Þjóðviljinn - 01.07.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.07.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Algróiö land Forslða 2. heftis Réttar tileinkuö sigri vietnama. Þröstur Magnússon gerði kápumynd Þetta var eitt merkasta þing Komintern, en á þvi var vikið frá fyrri einangrunarstefnu og tekin upp samfylkingarstefna gegn fasismanum. Einar sat sjálfur þetta þing fyrir hönd Kommún- istaflokks Islands og koma inn i greinina persónulegar minningar frá þinghaldinu. Einar rifjar upp hvaða persónur settu einkum svip sinn á þingið. En fyrst og fremst fjallar greinin þó um það, hvers vegna kommúnistar brugðust svo seint við hættunni af fasismanum og tóku svo seint upp samstarf við sósialdemókrata. Einar segir m.a. „Ýmsir nútimamenn dæma hart það andvaraleysi, sem sósialistar, einkum þýskir úr báð- um höfuðfylkingum verkalýðs- hreyfingarinnar, kommúnista og sosialdemókrata, sýndu gagnvart hættunni á sigri fasismans i Þýskalandi 1933. Það er að visu skiljanlegt að menn dæmi hart, — en þó skyldu þeir hinir sömu stinga hendi i eigin barm og at- huga hvernig menn bregðast nú við enn ægilegri hættum". .,.Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. En þegar við, sem upplifðum valdatöku fasismans og hrun þýskrar verkalýðshreyf- ingar, áttuðum okkur á hvað gerst hafði, þá var það bjartsýni 19. aldarinnar: trúin á óhjá- kvæmileika framþróunar, sem var brostin. Við sáum að sá möguleiki var til að allt yrði lagt i rústir, framfaraöfl mannfélags- ins eyðilögð með likamlegri út- rýmingu forustuafla þeirra, jafn- vel mannfélagsskipaninni kippt aftur á bak um aldir. Spurningin, sem krafbist þá — og krefst enn — svars, er hvernig stóð á að kommúnistaflokkarnir megnuðu ekki að móta i tima rétta stefnu gegn fasismanum og hvað var um Komintern, uns það alþjóðasamband loks 1935 á 7. heimsþinginu mótaði þá sögulegu stefnu samfylkingarinnar. Við skulum ihuga þessi atriði gaum- gæfilega." Þegarhöfundur leitar svara við fyrrgreindri spurningu þá segir hann: „Sú afstaða.sem að minu áliti hefur valdið hinni róttæku sósial- istisku — þ.e. kommúnistisku — hreyfingu mestum skaða, er það, sem á erlendu máli er nefnt „sektirismus", furðulegt sam- bland af ofsaróttækni, réttrúnaði og ofstæki — og tekur oftast á sig mikinn „vinstri" svip á yfirborð- inu og óskapast þá mjög gegn þvi, sem það kallar „endurskoð- unarstefnu" („revisionismus"). Hins vegar ber að muna að ein- mitt vinstri hreyfingin — kommúnisminn — i alþjóðahreyf- ingu sósialismans er til orðin i baráttu við sjálfa tækifærisstefn- una, sósialdemókratismann, þ.e. uppgjöfina fyrir burgeisastéttinni og þjónustustarfsemina við rikis- valdið, — og er þvi eðlilega alltaf betur á verði gegn slikri „hægri" stefnu en hinni „vinstri".' Góður sósialisti hatar ranglæti og kúgun auðvaldsþjóðféiagsins og fyrirlitur svikin við málstað- inn. En ef hann ætlar sem góður marxisti að leiða frelsisbaráttu verkalýðsins til sigurs, þá verður hann einnig að geta hugsað skýrt og ákveðið með hliðsjón af öllum aðstæðum baráttuaðferðina i hvert sinn, meðal annars getað hiklaust ákveðið að verja borg- aralegt lýðræðisform hins rang- láta auðvaldsskipulags gegn fas- ismanum og i þvi skyni unnið með svikulum sósialdemókratiskum foringjum (og öðrum) (svo ekki sé talað um heiðarlegan sósial- demókratiskan verkalýð, sem trúir þeim enn og treystir), ef þeir fást til baráttu gegn fasism- anum." Siðan lýsir Einar viðureigninni við þetta ofstæki og hvernig Dimitroff hafði forgöngu i barátt- unni fyrir samfylkingu. En höf- undur hefur jafnan samtimann i huga er hann rifjar upp þessa at- burði. Hann segir: „Reikningsskil Dimitroffs við hina „sjálfumglöðu ofstækis- stefnu", „hinn forheimskvaða rétttrúnað", við þá einangrunar- sinna, sem ekki skilja „að forusta kommúnistaflokks fyrir verka- lýðnum kemur ekki af sjálfu sér" — var mjög hörð." „Forustu kommúnistaflokks verður hann að ávinna sér i bar- áttu verkalýðsins. 1 þvi efni duga engar yfirlýsingar um forustu- hlutverk kommúnista, til þess áð ná slikri forustu verður flokkur- inn að ávinna sér traust vcrka- lýðsins sökum daglegrar fjölda- starfsemi sinnar og réttrar stjórnmálastefnu" — segir Dimitroff i ræðu sinni. — Og þetta á enn erindi til fjölda kommún- istaflokka, m.a. var lögð sérstök áhersla á þetta atriði i sögulegum samþykktum miðstjórnar Kommúnistaflokks Tékkósló- vakiu i april 1968 (Dubcek-tim- anum)". í lok greinarinnar fjallar höf- undur um samfylkingu á stór- veldasviði og kemur þar inn á baráttuna gegn fasismanum i seinni heimsstyrjöldinni og sigur- inn fyrir 30 árum. Loks bendir hann á þá hættu er enn vofir yfir mannkyninu frá þeirri yfirstétt er ræður yfir gereyðingarvopn- um. „Ekkert villidýr er grimm- ara en auðmaðurinn sem óttast um auð sinn og völd" og siðan beinir ritstjórinn skeytum sinum að bandariskri auðmannastétt. En um valdhafa i alþýðustórveld- um segir Einar: „Valdamenn al- þýðustórveldanna þurfa að var- ast ab láta valdið — rikisvaldið — stiga sér til höfuðs. Valdið — rikisvaldið ekki sist — er i eðli sinu alger mótsögn við hugsjón jafnt sósialisma sem samfylking- ar, — en valdið, vald alþýðunnar, er forsenda fyrir framkvæmd hvortveggja hugsjónarinnar. Of- stæki það, sem valdið getur skapað i alþýðurikjunum, hefur þegar leitt til hörmulegustu ill- verka i heimisósialismans. Af þvi þarf að læra, og læra til fulls. Vald Sbvétrikjanna er undir- staða að valdi sósialismans i heiminum. Vald þeirra er það eina, sem heldur villidýrinu i Washington i skefjum. Bresjnef sýnir hæfileika sem stjórnskör- ungur stórveldis með samningum við Willy Brandt og Nixon. En hann á eftir að sýna sig sem mik- ill marxistiskur leiðtogi með þvi að ná samfylkingu við Mao og Dubcek. Það þarf vald til að semja um vopnahlé við voldugan andstæð- ing, en það þarf umburðarlyndi til að ná samstarfi við raunverulega samherja, sem hafa á ýmsum sviðum ólikar skoðanir." Annað efni: Auk fyrrgreindra greina - er að finna æviminningar um rúss- neska rithöfundinn Drabkinu og júgóslavneska kommúnistaleið- togann Veljko Vlahovic. Þá er birt stofnfundargerð Verkalýðs- sambands Norðurlands frá árinu 1925, auk þess innlend og erlend viðsjá og Neistar. þar sem áöur gróðurlausir A siðustu 3 árum hefur verið sáð i og borið á um 320 hektara af bTfoka landi norðan Sandár á Biskupstungnaafrétti. Svæði þetta er vestan Kjalvegar en norðan vegarins að Hagavatni. Uppgræðslan hefur verið kost- uð af þremur aðilum. Fjáreigend- ur, sem fara með sauðfé i afrétt- inn, hafa greitt um 1/4 hluta á- burðarins, Biskupstungnahrepp- ur hefur greitt annan fjórðung hans, en Landgræðsla rikisins hefur greitt helming áburðar og allt fræ og að auki kostað flutning og dreifingu. Framlög fjáreig- enda siðustu þrjú ár hafa numið samtals kr. 800420,— en Biskups- tungnahrepps kr. 809800.-. Þetta starf virðist bera góðan árangur, og er nú nær algróið land, þar sem fyrir 3 árum voru svo til gróðurlausir melar. Landið hefur ekki verið girt af, og er margt fé á þvi siðari hluta sum- ars. Ekki er að sjá að það valdi skemmdum en teðslan myndar frjósaman jarðveg. A fundi um landgræðslumál i Aratungu 16. júni sl. samþykktu fjáreigendur að leggja fram að sinum hluta andvirði allt að 20 tonna af áburði til áframhaldandi uppgræðslu á þessu svæði i sumar. Hreppsnefnd hafði áður samþykkt að Biskupstungna- voru aöeins melar hreppur kostaði önnur 20 tonn. Landgræðslan mun leggja fram 50 tonn á móti, allt fræ og kosta flutning og dreifingu. Hluta af á- burðinum verður dreift á land það, sem grætt hefur verið á sið- ustu árum, en hitt verður notað til áframhaldándi uppgræðslu á ör- foka landi. Með tilliti til fenginnar reynslu ai uppgræðsiu án girðinga gerði áðurnefndur fundur eftirfarandi samþykkt: — Almennur sveitarfundur um uppgræðslu, haldinn að Aratungu 16. júni 1975, varar við þeirri stefnu, að Landgræðsla rikisins girði stór flæmi afréttarlanda, þegar sýnt er að ekki er nægt fjármagn til að græða innan þeirra girðinga, sem þegar eru fyrir hendi. Bendir fundurinn á að hagstæð- ara er að girða minni girðingar og græða hraðar upp, þar sem rofabörð eru, en á örfoka landi verði grætt upp án þess að girtar séu sérstakar landgræðslugirð- ingar. Bendir fundurinn i þvi sambandi á reynsluna af upp- græðslu norðan Sandár á Bisk- upstungnaafrétti — Allir þeir 30—40 bændur úr Biskupstungum, sem fund þenn- an sátu.samþykktu þessa álykt- EYJÓLFUR J. EYFELLS NÍRÆÐUR Á NÆSTA ÁRI „Held áfram að mála í næsta lífi sé þess kostur" — sagöi listmálarinn er hann kynnti yfirlitssýningu sína á Kjarvalsstöðum „Þessi botnlausa efnishyggja er að gera út af við flest í þessum heimi" segir Eyjólfur. „Ég hef alltaf verið jafnaðarmaður og strax sem barn skildi ég aldrei hvers vegna einn var Iátinn vera fátækur meðan aðrir voru jafn rlkir og raun bar vitni." „Ég hef málað myndir frá þvi ég man eftir mér" sagði Eyjólfur J. Eyfells listmálari sem opnaði 28. stóra yfirlitssýningu að Kjar- valsstöðum. „Móðir min gaf mér stilabók sem ég átti að skrifa i mina fyrstu stafi en áður en mér tókst að skrifa einn einasta staf var hver sfða undirlögð fyrir teikningar. Þá var ég fimm ára og siðan hef ég fengist við mynd- list af fullum krafti. Siðustu 60 ár- in hcf ég helgað mig myndlistinni algjörlega". — Hvað heldurðu að þetta séu margar myndir sem þú hefur málað um æfina? — Það er ómögulegt að segja. Þó er ég ekki frá þvi að þær nái jafnvel sjö til átta þúsundum. Mér hefur sem betur fer enst starfsþrekið vel. Ennþá get ég málab að vild og handstyrkurinn er slikur að ég á ekki i nokkrum erfiðleikum með penslana. Hver veit nema ég geti haldið áfram að mála i næsta lifi, sagði Eyjólfur sem hefur frá barnæsku haft yfir að ráða rikum dulrænum hæfi- leikum og er i föstu sambandi við framliðið fólk. „Ég tala oft við aldraðan framliðinn mann og að- spurður sagði hann mér að ég gæti málað að vild minni þarna hinum megin ef ég bara kærði mig um það." Eyjólfur mun vera elstur núlif- andi listmálara. Hann hefur haldið fjölda sýninga, innanlands og utan auk þess sem hann hefur tekið þátt i samsýningum. Að þessu sinni sýnir Eyjólfur a.m.k. 125 myndir og eru þær allar i einkaeign og viða að komnar. Sýningin er opin til 6. júli daglega frá klukkan 16.00-22.00. A laugar- dögum og sunnudögum er hins vegar opnað klukkan 14.00 og opib til 10. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.