Þjóðviljinn - 01.07.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.07.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. júli 1975. Aukin áhrif starfsmanna í stjórnum sa mvi 1111 uf yrirtækja Samvinnumenn í Noregi kjósa 1/3 í stjórn norska samvinnusambandsins i öðru tölublað Hlyns, fjailar Reynir Ingibjartsson, formaður Landssambands islenskra sam- vinnustarfsmanna, um aukna þátttöku samvinnustarfsmanna i Noregi i stjórnum samvinnufyrir- tækja. 1 Noregi hefur á undanförnum áratugum átt sér stað afar at- hyglisverð þróun á sviði atvinnu- lýðræðisog aukinna áhrifa starfs- fólks i fyrirtækjum þar. Hefur norska Stórþingið m.a. fyrir nokkru samþykkt lög um það, að i stjórnum allra hlutafélaga af á- kveðinni stærð skuli 1/3 vera kjörinn af starfsmönnum. Jafn- framt óskaði Stórþingið eftir þvi, að samvinnuhreyfingin norska tæki upp sama hlutfall i stjórnum samvinnufélaganna, en ef svo væri ekki fyrir árslok 1975, mætti búast við lagasetningu um þetta varðandi samvinnufélögin Aðalmáliö á síðasta aðalfundi NKL. Norska samvinnusambandið, NKL hélt siðasta aðalfund sinn i Bodö i ágústlok i fyrra, en aðal- Spænsk stjórnvöld greiða fyrir Mallorka- ferðum Fimmtudaginn 26. júni 1975 var boðað til stofnfundar með áhuga- fólki um Mallorca og sólarlanda- ferðir. A fundinum voru mættir fimm til sexhundruð manns, sem samþykktu einróma að félagið skyldi stofnað. Fundarstjóri var skipaður Hjálmar W. Hannesson og fund- arritari Skúli Gislason. Siðan voru drög að lögum fyrir félagið samþykkt með nokkrum breyt- ingum, en að þvf loknu gengið til kosninga. Nokkuð var um á- bendingar frá fundargestum, um væntanlega stjórnarmenn, en eft- irtaldir menn voru kjörnir í stjórn félagsins: Axel Gomez Retana, formaður, Sigurður Bjarnason, varafor- maður, Hafliði Pétursson, gjald- keri Skúli Gislason, ritari, Völ- undur Danielsson, varamaður, Elisabet Sigurðardóttir, vara- maður, Kristbjörn Guðlaugsson, endurskoðandi, Edvard Skúlason, endurskoðandi. Að lokinni kosningu voru siðan almennar umræður og svöruðu formaður og varaformatur spurningum fundargesta. Kom þar m.a. fram að mögulegt er að lækka verð á hálfsmánaðarferð til Mallorca um 25-30%, frá þvi verði sem ferðaskrifstofur aug- lýsa. Einnig kom fram að Club Mallorca mun njóta stuðnings frá Spánska ferðamálaráðuneytinu á ýmsan hátt. Er þar aðallega um að ræða stofnun og rekstur skrif- stofu fyrir félagið i Reykjavik, sem jafnframt yrði upplýsinga- þjónusta fyrir Spánska ferða- málaráðuneytið. Einnig hafa stjórnvöld boðið ýmsa fyrir- greiðslu fyrir félagsmenn i Club Mallorca, á ferðalögum þeirra um Spán. Fundinum lauk siðan með kvik- myndasýningu. Sýnd var mynd frá Canary-eyjum, þar sem kvik- mynd frá Mallorca með islensku tali náði ekki til landsins I tæka tið fyrir stofnfundinn. fundir NKL eru haldnir á þriggja ára fresti. Fyrir fundinum lá að taka afstöðu til þessarar 1/3 reglu varðandi starfsfólk NKL og dótt- urfyrirtækja þess og breytingar á samþykktum NKL þar að lútandi. Skemmst er frá að segja, að þetta varð aðalmál fundarins og sýnd- ist sitt hverjum. Áður hafði átt sérstað um þetta mikil umræða á aðalfundum kaupfélaganna og eins i umræðuhópum, er skiptu hundruðum og fjölluðu um stefnu samvinnumanna næstu þrjú ár eða frá 1974—1977. 1 skoðana- könnun sem gerð var á aðalfund- inum i Bodö var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 123, að reglan ætti að vera sú, að starfsmenn ættu 1/3 i stjórnum samvinnufé- laganna. Þegar til endanlegrar atkvæðagreiðslu kom, var aftur á móti 161 fulltrúi á móti þessu en 117 með. Starfsmenn lengi átt fulltrúa í stjórn og fulltrúaráði NKL. Fyrir aðalfundinn i Bodö áttu starfsmenn einn kjörinn fulltrúa í stjórn NKL, sem var 7 manna og þrjá fulltrúa i fulltrúaráði, sem i sátu 31 og annars er kjörið á hér- aðsfundum kaupfélaganna. Reyndar eignuðust starfsmenn 2 fulltrúa i þessu fulltrúaráði þegar á árunum rétt eftir 1920 og fyrir 1940 eignuðust þeir svo fulltrúa i stjórn NKL. f Bodö voru allir sammála um að auka hlut starfs- manna, en hve mikið var spurn- ingin. f stað 1/3 reglunnar var samþykkt að fjölga i stjórn NKL úr 7 i 9 og fulltrúar starfsmanna yrðu 2, fjölga i fulltrúaráðinu i 37 og fulltrúar starfsmanna þar yrðu 7 i stað þriggja. Alþýðusambandið og ríkisstjórnin blanda sér i málið. Það fór eins og spáð hafði verið á aðalfundi NKL, að krafist yrði lagasetningar um 1/3 aðild starfsmanna að stjórnum og full- trúaráðum NKL og kaupfélag- anna. Starfsmenn NKL ræddu i fyrstu um það, að fulltrúar þeirra drægju sig út úr stjórn og full- trúaráði NKL, og siðan tók LO, norska alþýðusambandið málið upp og óskaði eftir afskiptum fé- lags- og atvinnumálaráðuneytis- ins ef þessari deilu, og það kæmi i kring lagasetningu um 1/3 aðild starfsmanna i samvinnuhreyf- ingunni norsku til samræmis við lögin um hlutafélögin. Starfs- menn NKL i Osló tóku undir þetta og formaðurinn i Oslóar og Aker- hus kooperative fylkeslag eða sambandi kaupfélaganna i Osló og nágrenni fór fram á það, að kallað yrði saman sérstakt þing tilaö fjalla um þetta mál. Fundur var svo haldinn milli formanns NKL, Peder Söiland og Leif Aune, félags- og atvinnumálaráðherra um þetta og siðar fjallaði full- trúaráð NKL um deiluna og fór fram á milligöngu ráðuneytisins til lausnar. Jafnframt samþykkti það að kjósa nýja laganefnd, sem i sætu þrir úr fulltrúaráði NKL, þrir úr stjórn NKL og þrir frá starfsmönnum NKL, og sem hefði það verkefni fyrst og fremst að finna leið til þess að starfsmenn hefðu rétt til 1/3 hlutdeildar i stjórn og fulltrúaráði NKL og sömuleiðis i stjórnum kaupfélag- anna. Tillögum sinum átti nefnd- in að skila fyrir aprillok 1975. Rök og gagnrök varðandi 1/3 regluna Þeir, sem voru talsmenn 1/3 aðildar starfsmanna að stjórnum og fulltrúaráðum NKL og kaupfé- laganna bentu á, að það sæmdi ekki samvinnufélögunum að gera verr við sina starfsmenn en hlutafélög. Bent var á, að norska Reynir Ingibjartsson Stórþingið hefði verið einróma i þvi, að NKL og kaupfélögin tækju upp 1/3 regluna og töldu vist, að sett yrðu lög um þetta ef NKL stæði á móti. Bent var á nauðsyn þess að hafa sem best samband milli starfsfólks, stjórnenda og félagsmanna i samvinnufélögum og auka þyrfti ábyrgðakennd starfsmanna og áhuga fyrir hag samvinnufélaganna og væri það best gert með þvi að veita þeim hlutdeild i stjórn þeirra. Helstu gagnrökin voru þau, að starfsmenn yrðu með þessu i raun i meirihluta bæði i stjórn og full- trúaráði NKL. 1 fulltrúaráðinu sitja að öllum jafnaði allmargir kaupfélagsstjórar og aðrir stjórnaraðilar I kaupfélögunum, þvi rik tilhneiging væri til þess i kaupfélögunum að kjósa þá sem sina fulltrúa og til þess hefðu fé- lagsmennirnir fullan rétt. t stjórn NKL væri forstjór- inn sjálfkjörinn og þá mætti telja formann NKL hverju sinni nánast starfsmann NKL. Ef við bættust svo þrir fulltrúar starfsmanna, þá væru 5 af 9 á iaunum hjá NKL. Ekkert væri svo til fyrirstöðu, að kaupfélagsstjórar, einn eða fleiri væru i hópi hinna fjögurra. Bent var á, að félagsmenn I samvinnu- félögunum i Noregi væru um 430 þúsund og væri réttur þeirra og áhrif orðin harla Iitil með þessari skipan. Þessum rökum var and- mælt af hálfu fulltrúa starfs- manna og fram til þessa hefði aldrei komið til þess, að fulltrúar starfsmanna NKL og þeir sem störfuðu hjá kaupfélögunum og i mörgum tilfellum væru stjórn- endur hefðu myndað samstöðu gegn þeim, sem kjörnir væru úr hópi hinna almennu félags- manna. Starfsmenn fá 4 af 11 f stjórn NKL og 15 af 45 í fulltrúaráði NKL. Aður en laganefndin skilaði á- liti sinu, þá tókst samkomulag um það milli NKL og LO að tryggja starfsmönnum NKL 1/3 i stjórn og fulltrúaráði. Til að svo mætti verða var fjölgað i stjórn NKL um tvo i 11 og tveimur fulltrúum starfsmanna þar með bætt við. 1 fulltrúaráðinu var svo fjölgað úr 37 i 45 og allir, sem bættust við skyldu verða úr röðum starfs- manna eða alls 15. Til að brjóta ekki samþykktir NKL, þá sam- þykktu þeir sem fyrir voru i stjórn og fulltrúaráði að virða meirihlutasamþykktir sem bind- andi fyrir sig i samræmi við hin nýju hlutföll, og þessi háttur yrði á fram að næsta landsþingi NKL árið 1977. Um ' þetta varð fullt samkomulag og þar með hafði náðst sá merki áfangi að tryggja starfsmönnum samvinnusam- bandsins norska 1/3 stjórnar- manna I aðalstjórn þess og full- trúaráði. I framhaldi af þessu, þá geta menn velt þvi fyrir sér, hvernig islenskum samvinnu- mönnum litist á það, að þrir full- trúar starfsmanna Sambandsins og dótturfyrirtækja sætu i stjórn þess og svipaður háttur væri á um stjórn Samvinnutrygginga, Oliu- félagsins, Samvinnubankans o.s.frv. I það minnsta skulum við gera okkur grein fyrir þvi, að samkvæmt hinni tittnefndu skyldleikareglu varðandi frændur okkar Norðmenn og fyrirmyndir i þvi sambandi, þá væri am.k. kominn timi til fyrir okkur að rumska. R.I. Heimildir: Vart blad og Forbruk- eren. Nýtt framhaldsleikrit i útvarpinu i júli Aftöku frestað Laugardaginn 5. júli n.k. hefst fiptningur á nýjum breskum framhaldsleik i útvarpinu og nefnist hann „Aftöku frestað”. Leikurinn var fyrir skömmu fluttur I breska útvarpinu og vakti þar mikla hrifningu. Þætt- irnir eru alls sex. Höfundur leiksins er Michael Gilbert, en þýðingin er gerð af Asthildi Egilsson. Leikstjóri er Gisli Al- freðsson. Þetta er hörkuspennandi hrollvekja og fjallar um ungan mann, sem saklaus er dæmdur fyrir morð á leikkonu. Margt ó- vænt kemur á daginn áður en rétta lausnin kemur og hlustend um er haldið I spennu frá byrjun tilenda. Athygli skal vakin á þvi að leikurinn er einmitt fluttur á þeim tima meðan starfsfólk sjónvarpsins er i sumarfrii. Aðalhlutverkið er leikið af Hákoni Waage. Af öðrum leik- endum eru þessir helstir: Helgi Skúlason, Ævar Kvaran, Gunn- ar Eyjólfsson, Sigurður Karls- son, Anna Kristin Arngrims- dóttir, Jón Sigurbjörnsson, Arni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Róbert Arnfinnsson, Guðjón Ingi Sigurðsson, Klemenz Jóns- son, Sigriður Þorvaldsdóttir og fl. Myndin er tekin er verið var að taka upp framhaldsleikrltlð Aftöku frestað. Stjérn NKL. Lengst til hægri er Harald Brattebö, fulltrúi starfsmanna NKL. A myndina vantar annan fulltrúa starfsmanna NKL, en ails eru stjórnarmenn 9, þar af 2 konur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.