Þjóðviljinn - 01.07.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af erlendum vettvangi
Blaö Sósialistaflokksins I Portú-
gal, Republica, hefur undan-
farið verið mcira I fréttunum en
liklega nokkurt annað blað I
heimi. Þessa frægð hlaut blaöið
fyrst vegna þess að starfsmenn
þess, einkum prentarar, urðtl
ósáttir við ritstjórann og hlutu
stuðning stjórnarvalda i þeirri
deiiu. Allra siðustu dagana hef-
ur blaðið enn aukiö frægð sina
með þvi að koma út I Paris og
birta þar meint leyniskjal, sem
að sögn er ráðleggingar sovéska
kom m ú nista f lok ks ins til
kommúnistaflokkanna i Vestur-
Evrópu um það hvernig þeir
skuli komast til valda.
Litum þá á upphaf málsins.
Vitaskuld er það ljótt og
ámælisvert athæfi að leggja
hömlur á tjáningarfrelsi
manna, sama hvaða aðferðum
er beitt til þess. Samkvæmt þvi
sem vestrænar fréttastofur
hermdu hafði lokun Republica
orðið með þeim hætti að
prentararriir, sem frétta-
stofurnar sögðu að væru
kommúnistar, hefðu af pólitísk-
um ástæðum verið óánægðir
með skrif ritstjórans og þvi tek-
ið blaðið á sitt vald. Gefið var i
skyn að hér væri að baki sam-
særi Kommúnistaflokksins og
Herjahreyfingarinnar um að
stöðva alla blaðaútgáfu Sósial
istaflokksins. Þetta var svo
bergmálað i fjölrriiðlum um all-
Prentarar hjá „Republica”,
sem fylgja kommúnistum að
málum ganga frá útgáfu fyrsta
tölublaðsins cr laut þeirra
stjórn.
toga franska Sósialistaflokks-
ins. Mitterand lét i ljós óánægju
með birtingu skjalsins og taldi
óliklegt að það væri ekta. Grun-
samlegt er það lika að hvert orð
i skjalinu er undirstrikun á þvi,
sem Sósialistaflokkurinn portú-
galski hefur haldið fram um
fyrirætlanir kommúnista i
Portúgal. Það er heldur ótrúlegt
að Soares, Rego og félagar
þeirra hafi verið svo skarpir
huglesarar að þeir hafi getað
séð fyrir fyrirætlanir leiðtog-
anna i Kreml út i ystu æsar.
Einhverju ætti að skakka, þótt
ekki væri nema i smáatriðum,
ef skjalið væri ekta.
í ósamræmi við
stefnu Sovétríkja
Þá kemur það undarlega fyrir
sjónir ef ráðamenn Sovétrikj-
anna væru að senda vestur-
evrópskum kommúnistum slik
fyrirmæli einmitt nú; það væri i
engu samræmi við núverandi
stefnu sovésku stjórnarinnar.
Um þessar mundir leggja
Sovétrikin greinilega áherslu á
bætta sambúð og aukin viðskipti
viö hin kapitalisku Vesturlönd.
Sovétrikin eru tiltölulega ánægð
með aðstöðu sina i heiminum
eins og hún er i dag, og eins og
reglan er með tiltölulega
„södd” stórveldi eru þau tor-
tryggin á allar meiriháttar
breytingar og rask. Ljóst er
Ögrun Repúblika
an heim og hægri- ög nató-
sinnaðir aðilar lögðu málin
þannig fyrir að „kommúnistar”
hefðu þegar náð öllum völdum i
Portúgal og beittu herforingjun-
um fyrir sig sem leppum.
Upphaf
' Republicadeilunnar
En vestrænar fréttastofur
eiga það sameiginlegt með öðr-
um fjölmiðlum að taka ber
fréttum þeirra með fyrirvara,
eins og islendingar ættu manna
best að vita eftir reynsluna af
þeim úr þorskastriðunum, þar
sem þær þráfaldlega hölluðu
stórlega réttu máli bretum og
öðrum andstæðingum okkar i
vil. Og samkvæmt áreiðanleg-
um heimildum (islendingum
nýkomnum sunnan af Ibera-
skaga), sem sá sem þetta ritar
hefur aflað sér, fer þvi fjarri að
vestrænu fréttastofurnar hafi
sagt allan sannleikann um upp-
haf Republica-deilunnar. Þótt
Sósialistaflokknum tækist að
sópa til sin 38% atkvæða i þing-
kosningunum á dögunum, hafði
hann ekki á sama hátt heppnina
með sér i blaðaútgáfu. Aðalrit-
stjóri Republica Raul Rego
kann að vera mætur maður um
margt, en staðreynd er það
engu að siður að salan á blaðinu,
sem áður hafði verið eitt það
viðlesnasta i Portúgal, hafði
skroppið gifurlega saman i
höndum hans. Einhverjum kann
að þykja kynlegt að einn flokkur
skuli vinna þrumusigur i kosn-
ingum á sama tima og enginn
nennir að lesa blöð hans, en
portúgalskur almenningur legg-
ur nú einu sinni minna upp úr
dagblöðum en islenskur, og lái
portúgölum það hver sem vill.
Prentarar vörðu
atvinnu sína
Nú er það reglan að þegar
blöð seljast ekki lenda þau i
fjárhagslegum erfiðleikum, og
svo fór um Republica. Útgáfu-
stjórnin ákvað þá i vandræðum
sinum að draga saman seglin og
segja upp nokkrum hluta starfs-
liðsins, þar á meðal allmörgum
prenturum. Þeir brugðust að
vonum illa við, þegar þeir sáu
fram á atvinnumissi, og gripu
þá til þeirra gagnaðgerða sem
allir hafa heyrt um. Hvort fleiri
eða færri af þeim eru
„kommúnistar” er vafamál, en
vafalaust eru þeir vinstri-
sinnaðir eins og þorri
portúgalsks verkalýðs er i dag.
Hinsvegar verður i fljótu bragði
ekki séð að hér hafi endilega
þurft að liggja að baki út-
spekúlerað samsæri
Kommúnistaflokksins og Herja-
hreyfingarinnar; þegar menn
eiga á hættu að missa atvinnu
sina án þess að eiga aðra visa er
ekki nema eðlilegt að þeir
spyrni við fótum eftir föngum.
En vitaskuld hefur það orðið
prenturum hvöt til aðgerða aö
þeir hafa talið sig geta átt von á
stuðningi valdhafa. Að öllu
samanlögðu voru aðgerðir
prentaranna við Republica af
svipuðum rótum runnar og
verkamannanna við LlP-verk-
smiðjuna frönsku; á báðum
stöðunum börðust menn fyrir
atvinnu sinni fremur en póli-
tiskum markmiðum.
Undarlegt
//leyniskjal"
Siðasta niðurstaða deilunnar
hefur orðið sú að Republica hef-
ur hrakist i útlegð til Frakk-
lands, þar sem blaðið kemur út I
skjóli Sósialistaflokksins
franska. Þar ýtti það úr vör með
birtingu „leyniskjals”, sem það
kveðst hafa komist yfir og á að
fela i sér bróðurlegar ráðlegg-
ingar sovéskra kommúnista til
vesturevrópskra. Stendur þar
meðal annars að kommúnistar i
Vestur-Evrópu skuli leggja á
það megináherslu að ná tökum
á verkalýðssamtökunum (eins
og þeir hafa gert i Portúgal),
gera bandalag við herinn (eins
og og margt bendir til að þeir
hafi gert i Portúgal) og ná tök-
um á blaðaútgáfu andstæðing-
anna, en Sósialistaflokkurinn
heldur þvi fram að uppreisn
prentaranna á Republica hafi
verið liður i aðgerðum i þá átt.
Álit Mitterrands
Hér skal enginn dómur á það
lagður, hvort umrætt „moskvu-
skjal” er falskt eða ekta. En
viðast hvar hefur það mætt tor-
tryggni, meðal annars af hálfu
ákafra stuðningsmanna portú-
galska Sósialistaflokksins eins
og til dæmis Mitterands, leið-
allavega að eins og sakir standa
vilja Sovétrikin forðast allt, sem
skoða mætti sem ögrun við
Vesturlönd og gæti þvi spillt við-
leitni þeirra til aukinna við-
skipta- og efnahagstengsla vest-
ur á bóginn. Þvi er i hæsta máta
óliklegt að þeir i Kreml hafi ein-
mitt nú farið að senda frá sér
slikt og þvilikt skjal, sem auð-
vitað yrði tekið sem bein ögrun
gagnvart kapitaliskum rikjum,
væri það ekta.
Ögrun í
f Ijótfærni?
En hvort sem skjalið er falsað
eður ei, þá er óhjákvæmilegt að
núverandi ráðamenn Portúgals
— sem eru alveg ákveðið her-
foringjarnir i byltingarráðinu
en ekki kommúnistar, hvað sem
natósinnuð blöð klifa — munu
taka birtingu þess sem ögrun
við sig af hálfu Sósialistaflokks-
ins. 1 skjalinu er ótvirætt gefið i
skyn, að herforingjarnir séu i
vasanum á kommúnistum, og
það er nokkuð, sem herforingj-
arnir i Lissabon vilja sist af öllu
heyra. Þeir gætu tekið þetta
sem tilraun Sósialistaflokksins
til að hvetja Nató til innrásar i
Portúgal, þar eð Kissinger ut-
anrikisráðherra Bandarikjanna
hefur haft i hótunum um, að
Bandarikin kunni að gripa til
vopna gegn þeim Nató-þjóðum,
sem kynnu að gerast svo djarfar
að velja kommúnista til að
stjórna sér. A Vesturlöndum er
sem sé komin á kreik Kissinger-
kenning, mótsvarandi Bresjnéf-
kenningunni, sem höfð var sem
resept fyrir innrásinni i Tékkó-
slóvakiu 1968. Svo er að sjá að
Bandarikin séu að herða upp
hugann til að sýna svipaða
hegðun i Vestur-Evrópu og þau
hafa i öld sýnt af sér i Ró-
mönsku-Ameriku.
Með þessari ögrun hefur
Sósialistaflokkurinn i Portúgal
greinilega hlaupið á sig. Flokk-
urinn hefur undanfarið lagt allt
kapp á að ná sáttum við Herja-
hreyfinguna og gerast náinn
samstarfsaðili hennar, en ögrun
af þvi tagi, sem birting
„moskvuskjals” Republica
er likleg til að stórspilla fyrir
þeirri viðleitni flokksins.
dþ.
Allt gott og
blessað nema
e.t.y. veðrið
„Jú, það er allt mjög gott að
frétta héðan af Siglufirði”, sagði
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson
skólastjóri frá Siglufirði i samtali
við Þjóðviljann i gær. „Atvinna
hefur verið með allra mesta móti,
bæði á fiski og við ýmsar fram-
kvæmdir á vegum opinberra
aðila, ungtfólk byggir sér hús hér
i stórum stil og allt er i blóma
nema e.t.v. vonbrigði með veðrið.
Það hefur verið frekar leiðinlegt
það sem af er sumars, eiginlega
verið „mánuði á eftir áætlun” en
eitthvað virðist vera að rofa til i
þcim efnum núna”, sagði Gunn-
ar.
— Hér eru framkvæmdir hafn-
ar við hitaveituna. Verið er að
vinna við aðalæðina sem liggur úr
Skútudal i Siglufjörð. Mikil vinna
er þvi við hitaveituna, það þarf að
grafa skurði og leggja veg þar
sem aðalæðin á að koma.
Bæjarsjóður hefur aflað sér
láns fyrir þessum fyrsta áfanga
og fengust 70 miljónir króna úr
rikissjóði. Það gekk þó ekki á-
takalaust að fá þennan pening
þrátt fyrir marggefin loforð um
að hitaveituframkvæmdir gengju
fyrir flestum öðrum fjárveiting-
um. Enn er ekki einu sinni vitað á
hvaða kjörum þessir peningar
eru fengnir.
Þormóður Rammi, þ.e. frysti-
húsið og útgerðarfélagið á staðn-
um, hefur útvegað töluverða
vinnu i allt vor og afli beggja tog-
skipa félagsins, Sigluvikur og
Stálvikur hefur verið dágóður.
Hér er þriðji togarinn gerður út,
Dagný, og hefur hann einnig fisk-
að vel. Vinna við fiskverkun hefur
þvi verið dágóð, þrátt fyrir rýran
afla minni bátanna, sem hafa
goldið þess hve gæftir hafa verið
slæmar.
Þá má nefna að framleiðsla
fyrirtækisins Húseiningar h/f er i
fullum gangi og þar hafa margir
atvinnu. Þar er verið að smiða
hús fyrir aðila á Siglufirði,
Vopnafirði og viðar auk þess sem
þeir eru að smiða hús vegna
leiguibúða sveitafélaganna.
Einnig er verið að vinna af ull-
um krafti við viðbótavirkjun i
Þverá i Fljótum en þar á Siglu-
fjarðarkaupstaður sjálfur virkj-
un, sem heitir Leirfoss. Fram-
kvæmdir við viðbótarvirkjunina
eru mjög vel á veg komnar og
þetta á að leysa okkur frá undan-
gengnum vandamálum og vænt-
anlega verður töluverður afgang-
ur af rafmagnsorku sem við get-
um þá selt annað.
— Er eitthvað um bygginga-
framkvæmdir?
— Já, það er mikill hugur i
mönnum i sambandi við það. Það
er breyting frá fyrri árum og má
nefna að bærinn stendur nú fyrir
býggingu 8 leiguibúða og all-
margir einstaklingar erú annað
hvort að hef ja eða undirbúa bygg-
ingu ibúðarhúsa. Okkur hefur
tekist að stöðva brottflutning sigl-
firðinga algjörlega og rúmlega
það og er enginn vafi á að tilkoma
skuttogaranna á heiðurinn af þvi
fyrst og fremst. Atvinnan sem
skapast þeirra vegna er svo af-
gerandi. Fyrirtækið Þormóður
Rammi hefur þvi breytt miklu
hér á Siglufirði en það er að stór-
um hluta i eigu rikisins.
— Er mikið af ferðamönnum
hjá ykkur?
— Nei, það hefur orðið sam-
dráttur i ferðamannastraumi
hingað. Undanfarin ár hefur verið
töluvert um ferðamenn yfir
sumarið en núna er sem sagt aft-
urkippur i þeim efnum. Eg kann
nú ekki að útskýra hvers vegna en
trúlega er það þó einkum vegna
þess hve litið Siglufjörður hefur
upp á að bjóða sem aðrir hafa
ekki. Við erum svolitið afskekktir
og föllum ekki inn i þennan klass-
iska ferðamannahring.
Rœtt við
Gunnar Rafn
Sigurbjörnsson
á Siglufirði
.wöö'ðaD m
— Hvað um skólana?
— Þeim var öllum slitið á
venjulegum tima og hefur gengið
vel hjá okkur i vetur eins og und-
anfarin ár. Sú nýbreytni var tekin
upp sl. haust að stofna Vélskóla-
deild og gafst hún mjög vel. Hér
voru auk hennar starfandi barna-
skóli, gagnfræðaskóli, tónskóli og
iðnskóli. Fyrirhugað er að reka
alla þessa skóla áfram. Vélskól-
inn kom sérstaklega vel út en þar
voru 13 nemendur i vetur.
— Er ekki nóg að gera i bæjar-
stjórninni?
— Jú, það verður ekki annað
sagt. Fundir hafa þó verið stopul-
ir en þeir eru þeim mun lengri i
einu og núna varstu t.d. að vekja
mig af værum svefni þar sem ég
var að reyna að jafna mig eftir 14
klukkustunda langan fund. Við
byrjuðum klukkan 14.00 i gær og
hættum ekki fyrr en um fjögur-
leytið i nótt. Fram að þessum
fundi hafði ekki verið haldinn
reglulegur bæjarstjórnarfundur i
80 daga, þ.e. fundur með ritaðri
fundargerð og öðru sliku. Það má
þvi segja að hér sé stjórnað með
hálfgerðum bráðabirgðalögum!
Fjárhagsáætlunin fyrir árið sem
er að lfða var ekki lögð fram fyrr
en i gær og vissulega þykir mörg-
um það nokkuð seint gert enda er
árið hálfnað og vel það.
Annars eru framkvæmdir á
vegum bæjarfélagsins sjálfs frek-
ar litlar þegar hitaveitunni er
sleppt og kemur fjárskortur þar
fyrst og fremst til. Helst er unnið
að endurnýjun holræsakerfisins
og annars þess háttar.
— En þið þurfið ekkert að
borga i virkjunarframkvæmdirn-
ar?
— Nei, þetta er bara viðbót
sem Magnús Kjartanss. heimil-
aði á sinum tima. Við þurfum
ekki að bera kostnað hennar
vegna.
—gsp