Þjóðviljinn - 13.07.1975, Page 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. júll 1975.
Leikhúspistill
Framhald af bls. 9.
skípti. Leikararnir nota mjög
öfgafulla og stundum æðisgengna
likamstilburði og i raddbeitingu
virðist þeim ekkert ómögulegt.
Fremstur meðal jafningja i þess-
um hópi er sá frægi maður
Ryszard Cieslak, sem getur talað
út um olnbogann á sér. Hann lék
Einfeldninginn.
Eftir sýninguna sátu nokkrir
áhorfendur, ungt fólk, eftir á
gólfinu, hreyfingarlausir með
lokuð augun. betta voru læri-
sveinar Grotowskis aö meditera
um reynslu sina.
Næturævintýri
meö Grotowski
Ekki hafði þorstinn slokknað
við dvölina inni i heitum og loft-
lausum sýningarsalnum. Þegar
út var komið upphófst dæmigert
pólskt þjark. Það kom sem sé i
ljós að það mundi engin rúta fara
I fyrramálið en kannski yrði rúta
eftir hádegi daginn eftir. Það
varð úr að flestir ákváðu að fara
aftur til Varsjár um nóttina. Sú
saga er raunar af þeirri ferð að
klukkan þrjú um nóttina stöðvað-
ist rútan og bilstjórinn féll fram á
stýrið i yfirliði. Tók alllangan
tima að lifga hann viö.
Ég varð hins vegar eftir i
Varsjá og leiðsögumaður okkar,
Kristin, hafði lofað þeim sem eftir
urðu, niu manna hópi, að við
skyldum fá einhverja hressingu.
Nokkur bið varð á henni. Fyrst
stóð i þjarki að minnsta kosti i
hálftima. Siðan var lagt af stað að
hóteli nokkru, þónokkurn spöl frá.
Þegar þangað kom settumst við
inn i salarkynni þar sem fólk sat
og þjóraði, mest kampavin og
svoddan dýrar veigar. Kristin
hvarf fram i eldhús en við sátum
og mændum með lafandi túngur á
allt þetta drekkandi fólk i kring-
um okkur. Tiu mlnútum seinna
kom Kristin og tilkynnti okkur að
i þessu hóteli væri ekkert að fá, en
hún væri búin að tryggja okkur
veitingar á öðru hóteli. Við
þrömmuöum aftur af stað út i
nóttina og gengum aftur drykk-
langa stund þar til við komum að
öðru hóteli. Þar var allt i fullu
fjöri og fólkið að dansa gömlu
dansana. Þar voru drifnar á
borðið ótal flöskur af woda
mineralna, þ.e. ölkelduvatni, sem
eitt vatna er drekkandi i Póllandi,
og hvarf það niður kverkar okkar
jafnhratt og þjónar náðu að bera
það fram. Minnist ég þess ekki að
hafa slökkt eins sáran þorsta á
ævinni.
Þá birtist Grotowski. Hann
heilsaði okkur innvirðulega og
sagði okkur að klukkan tvö mundi
hefjast nokkurs konar æfing á til-
raunastofu sinni. Okkur væri vel-
komið að taka þátt i þessu ef við
vildum. Klukkan var þá rúmlega
eitt. Hann sagði að ef við værum
þreytt væri auðvitað sjálfsagt að
fara að sofa, en ef okkur þætti
nóttin spennandi þá ?tæði þetta til
boða. Auðvitað slær maður ekki
hendinni við sliku boði og við fór-
um öll, nema ein miðaldra grisk
kona sem fór i háttinn.
Þegar komið var á tilrauna-
stofuna leiddi Grotowski okkur
inn i hús þar sem var aflangur
salur, fremur litill og tviskiptur,
brúnt trégólf en veggir hvitmál-
aðir, lauf hékk úr loftinu. Þarna
var fyrir hópur ungmenna sem
leiddu okkur i gegnum eitt merki-
legt ritúal sem Grotowski kallar
,,a para-theatrical experience”
sem mætti kannski útleggjast
yfirleikræn reynsla á íslensku.
Við yljuðum okkur á tánum á
kertalogum, hendur okkar og fæt-
ur voru þvegnir með vatni og
blómum upp úr stóru keraldi, ég
fór þaðan með blóm og gaf næsta
manni að borða, siðan var kastað
yfir okkur blómum og grasi sem
við köstuðum hvort i annað, siðan
stigum við dans og stunduðum
ýmiss konar snertingu, svo sem
að láta kertavax drjúpa i lófann
og strjúka þvi um kinn eða háls
þess sem næstur var. Allan tim-
ann var leikin sefjandi tónlist á
gitar og flautu. Og svo kom rúsin-
an i pylsuendanum, nefnilega
slangan. Við settumst undir lokin
saman I hring og svo var komið
með slönguna. Hún var svo sem
einn og tuttugu á lengd. Hún var
nú látin skriða eftir berum hand-
leggjum okkar hringinn allan.
Hefði ég mætt slöngu þessari á
förnum vegi undir venjulegum
kringumstæðum hefði ég eflaust
rekið upp org og tekið til fótanna.
En eftir allt sem á undan var
gengið var þessi slanga ekki
nema eðlileg og sjálfsögð og
veruleg ánægja að finna hana
skriða eftir handlegg mér og
klofna tunguna kitla mig.
Tilgangur þessarar ævingar er
að sjálfsögðu að upphefja hvers-
dagsleikann, brjóta niður múra
milli fólks, vikka næmi og
skynjun og skapa nýtt samband.
Ég er engan veginn dómbær á
ágæti þessara meðala, en vist er
um að mér leið óvenjuvel þegar
ég gekk út i bjartan morguninn
um fjögurleytið.
Grotowski talar
Daginn eftir var ég viðstaddur
umræður um endimörk leikhús-
þróunar sem fóru fram i háskól-
anum i Wroclaw. Grotowski
talaði mest. Hann er lágur maður
og mjór, snyrtilega klæddur eftir
nýjustu tisku og býður af sér
óvenju góðan þokka. Hann er
málsnjall með afbrigðum og hef-
ur uppi skemmtilega dramatisk-
ar hreyfingar meðan hann talar.
Hann talar frönsku og gerir það
svo skýrt að minnstu munar að ég
fylgist með. Franska er það mál
sem pólskir menntamenn tala
helst. Kona er sett við hlið mér til
að hvisla i eyra mér ensku ágripi
þess sem sagt er.
Grotowski talar af miklum
sannfæringarkrafti. Hann segir
að við verðum að brjóta niður
gamla leikhúsið og byrja endur-
sköpun frá grunni til að finna nýja
aðferð til að lifa. Hann segir að
mennirnir kunni að berjast, en
þeir kunni ekki að afvopnast hvor
gagnvart öðrum, þannig að raun-
verulegt samband manneskja sé
yfirleitt útilokað. Við göngum öll
með innbyggða kvikmynda-
upptöku (hann notaði orðið
„Videorecording”) sem var
spólað inn á okkur i bernsku og
sem mótar alla skynjun okkar á
lifinu. Við erum auk þess öll alltaf
að leika i lífinu. Vandinn er
hvernig við getum, amk. um
stundarsakir, stöðvað þessa kvik-
myndaupptöku, hætt þessum leik
og öðlast raunverulegt samband
við aðrar manneskjur. Húsdýrin
verða að gerast villidýr.
Grotowski vill bylta leikhúsinu i
þeim tilgangi að gera byltingu i
mannlifinu. Hann segir að við
verðum að vera við þvi búin að
þessi sprenging geti leitt til
óskapnaðar, en þá veröum við
bara að gera eins og þeir félag-
arnir i kvikmyndinni um grikkj-
ann Zorba þegar námumanna-
virkið hrundi: stíga trylltan dans.
dans.
Olesnar
bækur á
góöu veröi
Eigum ætíð talsvert
úrval af ólesnum og
nýlega útgefnum bók-
um á hagstæðu verði.
Lítið inn og gerið góð
kaup.
BÓKIN H.F.
Skólavörðustíg 6
Sími 10680.
Þegar ég hlusta á Grotowski
skil ég vel hvers vegna hann er
átrúnaðargoð æskunnar i Pól-
landi og allir flykkjast til að
hlusta á hann tala. Hér er maöur
sem augljóslega trúir á það sem
hann er að segja, er ótrúlega
mælskur, og boðar auk þess bylt-
ingu i mannlegum samskiptum.
Það eru ekki margir sem boða
byltingu i Póllandi þessa dagana.
En Grotowski er ósvikinn bylt-
ingarmaður, þótt hann boði sina
byltingu á tungumáli fagurfræði
og sálfræði fremur en stjórnmála.
Hann nefnir aldrei orðið
kommúnismi — hann talar hins
vegar mikið um „communion”.
Auðvitað eru hugmyndir
Grotowskis ekki frumlegar. Hins
vegar eru aðferðir hans það, og
þegar þessar hugmyndir tengjast
leikhússtarfi hans verður úr þvi
eitthvað öldungis nýtt og, að ég
held, afar merkilegt. Það er eitt-
hvað verulega stórt við Grotowski
—• hann stafar frá sér krafti.
Að lokum
Ég dvaldist aðeins tvo heila
daga i Wroclaw. Auk þess sem að
framan greinir tók ég þátt I þvi
sem kallast almenn tilraunastofa.
Það fór fram i sýningarsalnum,
þar sem þetta sextiu manns
frömdu tryllt hópefli i tvo og
hálfan klukkutima samfleytt með
dansi, hóphreyfingu, söng og
nokkrum einstaklingsatriðum.
Þetta var geysilega hressandi og
hollt fyrir kyrrsetumann með
yfirvigt eins og mig. Annarri til-
raunastofu stjórnaði Ryszard
Cieslak. Þar var borin kvoða á
munn þátttakenda og áttu þeir þá
að breytast i svin, eins og i Odys-
seifskviðu, skriða um gólfið og
rýta.
Wroclaw er mjög frábrugðin
Varsjá. Varsjá er heimsborg,
Wroclaw er útkjálkastaöur. Hún
er fremur ljót og lyktar af vondri
sápu. A laugardagskvöldum eru
allir fullir eins og á Islandi, og
manni finnst vera Þórscafé i öðru
hverju húsi. Þeir eru mikið fyrir
böllin. Á sunnudögum fara svo
allir út að spásséra i sparifötun-
um.
í Wroclaw var ég næstum lent-
ur i ræningjahöndum. Ég var á
leið á hótel mitt seint um kvöld og
ætlaði að ganga inn á knæpu að fá
mér bjór undir svefninn. En þar
var þá ball og kostaöi offjár að
komast inn. Ég sneri frá, gekk
framhjá dauðum manni i tröpp-
unum og varðhugsað heim,enþá
gengu fram á mig tveir ungir
menn og spurðu mig um þjóðerni.
Ég veitti þeim upplýsingar þar að
lútandi og þeir spurðu þá hvort ég
væri með vegabréf. Ég játti þvi.
Þá spurðu þeir hvort ég væri ekki
til i að koma með þeim i parti.
Fullt af brennivini, sögðu þeir, og
nóg af sætum stelpum. Þá rann
upp fyrir mér ljós. Nú átti að tæla
mig I parti, hella mig fullan, og
siðan átti einhver gála að forfæra
mig og ræna af mér passanum.
Vegabréf eru auðvitað gulls igildi
I þessu lokaða landi. En blessaðir
ræningjarnir vildu hafa vaðið
fyrir neðan sig og vera vissir um
að ég væri raunverulega með
passann á mér áður en þeir
spandéruðu á mig brennivini og
kvenfólki.
Ég afþakkaði boðið kurteislega
og gekk heim i háttinn. Árla
morguninn eftir tók ég lestina til
Varsjár.
Sverrir Hólmarsson
Leirvinnsla
í Búðardal:
Mögu-
leikar
athugaöir
Stöðugt er unnið að rannsókn-
um á þvi hvort unnt er að koma á
fót leirvinnslu i Búðardal.
Geysimikið af leir er að finna
við innanverðan Hvammsfjörö,
vestan við ána Laxá og meðal
annars á þvi svæði sem byggðin
stendur á.
Sænskt fyrirtæki gerir tilraunir
með vinnsluhæfni leirsins m.a. á
þvi hvort hægt sé að nota hann i
byggingarefni. Rannsóknin fer
fram á vegum Rannsóknarráðs
rikisins og upplýsingar eiga að
liggja fyrir með haustinu.
Reynist þær vera jákvæðar
verður fenginn sérfræðingur frá
SÞ og I samráði við hann ákveðið
hvað gera skuli.
Plast-
pokar
fyrir rusl
Næstu 2—3 helgar munu
vegaþjónustubilar FÍB i sam-
vinnu við Náttúruverndarráð og
Landvernd dreifa plastpokum
ásamt tilheyrandi festingum til
akandi ferðamanna. Er ætlast til
þess að ferðamenn safni rusli I
poka þessa og losi sig siðan við þá
i sorptunnur i stað þess að henda
rusli út úr bifreiðunum.
Bak viö Hótel Esju
sími 35300
Til sölu:
Escort 73
Escort 74 ek. 10.000. km.
Escort 74 station
Cortina XI 1600 72
Cortina Gt 1600 72
Comet Custom 74
Fiat 127 74
Fiat 127 73
Peuget 404 '68
B.M.W. 1800.'68
Bronco 74 6 cyl ek. 19.000.00
Bronco '74 8cyl nýr.
Saab95'72 (góðar greiðslur)
Volvo 145 '72
Volvo 145 '74 (skipti)
Datsun 120 Station '74
Ford Fairlane '70 8 cyl
Ford Torino '70 8 cyl
Mercury Cougar '68 8 cyl
Mustang Mach 1. '72 8 cyl
Pontiac Firebird '70 8 cyl.
Bens 220 '70
580
725
740
700
680
1.450
530
380
400
400
1.400
1.520
870
1.350
1.800
1.100
725
750
625
1.100
950
1.250
000.00
000.00
.000.00
.000.00
.000.00
.000.00
.000.00
.000.00
.000.00
000.00
000.00
.000.00
.000.00
000.00
000.00
,000.00
000.00
000.00
000.00
000.00
000.00
000.00
Ath: Við höfum opið á laugardögum,
10—4.
frá kl.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
VÍFILSSTAÐASPÍ TALI:
RAFVIRKI óskast til starfa við spit-
alann nú þegar eða eftir samkomu-
lagi. Upplýsingar veitir umsjónar-
maðurinn, simi 42800
KLEPPSSPÍTALINN:
HJÚKRUNARKONUR óskast til af-
leysinga og i fast starf nú þegar eða
eftir samkomulagi. Upplýsingar
veitir forstöðukonan, simi 38160.
FóSTRA óskast á dagheimili spital-
ans nú þegar eða eftir samkomu-
lagi. Upplýsingar veitir forstöðu-
konan, simi 38160.
Reykjavik 11.7. 1975
SKRIFSTOFA
R í KISSPÍTALANN A
ElRÍKSGÖTU 5.SÍM111765