Þjóðviljinn - 10.08.1975, Page 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1975.
DJÚPIVOGUR:
„Unga fólkið flýr
ekki, öðru nær”
Við fengum okkur is i
kaupfélagssjoppunni og biðum
þess að Már Karlsson, gjald-
keri, kæmi úr kaffi. Okkur virt-
ist þetta vinalegur staður.
,,Já, unga fólkið flýr ekki
héðan, öðru nær”, sagði Már.
„Það hefur mikið verið byggt
hérna, en samt er sár húsnæðis-
skortur. Atvinna er nóg, hér er
rækjuverksmiðja, saltfiskverk-
un, frysting, humarvinnsla og
vonandi bráðum sildarvinnsla.
Hér er samvinna i verki, það er
Búlandstindur h.f. sem rekur
alla útgerð, en hluthafar eru
hreppsfélagið, kaupfélagið.
Segja má að hver einasti ibúi á
staðnum sé hluthafi, þar sem
hvert einasta heimili keypti
hlutabréf. Djúpivogur verður
senn 400 ára gamall verslunar-
staður.
Um siðastliðin áramót voru
ibúar 353 og hefur fjölgað um 45
á sl. 15 árum. Sögulega og land-
fræðilega séð hefði Djúpivogur
átt að verða langstærsti
byggðakjarni á Austurlandi og
það er til háborinnar skammar
að slikir staðir, sem hafa uppá
stórkostlega atvinnumöguleika
að bjóða, skuli vera sveltir
markvisst af fjárfestingarsjóð
um meðan ausið er fjármagni til
annarra staða.
Hér er nýtt frystihús i smiðum
og búið að verja til byggingar
þess 50 miljónum króna. Nú hef-
ur allt verið neglt fast af ráða-
mönnum fjárfestingarsjóða i
Reykjavik — þokkaleg byggða-
stefna það. Það er hálf kald-
ranalegt að koma inn i fyrstihús
á öðrum stöðum og sjá, að kaffi-
stofurnar þar eru stærri en fisk-
móttakan i gamla húsinu ókkar.
Það er ekki nóg með að gamla
frystihúsið sé löngu orðið of litið
heldur verðum við árlega að
loka og hætta að frysta fisk i
þrjá mánuði meðan sláturtiðin
stendur.
Þegar svo nýja frystihúsið
Már Karlsson: Sögulcga og land-
fræðilega hefði Djúpivogur átt að
verða langstærsti byggðakjarni á
Austfjörðum.
Frá Djúpavogi. Lengst til vinstri
eru kaupfélagsbyggingar, en i
framhaldi af þeim er fiskmót-
takan, sem áður var söltunarstöð.
Húsin cru byggð yfir bryggjuna. i
baksýn er nýja fyrstihúsið að risa
af grunni.
verður komið i gagnið, þá er
næsta skrefið að fá skuttogara,
þar sem afkastageta frystihúss-
ins fer úr 7 tonnum i 40 tonn á 10
tima vinnudegi.
Már sagði að opnun hring-
vegarins hefði þýtt stóraukin
umsvif hjá kaupfélaginu, vöru-
sala jókst um 57,7% á sl. ári, og
nú er hótelpláss allt upppantað
yfir sumarmánuðina, en hótelið
er opið allt árið og þar býr m.a.
vertiðarfólk á vetrum.
Nú stendur yfir bygging
barnaskólahúss og siðar i
sumar verður reist við skólann
sundlaug úr plasti. Heitt vatn úr
kerfi barnaskólans verður notað
i laugina.
Við kveðjum og tökum undir
með Má að stað eins og Djúpa-
vogáaðefla. sj
Fáir nota sér hringflugið
Hann sat út við glugga .hallaði
sér á skjön þannig að hann
horfði inn i flugvélina en ekki á
hrikalegt og fagurt landslagið
sem flugvélin flaug yfir og hann
söng ,,Er ég kem heim I Búðar-
dal...”, og stundum staupaði
hann sig úr gulum visklpela.
Undirritaður sáröfundaði
manninn af sætinu við glugg-
ann. þvl að við flugum yfir
Lónsöræfi á leiðinui frá Egils-
stöðum til Hornafjarðar. i
næsta sæti fyrir aftan sat ein-
hver dani, og sá hafði lent við
glugga, það heyrðist Ijóslega af
hrifningarópum mannsins:
Aidrig har jeg set noget sá
storartet...! og þá tók vélin
dýfu, maginn þrýsti að
neðrikjálkanum og yfir öxl þess
fulla sýndist mér væugbroddur
vélarinnar snerta rauðleita,
snarbratta fjallshllð, en sá fulli
söng áfram ,,... bfður mln
brúðarval...”, en útlendingarn-
ir, danir og fransmenn, bröltu I
sætum slnum, reyndu aö festa
ægilegt landslagið á filmu og
einn maður með stráhatt var
með kvikmyndavél.
Þjóðviljamenn notfærðu sér
hringflug Flugfélagsins á dög-
unum, þegar þurfti að fara i
ýmsa landshluta I efnisleit.
Eftir vangaveltur yfir flóknum
ferðaáætlunum, fólum við flug-
félagsmönnum að skipuleggja
tiu daga ferð. Og það var ekkert
auðveldara: Reykjavik — Isa-
fjörður og þriggjadaga stans á
tsafirði. Siðan Isafjörður —
Akureyri, og á Akureyri aftur
þriggja daga viðdvöl. Siðan
Akureyri — Egilsstaðir, og
fjögurra daga viðdvöl á Héraði.
Og loks Egilsstaðir — Horna-
fjörður og þar höfðum við einnig
nær þriggja daga viðdvöl áður
en við flugum til Reykjavikur.
„Hringflugið hefur verið á
sumaráætlun mörg undanfarin
ár, en mér virðist nú að fáir not-
færi sér það, amk. fáir islend-
ingar”, sagði Vignir Þorbergs-
son, afgreiðslumaður flug-
félagsins á Höfn, Hornafirði.
,,t fyrstu var það ein vél sem
flaug allan hringinn, en nú er
þetta allt samtengt og samvirkt,
og ferðaskrifstofur eru farnar
að selja hringflugið sem skoð-
þótt það hafi
opnað marga
nýja möguleika á
ferðum um landið
unarferð. Það er hægt að fljúga
hringinn t.d. á tiu eða tólf dög-
um eins og pið gerðuð, en einnig
á fimm dögum. Fimm daga
ferðirnar ganga þannig fyrir
sig: 1. dagur Reykjavik — tsa-
fjörður, tsafjörður og umhverfi
skoðað, en um kvöldið haldið til
Akureyrar. 2. dagur: eftir gist-
ingu á hóteli á Akureyri er farið
i skoðunarferð til Mývatns og
Goðafoss, aftur hótelgisting á
Akureyri. Áþriðja degi er Akur-
eyri skoðuð, en um hádegi flogið
til Egilsstaða. Egilsstaðir og
nágrenni skoðað, gist á hóteli,
og siðdegis daginn eftir er flogið
til Hafnar þar sem gist er á
hóteli. Áfimmtadegi er Höfn
skoðuð en siðan hádegisflug til
Reykjavikur. Heildarverð:
33.069 kr.”.
Vignir Þorbergsson á Höfn
sagði okkur að áður hefðu ferða-
menn tiðum notfært sér dags-
flugið til Hafnar. Þá var tvisvar
i viku flogið til Hafnar, en dag-
urinn siðan notaður i skoðunar-
ferðir i Skaftafell og upp að jökl-
unum. Um kvöldið var flogið frá
Fagurhólsmýri til Reykjavikur.
Nú hafa menn gjarna annan
hátt á. Þeir koma með flugvél til
Hafnar að morgni, kanna svæð-
ið áður en þeir taka áætlunarbil-
inn daginn eftir eða siðar til
Reykjavikur. Áætlunarbillinn
fer hægt yfir, og einnig er hægt
að fara úr honum hvar sem er á
leiðinni, fá sér gistingu t.d. á
Skógum, eða liggja i tjaldi og
vera siðan i vegi fyrir næsta
áætlunarbil þegar maður kærir
sig um. Einnig er hægt að snúa
dæminu við, fara með áætl-
unarbilnum austur á þeim
hraða sem maður sjálfur kýs,
en fljúga siðan frá Höfn til
Reykjavikur. t tengslum við
flugið til Hafnar, aka svo áætl-
unarbilar austur á Djúpavog
þrisvar i viku, og þegar þangað
er komið er farið að styttast til
Egilsstaða og Héraðs, og
kannski er þessi ferðamáti lika
hentugur fyrir þá sem vilja
halda hringinn um landið.
Nýlega. hefur orðið þónokkuð
róttæk breyting á þeim mögu-
leikum sem austfirðingar og
aðrir landsmenn hafa á að
komast til útlanda. Hingað til
hafa allir þeir sem til útlanda
hafa farið orðið að fara um
Reykjavik eða Keflavik.Flugfar
frá Egilsstöðum eða Höfn er
ekki gefið, og þannig hafa aust-
firðingar orðið að borga meira
fyrir utanlandsferðir sinar en
ibúarnir á Faxaflóasvæðinu.
Reyndar var sá aðstöðumunur I
samhengi við annað: Flutnings-
kostnaðurinn austur veldur þvi
að allar vörur eru dýrari þar en
syðra.
En nú geta austfirðingar
komist hjá þvi að greiða þennan
aukakostnað. Flugfélagið flýgur
nú vikulega til Færeyja I tengsl-
um við Færeyjaflugið. Flogið er
til Voga I Færeyjum á sunnu-
dögum ; og frá Færeyjum til
tslands á fimmtudögum.
Flugfar til Færeyja og heim
kostar með flugvallaskatti, ef
miðað er við að farið sé frá
Egilsstöðum, 19.920, en á þess-
ari leið gildir siðan allur venju-
legur afsláttur, svo sem fjöl-
skylduafsláttur og fleira. —GG.