgal er þvi kærkomið ihald-
inu bæði á ítaliu og Frakklandi
(rekur fleyg i samfylkinguna sem
stóð að framboði Mitterands) —
og svo á íslandi eins og blöð
sanna.
Herinn gegn
flokknum?
Af þessum sökum er eðlilegt að
borgaraleg blöð beini mjög spjót-
um sinum að kommúnistaflokki
Portúgalssem hinum mikla söku-
dólgi. Og sem fyrr segir fær hann
einnig gagnrýni frá vinstri — á
nokkuð öðrum forsendum. En i
þeim sviptingum vilja menn
gjarna gleyma þvi, að það er
hreyfing hersins, MFA,sem er
hinn raunverulegi valdhafi i
Portúgal. Ýmsir fréttaskýrendur
hafa bent á, að þær deilur, sem
upphaflega risu milli prentara
(kommúnista og manna enn
lengra til vinstri) á Republica og
ritstjórnar, geti leitt til þróunar
sem endi með þvi, að kommúnist-
ar verði sendir út i pólitiskt
myrkur ásamt öðrum flokkum. í
leiðara i Le Monde á dögunum
var einmitt rætt um það að MFA
kynni að freistast til að gefa póli-
tiska flokka og þeirra innbyrðis
deilur upp á bátinn, og þvinga
fram ofan frá sinn eigin skilning á
sósialisma. Le Monde segir m.a.:
Hveitibrauðsdagar sambúðar
milli pólitisku flokkanna, sem
ekki tóku þátt i undirbúningi upp-
reisnarinnar 25. april 1974 og
MFA, sem telur sig sannan hand-
hafa byltingarréttar, hafa aðeins
staðið nokkra mánuði. Frá þvi i
desember hafa áhrifamestu liðs-
foringjar hreyfingarinnar, hvort
sem þeir hafa samúð með
kommúnistum eða telja sig
standa nær Mario Soares,
kvartað sáran um flokkadeilur,
sem þeir telja að geti aðeins
seinkað þeirri byltingarþróun,
sem þeir létu sig dreyma um i
Afriku (þegar þeir börðust
þar). Þar sem mennirnir i MFA
tóku út sinn pólitiska skóla i Af-
riku, er ekki laust við að þeir telji,
að vestrænn lýðræðismælikvarði
eigi ekki við i Portúgal sem ber
með sér öll einkenni vanþróaðs
lands... Kommúnistafiokkurinn
sleppur heldur ekki við þessa for-
dæmingu (af hálfu MFA). Þetta
veit Alvaro Cunhal vel, og þvi
sendir hann nú frá sér nýjar
áskoranir um samstarf til
sósialistaflokks sem hefur verið
auðmýktur af þvi sem vissir vinir
hans hafa gert...
Og jafnvel þótt ýmsar hreyfing-
ar lengst til vinstri mæti á vixl já-
kvæðum eða neikvæðum undir-
tektum (MFA), þá stafar það af
þvi að þær taka beinan þátt i þvi
að koma á fót svokölluðum
grunnsamtökum, sem MFA lætur
sig dreyma um að safna i eina
hreyfingu sem gera mundi leið-
toga sósialista og kommúnista að
aukaleikendum á sviðinu. En sjá
ef MFA lifir mikla innri togstreitu
einmitt nú, þegar herinn hefur
slegið tjöldum við Rubiconfljót .
Svo segir Le Monde — það var
yfir Rubicon sem Sesar fór að
taka völd i Róm.
Enn (þetta er skrifað á fimmtu-
degi) hefur herinn ekki „kastað
teningum” við sitt Rubicon. Hann
hefur annarsvegar ýtt undir spá-
dóma Le Monde með þvi að boða i
gær stofnun nýrra alþýðusam-
taka sem eru beint i hans skjóli,
og hinsvegar hefur hann sýnt
vissa sáttfýsi stjórnmálaflokkum
með þvi að boða að blað sósial
ista, Republica, skuli aftur koma
út: þvi fylgir að prentarar i
starfsmannaráði fyrirtækisins
hafi brotið lög um fjölmiðla með
aðgerðum sinum.
Eignarréttur
og lýöræöi
Það hefur verið mjög fróðlegt
að fylgjast með þvi hvernig
Morgunblaðið og þá Alþýðublaðið
hafa túlkað atburðina i Portúgal
að undanförnu.
Morgunblaðið hefur látið sem
frelsi og lýðræði væri i meiri
háska i Portúgal en þau gæði hafa
verið um heim allan nú um
stundir. Blaðið hefur eytt meira
púðri i það að gera stjórn vinstri-
sinnaðra liðsforingja i Portúgal
tortryggilega en i allaraðrar her-
foringjastjórnir i heiminum i ára-
tug. Það skiptir blaðið þá engu að
sjálfsögðu, að hvað sem annars
verður sagt um MFA hefur hún
ekki handtekið aðra andstæðinga
en fyrrverandi erindreka leyni-
lögreglunnar PIDE og svo nokkra
maóista (en það er vissulega um-
talsverð synd). Aðrar her-
foringjastjórnir, hægrivilltar að
sjálfsögðu, fá annaðhvort ekkert
umtal eða tiltölulega hlutlaust i
Morgunblaði, eins þótt þær séu
blóðugar upp yfir haus og frægar
að pyntingum og annarri villi-
mennsku. Enn á ný sannast það
sem allir ættu að vita, en margir
láta sér samt sjást yfir: Það er
ekki lýðræði sem Morgunblaðið
spyr um, heldur blátt áfram
eignaréttur — og bandariskir
hagsmunir. Þær herforingja-
stjórnir sem skipta sér ekki af er-
lendum eða innlendum auðfyrir-
tækjum sleppa i þvi blaði yfirleitt
með nokkrar hlutlægar vanga-
veltur. Þær sem þjóðnýta og
skjóta Kissinger nokkurn skelk i
bringu eru harðlega fordæmdar
sem afsprengi þess illa djöfuls
sem býr i mannfólkinu og veifar
rauðum fána.
Og svo kratarnir
Alþýðuflokkurinn hefur veriö
með nokkra hetjutilburði út af
Soares og telur sig nú eiga i hon-
um hvert bein. Þeir tilburðir eru
allir næsta átakanlegir. Það hefur
að minnsta kosti enginn frétt af
þvi, að Gylfi og félagar hafi lagt
Soares og hans mönnum hið
minnsta lið meðan þeir stóðu i
slag við fasismann, stundum
fangelsaðir, stundum útlægir.
Þvert á móti. 1 þvi samhengi ligg-
ur beint við að visa til þess manns
sem Alþýðuflokkurinn trúði mest
og lengst fyrir áhrifastöðum,
Emils Jónssonar, ráðherra i sjö
rikisstjórnum, og siðast utan-
rikisráðherra. í endurminninga-
bók sinni „Frá Washington til
Moskva”, lýsir Emil af einlægri
gleði þeirri fjölskyldusælu sem
hann hefur mætt á utanrikisráð-
herrafundum Nató. Það er þó eitt
sem hefur bersýnilega skyggt á
ánægju Emils á þeim fundum
„gáfna- og ágætismanna”. Utan-
rikisráðherrar Danmerkur og
Noregs, ekki aðeins sósialdemó-
kratar heldur og miðflokkamenn,
voru á þessum fundum öðru
hvoru að láta i ljós áhyggjur af
mannréttindum i Portúgal og
Grikklandi fasismans. Takið eftir
tóntegundinni: „Hann (Poul
Hartling) var formaður Vinstri
flokksins i Danmörku, en virtist
hafa sérstakan áhuga á að snúa
einræðisstjornum Grikklands og
Portúgals til réttari vegar.... Allt
voru þetta góðir menn og gegnir
en sá siðast nefndi (Cappelen frá
Noregi) virtist hafa mikinn hug á
að vita Grikkland og Portúgal
fyrir þeirra einræðisstjórnir”.
Lesendur endurminninganna
þurfa ekki að efast um það, að
hinn sósialdemókratiski utan-
rikisráðherra islands hafi kunnað
betri borðsiði en þessir dólgar frá
miöflokkum bræðraþjóðanna.
Hannhefur áreiðanlega brugðið á
léttara hjal við sina „side-
kammerater”, sem þá héldu
mönnum i ætt við Soares og Cun-
hal, Mavros og Þeodorakis i dý-
flissum.
A.B.