Þjóðviljinn - 10.08.1975, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1975.
/ j'
Ragnar Arnalds :
Þess má vænta, að senn verði
stjórnarskráin ofar á dagskrá i
isienskum þjóðmálaumræðum en
verið hefur seinustu áratugi. Frá
stofnun lýðveldisins fyrir rúmum
30 árum hefur litil hreyfing verið
á stjórnarskrármálinu. Stjórnar-
skránni hefur að visu tvivegis
verið breytt á þessu timabili, árið
1959 þegar núgildandi kjördæma-
skipan var tekin upp og 1967 þeg-
ar kosningaaldur var lækkaður
um eitt ár, en að öðru leyti hefur
verið trassað að endurskoða
stjórnarskrána i ljósi nýrra tima,
eins og heitið var af öllum stjórn-
málaflokkum við stofnun lýðveld-
isins.
Á lýðveldisárinu var aðeins
hreyft við þeim ákvæðum stjórn-
arskrárinnar, sem beinlinis
snertu breytinguna úr konungs-
riki i lýðveldi. Áður hafði stjórn-
arskránni verið breytt sex sinn-
um, og voru það stærstu breyting-
arnar, er landið fékk innlendan
ráðherra 1903, konur öðluðust
kosningarétt 1915, breytingarnar
1920 i kjölfar fuliveldis og breyt-
ingar á kjördæmaskipun 1934 og
1942. En i flestum atriðum hefur
efni stjórnarskrárinnar staðið ó-
breytt, siðan Kristján kóngur ni-
undi gaf hana islendingum á þús-
und ára afmæli lslandsbyggðar.
Fyrst eftir lýðveldisstofnun
unnu tvær nefndir að endurskoð-
un stjórnarskrárinnar, sú fyrri
var skipuð 20 mönnum og starfaði
i rúm tvö ár, en sú sem við tók var
skipuð 7 mönnum, og mun hún
hafa starfað i nokkur ár en fengið
hægt andlát i byrjun næsta ára-
tugs. Siðan liðu rúm 20 ár og var
þá kjörin á Alþingi þriðja stjórn-
arskrárnefndin voriuð 1972.
Nefnd þessi hefur farið hægt af
stað en lifir þó enn, og sýnist mér
helst, að lifshlaup hennr ætli að
verða með öfugum hætti en hinna
fyrri nefnda og muni hún fjörg-
ast, eftir þvi sem aldurinn færist
yfir hana. Fyrstu tvö árin hélt
nefndin aðeins fjóra fundi, en nú
er hún heldur að herða róðurinn
undir forystu formannsins,
Hannibals Valdimarssonar. Lýst
hefur verið eftir tillögum félaga-
samtaka og einstaklinga, ýmissa
álitsgerða hefur verið aflað og
nefndin hefur ráðið sér starfs-
mann, dr. Gunnar G. Schram,
prófessor.
Vafalaust munu nokkur ár liða
cnn, þar til þjóðin greiðir atkvæði
um nýja stjórnarskrá. Þvi að
jafnvel þótt undirbúningur máls-
ins komist á fullan skrið i vetur,
er enginn vafi á þvi, að Aiþingi og
stjórnmálaflokkarnir munu taka
sér langan tima til að afgreiða
svo fjölþætt og yfirgripsmikið
mál. En þegar sjálf stjórnskipun-
in á i hlut, hugsa menn ekki i ár-
um heldur áratugum og öidum,
og er þvi ekki ofmælt, að ný
stjórnarskrá kunni að vera á
næsta leyti.
Valdið
og þjóðin
Hvert er hlutverk stjórnar-
skrár?
Stjórnarskrá þjóðar fjallar um
valdið i þjóðfélaginu og dreifingu
þess, hverjir séu handhafar
valdsins, hvaðan þeir fái sitt vald
og hver séu takmörk þess. Góð
stjórnarskrá fjallar þvi framar
öðru um réttindi fólksins gagn-
vart valdhöfunum, um möguleika
þess til að stjórna stjórnarherr-
unum og láta þá hafa eftirlit hver
meö öðrum. Stjórnarskrá er lög-
um æðri og verður ekki breytt
með einfaldri lagasetningu.
Mikilvægustu ákvæði islensku
stjórnarskrárinnar eru i fyrsta
lagi lýðræðis- og mannréttindaá-
kvæöin og i öðru lagi ákvæðin um
þriskiptingu valdsins.
Stjórnarskráin er byggð á
þeirri forsendu, að valdið komi
frá þjóðinni. Rétturinn til að
stofna félög og stjórnmálaflokka,
fundafrelsi, ritfrelsi og prent-
frelsi er undirstaða frjálsra skoð-
anaskipta, og jafnframt er fólk-
inu ætlað að ávisa valdi sinu til
,,! nýja stjórnarskrá þarf að setja ákvæði, sem tekur af öll tvimæli um það, að óbyggðir tslands bæði
•álmenningar, afréttir og önnur svæði, sem ekki hafa lengi verið i byggð, svo og öll hveraorka^ vatnsorka
)g önnur auðæfi, sem þar eru i jörðu, séu ævinlega eign íslensku þjóðarinnar, en ekki f einkaeign einstakiingt
á einmenningskjördæmum og
virðist hafa skapast um það nokkv
uð sterk eining, að hlutfallskosn-
ingar séu sjálfsagðar og óhjá-
kvæmilegar hér á landi. Hitt er
annað mál, að útbreidd óánægja
er með það fyrirkomulag, sem nú
rikir, þar eða áhrif útstrikana
eru nær engin, og meiri hlúti
þingmanna er öruggur um að ná
kjöri, áður en kosning fer fram.
Lækka þarf kosningaaldur um
eitt eða tvö ár og fjölga þing:
mönnum i fjölmennustu kjör-
dæmunum.
Sterkan eða
veikan forseta?
Á tslandi er Alþingi valdamésta
stofnunin og ræður lifi rikis-
stjórna, en forsetinn er valdalítill
innsiglisvörður, sem aðeins grip-
úr inn, ef honum þykir einstök
þörf á að stinga við fótum, og get-
ur hann þá skotið málum undir
þjóðardóm. Vald hans er einna
afdrifarikast, þegar hann ákveð-
ur, hver skuli fyrstur reyna
stjórnarmyndun að kosningum
loknum.
Þær raddir heyrast öðru hvoru,
áð afnema ætti þingræðið og
kjósa i staðinn valdamikinn for-
seta sem skipaði sér rikisstjórn,
likt og er i Bandarikjunum og
Frakklandi.
Ný stjórnarskrá
á næsta leiti?
kjörinna fulltrúa í almennum
kosningum.
tslenska valdakerfið er að
sjálfsögðu fjarri þvi að jafngilda
fullkomnu lýðræði. í fyrsta lagi er
alls ekki vist, að Alþingi spegli
þjóðarviljann hverju sinni og
kemur þar margt til, m.a. að
flokkar og frambjóðendur lofa
stundum einu fyrir kosningar og
gera svo annað að þeim loknum.
Vafalaust er það staðreynd, að
ýmsar afdrifarikar ákvarðanir
Alþingis hafa verið i andstöðu við
þjóðarviljann og má nefna sem
dæmi hernámið 1951, sem Alþingi
var iátið samþykkja eftir á, en
þar var um að ræða ótvirætt
stjórnarskrárbrot, sbr. 21. gr.
í öðru lagi vantar mikið á, að
allir þættir valdsins séu i höndum
fólksins. Fjármálavaldið er að
stórum hluta i höndum einstakl-
inga og þröngra hagsmunahópa,
sem ekki sækja vald sitt til
þjóðarinnar. En i krafti þeirrar
aðstöðu, sem peningaöflin hafa
skapað sér, geta fámennir en
voldugir hópar haft miklu meiri
áhrif á skoðanamyndun og út-
breiðslu áróðurs en aðrir þegnar
þjóðfélagsins. Raunverulegt lýð-
ræði á þannig stöðugt undir högg
að sækja, þar sem er svikamylla
peningaaflanna, byggð á auðvaldi
og yfirgnæfandi áróðursaðstöðu,
tengd gamalgrónu embættis-
mannavaldi og oft studd hervaldi.
Þó má ekki vanmeta hin lýð-
ræðislegu réttindi, sem islenska
stjórnarskráin veitir. Þrátt fyrir
ýmsa alvarlega vankanta þessa
kerfis, hefur islensk alþýða unnið
merka sigra og áunnið sér dýr-
mæt réttindi i skjóli þessarar
frjálslyndu stjórnskipunar, sem
nú er aldargömul.
Hverju þarf
aö breyta?
öll mikilvægustu ákvæði
stjórnarskrárinnar verða að
haldast, en mörgu þarf við að
bæta. Þvi miöur er þess ekki að
vænta, að fjármálavaldið missi
vigtennurnar sinar að þessu sinni
— það biöur þess tima, að þjóðjn
stigi skrefið til sósialismans. En
lýðræðisleg réttindi fólksins má
þó auka með ýmsum hætti:
Setja þarf almenn ákvæði um
þjóðaratkvæði, en samkvæmt nú-
gildandi stjórnarskrá er það að-
eins i undantekningartilvikum, að
þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram;
þ.e. ef forseti neitar að undirrita
lagafrumvarp eða Alþingi sam-
þykkir breytingu á kirkjuskipun
rikisins. Minnihlutiá Alþingi, t.d.
fjórðungur þingmanna, á að geta
krafist þess, að samþykkt frum-
varp sé borið undir þjóðina til
samþykkis eða synjunar. Sama'
rétt ætti ákveðinn hluti kosninga-
bærra manna að hafa. Eins á
minnihluti á Alþingi, t.d. fjórð-
ungur þingmanna, að geta krafist
þess, að leitað sé álits þjóðarinn-
ar um tiltekið málefni, og sama
rétt ættu kjósendur að hafa, t.d.
fjórðungur kjósenda, en væntan-
lega yrði þess háttar atkvæða-
greiðsla fyrst og fremst leiðbein-
andi fyrir Alþingi.
1 stjórnarskrána vantar alger-
lega ákvæði um réttindi og skyld-
ur stjórnmálaflokka. Þótt undar-
legt kunni að virðast, er það stað-
reynd, að liðinn var um þriðjung-
ur þessarar aldar, áður en flokk-
ar voru nefndir á nafn i stjórnar-
skránni og voru þó stjórnmála-
flokkarnir þá löngu orðnir undir-
staða stjórnkerfisins. Enn i dag
eru flokkar aðeins nefndir á nafn i
stjórnarskránni i framhjáhlaup.i,
þ.e. i tengslum við úthlutun úpp-
bótarþingsæta.
Símahleranir
og tölvunjósnir
Ákvæðin um mannréttindi og
persónufrelsi þarf nauðsynlega
að endurskoða, m.a. með hliðsjón
af mannréttindasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna, sem Island er
raunar enn ekki orðið aðili að,
mannréttindasáttmála Evrópu-
ráðsins, sem islendingar hafa
þegar samþykkt. Flest þau á-
kvæði, sem jiar koma til álita, eru
þó næstum of sjálfsagðir hlutir, til
að eiga heima i stjórnarskrá, t.d.
bann við þrælahaldi. Af ákvæð-
um, sem þar eru ekkinefnd, en ég
tel, að beri sérstajtlega að athuga,
eru skýrari fyrirmæli um frið-
helgi einkalifs og heimilis. Njósn-
ir opinberra aðila á að banna, þ.á
m. simahleranir, nema beinlinjs
sé unnið að uppljóstrun tiltekins-
glæpamáls og njósnirnar eigi sér
stað samkvæmt rökstuddum
skjalfestum dómsúrskurði. Eins
verður algerlega að koma i veg
fyrir tölvuvæddar njósnir éinka-
aðila I formi ýmiss konar upplýs-
ingasöfnunar. Þessi mál hafa enn
verið litið á dagskrá hérlendis, en
fátt ógnar meira persónufrelsi.
manna i framtiðinni, ef þessi mál
eru ekki strax tekin föstum tökum
Fjölmiðlar og
einokunar-
aðstaða
1 núgildandi stjórnarskrá seg-
ir: ,,Ritskoðun og aðrar tálmanir
fyrir prentfrclsi má aldrei i lög
leiða”. Mér er til efs, að margar
aðrar stjórnarskrár verndi prent-
frelsið með svo afdráttarlausum
hætti. En fjölmiðlar hafa þróast
ekki litið á eitt hundrað árum. Eg
nefni dæmi. Morgunblaðið stund-
ar það svo til daglega að ljúga
upp á pólitiska andstæðjnga sina
ýmsum skoðunum, seni þeir hafa
aldrei haldið fram. Blaðið fær
stóran hluta þjóðarinnar til að
trúa slikum fullyrðingum i krafti
aðstöðu sinnar, sem byggð hefur
verið upp með stuðningi peninga-
aflanna. Spurningin er ekki sú,
hvernig stöðva eigi þessi lævisu
áróðursbrögð Morgunblaðsins,
heldur varðar það mestu, hvernig
unnið verði gegn vaxandi einok-
unaraðstöðu peningaaflanna i
blaðaútgáfu og komið i veg fyrir
einhliða notkun útvarps og sjón-
varps i þágu sérstakra skoðana-
hópa.
Endurskoða þarf kosningaá-
kyæðin, einkum I þeim tilgangi
að auka rétt kjósenda til að velja
milli manna.um leið og þeir velja
milli flokka. Ekki er að sjá, að
nf»in hrpvfiní? sá unni fil nfS koma
Ég tel þó, að núgildandi vald-
skipting sé i aðalatriðum gæfu-
legust fyrir islendinga. Ef nokkuð
■ ér, þá þarf Alþingi að verða
valdameira og sjá til þess, qið
völdin dragist ekki enn frekar I
hendur embættismannakerfinu.
Störf Alþingis þarf að skipuleggja
betur m.a. með þvi að leggja
aukna áherslu á þingnefndastörf,
óg i þvi skyni virðist heppilegra,
að deildir þingsins verði sameln-
aðar i eina málstofu. Bæði sviar
og danir hafa horfið frá deilda-
skiptingu á þingum sinum, og i
báðum iöndum virðist sú skoðun
rikjandi hjá þeim, sem til þekkja,
áð breytingin hafi verið til batn-
aðar.
%
Hugsanlegt er að auka vald og
viðfangsefni forseta lýðveldisins,
; án þess að þingræðið sé skért. Ég.
hef lengi álitið, að forsetinn ætti'
að vera verndari fólksips gagn-
vart ofriki valdamanna, ekki.að-
eins að forminu til heldur og 'i
daglegum störfum sinum, og hef
þá m.a. haft i huga verksvið um-
boðsmanns cða ármanns,eins og
sumir nefna þetta embætti, sem
fyrst var komið á hjá hinum
Norðurlandaþjóðunum. Nýlega
heyrði ég Gunnlaug Þórðarson
halda fram svipaðri skoðun i út-
varpserindi, og er ekki óliklegt,.
að þess háttar breyting á forseta-
embættinu gæti fengið góðan
hljórhgrunn.
BráðabirgðalÖg
- fjölþjóða-
stofnanir
Endurskoða þarf ákvæði úm
setningu bráðabirgðalaga og
veita minnihíuta alþingismanná,
t.d. þriðjungi þingmanna rétt til
að krefjast þess, að Alþingi sé
kvatt saman til aukafundar i til-
efni af útgáfu bráðabirgðalaga.
Jafnframt þarf að búa svoúra
hnútana i stjórnarskránni, að
réttindi islenska rikisins verði
ekki seld i hendur álþjóðlegri
stofnun að einu eða neinu leýti,
nema fyrir liggi verufega aukinn
meirihluti á Alþingi, t.d. sam'-
þykki fimm sjöttu hluta þing-
manna. Framsal rikjsvalds til
fjölþjóðastofnanna er nú mjög á
dagskrá pg' er stundum óhjá-'
kvæmilegt en oft varhugavert.
Þjóðin verður að tryggja sig sér-
staklega gegn vanhugsuðu feigð-
arflani i sjálfstæðismálum með
þvi að krefjast viðtækrár sam-
stöðu á Alþingl um hvert. slikt
skref.