Þjóðviljinn - 01.06.1975, Síða 13

Þjóðviljinn - 01.06.1975, Síða 13
Sunnudagur 1, júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13| Guðfræöi andatrú áhorfandi Þegar Heimir Steinsson rektor i Skálholti hefur veriö að bregðast við skeytum sem honum hafa verið send i trúmálaumræðu siðustu vikna, þá hefur hann itrekað, að hann hafi i ádrepu sinni i Kirkjuritinu ætlað að tala við presta og aðra guðfræðinga eina. Honum þykir miður, að til greinar sinnar hafi veriö vitnað i blöðum, vegna þess að með stuttum ivitnunum i sérhæfðar greinar slitni allt samhengi, og er það ekki nema rétt. Honum þótti einnig miður að leikmenn fjölluðu um viðfangsefni hans og viðhorf af fáfræði. Það er i sjálfu sér mjög skiljan- legt aö Heimir vilji helst að prestar ræði erfið viðfangsefni stéttar sinnar i sinn hóp. en honum og öðrum ætti að vera ljóst að slik rammasetning er óhugsandi, nema þá utan um einhver mjög óaðgengileg rann- sóknasvið raunvisindamanna. Við lifum i landi þar sem flestir telja sig hafa betra vit á efnahags Öííu^ peningar gegn höfuöverk Peningaáhyggjur geta valdið hverjum sem er höfuðverk. Það fékk breska migrenistofnunin lika að reyna fyrir nokkru er hún var á barmi gjaldþrots, en bjargaöist á siðustu stundu þeg- ar hún fékk senda frá Kuwait á- visun uppá fleiri þúsund pund. Stofnunin vinnur að rann- sóknum á orsökum migrenu, sem þjáir yfir fjórar miljónir englendinga. Það var fyrrver- andi sjúklingur frá Kuwait, sem fór af stað til að hjálpa migrenusamtökunum þegar neyðin var stærst, og heilbrigð- isráðuneytið i Kuwait varð við áskorun hans um aðstoð. málum en hagfræðingar og hafa öruggara næmi á bókmenntir en bókmenntafræðingar — svo dæmi séu nefnd, og það er mikil bjart- sýni að telja að i trúmálum sé hægt að snúa aftur til þeirrar kaþólsku að guðfræðingar fari i reynd með umboð til að túlka helga texta. Ástandið er blátt áfram ekki þannig. Sérfræðileg rit verða ekki látin i friði hvort sem menn kunna að lesa þau eða ekki. Auðvitað fylgir þessu sú hætta að umræða um stærstu mál er hvað eftir annað dregin niður i flatneskju og ruglanda. Hitt er svo jákvætt við ástandið, að það ætti að vinna gegn þvi að fræði ýmisleg verði lokið innan dular- fullra múra, breytist i vitund almennings i fjarlægan leyndar- dóm: þetta er ekki fyrir okkur Skræður ýmiskonar Efasemdarmaður, sem mest sýslar við önnur viðfangsefni, fylgist ekki að öðru jöfnu mikið með þvi sem atkvæöamenn og sérfræðingar i kristni og spiritisma hafa fram að færa. Hann hunsar tal þeirra ekki heldur: þviþar er vikið að mikil - vægum þáttum i lifi einstaklinga og mannlegs félags. Alltaf öðru hvoru rekur fróðl. skræðu á fjör ur manna. t gær var það skarp- leg krufning Joels Carmichaels á pislarsögunni: getur það verið, þegar grannt er skoðað, að Jesús hafi i raun veriö foringi vopn- aðrar uppreisnar? Annan dag eru það endurfundir þess gamla syndasels Malcolms Mugger- idges við Krist. (Jesus redis- covered). Nú er Muggeridge gamli nefndur þvi að þessi mein- yrti andstæöingur vinstristefnu og skynsemishyggju er einstak- lega hressandi ögrun við lesanda, sem telur sig rauðan og þrjóskast við að gefa upp á bátinn mögu- leika mannlegrar skynsemi. Hann kann svo sannarlega að ydda hugsun sina, mannskratt- inn, fer ekki með flatneskju og holtaþokuvæl eins og pokaprestar og spiritistar (allir nema Þór- bergur). Og svo aftur sé vikið að umræðu dagsins: litt rausnar- legir eru þeir menn sem ekki geta hrifist af þeim skaphita og áræði sem fram kom i ádrepu Heimis rektors á spiritisma og túlkun hans á örvæntingarmálum i mannheimum. Sukk og vindar Semsagt: maður les, maður heyrir sitt af hverju álengdar. En það er ekki oft að upp kemur hvöt til að skerast sjálfur i leikinn, stinga niður penna. Samt kemur það fyrir. Svo ég taki dæmi af sjálfum mér, þá man ég eftir nokkrum tilefnum, sem kannski er ekki úr vegi að nefna: a) Sú árátta ýmissa trúmanna að gefa sér það að trú þeirra setji þá i æðri siðferðilegan sess en „efnishyggjumenn”. Þessu fylgir sá algengi ruglingur, að efnis- hyggja sem heimsskoðun (sem gerir ekki ráð fyrir guöi i tilraun til að skilja tilveruna) er i reynd látin tákna eitt og hið sama og sú „efnishyggja” sem annars er kennd við lifsgæðakapphlaupið, gott ef ekki sukk og svall. Þar með er ýtt undir siðferðilegan hroka trúaöra og alið á hæpnum fordómum i garö þeirra sem hugsa öðruvisi. b) Leiðari i Kirkjuriti telur var- hugaverðan þann „sósialiska vind” i kirkjunni, að starf i þágu hungraðra og kúgaðra sé látið ganga fyrir boðun fagnaðar- erindisins, endurlausnar- verksins. Þessu var svo fylgt eftir með viðtali Morgunblaðsins við ritstjórann um það, hvort sósial- istar væru eða ætluðu „að leggja undir sig kirkjuna” Austur og vestur c) Rikium austanveröa Evrópu hafa i reynd brugðist fyrirheitum um aðskilnað rikis og kirkju — með þvi að rikisvaldið blandar sér i innri mál kirkna og þrengir kost trúaðs fólks með þeim hætti sem er niðurlægjandi fyrir alla aðila. Annarsstaðar verður þetta ástand að sjálfsögðu til þess að spilla mögulegri samvinnu kristinna manna og marxista um nokkur þau mál sem brenna á allri mannkind. d) Gömul og ný dæmi af hvim- leiðu braski með krist i anda háborgaralegrar verslunar- hyggju og pólitisks afturhalds. Um þetta var fjallað fyrir skömmu hér i pistli um prédik- arann Billy Graham, sem Kristi- legt stúdentablað gerði reyndar að umræðuefni nú 1 mánuðinum. Það blaö taldi pistill minn endur- spegla neikvæða afstöðu tii kristins dóms („ópium fyrir fólkið”). Öpiúmkenningin var reyndar ekki á dagskrá, nema hvað minnt var á það, að kristinn dómur er i reynd til margra hluta notaður . Og er það ekki liklegast að sá sem býsnast yfir umsvifum manna eins og Billy Grahams geri það af þvi, að honum finnist Kristur eiga betra skilið, hvað sem öðru liður? Þessi tilefni til leikmannsskrifa um hluti sem tengd eru trúmálum eru hér talin vegna þess að mér finnast þau eðlileg. Þau varða sambúð i mannlegu félagi fyrst og fremst, en ekki einkamál trú- aðra manna, mystik þeirra, þá reynslu sem þeir segja oftar en ekki ólýsanlega. Hallsteinn og Dóra Ef við svo vikjum að lokum aftur að nýlegum vopnavið- skiptum um spiritisma, þá finnst sama leikmanni og efasemdar- hundi það ofur skiljanlegt, að kristnir alvörumenn eins og Skál- holtsrektor og kristilegir stúdentar telji andatrú i meira lagi tortryggilega. Þvi ekki verður betur séð en að spiritistar færi siðferðilega ábyrgð manna á eigin lifi og athöfnum nokkurn- veginn niður i núll með almennu framsóknarhjali: allir eru að sækja til ljóssins, bara með örlitið mismunandi hraða. Grátbroslegt dæmi um útkomuna má finna i leikriti Einars H. Kvaran um Hallstein og Dóru. Það liggur beint við að draga þá ályktun af þvi, að rakin illmenni geti farið sinu fram sallarólegir þvi að einnig þeirra biður einhver göfug Dóra hinummegin að leiða þá inn i meira ljós. Þjóösögur og gremja En utangarðsmaður finnur sjaldan hjá sér löngun til að karpa um spiritisma. Það er óðs manns æði að rifast um drauga- sögur eða miðlasögur, velta vöngum yfir sennileika og ólik- indum, en þvi tali lýkur eins og menn vita venjulega með ein- hverri eymdarstunu um að „það er nú eitthvað til i þessu”. Það liggur beint við að taka við slikum sögum sem öðrum þjóðsögum, sem gefa altént upplýsingar um þá, sem segja frá og þá sem hlusta og um þjóðarsálina blessaða. Samt kemur að þvi, að manni gremst hvilik áhrif endalausar flatneskjufrásagnir spirittista virðast hafa á góða, og gegna granna , moldviðrið og hátið- leikinn sem upp ris með Ragn- heiði biskupsdóttur eða öðrum ámóta fjarskiptum, endur- tekningarnar, tómleikinn. Hér er einnig um að ræða hluta bóka- framleiðslunnar, sem þarf liklega að sinna eins og öðru. Ég man að fyrir nokkrum árum spyrti ég saman nokkrar spiritistabækur, þýddar og innlendar, i eina allitarlega umsögn. Inntak hennar var einkum undrun yfir litilþægni þeirra sem lásu slikar bækur af áhuga. Þeirri undrun var lesendum blaðsins að sjálf- sögðu frjálst að mótmæla ef þeir vildu. En af þvi varð reyndar ekki. Ekki i það skiptið. Aftur á móti fékk þáverandi auglýsinga- stjóri Þjóðviljans það orð í eyra frá umsvifamiklum útgefanda, að það kæmi ekki til mála að hann auglýsti bækur sinar i blaði sem svo neikvætt væri i miðlamálum. Þetta siðasta atvik er nefnt til að minna á það að það er óþarft að telja spiritisma i sjálfu sér jafngilda frjálsyndi eins og oft er haldið á lofti. En að sjálfsögðu mega menn sjá annað dæmi og miklu mælskara um þá hluti af þeirrihörku sem setur svip sinn á viðbrögð spiritista við reiðilestri Skálholtsrektors. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.