Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 1
ÞluÐVIUINN Föstudagur4. júli 1975 — 40. árg. —147. tbl. Þar var sparað! A þessu ári er varið 20 miljón- um til byggingar húss fyrir aldr- aða i Furugerði. A fjárhagsáætl- un þessa árs voru þó veittar 85 milj. kr. til þessa verks, en þar sem borgarstjórnarihaldið var að spara, var það látið koma niður á framkvæmdum vegna aldraðra. Myndina tók AK i Furugerði i gær. Á auðu lóðinni milli húsanna á húsið fyrir aldraða aö byggjast. Þetta mál gerði Sigurjón Péturs- son að umtalsefni meðal annars á fundi borgarstjórnar i gærkvöld, þar sem fjallað var um borgar- reikningana fyrir sl. ár. Flestir liðir reikninganna fóru langt framúr áætlun — nema féð til byggingar húss fyrir aldraða. Fundur í landhelgisnefnd i gær: Landhelgis- staðan rædd 1 gær var haldinn fundur i land- heigisnefnd þingflokkanna. Þar var staðan i iandhelgismálinu rædd og meðalannarshvenærráð- istskuii I útfærslu landhelginnar i 200 sjómilur. Var ákvörðun um dagsetningu ekki tekin á þessum fundi, en gert mun vera ráð fyrir að útfærsla taki gildi með tveggja til þriggja mánaða fyrirvara. Þannig má þvi gera ráð fyrir að útfærsla landheiginnar taki gildi um miðjan október til 13. nóvem- ber. Rikisstjórnin mun nú þessa dagana fjalla um landhelgismál- ið. Þá hafa stjórnarflokkarnir rætt málið sérstaklega: mun þingflokkur Framsóknarflokks- ins hafa gert sérstaka samþykkt i málinu. Sem kunnugt er hefur Al- þýðubandalagið þegar fyrir nokkru markað þá stefnu, að jafnhliða útfærslunni i 200 sjómil- ur skuli mörkuð sú heildarstefna i landhelgismálinu, að undanþágu- veiðar útlendinga innan fiskveiði- lögsögunnar komi ekki til greina. Næsti fundur i landhelgisnefnd- inni er ráðgerður i næstu viku. Framsókn- armaður misbeitir húsbónda- valdi — sjá 3. siðu m Húseining- ar byggja í Garða- hreppi — sjá 2. síðu Beiðni Air Yiking hafnað í flugráði — sjá 12. síðu r Utvarps- stjóri kynnti sér lita- sjónvarp sjá 3. siðu Hvað líður ókeypis símaafnotum fyrir ellilífeyrisþega? Þingsályktunin ekki komin í ráðuneytið! Á siðasta þingi flutti Magnús Kjartansson þingsályktunartillögu, sem var samþykkt, þar sem samgönguráðherra er veitt heimild til að veita leyfi fyrir ókeypis sima handa ellilifeyris- þegum, sem hafa aðeins tekjutryggingu. Ennþá hefur ekkert bólað á að samgönguráðherra not- færi sér þessa heimild, en fjöldamargir ellilif- eyrisþegar binda miklar vonir við að þetta komist i gegn hið fyrsta. Við höfðum samband við Ölaf Steinar Valdimarsson skrifstofu- stjóra i samgönguráðuneytinu, og sagði hann, að ennþá hefði ekki verið fjallað um þetta mál. — „Eftir þvi sem ég best veit, hefur þingsályktunartillagan ekki enn- þá borist formlega hingaö i ráðu- neytið. Við erum nú að fá þessar tillögur smátt og smátt, en ég á von á að málið verði tekið upp áð- ur en langt um liður”, sagði Ólaf- ur. Þess má geta i framhaldi af þessu, að simagjöld hafa hækkað mjög á undanförnum árum. Sið- asta hækkun varð 13. desember sl., og samkvæmt upplýsingum, sem Ivar Helgason á innheimtu bæjarsimans gaf blaðinu, nam hækkun á stofngjaldi án sölu- skatts 3.600 krónum, og fór gjald- ið þá i 13.600 krónur. Um leið hækkaði ársfjórðungsgjaldið úr 1500 krónum i 2000 og skrefum i lágmarksgjaldi fækkaði jafn- framt úr 400 i 300. Er þvi um verulega hækkun á afnotagjöld- um að ræða. tvar sagði ennfrem- ur, að mikið bæri á að gamalt fólk kæmi i stofnunina og spyrðist fyr- ir um ókeypis sima. — „Meðan mest var um þetta rætt i vetur komu hér fleiri manns daglega að um þetta mál og vonandi er þess þýðingarmikið það er fyrir ellilif- spyrjast fyrir um þetta”, sagði ekki langt að biða að gengið verði eyrisþega. Ivar. Þar er einnig mikið spurt frá þvi. Enda er augljóst hversu þs Hafrannsóknarstofnunin: Rcuinsakar afla togaranna í Reykjafjarðarál Ólafur Karvel Pálsson fiski- fræðingur er um þessar inundir á vegum Hafrannsóknarstofnunar mcð einu varðskipanna i Reykja- fjarðarál að rannsaka afla tog- ara, sem þar cru, bæði ísienskra og enskra. Hafrannsóknarstofnun hefur öðru hverju sent mann um borð i togarana til að rannsaka fiskastærðina I afla þeirra, og menn muna efiaust þann hveli, sem varð i vor, þegar stofnunin uppiýsti um smáfiskadráp togar- ánna hér við land. Jón Jónsson forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunarinnar, sagði i gær, að þarna væri aðeins um að ræða eina af þessum venjulegu könnunum stofnunar- innar og að hún væri ekki tilkom- in vegna kæru. — Við skoðuðum afla fyrir skömmu úr bát, sem var á veið- um á þessum slóðum, og sá afli kom að visu þokkalega út, en samt töldum við rétt aö gera þarna nánari könnun, sagði Jón Jónsson. Hann taldi að niðurstaða könn- unar ólafs myndi ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgina, en ólafur verður þarna i tvo eða þrjá daga. í Þjóðviljanum i dag er grein eftir Guðna Þorsteinsson fiski- fræðing um smáfiskadráp togar- anna hér við land. —S.dór. Líst ekki á að salta sild um borð — sjá viðtal við Einar Guð- mundsson skipstjóra á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.