Þjóðviljinn - 07.08.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.08.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Danir hafa eignað sér vlkinganafnbót á Nordjamb. Þeir spranga um f vikingaklæðum með orgum og óhljóðum eins og forfeður þeirra forð- um. Ótti við hermdarverk „Fimm fingur — ein hönd” er slagorð mótsins og við setningarathöfnina mynduðu skátarnlr þetta merki yfir geysistóra grasflöt. á alheimsskátamótinu Allt hefur þó gengið með ró og spekt hjá skátunum sem eru um tuttugu þúsund Á alheimsmóti skáta sem haldið er i Noregi um þessar mundir eru fulltrú- ar tæplega hundrað þjóða. Mótið var sett á miðviku- dag f síðustu viku í hlýju og fögru veðri sem haldist hefur alla mótsdagana. Það eru norðurlandaþjóð- irnar sem sjá um mótið að þessu sinni og þar á meðal eru íslenskir skátar. Er um 350 manna hópur íslend- inga i Lillehammer þar sem mótið fer fram. Tölu- verður kvíði hefur verið í norskum lögregluyfirvöld- um vegna ótta um hugsan- leg hermdarverk. Á Nordjamb eru skátar frá öllum miðausturlöndum og er lögreglan með fjöl- mennt lið á mótssvæðinu sem virðist að sögn ólafs Haukssonar, sem sendi Þjóðviljanum fréttir af mótinu, alltaf vera á sveimi i öllum hornum og afkimum mótssvæðisins. Daginn sem Nordjamb var sett var önnur mikil samkoma sett i Helsinki — öryggisráðstefna Evrópu. bar koma menn saman til að finna leiðir til að halda frið- inn og er mikið fylgst með þeim tilraunum. í Noregi koma hins vegar saman fulltrúar tæplega 100 þjóða og lifa þar saman i mesta bróðerni án nokkurra sanl- búðarvandamála. Var bent á þetta atriði i heillaóskaskeyti sem skátarnir sendu til ráðstefnunnar i Helsinki. Á Nordjamb er fyrst og fremst stefnt að þvi að hver einasti skáti hafi nóg fyrir stafni alla móts- dagana. Ekkert er lagt upp úr sýningaratriðum en áhersla er lögð á að kynna menningu og lýð- ræði Norðurlandanna á mótinu. Sýndar eru kvikmyndir og haldn- ir fyrirlestrar um þetta efni sem okkur hér heima finnst e.t .v. ekki nema sjálfsagður og auðskilinn hlutur, en stór hluti skátanna á þessu móti hefur aldrei heyrt þetta orð nefnt, hvað þá að hafa kynnst hugtakinu af eigin raun. Þótt Nordjamb hafi verið slitið formlega sl. miðvikudag er mót- inu ekki lokið fyrir nema litinn hluta þátttakenda. Eftir mótið fara skátarnir viða um Norður lönd og gista hjá einstökum fjöl skyldum i u.þ.b. eina viku áður en þeir halda til sins heima. Kallast þessi liður mótsins „Home Hospitality”. Við hér á tslandi fá- um þó ekki skáta i heimsókn þar eð það er of kostnaðarsamt fyrir pyngju gestanna á Nordjamb. -gsp Við lofum ykkur aðeins því að komast til Noregs sögðu indversku skátarnir þrír við félaga sína og þeir stóðu við heit sitt þrátt fyrir erfiðleika Eftir átta vikna ferðalag á reið- hjólum náðu indversku skátarnir Susanta Bose og Shiba Mittra á Vinnuhagræðing og timasparnað- ur við hárgreiðsluna er i hámarki hjá þessum skátastúlkum. alheimsmót skáta sem haldið er I Noregi um þessar mundir. Þeir höfðu þá lagt að baki um 10.500 kilómetra vegalengd frá Caicutta i Indlandi, gegnum átta riki, til þess eins að ná til Nordjamb 75, en það er heiti mótsins. í upphafi voru ferðalangarnir þrir. Einn þeirra heltist þó úr lestinni i Þýskalandi vegna um- ferðarslyss. Þeir höfðu litla sem enga peninga með sér i ferðina, lifðu á örlæti og góðsemd skáta i hverju landi sem báru þá á örm- um sér og aðstoðuðu hina fátæku indversku skátahreyfingu til þess að koma fulltrúum á alheims- mótið. Aðeins eitt loforð gáfu ferðalangarnir indverskum bræðrum sinum: ,,Við munum ná til Noregs”. Þeir stóðu við heit sitt þvi sá sem slasaðist i Þýska- landi birtist á mótssvæðinu dag- inn eftir setningarathöfnina og höfðu þýskir skátar þá slegið saman i flugfar handa honum, er hann varð heill sára sinna. —gsp Skátarnir sendu heillaóskaskeyti til Friðarráðstefnunnar i Helsinki sem sett var sama dag og þeir hófu sitt mótshald. Þessir tveir indverjar hafa lik- lega haft mest fyrir þvi að komast á Nordjamb. Þeir hjóluðu alla leið frá Kalkútta i Indlandi. rúm- lega tiu þúsund km. Þeir voru tvo mánuði á teiðinni, og lifðu aðal- lega á örlæti fólks. ásamt þvi sem þeir unnu fvrir sér. coníerence on security and cooperatior, in europe hetsinkl eighteen thousand scouts from one hunöred countries assembled in norden for 14th world scout Jamboree to buitd lnternationat brotherhood, cooperation and peace convey best wishes tor successfut conference nordjamb -75

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.