Þjóðviljinn - 10.08.1975, Síða 3

Þjóðviljinn - 10.08.1975, Síða 3
Sunnudagur 10. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Umsjón: Þórur in Sigurðardóttir W L ™ * 1 nóvember 1972 var skip uð Neytendamálanefnd af þá verandi viðskiptaráðherra, Lúðvik Jósepssyni sem hafa skyldi það markmið að athuga hvaða reglur væri rétt og til- tækilegt að setja til verndar rétti neytenda. Þessi nefnd starfaði á annað ár og kom ýmsu til leiðar, þótt neytenda- málum hafi almennt verið litið sinnt siðan, en nefndin hefur ekki starfað i tið núverandi rikisstjórnar. í nefndinni sátu frá Neytendasamtökunum þeir Björn Baldursson og frá við- skiptaráðuneytinu þeir Gylfi Knudsen og Arnmundur Bach- mann, sem jafnframt var for- maður. Við ræddum við Arn- mund og báðum hann að rifja upp það sem nefndin fékk áork- að. „Það sem ef til vill var þýðingarmest var sú reglugerð sem við unnum að um merkingu matvæla og annarrar neyslu og nauðsynjavara, sem seldar eru i smásölu. t reglugerðinni er gert ráð fyrir að viðskiptaráðherra geti með auglýsingu ákvarðað hvaða vörutegundir skuli merkja samkvæmt reglugerð þessari. Það er áð sjálfsögðu ákaflega þýðingarmikið að þessari reglugerð sé fylgt eftir og kjörið tilefni fyrir neytenda- samtök að gera tillögur um slik- ar merkingar og almenning að gera kröfur til þess að þeim sé framfylgt á sem flestum vöru- tegundum.” sagði Arnmundur. Til þess að lesendur geti glöggvað sig á þvi hvað slikar merkingar þýða birtum við hér 4. grein reglugerðarinnar: Á umbúðum vöru eða á fylgi- skjölum hennar, svo sem ábyrgðarskirteinum eða vöru- merkingarseðlum skulu vera greinilegar skiljanlegar upplýs- ;f in*— ; Jafnvel þótt mörg fyrirtæki hafi tekið upp merkingar á vörur sinar samkvæmt reglugerð um merkingu matvara og annarra neyslu- og nauösynjavara, vant- ar mikið á að við merkjum vör- ur okkar jafn rækilega og tiðk- ast i nágrannalöndunum, enda verðurslik merking ekki skyida fyrr en viðskiptaráðherra hefur auglýst hvaða vörutegundir falli undir umrædda reglugerð. Nú hefur verið veitt ár til undirbún- ings merkingar á unnum kjöt- vörum, er verður skyldal.júni næsta ár. ingar um eftirfarandi atriði, eftir þvi sem við verður komið og máli skiptir: 1. Heiti vörunnar. 2. Eðli og eiginleika vörunnar. 3. Samsetning vörunnar, ef um samsetta vöru er að ræða, og skal greina magn hvers efnis þáttar i vörunni, svo og viðbótarefni. 4. Meðferð vörunnar. 5. Endingu eða geymsluþol vörunnar. 6. Nettóþyngd innihalds, einingarfjölda eða lagmál. 7. Nafn og heimilisfang fram leiðanda, seljanda hennar i smásölu og/eða þess aðila, sem búið hefur um vör- una. 8. Siðasta söludag og hvenær varan er sökum aldurs hættuleg heilsu manna. 9. önnur þau atriði, sem varan ber ekki sjálf greinilega með sér og skipta máli varðandi mat neytenda á gæðum vör- unnar og notagildi. Þessi reglugerð er að sjálf- sögðu mjög þýðingarmikil, en nú i vor var auglýst að 1. júni á næsta ári myndu unnar kjötvör- ur (ekki niðursoðnar) falla und- ir þessa reglugerð. Verður þá skyldað að merkja unna kjöt- vöru samkvæmt henni, en árið er gefið sem aðlögunartimi. Reglugerð um vörumerkingar frá 1973 heimilar viðskiptaráðherra að ákveða hvaða vörutegundir skuli merkja samkvæmt henni. — Skyldað að merkja unnar kjötvörur 1. júni næsta ár — Rætt við Arnmund Bachmann, sem var formaður Neytendanefndar sem vann að reglugerðinni. Hvenær verða vörumerkingar almennar? Gert er ráð fyrir að fleiri vöru- tegundir verði auglýsar siðar. Öhætt er að segja að nokkur fyrirtæki, sem framleiða unna kjötvöru, hafi þegar tekið upp vörumerkingar samkvæmt reglugerðinni, t.d. KEA, SÍS, og fleiri. Til þess að reglugerðin beri tilætlaðan árangur þarf að sjálfsögðu að lögfesta slikar merkingar á sem flestum vöru- tegundum, en i greinagerð með reglugerðinni segir m.a.: „Þótt reglugerðin verði sett, kemur ekki til neinnar skyldu til vöru- merkinga. Um skyldu til vöru- merkinga verður fyrst að ræða, þegar auglýsing sbr. ákvæði reglugerðarinnar um hinar ein- stöku vörutegundir verða sett- ar.” Þá sagði Arnmundur að þeir hafi gert tillögu um skipun Neytendanefndar, sem vera skyldi viðskiptaráðuneytinu til ráðgjafar um neytendamál og vinna að athugunum á málefn- um neytenda, kanna stöðu þeirra og koma á sem viðtæk- ustu samstarfi milli samtaka atvinnulifsins og neytenda. Þá var einnig gert ráð fyrir að nefndin myndi vinna að sérstök- um verkefnum, sem ráðherra felur nefndinni. Nefnd þessi var sett á laggirnar og starfar enn. 1 henni eiga sæti fimm nefndar- menn skipaðir af ráðherra eftir tilnefningu eftirfarandi aðila og tilnefnir hver um sig einn nefndarmann: Neytendasamtökin, Verðlags- stjórinn, Verslunarráð Islands, Samb. isl. samvinnufélaga og Félag isl. iðnrekenda. Tvo nefndarmenn skipar ráðherra án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður nefndar- innar. Þá sagði Arnmundur að Neytendamálanefndin hafi unn- ið að frumvarpi til laga um þjónustustarfsemi. „Það þótti eðlilegt að binda þjónustustarfsemi i lög en allur annar atvinnurekstur er bund- inn samkvæmt sérstökum lög- um. Frumvarp þetta var siðan lagt fyrir alþingi 1974, en dagaði þar uppi. Einnig sömdum við drög að frumvarpi til laga um afborgunarkaup, þar sem okkur þótti eðlilegt að fara inn á sömu braut og nágrannaþjóðirnar og lögbinda þann algenga við- skiptahátt sem afborgunarkaup eru. Var þetta hugsað i þvi skyni að veita aukið öryggi og fljót- virkari málsmeðferð ef um ágreining er að ræða. Afborgunarkaup fara fram á vixlum, en þeir lifa sjálfstæðu lifi sem krafa eins og mönnum er vist flestum kunnugt um,” sagði 'Arnmundur. Þá var Nú er tíminn til að tína blóðberg Blóðbergste hefur löngum þótt hinn mesti heilsudrykkur hér á landi, en nú er einmitt rétti timinn til þess að tina sér blóðberg i te. Best er að tina sem mest af sjálfum blómunum, en þau eru bragðbest. Blóðbergste er svo búið til eins og venjulegt te, en mörgum þykir gott að láta dálitið af venjulegu te með. Blóðbergsblómin þurfa að liggja dálitla stund i heitu vatninu, til þess að gott bragð komi i vatnið. Teið er ljóst á lit- inn og gott er að setja dálitinn sykur út i. Bragðbest er blóð- bergste úr nýju blóðbergi, en einnig er hægt að þurrka blóð- bergið og geyma það siðan i loftþéttum umbúðum eins og venjulegt te. Blóðberg er einnig gott sem krydd (timian). I bók- inn isl. lækninga- og drykkja- jurtir eftir Bjarna L. Jónsson segir að nota megi blóm, blöð og leggi af blóðberginu og þar segir ennfremur að blóðbergste sé gottviðýmsum kvillum, „styrki hjarta höfuð og sinar, örvi þvag og tiðir, þynni vessa, er blóð- hreinsandi og örvar svita. Gott við hiksta, kvefi, hósta, brjóst — og hjartveiki, flogaveiki, svefn- leysi, harðlifi o.fl.” Þá segir einnig að gott sé að blanda blóð- bergi saman við ýmsar aðrar jurtir og sjóða af þvi seyði. M.a. má sjóða seyði af fjallagrösum, silfurmuru og blóðbergi og blanda það hunangi og fæst þá gott brjóstte. Ódýrt teikniborð Þetta fallega teikniborð smið- aði 13 ára strákur handa mömmu sinni i afmælisgjöf. Það er gert úr gamalli skúffu, sem botninn hefur verið tekinn úr. Gleri er rennt i falsinn þar sem botninn var, smjörpappir settur undir glerið til þess að dreifa ljóinu, en sterk pera sett Neytendamálanefndin einnig farin að vinna að endurskoðun á lögum um varnir gegn órétt- mætum verslunarháttum, sem eru óbreytt frá þvi árið 1933 og þarfnast augljóslega lagfæring- ar. Hafði nefndin ma. i huga að | taka inn itarlegri ákvæði um auglýsingar, en i gömlu lögun- um eru einu ákvæðin sem nú eru til um auglýsingar. Við spurð- um Arnmund að lokum, hvort ekki væri orðið timabært að setja sérstaka löggjöf um neyt- endamál: „Jú, ég tel fyllilega timabært að gera heildarlöggjöf um neyt- endavernd. Neytendamála- nefndin taldi brýnast á sinum tima að vinna að ýmsum um- bótum á þessu sviði, en hefði hún starfað áfram hefði án efa komið að þvi að undirbúinn væri sérstakur lagabákur um neyt- endamál, enda höfðu þegar komið fram kröfur um það. Lúðvik Jósepsson hafði mjög mikinnáhuga á þessum málum, en eftir stjórnarskiptin hef ég ekki orðið var við að þessu starfi hafi verið haldið áfram.” sagði Arnmundur. Þykku sólarnir og jafnvægið undir. Fætur eru svo smiðaðir ofan til á borðið, svo að það hallar og spýta sett þvert yfir efri hluta borðsins til þess að geyma á blek, penna og fleira. Skúffan er svo máluð og þar er komið hið ágætasta vinnuborð úr gömlu kommóðuskúffunni. Það gæti verið betra að halda jafnvæginu á nýju skónum með þykku botnunum, sem nú eru mest i tisku. Þær eru ófáar sem hafa snúið sig um ökklann, dott- ið eða misstigið sig á þeim. Og þegar maður hefur einu sinni snúið sig, er hætt við að maður eigi eftir að endurtaka það. Og við minnum á hvað Feneyingar gerðu á 16 öld, þegar sólarnir voru eins og stultur og konurnar notuðu þá til þess að komast yfir fenin og forina. Þessir skór voru bannaðir með lögum, vegna þess að þeir ullu fósturlátum! Þær hafa liklega átt fullt i fangi með að halda jafnvæginu þar lika á þessu skótaui, ekki siður en við i dag. Nú höfum við eina tillögu til úrbóta: Skór með opn- um hæl verða mun stöðugri, ef fest er breið teygja aftur fyrir hælinn. Fáið skósmið til þess að festa teygjuna og þið verðið mun stöðugri á fótunúm.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.