Þjóðviljinn - 01.07.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.07.1975, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 1. júli 1975. Ódýrasta ferðin . Núeru aðeins fimin dagar þar til lagt verður upp i sum- arferð Aiþýðubandalagsins um Kjósarskarðsveg — Þing- velli — Grafning — ölfus. A skrifstofunni að Grettis- götu 3 er tekið við pöntunum i sima 28655, i Keflavik i sima 2349 eða 2180 eftir kl. 19. Ýinsir sem ávalit hafa farið i sumar- ferðina hafa dregið að panta miða, — kannski vegna þess- arqr sifelldu rigningar, en um helgina hlýtur að stytta upp — en þá er of seint að panta m iða. Ferðin hefur yfirleitt verið mikii fjölskylduferð og rétt að minna á að farmiði fyrir börn undir tólf ára aldri er 800 kr., en fyrir fullorðna 1100 kr. Myndin er úr einni af sumar- ferðum Alþýðubandalagsins. Sumarferðin er á sunnudaginn ílalia Kreppa hjá Róm 30/6 reuter — Flokkur kristilegra demókrata á ítaliu varð fyrir miklu áfalli er sex fé- Aðeins eftir að semja við tvo starfshópa Enn er ósamið við tvo starfs- hópa um kaup og kjör. Eru þar blaðamenn annars vegar og hins vegar félagsmenn verkalýðsfé- laga i Rangárvallarsýslu vegna starfsmanna við Sigöldu. Á sunnudagskvöld náðist sam- komulag við bakara, og var það byggt á grundvelli ASÍ — sam- komuiagsins að þvi viðbættu, að samið var um miklar kauphækk- anir vegna starfsaldurs. Fulltrúar verkalýðsfélaganna i Rangárvallasýslu mættu til fund- ar hjá sáttasemjara kl. tvö i gagrdag, og var ekkert samkomu- lag sýnilegt er blaðið hafði tal af Torfa Hjartarsyni eftir klukkan 5 i gærdag. Sáttasemjari boðaði blaða- menn og útgefendur á sinn fund klukkan 10 i gærkveldi, en siðasta sáttafundi lauk hjá honum á laug- ardagsmorgun eftir að hafa stað- ið i rúmar 19 klukkustundir. Á þeim fundi náðist mikilsvert samkomulag varðandi handrita- og prófarkalesara. begar ræða átti hækkun launa slitu útgefend- ur viðræðum, en til samninga- fundarins í gærkveldi var boðað að ósk biaðaútgefenda. —úþ Ný stjóm í Líbanon Yfir sjö hundruð manns hafa fallið í bardöguni siðustu þrjá mánuði Beirut 30/6 reuter — Eftir að hafa puðað við stjórnarmyndun I rúm- an mánuð tilkynnti Rashid Karami forsætisráðherra skipan nýrrar stjórnar i Libanon I dag. Við henni blasir að setja niður deilur falangista og palestinu- araba sem njóta stuðnings vinstri sinna i landinu cn þær hafa kostað amk. 700 mannslif undanfarna þrjá mánuði. Það er mikið vandaverk að setja saman stjórn i Libanon þar sem flóknar reglur gilda um hlut- deild hinna ýmsu trúflokka i stjórn landsins. Karami er sjálfur forsætisráðherra en hann er mú- hameðstrúar og af öðrum ráð- herrum ber hæst nafn Camille Chamoun sem er kristinn og var forseti Libanon fram til ársins 1958 er honum var steypt af stóli i byltingu sem Karami stjórnaði. Hvorki falangistar né sósialist- ar eiga fulltrúa i stjórninni. Kar- ami er taiinn fulltrúi múslima og róttækra en falangistar eiga itök i Chamoun semer mjög ihaldssam- ur. Auk þessara tveggja eiga fjór- ir ráðherrar til viðbótar sæti i stjórninni. Þeir eru fremur full- trúar trúflokka en að þeir hafi umtalsverð völd. Geysiharðir bardagar voru i Beirut um helgina og var barist bæði i miðborginni og úthverfum. Ekki er vitað með vissu hve margir hafa látist en vitað er um amk. 100 sem féllu i gær og 42 i dag. Alþjóðleg vörusýning: „Glerkonan” hefur vakið hrifningu! Hún verður meðal fjölmargra hluta á sýningunní, sem haldin verður í haust Alþjóðlega vörusýningin — Reykjavík '75 verður haldini Laugardalshöllinni 22. ágúst -7. september nk. Það er Kaupstef nan í Rvik. sem gengst fyrir þessari sýningu en alþjóðlegar sýningar á vegum kaup- stefnunnar hafa verið haldnar annað hvert ár undanfarið. Rúmlega 100 aðilar hafa skráð þátttöku sína og hafa þeir samtals tekið á leigu um 95% sýn- ingarsvæðisins. Að þessu sinni verður lögð á- hersla á að hafa bókstaflega allt sem fáanlegt er um mótorhjól og kristilegum lagar hans, þ.á m. þrlr ráðherrar, sögðu sig úr framkvæmdanefnd flokksins. Þessir sex sem allir eru af vinstri væng flokksins kváðust hafa tekið þessa ákvörðun til þess að hvetja flokksforystuna til að endurskoða stefnu sina og bar- áttuaðferðir. Fanfani formaður flokksins á- varpaði framkvæmdanefndina i dag en hún telur 44 menn. Eftir ræðu hans var fundinum frestað um sólarhring. Var litið á þá á- kvörðun sem sigur fyrir andstæð- inga Fanfanis innan nefndarinn- ar. A fundinum i dag sagði Fanfani að enginn hagnaðist á stjórnar- kreppu eins og sakir stæðu. Hún myndi aðeins flýta fyrir þing- kosningum þarsem kommúnistar myndu hugsanlega auka fylgi sitt enn meir. Mikil gagnrýni hefur verið við- höfð gegn forystunni siðan flokk- urinn tapaði fylgi i kosningum fyrir hálfum mánuði. I kjölfar kosninganna bauð Fanfani sósial- istum aðild að stjórninni til þess að friða andstæðinga sina, en sósialistar höfnuðu boðinu. Hérá landi er nú staddur Grett- irL. Jóhannsson, sem verið hefur aðalræðismaður tslands i Winne- peg i Kanada i rúmlega 36 ár. Hann mun brátt láta af þvi starfi og I þakklætisskyni fyrir dygga þjónustu við ættlandið, hefur rikisstjórnin boðið honum hingað til lands ásamt konu sinni. Blaðamenn voru i gærdag boð- aðir á hans fund, og þar minntist hann á samskipti islensku útflytj- endanna og afkomenda þeirra i Kanada við tsland. annað sem þeim tilheyrir, s.s. fatnað, hjálma o.fl. auk fullkomn- ustu mótorhjóla. Til að lifga upp eins og framast er unnt verður einnig leitast við að hafa mikið af tækjum, sem gera mönnum kleift að mæla eigin kunnáttu, við- bragð, hæfni o.m.fl. Geta sýning- argestir lagt fyrir sjálfa sig ýms- ar þrautir og sannreynt þannig hæfileika sina á ýmsum sviðum. Langstærsti hluti þeirra, sem tekið hafa svæði á leigu eru is- lenskir aðilar, en þá gjarnan inn- flytjendur erlendra vara. Má reikna með að kostnaður þessara innflytjenda sé að verulegu leyti greiddur af erlendu fyrirtækjun- um. Þá hafa einnig italskir og pólskir aðilar tryggt sér sýning- arbása. Aðail sýningarinnar verður þó vafalaust þáttur a-þjóðverja. beirhafa i langan tima starfrækt vinnustofu þar sem unnið er við gerð likana af mannslikömum og einstökum liffærum mannsins. Likön a-þjóðverjanna hafa jafn- lengi verið þau albestu sem gerð hafa verið og hafa þeir jafnan i gangi farandsýningar sem sendar eru viða um heim. t Laugardals- A-þýska heilbrigðissafnið sendir til tslands nýjustu farandsýningu slna: „Maðurinn i umhverfi sinu”. Hér vinnur einn starfsmanna þess að Ifkanasmfði. höllinni verður sett upp nýjasta farandsýningin. bungamiðja hennar er tæplega fjögurra metra hátt likan af konu sem flytur á is- lensku tuttugu minútna ræðu um likama sinn og einstök liffæri. Með aðstoð ljósa, sem kvikna á mismunandi timum útskýrir „glerkonan” fyrir áhorfendum ýmsa þætti likamsstarfsemi sinn- ar.,,Glerkonan hefur farið viða um heim og vakið geysilega at- hygli,— jafnvel meiri en nokkurt annað likan sem þýska heil- brigðissafnið hefur sent frá sér. Þetta a-þýska heilbrigðissafn hefur um margra áratuga skeið rekið öflugan áróður fyrir heilbrigðismálum og farandsýn- ingarnar hafa verið beinn liður i þeim áróðri. —gsp Islensk skip notuð yið kapallagningu fyrir ameríkanana Ekkert heyrist frá hernúms- liðinu á Kefla víkurflugvelli vegna kaplamálsins svoncfnda og er ekki annað að sjá en að „verndararnir” liafi algerlega sofið á verðinum þegar njósna- duflum og kapalstrengjum hef- ur veriðdembt isjóinn innan is- lenskrar landhelgi, nema þá að þeir þurfi eitthvað að fela og vilji þvi ekki vita neitt, — það skvldi þó aldrei vera? Eitt er að minnsta kosti vist og það er aö hernámsliðið hefur notað islensk skip til að leggja kapal i sjó útaf Stokksnesi. Vorið 1971 var fiskiskipið Bergá, sem þá var gert út frá Höfn I Hornafirði, fengið til að sigla út með kapal, mun sverari og meiri um sig en þann sem fannst á dögunum. úti á sjó var svo staðsettur prammi, sem tók Fiskiskipið Bergá var notað til þess vorið 1971 við kaplinum og lagði hann i sjó- inn en við hann voru fest flotholt á stökustað meðan á lagningu hans stóð. Kannski til þess að hægt væri að tengja eitthvað við hann. En á pramma þessum unnu eingöngu ameriskir hermenn og að sögn óskars Guðmundsson- ar, sem var skipstjóri á Bergá, þegar þetta gerðist, voru ameriskir hermenn um borð i Bergá og önnuðust þeir alla meðferð kapalsins. Ekki sagðist Óskar hafa hug- mynd um til hvers þessi kapall var lagður þarna, skipið var að- eins leigt til þessara flutninga. — Við vorum nýhættir á vertið og biðum eftir þvi að skipið færi i slipp til hreinsunar eftir ver- tiðina, þegar við vorum látnir flytja kapalinn, sagði Óskar. Það er þvi greinilegt að kanar hafa eitthvað verið að bauka við sæstrengi, án þess að islensk yfirvöld, i þessu tilfelli land- helgisgæslan, væri neitt látin vita af þessu eða i það minnsta hafa yfirmenn hennar ekki kannast við neinar kapallagn- ingar hér við land, eftir að kapalmálið kom upp á dögun- um. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.