Þjóðviljinn - 04.07.1975, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.07.1975, Qupperneq 5
Föstudagur 4. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi PERÚ: Auk óréttlátrar eigna- og tekjuskiptingar búa perúanskir bændur við frumstæða atvinnuhætti sem viöa hefur engum breytingum tek- ið frá þvi spánverjar lögðu landið undir sig á sextándu öld. Bændur gerast herskáir Herforing jastjórnin í Perú sem komst til valda árið 1968 hefur ekki verið sett á sama bás og aðrar herforingjastjórnir í álf- unni/ t.d. í Chile og Uru- guay. Því hefur einkum valdið afstaða hennar til bandarískrar heims- valdastefnu. Stjórnin hefur af nokkru kappi ráðist gegn hagsmunum Bandaríkjanna í landinu, þjóðnýtt námur og oliu- fyrirtæki og rekið einarða landhelgispólitík. Þessi atriði hafa vakið samúð róttæklinga á Vesturlöndum eða a.m.k. kveðið niðúr óánægju- raddir úr þeirri átt. Og ekki hef- ur skaðað að stjórnin tilkynnti stuttu eftir valdatökuna um- fangsmiklar endurbætur i land- búnaði — reforma agraria — sem áttu að koma fátækum bændum og landbúnaðarverka- mönnum til góða á kostnað stór- jarðeigenda eða „latifundista” eins og þeir nefnast i rómönsku Ameriku. En fögur fyrirheit duga skammt ef þeim er ekki fram- fylgt. Að visu hefur verið þrengt að bandariskum hagsmunum i landinu en það hefur ekki komið verkalýð eða bændum til góða. Það er fyrst og fremst millistétt borganna og stétt iðnrekenda sem hagnast hafa á þjóðnýting- unum auk þess sem auðvaldi annarra iðnrikja (Vestur- Þýskalands og. Japans) hefur vaxið ásmegin i landinu. Landbúnaðar- áætlun i vaskinn Þá hefur landbúnaðaráætlun- in ekki gengið eins vel og til var ætlast. Samkvæmt henni hafa stórjarðir verið teknar af fyrri eigendum og komið á sam- vinnurekstri bænda eða rikisbú- um. En sá galli fylgir gjöf Njarðar að bændum var gert að greiða eigendunum fyrir eigna- upptökuna. Þetta hefur bænd- unum fundist óréttlátt þvi jarð- eigendurnir hafa um aldir hald- ið þeim i þrælkun og lifað hátt af afrakstri vinnu bændanna. Auk þess hafa jarðaupptökur ein- ungis náð til allra stærstu jarð- eigna og sumir landshlutar farið alveg á mis við þær. Þetta hefur orðið til þess að viða um land, en einkum i hér- uðunum syðst og nyrst i landinu, hafa bændur tekið lögin i sinar hendur og hafið jarðaupptökur á eigin spýtur. Þeir hafa heldur ekki einskorðað þær við allra stærstu jarðeignir heldur látið þær ná til meðalstórra jarða. Jafnframt þvi sem bændurnir voru jarðnæðislausir og bjuggu við bág kjör hvatti það einnig til aðgerða þeirra að eigendur stórjarðanna voru farnir að selja búpening og tækjakost af jörðunum af ótta við að þær yrðu teknar eignarnámi. Seinnihluta sumars i fyrra tóku 70 þúsund bændur þátt i slikum jarðaupptökum i fjalla- héruðunum syðst i landinu. Þeir hafa notið stuðnings kommún- istaflokks landsins, CCP, við þessar aðgerðir en hann telur um 180 þúsund félaga og hefur Stj órnarathafnir herforingjanna koma yfir- og millistéttum einum til góða staðið i andófi gegn stjórninni um margra ára skeið og orðið að þola ýmsar búsifjar af henn- ar hálfu fyrir. Ofsóknir hafnar Þegar jarðaupptökurnar hóf- ust i fyrrasumar lét stjórnin það gott heita i fyrstu og i ágúst und- irritaði hún samninga við bændasamtökin þar sem hún hét þvi að láta upptökurnar óá- reittar og ofsækja ekki leiðtoga eða félaga i CCP. I september rauf stjórnin samkomulagið og hóf handtökur bændaleiðtoga og forystumanna CCP. Bændurnir svöruðu með þvi að loka þjóð- vegi i suðurhluta landsins en stjórnin herti enn á kúguninni og handtók marga af leiðtogum uppreisnarinnar. Jarðir þær sem teknar höfðu verið eignar- námi voru settar undir stjórn landbúnaðarstofnunar rikisins. Bænduppreisnirnar breiddust nú til nyrstu héraða landsins þar sem bændur tóku stórjarðir og sykurverksmiðjur á sitt vald. Um áramót svaraði stjórnin með þvi að tilkynna að þeir sem þátt tækju i jarðaupptökum eða hvettu til þeirra yrðu dregnir fyrir herrétt. Þessu var svo fylgt eftir i febrúar þegar lýst var yfir hernaðarástandi i land- inu i kjölfar uppreisnar lög- reglumanna i höfuðborginni, Lima. Rikir hernaðarástandið enn, nú fimm mánuðum siðar. Dularfullt bílslys 1 lok april sl. birtist frétt i dagblaðinu Expreso þess efnis að félagsfræðingurinn Julio Al- faro Moreno og bændaleiðtog- arnir Marcos Pillco Huaman og Mario Pimentel hefðu lent i bil- slysi i Lima. Tveir þeir fyrr- nefndu slösuðust mikið en Mario Pimentel lést. Þetta væri ekki merkileg frétt ef ekki hefði viljað svo til að þremenningarnir voru að koma úr viðtali á ritstjórnarskrifstof- um Expreso þar sem þeir skýrðu frá pyndingum sem þeir voru beittir i fangelsum stjórnarinnar. Eru á lofti grun- semdir um að bilslysið hafi ekki orðið fyrir neina tilviljun. Mario Pimentel var 21 árs er hann lést. Hann var handtekinn 17. október sl. og ákærður um glæpi gegn öryggi rikisins, rösk- un á almennri reglu og þátttöku i jarðaupptökum. Bræður hans tveir höfðu báðir fengið að kynnast fangelsum stjórnarinn- ar fyrir pólitiska starfsemi. Pimentel var pyndaður i þeim tilgangi að hann gæfi upplýsing- ar um samtökin sem hann starf- aði i. Honum var sleppt i lok nóvember en i aprilbyrjun var hann aftur handtekinn og á- kærður fyrir að eiga fjölritara! Þá var hann einnig pyndaður i þeim tilgangi að hann segði hvar bróðir hans héldi sig. Þeg- ar hann gaf sig ekki gerði lög- reglan húsleit hjá foreldrum hans og handtók yngri bróður hans. Siðan var foreldrum þeirra boðið að þeim yrði sleppt ef þau segðu hvar eldri bróðir- inn héldi sig. Upplýsingar af þessu tagi kostuðu Pimentel lif- ið. Arðránið ekkert minna Við þessar pólitisku ofsóknir bætast miklar verðhækkanir á matvælum, vöruskortur og si- vaxandi atvinnuleysi sem stjórnin hefur ekki borið við að vinna bug á. Hinn alþýðlegi blær sem stjórnin hefur reynt að hafa á stefnu sinni er þvi óðum að hverfa og andstaða almennings gegn henni eykstað sama skapi. Það breytir myndinni ekkert þó stjórnin taki einnig hart á þeim öflum sem vilja endurreisa veldi Bandarikjanna i landinu. Aðgerðir stjórnarinnar, hvort sem þær bitna á vinstri eða hægri mönnum, miðast fyrst og fremst við að búa i haginn fyrir innlenda auðstétt og hina vax- andi millistétt borganna. Arð- ránið á bændum og verkalýð hefur ekkert minnkað. ÞH — byggt á politisk revy. Yarhugavert að láta aðra hugsa fyrir sig Á sunnudaginn kemur — 6. júli — lýkur yfirlitssýningu Eyjólfs J. Eyfeils listinálara, sem undan- farið hcfur verið á Kjarvalsstöö- um við mjög góða aðsókn. — Það er allt upp á sex hjá mér, sagði Eyjólfur, þegar blaðamaður leit inn til hans I risi Austurbæjar- skólans, en þar hefur hann vinnu- stofu. — Ég er fæddur 6. júni — sem er sjötti mánuður ársins, klukkan sex að morgni, sjötta sunnudag i sumri árið átján hundruð áttatíu og sex. Þær eru margar athyglisverðar, tilviljan- irnar. — Hvert sækir þú helst þin mótif? — Fyrst og fremst til náttúr- unnar. Ég er fyrst og fremst natúralisti, meðeinhverjum keim af impressónisma. Eg hef ferðast um mestallt landið að leita fyrir- mynda, en uppáhaldsstaðir minir eru einna helst Þingvellir, Vest- mannaeyjar, Þórsmörk. Ég er verulegur náttúrudýrkandi. Nátt- uran er á yfirborðinu þögul, en hún talar máli sem snertir mig. — Sérðu kannski álfa? — Nei, ég hef aldrei séð þá, að minnsta kosti ekki i vöku. En mig dreymdi eitt sinn undarlegan draum, þá kominn á elliár. Mér fannst ég vera á leið heim að bæn- um, þar sem ég ólst upp. Þar er brekka með klettabelti, þar sem við krakkarnir lékum okkur oft. 1 draumnum fannst mér ég sjá tvö börn á leið heim að bænum, litinn dreng og telpu ofurlitið stærri. Ég þykist þá hvetja sporið i þeim til- gangi að fylgja börnunum eftir þangað, en þá hverfa þau allt i einu. Þá er ég kominn að Kletta- brekku, en þar sé ég i berginu dyr, sem ég opna hiklaust. Þar fyrir innan birtist mér kona, en innar þóttist ég sjá inn i baðstofu, þar sem börnin voru og gamall maður. ,,Búið þið hér?” spyr ég konuna. ,,Já,” segir hún. ,,Þá er- uð þið huldufólk,” segi ég og var ákaflega hissa, þvi að frá þvi ég var barn hafði mér aldrei dottið i hug að þarna væri álfabyggð. Þá virðist mér ýtt að utan á útidyra- hurðina, og sýnist mér’að konunni sé litið gefið um þá gestakomu. Ég bregð þvi við og ýti á hurðina á móti, en við það vakna ég. Af tilefni þessa draums gerði Eyjólfur svo mynd, sem sýnir börnin hjá klettabeltinu. Sú mynd er á sýningunni á Kjarvalsstöð- um. Bærinn sem hér um ræðir er Súluholt i Flóa, en fæddur er Eyjólur á Seljalandsseli við Vestur-Eyjafjöll. — Þú ert hneigður fyrir það dulræna? — Það er ég. Það dulræna er eins mikill raunveruleiki fyrir mér og það, að við sitjum hér nú og ræðumst við. Það hvarflar ekki að mér að efast um fram- haldslif, ég á þvi láni að fagna að vera berdreyminn og ég trúi þvi lika að endurfæðingar eigi sér stað. Ég get nefnt til dæmis að eitt sinn kom heim til sonar mins kona með dulrænar gáfur og sá mynd eftir mig. Hún segir: „Þessi maður var einu sinni munkur og þá mikill vingerðar- maður."— Og þeir sem þekkja Eyjólf vita að i þessu lifi er hann mikill smekkmaður á vin. — Ertu bjartsýnismaður á lifið og tilveruna? — Mér list frekar illa á famtið- ina. Fyrir mörgum árum sagði Helgi Pjeturss, einn af okkar vitr- ustu mönnum um margt, að mannkynið væri á helvegi. Ég tók þá undir það fyrstur manna, og það geri ég enn ákveðnar i dag. Ég trúi á dómsdag, þvi að mér finnst eðlilegt að allt hafi upphaf og endi. Þegar ég var til spurn- inga hjá sr. Eggert i Vogsósum, sem var vitur maður og sérkenni- legur um sumt, og við spurðum hann um dómsdag, sagði hann: „Jú, dómsdagur kemur. En hann verður af manna völdum.” Það tek ég lika undir. Og nú er ástand- Rœtt við EyjólfJ. Eyfells listmálara ið þannig i heiminum að ég sé ekki betur en við getum búist vð dómsdegi fyrr en varir. — Hvað er til marks um það? — Tortimingartæknin endar með skelfingu. Til hvers væri ver- ið að framleiða vopn og tækni til tortimingar ef þetta væri aldrei notað? Helstefnan er allsráðandi i kapitalismanum. Hún getur verið viðar, en það eitt er vist að kapi- talisminn bjargar ekki mannkyn- inu. — Hvað heldurðu að helst geti orðið til bjargar? — Ég er dálitið fastur i þeirri trú að Kristur eigi eftir að bjarga veröldinni með einhverju móti. Ef kenningar hans gera það ekki, þá getur ekkert orðið til bjargar. — Hvað heldurðu að þú hafir málað margar myndir alls? — Það hef ég ekki hugmynd um, en giskað hefur verið á að þær væru sex eða sjö þúsund tals- ins. Þetta er orðið nokkuð mikið. Ég er orðinn 89 ára og er vist örugglega elstur núlifandi lista- manna hér á landi. Ég man ekki heldur hvað sýningarnar eru orðnar margar hjá mér, en þær hafa verið viða, i Reykjavik, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, London, og svo hef ég verið með á samsýningum i Reykjavik og er- lendis, i Danmörku að minnsta kosti. — Ertu ánægður með þá viður- kenningu, sem þú hefur hlotið? — Aðsóknin hefur verið mjög góð hjá mér á Kjarvalsstöðum, og yfirleitt hef ég átt góðu að mæta hjá almenningi. En það sama verður ekki sagt um viðmót þeirra, sem þykjast öðrum betur til þess fallnir að skera ur um hvað sé list og ekki list. Ég fékk til dæmis listamannalaun i hitteð- fyrra, en svo voru þau tekin af mér á næsta ári. Og sumir virðast ekki þora að hafa aðrar skoðanir á myndlist en vissir spekingar. En það er alltaf varhugavert að láta aðra hugsa fyrir sig, þora ekki að hugsa sjálfur. Það er ein- mitt það sem kapitalisminn vill; hann vill að fólk hætti að hugsa sjálfstætt svo að hann geti matað það á skoðunum eftir sinum hentugleikum dþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.